Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1988, Blaðsíða 36

Skólablaðið - 01.04.1988, Blaðsíða 36
þeirra, heldur auðveldaði inn- göngu. Ægir var farinn af varðstöðu sinni við Ijóshjálminn og nóttin kyssti vitann. Hún gekk inn, ryk flögraði undan fótum hennar, þrepin emjuðu. Stormurinn sló regni inn um gluggana gisna. „í skelfingu hans á nóttunni.“ hugs- aði hún, „óraði hann jafnvel ekki fyrir þessu.“ Fæturnir báru hana upp, hún strauk fingrum sínum við hrjúfa veggina rykuga, langar rendur eltu hana þar til hún gekk im í gamla vitavarðarherbergið, kertisstubbur í flöskuhálsi veitti birtu á flökti í myrkrið. Hann lá undir teppum í horninu, líkaminn annarlega ljósleitur og reglulegur andardrátturinn sagði hann vera í löndum svefnsins. Hún fann rýt- inginn í klæðum hans, kertaloginn kallaði fram litadýrð í bláhvítum eðalsteininum, regnboginn stirndi inn í brotunum, féll frá örmjórri línu yfir á næstu eins og úðabogi frá fossi sem tvinnar saman þræði blóðrauða, sólgula og himinbláa uns þeir eru vart greindir hver frá öðrum. Hún lagðist hjá honum með hönd undir kinn. Rýtinginn lagði hún við hjarta hans. Ægir var hvergi. í djúpi hennar fölnaða hjarta, blómgaðist ómengað hatur sem Guðirnir höfðu fægt tært. Því vissi hún ekki hvað aftraði sér frá því að stöðva slátt hjarta hans, hvarvetna risu raddir sem skipuðu henni að þrýsta oddi rýtingsins inn í varnar- lausa manninn. Hún lagði ofurlít- inn þunga á hönd sína og fram spratt dökkleitur dropi. Hann varð óvær í svefninum en vaknaði ekki. Minni hennar varpaði upp mynd af Ægi, þar sem hann stóð með andlit mót sjó og vindinn í hárinu. Og hún sá skarpleitan vangann í einni svipan, og þar sem háls mætti höfði, og gatið sem var í stað eyra. Eins og tröllið var hann einungis með annað eyrað. Grunur hennar var ekki lengur fálm í óvissunni, Ægir sem huldi eyrun hári, var sendiboði Guðanna miklu. Hún skildi að þeir er öllu ráða, lutu ekki mótþróalaust eina afli alheimsins 36 sem var þeim sterkara, aflinu sem hún bar enn falið í brjósti. Nauð- beygðir höfðu þeir veitt honum tækifæri til að flýja leiðann og finna gæfuna eilífu, en stein skyldu þeir leggja í götu hans. Hindra skyldu þeir hamingju. Hún mundi enn orð tröllsins er dundu líka í höfði hennar forðum daga á ströndinni snæviþöktu, nóttina sem eitthvað innra með henni vaknaði og flutti henni boð, hvernig hún átti að bera sig að til að firra líf þeirra leiðindum en finna hamingju. Orðin sem sögðu faðm leiðans þéttan, orðin sem sögðu tök hans kæfa. Guðirnir gerðu hana að faðmi leiðans, þeir ætluðu henni að kæfa lífsneista hans; hún var vilja- laust verkfæri með rýtinginn við brjóst hans. Hún vakti hann og enn í svefn- rofanum fékk hann söguna alla, eins og hugur hennar raðaði bit- unum sundurlausu upp, þar til heil- leg mynd birtist, skýr og slétt sem speglun í tærri fjallatjörn, ógeð- felld eins og gríma dauðans. Örvænting hennar sannfærði hann, ást hans í senn fyrirgaf og skildi. „. . . Ég veit að hann bíður okkar fyrir utan, hann bíður þess að ég gangi út með alblóðugan rýt- inginn sem sanna dauða, og ekki aðeins dauða þinn heldur einnig lífslok ástar okkar. Pá fer hann á fund guðanna og hrósar sigri, og guðirnir gleðjast yfir að glímunni við hið mesta afl sé farsællega lokið.“ Hann klæddi sig með sljóleika syfjaðs manns, braut heilann. Síðan settist hann og sagði: „Ég veit hvað er til ráða. Biðin.“ Og þau biðu nóttina langa. Andartökin siluðust áfram sem ár. Samhljómur hjarta þeirra sló ótt- anum á frest, en augun litu ekki hyl myrkurs óhvikul og fegnar varnar- leysinu komu minningar á blóð- ugum fótum til veislu ásökunar og skelfingar. Kertavax fæddist af loganum sem sveigði sig eins og áfladís í dansi að lokka fórnarlamb úr mannheimum í sæluríki, og draup til það rann í þráðum eins og skínandi armband um stúlkuúlnlið. Loks rauf hann faðmlagið, treg- lega og hún gekk ein niður stigann og út í regnvott myrkrið. Daufa birtu sló á sjóndeildarhringinn. Ægir sat á hækjum sér á brún ham- arsins, frakkalöfin drógust í eðjuna og líkaminn í hnipri eins og smádýr sem biði þess að Spyrna afturlöpp- unum í grundina og svífa í aflmiklu stökki út á móti andardrátt sjávar, hringsnúast í gegnum flöskug- rænan flöt hans kraumandi og skjótast yfir botninn með lós- hreistruðum fisktorfum sem lýstu vatnið. Hann sneri baki í hana og leit ekki um öxl. Hún lét rýtinginn falla á jörð og steinninn fagri og skínandi blaðið þöktust mold. Pá upphófst í barka Ægis djúpur, hlakkandi hlátur. Hlátur sem ómaði í eyrum eins og grátur, fuglar himinsins þögnuðu og flugu á brott frá hinum tryllingslega hlátri tröllsins, vængjaslættir fjar- lægðust með gný og fjöður seiglað- ist tilviljunarkennt og með angur- værð gegnum kul næturinnar, háð grimmd þyngdarlögmálsins sem ekket lét ósnert. Ægir reis á fætur, augun vot af hlátri og þegar þau stóðu augliti til auglitis, sá hún hin föla lit sem á augum hans var, þynnast út og leka niður kinnarnar, eins og tár þar til hann góndi hvíteygur á stúlkuna. Búkurinn blés út, fötin slitnuðu af í ræmum, frakkinn þeyttist út í myrkrið, hendurnar þykknuðu þrútnar og æðaberar undir hvítri húðinni, hárið spratt fram á höfð- inu og féll slegið aftur á bak, hann brosti hvasstenntur. Á skammri stund skipti hann um ham. „Haf þökk,“ mælti hann stutt- aralega og stikaði af stað í átt að einstiginu til strandar. Óróinn var auðsýnilega í blóði hans, hann hraðaði för sinni sem mest hann mátti. Hún greip rýtinginn og kast- aði honum að breiðu baki tröllsins, með öndina í hálsi fylgdi hún flugi hans efir, augun voru járnuð við þennan hlut sem sveif með tignar- legri ró að skrokk Ægis, stakkst inní fót hans og olli ekki öðru en skeinu. Hann nam þó staðar, þreif-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.