Skólablaðið - 01.04.1988, Blaðsíða 51
kaupapoka frá versluninni Sautj-
án, sem sýndi stúlku eina fákl-
ædda. Með hverri vikunni bættust
fleiri myndir í safnið og gerðust
þær æ djarfari eftir því sem á leið.
Höfum við það fyrir satt að mæting
hafi verið með eindæmum góð og
að kennarar hafi verið tregir til að
gefa göngufrí. Ætla má að gleði-
gumarnir í fyrrnefndum bekk muni
verða tíðir gestir á vafasömum
klúbbum á Ibiza næstkomandi
sumar.
Grunur liggur á að smíði geimskips
sé vel á veg komin, ef marka má
kynleg hljóð, sem hafa borist úr
verklegu eðlisfræðistofunni, að
sögn heimildarmanna okkar í 5.S.
(sem er til húsa í L.A.). Styrktist
grunur talsmannanna þegar þeir
fundu járnklump nokkurn og hluta
af gömlu stefnuljósi í bakherbergi
fyrrnefndrar stofu. Einnig lagði
kunnuglegan tóbaksilm lagði fyrir
vit þeirra. Allar líkur benda til þess
að geimfarið hljóti því nafnið
„Elías I“.
Segja má að Ólöf Dúsína hafi
hitt naglann á höfuðið í inn-
kaupum fyrir síðustu jól þegar hún
festi kaup á forláta peysu handa
bónda sínum, Halldóri Vilhjálms-
syni. Peysa þessi mun gædd þeirri
náttúru að eigi verður úr henni
farið, sé á annað borð í hana
komið. Virðist sem hin einstaka
litasamsetning ráði þar mestu, en
hún er svört að lit með fjólubláu
ívafi. Fyrir kemur að Halldór
skarti fjólubláu skyrtunni sinni frá
því á afmælisdaginn innan klæða.
Ein biBchen Lilla, ein bi(3chen
Schwarz, ein biBchen Vanilla, ein
biBchen Ouartz!“
51