Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1988, Blaðsíða 46

Skólablaðið - 01.04.1988, Blaðsíða 46
kvíðnir og „skeptískir“ vegna offramleiðslu á læknum, þó að ekki væru nema sárfáir í lækna- deild á þeim tíma. Manstu eftir einhverjum viðburð- um, sem urðu í skólanum? Það voru ekki nein stórtíðindi, engar uppreisnir, manndráp eða neitt slíkt. Húsakostur? Það var bara kennt í gamla skólanum og íþaka var lítið notuð. Geir Zöega var rektor fyrst, en hann lest 1928 og til bráðabirgða tók við Þorleifur H. Bjarnason en 1929 varð Pálmi Hannesson rektor. Þetta var afskaplega ánægjuleg dvöl, og þarna voru mjög góðir kennarar. Hvernig gekk námið? Ágætlega, nema ég var idíót í stærðfræði, „átóríseraður idíót“. Ég held, að ég hafi endað með því að fá mínus seytján á stúdents- prófi. Fyrirgjöfin náði niður í mínus tuttugu og einn, svo ég þurfti að fá býsna hátt í hinu. Það var dálítið grátbroslegt, þegar ég tók síðasta prófið, sem var stærð- fræðin. Þegar ég kom upp, voru þeir búnir, sem voru á undan mér í stafrófinu, og þar með búnir í prófum. Fóru þeir fram og dreyptu á brennivínstári, sem þeir áttu þar. Er þeir koma aftur inn í bekkinn, stend ég með einhverja djöfulsins formúlu á töflunni, puttann uppi í mér og veit hvorki í þennan heim né annan. Sigurður Thoroddsen kenndi okkur stærðfræði, sem var mjög gott að því leyti að hann fyrirleit menn ekki fyrir hæfileika- leysi í stærðfræði eins og sumir. Nú, þar sem ég stend þarna, kallar einhver aftast: „Heyrið þér, Thor- 46 oddsen, ef þér fellið hann Gunnar, þá drepum við yður!“ Ekki lét þó Thoroddsen þetta á sig fá, eins og einkunnin bar vott um. Bjóstu í nánd við skólann? Ég er fæddur Reykvíkingur og fluttist á Bergstaðastíginn eins árs. Því var stutt að fara. Það hefur orðið gífurleg breyting á mögu- leikum til að komast til mennta. Þá voru margir gáfaðir unglingar sem ekki komust til mennta af fjárhags- ástæðum. Nú held ég, að allir geti komist til mennta, sem hafa hæfi- leika og áhuga. Þetta er miki! framför. í þá daga þótti sennilega merkilegra en nú að verða stúdent, svo menn fundu kannski meira til sín. Hvað finnst þér um að breyta M.R. í áfangakerfi? Ég er svo mikill íhaldsmaður, að mér finnst, að ekkert eigi að breyta þessum menntaskóla, sem er arf- taki Lærða skólans og hefur slíka „tradition“ á bak við sig. Annars er ég ekki dómbær um það frá ökon- ómísku og praktísku sjónarmiði. Við þökkum Gunnari Guðjóns- syni kærlega fyrir spjallið og óskum honum um leið til hamingju með 60 ára stúdentsafmælið. Þess skal getið að lokum, að til er bók, sem heitir Frekjan, rituð af Gísla Jónssyni. Hún var gefin út í Reykjavík árið 1941, útgefandi Ingólfur Ástmarsson. Anna og Anna Dís.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.