SunnudagsMogginn - 16.10.2011, Blaðsíða 10
10 16. október 2011
É
g talaði við stjórnmálamann í vikunni sem sagði við mig
að hann teldi að samfélagið allt væri mengað af tortryggni.
Vantraust ríkti á flestum sviðum og allir grunuðu alla um
græsku. Þetta ætti við um stjórnmálamenn, atvinnurek-
endur, launamenn – alla. Hann sagðist finna fyrir mikilli tortryggni
í garð stjórnmálamanna og við því yrðu stjórnmálamenn að bregð-
ast, með því að bæta eigin vinnubrögð. Hann sagði jafnframt, að
mesta teldi hann tortryggnina vera í garð bankanna á Íslandi, þar
sem svo margir, teldu að bankarnir þrír, Landsbanki, Íslandsbanki
og Arion banki færu offari í innheimtu hjá skuldurum á Íslandi,
hvort sem um einstaklinga eða fyr-
irtæki væri að ræða. Markmið bank-
anna virtist vera afar einfalt – að
græða sem mest fyrir eigendur bank-
anna og láta sig engu varða hag skuld-
aranna.
Ég hallast að því að þessi viðmæl-
andi hafi heilmikið til síns máls. Í lið-
inni viku kom fram að búið var að færa
niður lán heimilanna í landinu um 164
milljarða króna í lok ágústmánaðar.
Þar af var 131 milljarður króna vegna
endurútreiknings gengistryggðra lána
sem skiptist á milli íbúðalána, samtals
92 milljarðar króna og bílalána, 38
milljarðar króna. Þetta eru vitaskuld
engir smápeningar, en ekki má
gleyma því að lunginn úr þessari upp-
hæð er vegna endurútreiknings á
gengislánum sem voru dæmd ólögleg.
Því eru bankarnir ekki að koma til
móts við skuldara sína, með því að
niðurfæra lán þeirra – þeir eru bara að
uppfylla lagaskyldu. Eftir stendur
spurningin: Geta bankarnir ekki gert
mun betur? Bankarnir hafa grætt um 170 milljarða króna á und-
anförnum þremur árum og því er erfitt að skilja að það sé rétt sem
forsvarsmenn þeirra staðhæfa, að búið sé að fullnýta það svigrúm
sem bankarnir hafa til niðurfærslu lána, einstaklingum og fyr-
irtækjum hér á landi í hag.
Það liggur fyrir að lán úr gömlu bönkunum voru færð yfir til nýju
bankanna, við frágang samninga við erlenda kröfuhafa haustið
2009, með umtalsverðum afslætti. Það hlýtur því að teljast réttlæt-
ismál, í þágu íslenskra skuldara, að nýju bankarnir séu ekki að inn-
heimta af skuldurunum fjárhæðir umfram það virði sem lánin voru
flutt á, yfir í nýju bankana. Tortryggnin í garð bankanna beinist
einmitt að þessari stífu innheimtu, sem er vitanlega fyrst og fremst í
þágu erlendra kröfuhafa, svo sem vogunarsjóða, sem eru jú að
stórum hluta eigendur Íslandsbanka og Arion banka og svo íslenska
ríkisins, sem er jú langstærsti eigandi Landsbankans. Það er eins og
kröfuhafarnir séu alltaf með vinningshönd, svo gripið sé til líkinga-
máls. Niðurstaðan virðist undantekningalítið vera á kostnað skuld-
arans, þ.e.a.s. þegar hann er ekki í hópi góðvina bankanna, sam-
anber afskriftir Arion banka á 64 milljarða skuld Ólafs Ólafssonar,
sem var jú afskrifuð á einu bretti.
Þurfa bankarnir ekki að gera hreint fyrir sínum dyrum og gera
nákvæma grein fyrir því um hvað var samið? Hvernig héldu samn-
ingamenn fjármálaráðherra á spilunum, þegar hagur íslenskra
heimila og fyrirtækjanna í landinu var annars vegar, í þeim samn-
ingum sem gerðir voru haustið 2009?
Hvers vegna hafa ekki allir samningar við erlenda kröfuhafa verið
gerðir opinberir og aðgengilegir, svo þeir sem á annað borð hafa
vilja og nennu til þess að kynna sér þá, geti gert það? Voru ekki
gerðir hluthafasamningar á milli kröfuhafa og nýju bankanna? Af
hverju hafa þeir samningar ekki verið gerðir opinberir? Af hverju
hafa þeir samningar ekki verið kynntir þingmönnum?
Það er hin stöðuga leyndarhyggja, laumuspil og baktjaldamakk,
sem grefur undan trausti almennings í garð stjórnvalda, í garð
bankanna, í garð stjórnsýslunnar í heild. Hvað sem líður marg-
tuggnum og merkingarlitlum yfirlýsingum oddvita ríkisstjórn-
arinnar, þeirra Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Stein-
gríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra um opna og gagnsæja
stjórnsýslu og að allt eigi að vera uppi á borðum, þá er reyndin allt
önnur. Þau hafa sjálf kallað yfir sig það vantraust og tortryggni sem
ríkir í garð þeirra og stjórnkerfisins í heild.
Tortryggni
er ríkjandi
Agnes segir
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
’
Það er hin
stöðuga
leynd-
arhyggja, laumu-
spil og bak-
tjaldamakk, sem
grefur undan
trausti almenn-
ings í garð
stjórnvalda
05.00 Ég vakna óvart og
held að klukkan sé sjö. Þegar ég
kemst að hinu sanna ákveð ég
að reyna að sofa lengur og ein-
set mér að dreyma eitthvað
spennandi.
06.57 Glaðvakna þremur
mínútum á undan vekjara-
klukkunni. Mig dreymdi
hvorki meira né minna en þrjá
drauma; partídraum, hamfara-
draum og að lokum „ég er að
verða of sein“-draum. Ég
hoppa í föt og fer niður þar sem
systur mínar tvær sitja hressar
við morgunverðarborðið. Ég fæ
mér einhvern fáránlegan
pakkahafragraut frá Ameríku,
ef ég fæ mér morgunmat þá fæ
ég mér oftast eitthvað mjög
handahófskennt.
08.00 Ég hjóla í skólann í
ógeðslegu myrkri og slagviðri.
Á meðan hlusta ég á lokakafl-
ann úr 3. sinfóníu Beethovens
og fyrir vikið verður þessi
hjólatúr ótrúlega skemmtilegur
og lífsfyllandi. Ég er komin upp
í LHÍ sjö mínútum seinna en
hefði alveg verið til í að hjóla
meira, þrátt fyrir veðrið.
08.10 Ég æfi mig á flautuna í
tvo tíma og fer svo niður á
bókasafn að kíkja á hljómfræð-
ina. Ég rek augun í allmarga
úlnliði skreyttum rauðum arm-
böndum og fyllist strax öfund.
Þetta er annað árið í röð sem ég
fer ekki á Airwaves, mér líður
eins og ég sé að missa af jólunum
tvisvar í röð!
12.15 Eftir hádegismat með
skólafélögunum fer ég á píanó-
tónleika í sal LHÍ með slóvak-
ískum píanista.
13.00 Ég fer í kúrs í skól-
anum sem heitir „Flytjandinn“.
Þessi kúrs gengur út á að kenna
okkur hljóðfæraleikurum og
söngvurum alls kyns tips til þess
að verða betri flytjendur. Að
þessu sinni kom sjúkraþjálfari í
heimsókn og fræddi okkur um
ýmsar hættur sem við hljóð-
færaleikarar stöndum frammi
fyrir og hvernig við getum fyr-
irbyggt álagsmeiðsl með réttri
stöðu.
15.00 Æfi erfiða staði úr sin-
fóníu nr. 5 eftir Mahler. Þessi
sinfónía er næsta verkefni Ung-
sveitar Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands en æfingar hefjast nú um
helgina. Ég er ekkert smá
spennt! Því næst fer ég í flautu-
tíma.
18.30 Fer út að borða á Frú
Berglaugu, slappa af og borða
góðan mat eftir langan skóla-
dag.
20.00 Eins og áður kom fram
er ég ekki Airwaves-Nína í ár og
ákveð því að kíkja á off-venue
dagskrána. Retro Stefson á Kex
hostel verður fyrir valinu og
þeir sviku engan. Að vísu var
einhver óþolandi súla fyrir okk-
ur allan tímann þannig að við
sáum ekki sérlega mikið. Eftir
þessa fínu tónleika var haldið á
Kaffibarinn þar sem félagar
mínir í Orphic Oxtra spiluðu
ótrúlega hressilega tónlist. Verst
að það var líka súla á Kaffibarn-
um sem skyggði á útsýnið.
00.30 Mig langar alltaf að
hlusta á Brahms fyrir svefninn
en iPodinn er uppi í skóla.
Þannig að ég sofna værum
svefni eftir fínan dag og
skemmtilegt kvöld.
Dagur í lífi Nínu Hjördísar Þorkelsdóttur flautuleikara
Nína Hjördís Þorkelsdóttir, tónlistarnemi, hlustar gjarnan á Beethoven og Brahms í iPodinum sínum.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Þriðja sinfónían
Nýstirnið Amber Heard var í
essinu sínu á frumsýningu nýj-
ustu myndar sinnar, The Rum
Diary, í Los Angeles í vikunni.
Hún leikur á móti sjálfum Jo-
hnny Depp en leikstjóri er Bruce
Robinson. Myndin byggist á
skáldsögu Hunters S. Thomp-
sons og hermt er að Heard hafi
skotið Scarlett Johansson og
Keiru Knightley aftur fyrir sig í
baráttunni um hlutverkið.
Veröldin
Heard í
essinu sínu
Reuters