SunnudagsMogginn - 16.10.2011, Blaðsíða 44

SunnudagsMogginn - 16.10.2011, Blaðsíða 44
44 16. október 2011 The Collaborator eftir Gerald Seymour bbmnn Ástir, svik, hefndir og undirferli eru uppistaða spennubókarinnar The Collaborator. Ungur Breti verður ástfanginn af ítalskri stúlku, sem hann hittir í London. Þegar hún hverfur einn daginn ákveður hann að leita hana uppi til Ítalíu og gengur beint í flasið á Camorra, mafíunni í Na- polí. Í ljós kemur að stúlkan er dóttir eins helsta mafíuforingjans í borginni og hefur ákveðið að afhjúpa fjölskyldu sína. Það er vitaskuld ekki sérlega vel séð þegar mafían er annars vegar og hinn grunlausi Breti verður leiksoppur í leið fjölskyldunnar til að þagga niður í svikaranum. lýsingin á tökum mafíunnar á borginni nokkuð trúverðug. Sá sem vill fara ofan í saumana á vinnubrögðum Camorra í Napolí gerði hins vegar betur í að lesa Gómorru eftir Roberto Saviano, sem ekki er síður grípandi þótt sannsöguleg sé. En The Colla- borator er nokkuð spennandi og heldur vel. Glæpamennirnir eru hrottar og hinir góðu breyskir og dauðlegir. The Manual of Detection eftir Jedediah Berry bbbnn Í þessari frumraun Jedediah Berry hittast Franz Kafka og Arthur Conan Doyle. Starfsmaður stórs leynilögreglufyrirtækis flækist í vef, sem hann botnar ekkert í, þar sem ekki verður þverfótað fyrir tálkvendum, töframönnum og tor- tryggilegum tvíburum. Torræðar vísbendingar eru á hverju strái og er ráðgátukrossgáta Sunnu- dagsmoggans hátíð í samanburði. Enginn er sá sem hann þykist vera og oft er ekki víst að hann sé einu sinni sá sem hann er. Allir hafa annarlega hagsmuni. Söguhetjan, Charles Unwin, hefur séð um að halda utan um störf eins færasta einkaspæjara fyrirtækisins, en er nú steypt út í að fara sjálfur á stúfana. Það gerir hann af samviskusemi þótt hann rekist á lík á stangli. Og sjálfsögðu er hann þess fullviss að for- frömun sín sé á misskilningi byggð. Dularfullt fjölleikahús og stuldur á öllum vekjaraklukkum borgarinnar, sem sagan gerist í, leika stórt hlutverk. Lesandinn er staddur á mörkum veruleikans í speglasal fullum af reyk, en á endanum verða flækjurnar svo yfirgengilegar að þær missa marks. Ferðalagið er þó skemmti- legt, leynilögreglusaga er tekin og gerð að súrrealískri upplifun. Karl Blöndal kbl@mbl.is Erlendar bækur 25. sept. - 8. okt. 1. Gamlinginn sem skreið út um gluggann - Jonas Jonas- son / JPV útgáfa 2. Stóra Disney köku- & brauðb. - Walt Disney / Edda 3. Órólegi maðurinn - Henning Mankell / Mál og menning 4. Þræðir valdsins - Jóhann Hauksson / Veröld 5. Frönsk svíta - Irène Némirovsky / JPV útgáfa 6. Einn dagur - David Nicholls / Bjartur 7. Flugan sem stöðvaði stríðið - Bryndís Björgvinsdóttir / Vaka-Helgafell 8. Ríkisfang: Ekkert - Sigríður Víðis Jónsdóttir / Mál og menning 9. Galdrameistarinn 12-Horfin heimar - Margit Sandemo / Jentas 10. Prjónað úr íslenskri ull - Ýms- ir höfundar / Vaka-Helgafell Frá áramótum 1. Ég man þig - Yrsa Sigurð- ardóttir / Veröld 2. 10 árum yngri á 10 vikum - Þorbjörg Hafsteinsdóttir / Salka 3. Gamlinginn sem skreið út um gluggann - Jonas Jonasson / JPV útgáfa 4. Einn dagur - David Nicholls / Bjartur 5. Bollakökur Rikku - Friðrika Hjördís Geirsdóttir / Vaka- Helgafell 6. Djöflastjarnan - Jo Nesbø / Undirheimar 7. Betri næring - betra líf - Kolbrún Björnsdóttir / Veröld 8. Ljósa - Kristín Steinsdóttir / Vaka-Helgafell 9. Frelsarinn - Jo Nesbø / Uppheimar 10. Léttir réttir Hagkaups - Friðrika Hjördís Geirsdóttir / Hagkaup Bóksölulisti Lesbókbækur Skannaðu kóðann til að lesa Listinn er byggður á upplýsingum frá Bókabúð Máls og menningar, Bóka- búðinni Eskju, Bókabúðinni Hamra- borg, Bókabúðinni Iðu, Bókabúðinni við höfnina Stykkishólmi, Bóksölu- stúdenta, Bónus, Hagkaupum, Kaupási, N1, Office 1, Pennanum- Eymundssyni og Samkaupum. Rann- sóknasetur verslunarinnar annast söfnun upplýsinga fyrir hönd Félags íslenskra bókaútgefenda. M eðal gesta á síðustu bókmenntahátíð var breski rithöfundurinn Matt Ha- ig, en bók hans, Radley-fjölskyldan, kom einmitt út á íslensku fyrir skemmstu. Sú er vampírusaga, en þó allt öðruvísi en þær vampírusögur sem menn hafa helst verið að lesa undanfarið, ekki síst fyrir það að í henni blandast saman harmur og hráslagaleg kímni. Matt Haig sló í gegn með bókinni The Last Fa- mily in England fyrir nokkrum árum, en í henni endurskrifar hann sem skáldsögu leikrit Williams Shakespeares um Hinrik fjórða, lætur það gerast í ensku úthverfi og hefur hunda í öllum hlut- verkum. Hugmyndin virðist kannski fáránleg við fyrstu sýn, en eins og Haig lýsti því í spjalli fyrir stuttu er öðru nær. „Ég var búinn að vinna lengi að langri skáldsögu um fjölskyldu í upplausn og byggði hana á samtölum fjölskyldumeðlima við sálfræðing. Svo áttaði ég mig á því að þar sem hundur er á heimilinu er kominn einhver sem trúað er fyrir öllu sem þar fer úrskeiðis, ekki ósvipað því sem er með sálfræðinga. Það blasti því við að gera hund að aðalpersónu sögunnar, sem síðan þróaðist út í það að hafa allar persónur hunda og síðan fannst mér söguþráðurinn vera svo líkur þeim sem notaður er leikritinu um Hin- rik IV. að ég ákvað að fara alla leið.“ The Last Family in England kom út 2004 og var vel tekið, seldist metsölu, og næstu bók, The Dead Fathers Club, var líka vel tekið. Hún gerist í New- ark-on-Trent, þar sem Haig ólst upp, og segir frá ungum pilti, Philip Noble, sem missti föður sinn á sviplegan hátt. Þegar föðurbróðir Nobles fer að gera sér dælt við móður hans birtist draugur föð- urins, segist hafa verið myrtur og krefst þess að piltur hefni fyrir morðið með því að drepa frænd- ann. Eins og allir sjá er hér rakinn söguþráður annars Shakespeare-leikrits, Hamlets, og Haig segist hafa séð það fyrir sér að hann myndi geta skrifað upp úr Shakespeare það sem eftir lifði. Annað kom þó á daginn og næsta bók hans, The Possession of Mr Cave, varð allt annars eðlis: „Hún segir frá föður sem vill tryggja öryggi dóttur sinna, en sú löngum snýst snemma upp í þrá- hyggju sem eitrar líf hans og hennar. Þetta er drungaleg bók og endar illa, því miður,“ segir hann og hlær við. Segir síðan að slæmur endir geti líka verið jákvæður þegar upp er staðið, það skipti mestu að hann sé heiðarlegur. Eftir svo myrka og drungalega bók sneri Haig sér að barnabókum, The Runaway Troll kom út 2008. Hann segir það hafa verið einkar skemmti- legt að skrifa fyrir börn, sem geri aðrar kröfur til höfunda og hann hyggist skrifa til skiptis fyrir fullorðna og börn framvegis. Barnabókum hans hefur líka verið vel tekið og þær hlotið ýmsar við- urkenningar, en á eftir The Runaway Troll kom Shadow Forest og svo kemur To Be A Cat út eftir áramót. Heimsókn Matts Haigs hingað til lands um dag- inn var öðrum þræði til að kynna skáldsöguna The Radleys sem kom út á Bretlandi á síðasta ári og á íslensku í sumar undir heitinu Radley- fjölskyldan. Eins og getið er í upphafi segir bókin frá vampírum, en hún er þó óvenjuleg vamp- írubók. Fjölskyldan sem um ræðir býr í enskum smábæ, hjón með tvö börn á unglingsaldri. Ung- lingarnir eru þróttlitlir, fölir og ljósfælnir, sí- þreyttir á daginn og þurfa að gæta þess að nota sterkustu gerð af sólarvörn. Fljótlega kemur í ljós að Radley-fjölskyldan er vampírufjölskylda í af- neitun, svo mikilli afneitun reyndar að börnin vita ekki einu sinni að þau eru vampírur. Haig segir að bókin hafi kviknað út frá einfaldri spurningu; hvernig ætli það væri að komast að því sem fullorðinn að maður sé vampíra? „Mig langaði líka að segja sögu af fjölskyldu sem er venjuleg þó hún sé óvenjuleg, fjölskyldu sem þarf að glíma við sömu tilfinningaflækjur og vand- ræðaleg fjölskyldusamskipti og hin dæmigerða breska fjölskylda. Víst eru foreldarnir að reyna að gera það sem þeir telja best fyrir börnin, en um leið eru þeir að gera börnunum mjög illt með því að koma í veg fyrir að þau fái það blóð sem þau þarfnast,“ segir Haig og tekur undir það að hann sé enn að fást við foreldravandamál sem verða að unglingavandamálum, samanber The Possession of Mr Cave. Matt Haig spyr spurningarinnar, hvernig ætli það væri að komast að því sem fullorðinn að maður sé vampíra. Venjuleg óvenju- leg fjölskylda Breski rithöfundurinn Matt Haig er þekktur fyrir skáld- sögur sem sækja innblástur í Shakespeare-leikrit. Hann fæst þó við sitthvað fleira, eins sannast á nýlegri bók um vampírufjölskyldu í afneitun. Árni Matthíasson arnim@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.