SunnudagsMogginn - 16.10.2011, Blaðsíða 28

SunnudagsMogginn - 16.10.2011, Blaðsíða 28
28 16. október 2011 vildi leika í sápuóperum. Ég mætti á Waldorf Astoria-hótelið í New York sem er virðulegt hótel og þar var allt troðfullt af fólki í leðurstuttbuxum að æfa dansspor. Þarna var líka hópur af pínulitlum þriggja ára stelpum og svo var skrokkasýning þar sem númeraðir þátttakendur gengu hring í kringum borð. Ég fékk verðlaun fyrir söng og sápuóperuleik sem kom mér í opna skjöldu. Mér var boðið að leika í sápuóperu en hafnaði boðinu því mér fannst ég of ung og treysti mér ekki til að vera ein í New York. Mér finnst mjög gaman að upplifa svona hluti en hugsa lítið um hvað ég fæ í staðinn. Ég er ein af þeim mann- eskjum sem er tilbúin að að borga fyrir að fá að vinna.“ Hvað gerðist svo? „Átján ára gömul fór ég til Edinborgar en þar var systir mín í námi. Ég var þar í ár, fékk vinnu á mexíkóskum veitingastað og í frístundum skoðaði ég göturnar og fólkið. Það var óskaplega skemmtileg upplifun að búa þarna í ár. Ég kom heim, fór að vinna á kaffihúsi og lærði hönnun í Iðnskólanum. Svo kom verkfall og ég hætti í skólanum en byrjaði aftur og hætti svo aftur. Einn daginn fór ég í prufur hjá Leikfélagi Kópavogs, át þar og svaf í þrjú ár og tók þátt í öllu því starfi sem í boði var. Ég er mjög náin bróður mínum og þegar ég byrjaði hjá Leikfélagi Kópavogs var markmiðið að gera eitthvað sem honum þætti fyndið og skemmtilegt. Mig langaði til að gleðja hann. En ann- ars er ég þannig gerð að mér er alveg sama þótt einhverjum þyki það sem ég geri hvorki fyndið né flott. Aðalatriðið er að ég sé sátt við það sem ég geri.“ Verðurðu að vera í skapandi störfum svo að þér líði vel? „Já, þannig fæ ég svo mikla útrás. Mér finnst mjög gaman og gefandi að skipta mér á milli greina, syngja, leika og teikna. Þegar ég var unglingur teiknaði ég allar nætur meðan ég hlust- aði á tónlist. Ég svaf mjög takmarkað og fór svo í skólann um morguninn. En jafn gaman og mér finnst að teikna þá gefur það mér miklu meira að syngja og leika vegna þess að þá fæ ég við- brögð frá öðrum. Ég er að gefa af mér og fæ strax eitthvað til baka og það skiptir máli.“ Sakna Silvíu Þú varðst stórstjarna á því að leika Silvíu Nótt. Saknarðu hennar stundum? „Ég á góðar minningar frá þeim tíma og ég sakna hennar. Þetta var eins og gjörningur. Ég var alltaf í karakter þegar kvikmyndavélin var í gangi og hún var það eiginlega alltaf þannig að ég var stöðugt í karakter. Mér fannst mjög skemmti- legt að sökkva mér svona ofan í verkefnið og vera Silvía. En þetta var bara þykjustuleikur. Silvía yfirtók ekki sál mína en álagið var mikið. Þetta var eins og að gera ótrúlega margar þrekæfingar, ég varð þreytt en vissi að ég yrði að halda áfram.“ Þú fórst með Silvíu í Evróvisjón. Var það gaman eða var það bara erfitt? „Þetta var glimrandi ævintýri. Vissulega var erfitt að taka þátt í Evróvisjón og vera alltaf í hlutverki Silvíu. Áreitið var mikið og fjölmiðlamenn biðu stöðugt fyrir utan hótelið til að ná tali af mér. Ég náði varla nætursvefni. Þá var það vinkona mín, Drífa, sem er nuddari sem bjargaði mér. Við lokuðum okkur af og hún nuddaði mig og talaði við mig. Einn morguninn vakti hún mig ekki því henni fannst of mikið álag hafa verið á mér. Hún stóð fyrir utan herbergið mitt og sagði við fólk: Hún fer ekkert út í dag.“ Heldurðu að þú eigir einhvern tíma eftir að fara aftur í hlutverk Silvíu, þótt ekki sé nema stutta stund? „Það getur vel verið en þá þyrfti að vera verulega góð ástæða Á gústa Eva Erlendsdóttir leikur lögreglukonu í nýrri íslenskri kvikmynd, Borgríki, sem Ólafur de Fleur Jóhannesson leikstýrir. Myndin er nútímaglæpa- saga úr reykvískum raunveruleika. Ágústa Eva segir að sér hafi þótt verulega gaman að leika lögreglukonu. „Mér finnst alltaf betra að kynna mér aðstæður persóna og líf þeirra eins og það væri í raunveruleikanum áður en ég leik þær, “ segir Ágústa Eva. „Í þessu tilviki er persóna mín lögreglukona og handritið gaf mér ýmsar hugmyndir. Hins vegar er það þannig að karakter persónunnar sem maður leikur er ekki tilbúinn fyrr en maður er mættur í upptökur. Persóna mín, hún Andrea, starfar í fíkniefnalögreglunni og þar af leiðandi kynnti ég mér störf fíkniefnadeildarinnar. Ég hafði reyndar aðeins kynnst þeim störfum áður. Á tímabili var ég að glíma við að skrifa kvikmyndahandrit og persónan í því handriti vildi ganga í lögregluna. Þegar ég vann að því kvik- myndahandriti velti ég því mikið fyrir mér hvort hver sem er gæti orðið lögreglumaður. Mér fannst fyndin tilhugsun að manneskja sem væri siðferðilega brengluð kæmist inn í lög- regluna. Þannig að ég var búin að kynna mér ýmislegt í starf- semi lögreglunnar og við gerð þessarar myndar kynnti ég mér hana enn betur. Ég hef líka verið í bardagafélaginu Mjölni en það er skemmtileg tilviljun að Andrea hefur mikinn áhuga á bardagaíþróttum. Eftir að ég endurnýjaði kynnin við fíkni- efnalögregluna og Mjölni var Andrea svo til fullsköpuð.“ Þannig að þessi rannsóknarvinna hefur dýpkað persónuna sem þú leikur? „Lögreglan er í huga margra fremur fjarlæg og maður finnur oft hjá leikurum að þeir vita ekki alltaf hvernig þeir eiga að vera þegar þeir eru komnir í lögreglustól í hlutverkum sínum. Þess vegna langaði mig til að sjá hvernig lögreglumenn vinna. Ég komst að því að þeir eru svipað fólk og er í kvikmynda- bransanum, dugnaðarforkar með grófan húmor og taka sig ekki alvarlega en vinna vinnuna sína óskaplega vel.“ Hvernig var að leika í þessari mynd? „Ólafur leikstýrði mér í Kurteisu fólki og það var mjög þægi- leg upplifun fyrir mig sem leikkonu. Hann lætur öllum í kring- um sig líða mjög vel og gefur manni mikið rými, sem er erfitt í kvikmyndabransanum vegna þess að hver klukkutími er afar kostnaðarsamur og það getur skapast panikástand þegar hlut- irnir ganga ekki upp, til dæmis þegar ljósin klikka og það vant- ar batterí eða hárkollan passar ekki á mann. Allt þetta getur reynst strembið en Ólafur hlífir manni út í ystu æsar.“ Þú ert ekki lærð leikkona. „Nei, en samt hef ég leikið í átta ár og hef lært heilmikið á þeim tíma. Ég lagði aldrei upp með það verða leikkona og það er ekki markmið að gera það að ævistarfi en samt er ég alltaf að leika. Ég stefndi reyndar aldrei markvisst að því að verða eitt- hvað. Ég hef alltaf gert það sem mér finnst skemmtilegt og tek að mér þau verkefni sem mér þykja áhugaverð hverju sinni.“ Boðið að leika í sápuóperu Þú hættir í menntaskóla, leiddist þér í skóla? „Ég kláraði öll þau fög sem mér fannst skemmtileg og hætti svo. Það vantaði aðeins upp á staðfestuna. Ég sé ekkert eftir því að hafa hætt en það koma stundir þegar ég þarf að reikna og þá er ég alveg úti á túni.“ Varstu rótlaus unglingur? „Ég var dálítið rótlaus. Mig þyrsti í lífið. Ég prófaði ýmislegt. Sautján ára gömul fór ég til New York og tók þátt í alþjóðlegri hæfileikakeppni fyrir fólk frá þriggja ára aldri til þrítugs sem Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Mig þyrsti í lífið Hin hæfileikaríka leik- og söngkona Ágústa Eva Erlendsdóttir ræðir um hlutverk sitt sem lögreglukona í Borgríki en hún undirbjó sig vandlega fyrir myndina og kynnti sér störf lögreglunnar. Hún ræðir um ferilinn, ævintýrið um Silvíu Nótt og móðurhlutverkið. Mynd: Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is Ágústa Eva: Mér er alveg sama þótt einhverjum þyki það sem ég geri hvorki fyndið né flott. Aðalatriðið er að ég sé sátt við það sem ég geri.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.