SunnudagsMogginn - 16.10.2011, Blaðsíða 13

SunnudagsMogginn - 16.10.2011, Blaðsíða 13
16. október 2011 13 Þ etta er önnur herrafatalínan sem Sruli Recht gerir og var hún fyrst kynnt í París í sumar. Hönnuðurinn sjálf- ur hefur sagt að línan sé byggð á útsýninu úr gluggan- um hjá sér, „vatninu, fjöllunum og mistrinu“. Því var vel við hæfi að sýningin færi fram í Hörpu, nánar tiltekið við Kolabrautina á efstu hæðinni þar sem útsýnið er gott og demanturinn Harpa skín hvað skærast. Sruli Recht, sem rekur verslunina Vopnabúrið úti á Granda, notast jafnan við náttúruleg efni. Fötin í lín- unni eru úr bómull, hör, silki og svo má ekki gleyma því að hann notar íslenskt hrein- dýra- og hrossaleður. Meðfylgjandi myndir sýna hvað karlmennskan getur blómstrað í vel sniðn- um fötum, sem eru ekki heft- andi fyrir hreyfingar eins og hefðbundin jakkaföt geta verið. Það er ekki nema von að Lenny Kra- vitz sé aðdá- andi. Náttúrulegir karlmenn Fyrsta tískusýningin sem haldin hefur verið í Hörpu fór fram á mið- vikudagskvöld þar sem Sruli Recht lagði herrunum línurnar. Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Myndir: Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is Eins og sést þá fór tísku- sýningin fram í Hörpu.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.