SunnudagsMogginn - 16.10.2011, Blaðsíða 12

SunnudagsMogginn - 16.10.2011, Blaðsíða 12
12 16. október 2011 Mánudagur Elsa María Jakobsdóttir Áhugavert í fram- haldi af Miss Repre- sentation myndband- inu: Er stödd á fyrirlestri um Fou- cault og vald. Kennarinn kallar fram fyrstu glæruna með mynd af Hillary Clinton. Kennarinn slær á létta strengi með því að segja frá því að hann hafi átt í vandræðum með að finna almennilega mynd af Hillary. Enginn segir neitt. Bergþór Pálsson Þegar ég hjóla í fersku lofti framhjá líkamsrækt- arstöðvum, þar sem inni fyrir má sjá fólk hjóla í svitalykt og borga fyrir það, get ég aldrei varist því að brosa. Kannski einhver létt meinfýsi sem ég þarf að venja mig af! Miðvikudagur Sigga Víðis Jónsdóttir Ach so – mútta syngur „Ó þá náð að eiga Jesú“ á bóka- messunni í Frank- furt! Ég segi nú bara „Ó þá náð að eiga þessa móður!“ Fésbók vikunnar flett Sem stendur virðist Samsung vera eini framleiðandinn sem keppir af viti við Apple – aðrir standa þessum tveim fyrirtækjum nokkuð að baki, eða eru ýmist í startholunum, á kross- götum eða einfaldlega sprungnir á limminu. Samsung Galaxy Ace S5830 er gott dæmi um það hvernig Sam- sung ætlar ekki bara að keppa við Apple í efsta verðflokki heldur sækir það fram í ódýrari símum líka, eins og til að mynda Samsung Ace S5830. Samsung Ace er einskonar litli bróðir Galaxy S og minnir ekki svo lít- ið á hann í útliti, þó að minni sé, er með nýjustu útgáfu Android (Froyo) og svörun í honum fín þó örgjörvinn í honum sé ekkert sérlega öflugur. Hann er með 5 Mdíla myndavél, GPS og WiFi stuðningi, nema hvað, og flest það sem prýða má einn síma. Bakið á honum er skemmtilega stamt, það er engin hætta á að maður missi símann úr höndunum, skjárinn mjög fínn og styrkt gler í honum. Há- talarinn er ekkert sérstakur en hann er annars í góðu meðallagi sem sími. Borð- og fartölvur fyrir heimilið eru alla jafna ekki merkileg tæki þegar kemur að því að miðla hljóði. Þessi græja, NAD DAC 1 Wire- less, fer þá frumlegu leið að tengja framhjá, ef svo má segja, því hún tekur stafræn gögn beint af tölvunni og sendir í móttakara sem varpar þeim svo í hliðrænt form fyrir heima- græjurnar. Margir eru með heimatölvuna tengda við græjur, en þegar ég prófaði þetta skilaði það mun betri hljómi. Græjan notar sérstakt gagnasnið frá NAD til að senda gögnin á milli, þ.e. hún notar ekki þráðlaust net heim- ilisins og slíkt þarf ekki að vera til staðar. Fyrir vikið er ekki hætta á truflunum vegna álags og eins get- ur hún sent gögnin á milli óþjöppuð til að tryggja gæðin. Fer þó eftir hljóð- gæðum á upp- runalegri músík eða mynd – rusl inn = rusl út. Sendinum er stungið í USB tengi á tölvunni, en á móttakaranum eru tvö tengi, annars vegar tvö RCA tengi og svo Coaxial RC-stafrænn útgangur ef menn geta nýtt slíkt. Það er sáareinfalt að setja græjuna upp, bara stinga í USB-tengi á tölvunni og kveikja á móttakaranum – svínvirkar. Ég prófaði tækið ekki í Makka, en að sögn framleiðanda er það ekkert mál. Tækið er gefið upp fyrir 35 metra drægni og ríflega 20 metra á milli herbergja. Eins og getið er varpar tækið stafrænum straumi yfir í hliðrænan og notar til þess tvo 24/192 DAC og BurrBrown OP magnara – topp græj- ur eins og NAD er siður. Kannski dálítið dýrt, en skilar sér líka rækilega í betri hljómi. Bein útsending Flestir eru eflaust komnir með flest í 8tölvuna; músík bíómyndir og útvarpið. Vandinn er bara að hljómurinn er yfirleitt lélegur ef ekki ömurlegur. Það er þó hægt að sneiða hjá hljóðkortinu og streyma músíkinni beint í græjurnar. Græjur Árni Matthíasson arnim@mbl.is Samsung Galaxy Ace Samsung sækir áfram í allar áttir

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.