SunnudagsMogginn - 16.10.2011, Blaðsíða 27
16. október 2011 27
hringa og þegar hann vaknaði kom strax í ljós að ekki
var allt með felldu. Arnar Þór sýndi engin viðbrögð við
neinu.
„Eftir þetta tóku við nokkrir skelfilegir mánuðir,“
segir Hanna. Arnari hafi ekki liðið vel og virst logandi
hræddur. Þau dvöldu inni á stofnunum í um það bil
níu mánuði eftir að hann veiktist.
„Fyrstu árin fóru bara í kveikja á honum aftur.
Honum var allt í einu kippt út úr lífinu; Addi er lok-
aður inni og getur ekki tjáð sig en hann veit alveg hvað
er að gerast. Og ég veit að hausinn á honum er fullur
af ljóðum sem hann getur ekki komið frá sér,“ segir
Hanna. „Það var erfitt að fara í gegnum herbergið hans
eftir að hann veiktist; ég fann alls konar ljóð sem hann
hafði samið en ég aldrei séð.“
Hann var mikill áhugamaður um íslensku tungu, og
er enn, segja foreldrarnir.
„Ég var tiltölulega nýbúin að leyfa honum að fá inn
til sín gamla plötuspilarann ofan af háalofti og fullt af
vínilplötum, hann hlustaði mikið á íslenska tónlist og
pældi mikið í textunum. Hann hefur hlustað mikið á
Ladda, textarnir hans er eru ótrúlega fyndnir og óhætt
að segja að Laddi hafi verið Adda mikill gleðigjafi.“
Hanna og sjúkraþjálfari Adda gera sér það stundurm
að leik að semja fyrri parta og þegar þær strandi í
framhaldinu hlæi Addi oft innilega – því hann sé löngu
búinn að botna vísurnar! Enginn fær að heyra þá
botna.
Addi er í strangri þjálfun alla daga. Hanna hefur far-
ið með honum í sjúkraþjálfun hvern einasta dag frá
byrjun, hann fær einnig tölvuþjálfun í skólanum, fer
til hnykkjara og nuddara, foreldrarnir fara með hann á
hestbak á sumrin, í útilegur, á fjórhól og á skíði á sér-
smíðuðum sleða á vetrum.
„Við dröslum honum um allt. Hann fær ekki að sitja
einhvers staðar úti í horni og láta sér leiðast,“ segir
Stefán og Hanna bætir við að sonur hennar sé mjög
meðvirkur á umhverfið. „Ef það er leiðinlegt í kring-
um hann finnst honum leiðinlegt en mjög gaman ef
stemningin er þannig.“
Rússneskt hekl eða Liverpool!
Fjölskyldan hefur farið suður á bóginn í frí á hverju
sumri undanfarin ár. „Adda líður miklu betur í hita,
það er dásamlegt að hreyfa hann á Spáni því vöðvarnir
slakna svo vel í stöðugri sól, án þess þó að hann verði
slappur,“ segir Stefán og Hanna segir að þar þurfti
ekki að finna upp á umræðuefni sem Adda þyki leið-
inlegt. „Í sjúkraþjálfuninni hér heima þurfum við
stundum að tala um prjónauppskriftir eða rússneskt
hekl, þá slakar Addi miklu betur á en annars! Ef hann
þarf hins vegar að taka vel á þá tölum við um Liver-
pool.“
Mikill fótboltaáhugi er notaður sem hvatning, skýt-
ur faðir hans inn í, en þeir feðgar eru harðir stuðn-
ingsmenn þess enska knattspyrnufélags frá Bítlaborg-
inni. „Addi spilaði reyndar með Þór í sumar – hann
var lánaður frá Liverpool!“ segir Hanna og hlær, en
Addi æfði með Þór þegar hann var strákur og mætir á
alla leiki sinna manna þegar hann getur.
Vert er að geta þess að fjölskyldan fór til Englands á
síðastliðnu vori og sá leik Liverpool sigra Newcastle á
heimavelli sínum, Anfield Road. Það var skemmtileg
upplifun.
Hanna og Stefán einblína á að gera Adda lífið eins
bærilegt og kostur er og óhætt er fullyrða að hann hafi
nóg fyrir stafni. Til dæmis er brjálað að gera um
helgina. „Strákarnir koma í kvöld,“ sagði Hanna á
fimmtudaginn og upplýsir blaðamann um að sjö vinir
Adda komi í heimsókn í hverri einustu viku ef fjöl-
skyldan er í bænum. „Þeir sitja saman, fá sér nammi
og gos, spila og spjalla þannig að Addi veit um allt sem
þeir eru að fást við og hvað er um að vera í skólanum.“
Þessir tryggu vinir Adda eru ótrúlega mikilvægir,
segja hjónin. Því er ranglega haldið fram í dómi Hér-
aðsdóms Reykjavíkur að Arnar Þór heyri illa. „Heyrn-
in er einmitt hans sterka hlið. Ég held stundum að
hann heyri hugsanir!“ segir móðir hans.
Í gærkvöldi hafði fjölskyldan tekið stefnuna á tón-
leika með Hvanndalsbræðrum. „Við sleppum þeim
aldrei.“
Í dag, laugardag, er stórleikur í enska fótboltanum
þegar Liverpool tekur á móti meisturum Manchester
United og Addi mun að sjálfsögðu ekki missa af þeirri
viðureign.
„Svo er það náttúrlega Baggalútur á laugardags-
kvöldið,“ segir Hanna og skellir upp úr. „Addi á eig-
inlega fast borð á Græna hattinum... Þetta verður
rosaleg helgi!“ segir hún.
„Þetta er fjórða eða fimmta helgin í röð sem Addi fer
á tónleika annaðhvort í Hofi eða á Græna hattinum.
Svo er það Lay Low um næstu helgi … Það er brjálað að
gera,“ segir Stefán og hlakkar greinilega ekki síður til.
Adda líður eins vel og kostur er, segja þau. En er
hægt að lýsa því hvernig foreldrum líður, eftir að þau
lenda í því áfalli að barnið þeirra veikist svo illa.
„Manni líður engan veginn og varla hægt að lýsa
því. Og þó – verstu stundirnar voru þegar maður var
aleinn. Þá fór maður að hugsa,“ segir Hanna. „Ég
komst að því að vinkona mín, sem lenti líka í miklum
erfiðleikum, skynjaði þetta sama. Fólk talar um hvað
við séum rosalega dugleg en maður spáir í sjálfu sér
ekkert í það; gerir bara það sem þarf að gera. En svo
þegar maður er úthvíldur og fer að hugsa líður manni
illa. Þess vegna er best að vera ofboðslega þreyttur og
geta lagst út af og sofnað. Þannig gat maður haldið
áfram.“
Bara hugsað um líðandi stund
Stefán segir að ómögulegt sé, þegar svona áfall dynur
yfir, að hugsa fram í tímann. „Maður spáir bara í líð-
andi stund; ekki einn og einn dag í einu, heldur bara
nákvæmlega líðandi stund.“ Og allt snerist um Adda.
„Við reyndum að láta honum líða eins vel og mögulegt
var.“
Það var fermingarár dóttur þeirra hjóna, Ólafar
Maríu, þegar Addi veiktist, og hún óneitanlega orðið
dálítið útundan. „Þetta var henni mjög erfitt,“ segir
Hanna og rifjar upp að stundum hafi Ólöf verið ein
heima, en boðist til þess að elda ef pabbinn eða
mamman gætu komið heim í kvöldmat.
Fyrir tveimur árum eignuðust Hanna og Stefán aðra
dóttur, Fanneyju Erlu. „Hún var kölluð hingað til þess
að létta okkur lífið og hefur staðið sig vel í því. Hún
hefur skemmt okkur mikið,“ segir móðirin.
Addi hefur þurft að fara í ótal aðgerðir á þessum sjö
árum sem liðin eru síðan hann veiktist. En hann er
fullur af orku að sögn foreldra hans og þau segja ekki
algengt að hann nenni ekki að fara í sjúkraþjálfun.
„Keppnisskapið hefur ekkert minnkað,“ segir Stefán
en Addi var á kafi í íþróttum sem barn, var mikið úti
að leika sér, fór í langa hjólatúra, og þau segja hann
örugglega búa að því hve heilbrigður og sterkur strák-
ur hann var.
Fór að gefa frá sér hljóð
Addi hefur engar viljastýrðar hreyfingar, en hefur
hreyfigetu til að ýta á rofa á tölvunni sem virkar eins
og mús. „Fyrstu árin náðum við engu sambandi við
hann og það var mikill munur þegar hann gat farið að
gefa frá sér hljóð,“ segir Hanna. „Ef við töluðum við
hann gat hann svarað játandi með því að gefa frá sér
hljóð en þögn þýddi nei. Nú er verið að reyna að út-
færa tölvuforrit að hans þörfum, þannig að hann geti
ýtt á rofann og talgervill lesi þá fyrir hann nýja mögu-
leika. Þannig gæti hann spurt okkur, haft áhrif á um-
ræðuna sjálfur. Við getum talað við hann í dag en vit-
um ekki um hvað hann vill tala. Kannski vill hann fara
út að ganga. Eða láta slökkva á sjónvarpinu.“
Addi hefur mikinn áhuga á tónlist sem fyrr segir en
hann nýtur þess einnig að hlusta á sögur. „Honum
finnst mjög gott að sitja inni í herberginu sínu og
hlusta á eitthvað frá Blindrabókasafninu. Uppáhalds-
sjónvarpsefnið hans eru náttúrulífsmyndirnar með
David Attenborough. Mér fannst það einna verst við
kreppuna að hætt var að tala inn á þættina en í staðinn
settur texti. En nú sit ég við sjónvarpið og les textann
fyrir Adda,“ segir Hanna.
Það er ærinn starfi fyrir hjónin að hugsa um son
sinn. Vaktin stendur allan sólarhringinn. En þau ganga
æðrulaus til þess verks og segjast eiga góða að. Hanna
talar um alla vinina: „Þegar þetta kom fyrir Adda
fundum við hvað það var dýrmætt að eiga marga góða
vini. Hvað það var mikilvægt að vinirnir voru til staðar
en létu sig ekki hverfa. Allir voru af vilja gerðir til þess
að hjálpa okkur. Það var ótrúlega mikilvægt.“
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
’
Mér líður ekki eins og þetta
sé einhver sigur; nið-
urstaðan er mér enginn
léttir. Það hefur verið vitað að
mistök voru gerð en samt er
rosalega erfitt að heyra það loks
viðurkennt formlega