SunnudagsMogginn - 16.10.2011, Blaðsíða 36

SunnudagsMogginn - 16.10.2011, Blaðsíða 36
36 16. október 2011 Ferðalög Þ arna er vændishúsið,“ segir leiðsögumaðurinn og bendir út um gluggann á rútunni. Allir líta við í sætum sínum, gáttaðir á að þetta skuli frekar fámáll fararstjórinn ein- mitt þurfa að upplýsa. Það er ekki alveg ljóst hvert hann er að benda og enginn spyr hvaða hús nákvæmlega maðurinn eigi við. Og auðvitað er engin ástæða til að rifja þetta atvik upp úr útsýnisferð um Arkangelsk nema til að ná athygli lesand- ans. Arkangelsk liggur við ána Norður- Dvínu, sem rennur í Hvítahaf. Í rússneska heimsveldinu var aðgangur að opnu hafi mikilvægur, en þrátt fyrir að ná yfir ellefu tímabelti hafa Rússar alltaf átt í vandræð- um með að koma sér upp höfnum, sem væru opnar allan ársins hring og veittu aðgang að úthafi. Arkangelsk hefur því gegnt mikilvægu hlutverki í aldanna rás, þótt fyrir tíma kjarnorkuknúinna ísbrjóta hafi ekki verið hægt að stunda siglingar þaðan allan ársins hring. Á slóðum Þóris hunds Arkangelsk liggur þar sem norrænir menn kölluðu Bjarmaland og segir Snorri Sturluson frá því að þangað hafi Þórir hundur frá Hálogalandi farið í víking og átt viðskipti við heimamenn. Á sextándu öld fyrirskipaði Ívan grimmi keisari að borg skyldi reist við Norður- Dvínu til að komast undan yfirráðum Svía yfir siglingum á Eystrasalti. Í Arkangelsk var selt satín frá Amsterdam, flauel frá Feneyjum, vefnaðarvörur frá London og teppi frá Danzig og til baka fóru skip hlað- in timbri og loðfeldum. Á fyrri hluta átjándu aldar ákvað Pétur mikli hins vegar að verslun og viðskiptum skyldi beint til Pétursborgar og fyrirskip- aði að í Arkangelsk mætti ekki taka við vörum umfram þarfir íbúa á svæðinu. Vegur borgarinnar átti þó eftir að vaxa á ný þegar lestarteinar voru lagðir frá Moskvu og vægi timburútflutnings jókst á nítjándu öld. Timburvinnsla og papp- írsframleiðsla er enn ein helsta atvinnu- grein borgarinnar og sér reyk leggja yfir borgina úr pappírsmyllunum. Arkangelsk var vígi hvíta hersins í bar- áttunni við bolsévika á árunum 1918 til 1920. Í heimsstyrjöldinni síðari varð borg- in ásamt Múrmansk helsti áfangastaður skipalesta bandamanna með vistir til að hjálpa Sovétmönnum í baráttunni við Þjóðverja. Borgin er falleg, en um margt virðist tíminn þar þó hafa staðið í stað og sú til- finning vaknar að lítið hafi breyst frá hruni Sovétríkjanna. Munurinn á Arkang- elsk og Moskvu er sláandi og greinilegt hvert peningarnir fara. Þeir flæða um höf- uðborgina, en seytla í mesta lagi til ann- arra borga Rússaveldis og þegar komið er 1500 kílómetra norður af Moskvu er flæðið orðið ansi tregt. Nú binda menn hins vegar miklar vonir við möguleikana, sem skapast við bráðn- un íshettunnar á norðurpólnum. Vonast er til þess að Arkangelsk verði miðstöð siglinga, hversu raunhæft sem það er. Nú þegar eru næststærstu skipasmíðastöðvar heims í Severodvinsk, sem er nokkra tugi kílómetra norðan við Arkangelsk. Sérstakur stíll timburhúsa Arkangelsk er þekkt fyrir sérstakan stíl timburhúsa og er eitt húsið þar sagt hæsta íbúðarhús, sem reist hefur verið úr timbri. Mörgum þessara húsa hefur því miður verið illa haldið við, en engu að síður leynir glæsileiki þeirra sér ekki. Ferðalangurinn getur þurft að hafa fyrir því að bjarga sér á þessum norðlægu slóð- um. Ekki er gefið að fólk tali ensku, en það er allt af vilja gert að skilja. Ekki er heldur verra að glöggva sig á kirilíska letrinu áður en haldið er til Rússlands þannig að hægt sé að lesa götuheiti og nöfn. Tíðindamaður Sunnudagsmoggans gerði ekki úttekt á skemmtanalífi borg- arinnar, en rambaði þó inn á stað sem heitir Fidel þar sem Castro og byltingar- hetjur Kúbu prýða veggi. Í hátölurunum hljómaði hins vegar taktföst, rússnesk diskótónlist, sem þróttmikil, rússnesk ungmenni dönsuðu við af krafti og sungu hástöfum. Hótel Bélomorskaja er foldgnátt og klossað, reist á sovéttímanum og það sést. Ódýrustu herbergin kosta um þúsund rúblur, um 3,700 krónur. Kannski væri best að hafa sem fæst orð um morgunmat- inn, sem var innifalinn. Fyrsta daginn var soðinn fiskur með soðnum kartöflum á floti í smjöri, annan daginn kjötbolla með makkarónum og tómatsósu og þann þriðja hafragrautur. Það hefði ekki verið í frá- Falleg, útskorin gluggaumgjörð á dæmi- gerðu timburhúsi í Arkangelsk. Á brúarhandrið rétt við Norður-Dvínu hafa elskendur hengt lása með nöfnum sínum til stað- festingar ást sinni. Þessi siður hefur breiðst hratt úr um borgir heims. Timburhús eru dæmigerð fyrir byggingarstílinn í Arkangelsk. Þau hafa greinilega verið glæsileg á sínum tíma og halda ákveðnum sjarma þótt þeim hafi verið haldið illa við. Erkiengill í Bjarmalandi Arkangelsk er ekki í alfaraleið ferðalanga og borgin ber því vitni að þar sé margt óbreytt síðan á tímum Sovétríkjanna. En borgin í Bjarmalandi hefur sinn sjarma, þótt rétt sé að varast hafra- grautinn. Texti og myndir: Karl Blöndal kbl@mbl.is Stoltur brúðgumi sveiflar brúði sinni. Verið var að mynda fimm brúðhjón á sama blettinum, sama föstudagseftirmiðdaginn fyrir utan kirkju himnafararinnar á bökkum Norður-Dvínu. Hótel Bélomorskaja var reist á Sovéttím- anum. Ekki er mælt með morgunmatnum.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.