SunnudagsMogginn - 16.10.2011, Blaðsíða 47
16. október 2011 47
Þ
essi bók hefur blundað í mér
lengi. Í a.m.k. tíu ár hef ég
verið ákveðin í því að koma
þessu efni á framfæri í ung-
lingabók, en það er mjög vandmeðfarið
að fjalla um þunglyndi og sjálfsvígs-
hættu,“ segir Jónína Leósdóttir, rithöf-
undur og blaðamaður, um nýjustu bók
sína Upp á líf og dauða.
„Það er ekki auðvelt að skrifa um
þetta efni þannig að krakkar hafi
áhuga á að lesa það, auk þess sem feta
þarf ákveðið einstigi með svona við-
kvæmt umfjöllunarefni. Ég var búin að
prófa ýmsar útgáfur en fann ekki rétta
tóninn fyrr en um síðustu jól. Þá skaut
lausninni allt í einu upp í kollinum og
þá varð ég hreinlega að setjast við
skriftir,“ segir Jónína og bætir við að
hún hafi reyndar ekki ætlað sér að
senda frá sér neina bók þetta árið.
„Þegar bókin mín Allt fínt … en þú?
kom út í fyrra tók ég tvær ákvarðanir
um áframhaldandi skrif. Annars vegar
að láta ekki frá mér neina bók 2011 og
hins vegar að næsta bók yrði ekki ung-
lingabók,“ segir Jónína og tekur fram
að svo hafi hún hreinlega orðið að
hlýða kalli þegar andinn kom yfir
hana.
Allt verður miklu sárara
Sjálf lýsir Jónína Upp á líf og dauða,
sem er fimmta unglingabók hennar,
sem spennusögu með gamansömum
tón. „Það hljómar eins og mótsögn, en
ég held að þetta hafi verið eina leiðin
til að gera þessu efni skil,“ segir Jón-
ína. Í bókinni segir af því þegar Hrönn,
sem er á fyrsta ári í framhaldsskóla,
finnur ljóð sem henni finnst skrifað af
einhverjum sem líður svo illa að hann
eða hún sé að íhuga að taka eigið líf.
Hrönn fær tvíburabróður sinn og bestu
vinkonu til að hjálpa sér að finna þann
sem skrifaði ljóðið og koma viðkom-
andi til hjálpar. Inn í bókina er fléttað
upplýsingum frá Landlæknisembættinu
um þunglyndi og sjálfsvígshættu sem
krakkarnir þrír kynna sér.
Aðspurð hvers vegna hún hafi viljað
skrifa um þetta efni segir Jónína það
löngum hafa heillað sig. „Táningsárin
eru svo tilfinningaþrunginn tími. Það
verður allt svo miklu meira, stærra og
sárara, hvort sem það er ástarsorg eða
bara það að vakna með bólu á nefinu.
Krakkarnir eru að fara yfir þessa brú
frá barnæskunni yfir í fullorðinsárin og
eru ekki komin með reynslu og þroska
til þess að takast á við erfiðar tilfinn-
ingar,“ segir Jónína og tekur fram að
taka verður þessar tilfinningar alvar-
lega og gæta þess að gera ekki lítið úr
þeim með þeim orðum að unglingurinn
muni geta hlegið að hlutunum síðar
meir.
Spurð hvort sér finnist mikill munur
á því að skrifa fyrir fullorðna og ung-
linga svarar Jónína því neitandi og
bendir á að sem vinna sé þetta alls
ekki ólíkt. „Það getur hins vegar að
sumu leyti verið vandasamara að skrifa
fyrir unglinga því maður þarf að passa
sig á því að vera ekki með of fullorð-
inslegt málfar í beinni ræðu. Á sama
tíma má þetta heldur ekki verða götu-
mál sem úreldist um hæl, því það er
ekkert hallærislegra en gamalt slang-
ur.“
Jónína Leósdóttir ætlaði ekki að gefa út bók þetta árið, þar sem hún hugðist gefa sér góðan tíma til þess að skrifa næstu skáldsögu fyrir fullorðna. En svo kom andinn yfir hana.
„Varð að setjast
við skriftir“
Jónína Leósdóttir sendir frá sér sína fimmtu unglingabók.
Sjálf lýsir hún bókinni sem spennusögu með gamansömum
tón. Efnið er að mörgu leyti vandmeðfarið enda fjallað um
þunglyndi og sjálfsvígshættu unglinga.
Texti: Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is
Mynd: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is