SunnudagsMogginn - 16.10.2011, Blaðsíða 24

SunnudagsMogginn - 16.10.2011, Blaðsíða 24
24 16. október 2011 I ngimar Eydal er ógleymanlegur. Stór og stæðilegur, sögumaður af guðs náð og séní í músík. Akureyringur fram í fingurgóma; óhætt að segja að bæj- arbúum þótti einstaklega vænt um mann- inn og því vel við hæfi að blásið skuli til tónlistarveislu, Fjölskylduferðar á Skód- anum, í menningarhúsinu Hofi um næstu helgi í tilefni þess að á fimmtudaginn verða liðin 75 ár frá fæðingu Ingimars. Hof er musteri tónlistar á Akureyri í dag, Ingimar Eydal var færanlegt tónlistarhof sem lengi bar hróður listarinnar víða. Ingimar var menntaður kennari og starf- aði sem slíkur alla tíð, samhliða spila- mennskunni. Hann var óhemjuvinsæll á þeim vettvangi, en Inga dóttir hans segir föður sinn þó hafa verið skapmann og getað snöggreiðst við óþekka nemendur. „Hann var ástríðufullur maður,“ segir hún. „En hann var jafn fljótur niður aftur,“ bætir út- varpskonan Margrét Blöndal við, gamall nemandi Ingimars og vinkona Ingu Dag- nýjar. Þær Inga og Margrét hafa veg og vanda af tónleikunum þar sem fram kemur einvalalið landsþekktra tónlistarmann og heiðursgestir verða söngvararnir Helena Eyjólfsdóttir og Þorvaldur Halldórsson. Ingimar var vitaskuld þekktastur fyrir tónlistina en tvennt annað er gjarnan nefnt „Ætli Bing fari ekki að koma?“ Ingimar Eydal var goðsögn í lifanda lífi. Stundum kallaður eitt af táknum Akureyrar eins og KEA og kirkjan og Sjallinn, þar sem hljómsveit hans lék um árabil. Ingimar, sem lést langt um aldur fram að- eins 56 ára, hefði orðið 75 ára í ár hefði hann lifað. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Fjölskyldan í Byggðavegi 101 B á Akureyri við lok sjöunda áratugarins. Frá vinstri: Ásta Sigurð- ardóttir, elsta barnið Guðný Björk, sonurinn Ingimar, Inga Dagný og heimilisfaðirinn Ingimar. Ingimar Eydal eins og fjöldinn man líklega best eftir honum; með bros á vör við píanóið.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.