SunnudagsMogginn - 16.10.2011, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 16.10.2011, Blaðsíða 42
42 16. október 2011 Á dögunum kom út skýrsla þar sem birtar voru niðurstöður rannsóknar sem gerð var til að bæta námsárangur og líð- an drengja í skólum Reykjavíkur. Skýrslan virðist vera vel unnin og í henni má sjá margar merkilegar nið- urstöður. Ein af niðurstöðunum er sú að börn lesa lítið sér til gagns og gamans. Almennt áhugaleysi nemenda á lestri hefur nokkuð lengi verið áhyggjuefni skólafólks, og hlýtur að vera áhyggju- efni allra. Ólæs eða illa læs þjóð stendur höllum fæti. Fréttablaðinu þótti fréttnæmast í nið- urstöðunum að tæplega fjórðungur stráka gæti ekki lesið sér til gagns að lokinni grunnskólagöngu. Án þess að gera lítið úr því að strákar virðast vera verr staddir að þessu leyti en stelpur vakna hjá mér ýmsar spurningar um mögulegar skýringar á þeirri staðreynd að krakkar eru verr læsir nú en oft áð- ur. Satt best að segja held ég að and- femínistar ættu að líta í eigin barm og velta fyrir sér hvort tungutak þeirra og hugmyndir geti átt þátt í að börn, strákar og stelpur, njóta þess ekki að lesa. Þau sem berjast hatrammt gegn fem- ínistum hafa gjarnan uppi orðræðu eins og þessa sem ég fann í skoðanakerfi á vef DV á dögunum (hér birt stafrétt), og í Kaupmannahafnarbréfi í Morg- unblaðinu frá 1995: „mega stelpur ekki lengur vera kvennlegar og læra kvennlega hluti? sumar hafa bara virkilegan áhuga á því og afhverju er það neikvætt?“ „[…] rangt sé að krefjast þess að strákar leiki sér eins og stilltar stelpur. Það sé misskilin jafnréttishugsun að álíta að strákar hafi gott af að vera skikkaðir til að leika sér á þann hátt. Í dagvistun þyki strákar oft fyrirferð- armiklir. Þeir þurfi að hamast og slást og tuskast, hafi ekki eirð í sér til að dunda, meðan stelpur leiki sér stilltar og prúðar og séu betri að dunda sér.“ Að undanförnu hafa femínistar gagn- rýnt þá forheimsku skoðun að konur hafi fyrst og fremst áhuga á fegurð og fötum. Þau sem vilja að konur séu kvenlegar og læri kvenlega hluti gera ekki ráð fyrir því að konur lesi „erf- iðar“ bækur, það er ekki kvenlegt að hafa sterkar skoðanir á heimsmálunum og lesa sér til um fræðilega hluti (aðra en snyrtifræði). Þetta gæti nú heldur betur haft þau áhrif að stelpur vilji ekki lesa, þær vilja ekki vera „ekki stelpur“. En þá vandast málið þar sem strákar lesa enn síður en stelpur sér til gagns. Þeir fá þau skilaboð að það sé þeim eðl- islægt að slást og hamast og það sé ekki þeim samboðið að sitja í rólegheitum og lesa bækur, það er stelpna að sitja prúðar og dunda sér með bók í hönd, og strákar vilja ekki vera „ekki strák- ar“. Það skyldi þó ekki vera að hugmyndir og tungutak andfemínista um hvað stelpur og strákar eigi að gera eigi ein- hvern þátt í því að krakkar séu almennt verr læsir nú en áður? Gæti verið að andfemínistar séu ekki nógu vel læsir sjálfir og hafi ekki getað lesið sér til gagns gagnrýni femínista á staðal- ímyndir? Þangað til þeir komast að nið- urstöðu ættum við öll að þakka fem- ínistum fyrir að berjast gegn staðalímyndum og stuðla þannig að því að allir, strákar og stelpur, séu flug- læsir. Svo finnst mér að við ættum öll að sameinast í baráttunni gegn staðal- ímyndum sem ganga út á að stelpur vilji bara vera prinsessur og strákar tuskast. Kannski tækist okkur þá að laða fleiri stelpur og stráka að bókunum, sjálfum sér og okkur öllum til góðs. Femínistar berjast fyrir ólæsa stráka ’ Það skyldi þó ekki vera að hugmynd- ir og tungutak andfemínista um hvað stelpur og strákar eigi að gera eigi einhvern þátt í því að krakkar séu almennt verr læsir nú en áður? Fornar kynjamyndir, en lífseigar: Stelpur prjóna og lesa, strákar ærslast og slást. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Tungutak Halldóra Björt Ewen hew@mh.is Í tengslum við þátttöku Íslands sem heiðursgests á bókakaupstefnunni í Frankfurt, sem hefst nú í vikunni, var á dögunum opnuð í Schirn Kunsthalle þar í borg einkasýning á verk- um Gabríelu Friðriksdóttur. Schirn er ein virtasta sýningastofnun samtímamynd- listar í Evrópu í dag og sýnir þar Gabríela viðamikla innsetningu; tengir saman þrí- víð verk, myndbandsverk sem byggjast að hluta á teikningum, og hljóðverk. Þá fellir hún inn í sýninguna átta miðaldahandrit frá Árnastofnun – ómetanlega dýrgripi, en afar fátítt er að handrit séu send úr landi á sýningar. Fluttu fulltrúar Árnastofnunar þau í eldtraustum handtöskum alla leið inn í safnið, þar sem þeim var strax komið fyrir í skúlptúrum listakonunnar. Hin eilífa umbreyting Gabríela kallar sýninguna Crepusculum, sem er latína og mætti þýða sem húm eða ljósaskipti. „Ég byrjaði að vinna að þessu verki árið 2009, með ljóðaskrifum og teikningum,“ segir Gabríela en það var áður en Max Hol- lein, forstöðumaður Schirn, Matthias Wagner K, listrænn stjórnandi sýninga- verkefna í tengslum við þátttöku Íslands á bókakaupstefnunni og Halldór Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Sagenhaf- tes Island, buðu henni að setja upp sýn- ingu í samspili við forn handrit. „Fólk hefur viljað tengja verkin mín við fornar sögur og til að mynda heimsmynd Snorra-Eddu, norræna goðafræði. Ég hef aðeins unnið óbeint út frá henni en hef heillast af fornsögunum,“ segir hún. „Það er eins með þessa goðafræði og ýmiskonar andleg og trúarleg kerfi, að þeim fylgja áhugaverðar og sjónrænar sögur. Þetta er allt mjög myndrænt og umbreytingar eiga sér stað innan sagn- anna, en það er nokkuð sem ég er alltaf að fjalla um í mínum verkum.“ Gabríela segir yfirskrift sýningarinnar vera: Það er ekkert upphaf, enginn endir, aðeins hin eilífa umbreyting. „Þessi setning sveif yfir vötnunum meðan ég vann verkin. Ég hef áhuga á því hvernig andinn breytir öllu efni, og öf- ugt.“ Síðustu misserin vann hún jafnt og þétt að verkunum en segist hafa gengið út frá löngu ljóði sem hún skrifaði, en við það bætti hún átta erindum úr Völuspá sem fjalla um umbreytileikann. Gabríela segir erfitt að útskýra sýninguna, því hún sé svo mikil upplifun. „Ljóðið og teikningar sem ég gerði voru upphafið að þessu kerfi. Ljóðið er leiðandi. Þaðan spinnast verkin aftur í fortíð og inn í framtíð, með hugmyndum og kenn- ingum. Þetta er myndrænn texti um líðan og tilfinningar. Það birtist á sýningunni með notkun sands og jarðefna, ég er með gler sem var blásið fyrir mig í Tékklandi, og svo fór ég líka út með svartan sand og hraun, unga jörð héðan. Þá má ekki gleyma álinu. Ég gerði risastóran skúlptúr sem er hálfgert ígulker eða eins manns tilrauna- stofa; hann er einskonar ferðahof. Það er hugsað sem miðstöð óms þessa huga sem svífur yfir vötnum og er veðrið í sýning- unni, ásamt hljóðunum. Texti ljóðsins er alltaf í gangi í sýningunni, lesinn, og myndböndin koma líka inn á umbreyt- ingu og hugmyndir um að allt breytist, ryðgar og molnar niður og verður að öðru, en deyr ekki. Þá abstrakstjón reyni ég að gera fígúratífa. Ég vann náið með Birgi Jóhannssyni arkitekt og Pétri Bjarnasyni skúlptúrista að verkunum, og finnst spennandi að vinna með fólki úr ólíkum listgreirum. Einnig vann ég aftur með Ernu Ómars- dóttur dansara og Valdimar Jóhannssyni hljóðverkfræðingi. Salurinn sem ég sýni í var byggður fyrir tónlistarflutning, gjörninga og slíkt og það er mjög góður hljómur í salnum. Þá var að opna sýning með verkum Errós í sal við hliðina og það er ánægjulegt. Þetta er gríðarlega gott safn,“ segir hún um Schirn Kunsthalle. Þessi handrit eru ótrúleg verk Inn í þessa viðamiklu innsetningu fellir Gabríela síðan handritin átta frá Árna- stofnun. „Ég var byrjuð að vinna þessi verk mín út frá texta og því passaði það vel þegar mér var boðið að vinna með handritin. Þessi handrit eru ótrúleg verk. Strax þegar ég fór að skoða þau á Árnastofnun þótti mér mjög áhrifaríkt að vera nálægt þess- um „sálnahylkjum“ eins og ég kalla þau. Ég stóð frammi fyrir því að það þurfti að búa til örugg hylki utan um þau og hafði í huga að fallegt væri að hafa þau í hylkjum sem vísuðu á forna aska forsögulegs tíma. Það passaði vel við landslag annarra verka á sýningunni að hafa bækurnar í þessum „Vissulega eru þetta helgir gripir“ Viðamikil sýning á myndverkum eftir Gabríelu Friðriksdóttir opnaði á dögunum í Schirn Kunst- halle í Frankfurt, einu virtasta safni samtíma- myndlistar í Evrópu. Sýninguna kallar Gabríela Crepusculum og fellir hún átta miðaldahandrit frá Árnastofnun inn í sýninguna. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.