SunnudagsMogginn - 16.10.2011, Blaðsíða 18
18 16. október 2011
V
ið vorum fengin til þess að vinna gjörning
upp úr Íslendingasögunum með þremur
Þjóðverjum og byrjuðum á því vorið 2010,“
segir Ugla Egilsdóttir, sem tróð upp á bóka-
stefnunni í Frankfurt með fimm ungum listamönnum,
Noru Gomringer, Finn-Ole Heinrich og Bas Böttcher
frá Þýskalandi, og Bergi Ebba Benediktssyni og Dóra
DNA.
„Þjóðverjarnir komu til Íslands og við fórum hring-
ferð um landið, skoðuðum Gljúfrastein, Skriðuklaust-
ur, og Hala í Suðursveit, og svo vorum við með uppá-
komu á Næsta bar. Ég, Bergur og Dóri gerðum líka
stutt leikrit upp úr Njálu og fórum í nokkra mennta-
skóla úti á landi. Í maí héldum við til Bamberg í Þýska-
landi, þar sem Nora stýrir listamannasetri í kastala, og
þar bjuggum við til dagskrána. Við komum með leik-
ritið að heiman, Nora og Bas með ljóð, Finn-Ole smá-
sögur og ég söng tvö lög á íslensku. Svo var einn plötu-
snúður með okkur sem hrærði saman hinu og þessu.“
– Og þið lögðuð land undir fót?
„Já, ég er með allan fataskápinn með mér,“ segir hún
og hlær. „Það er svo sjaldan sem svona mörg fín tilefni
gefast. Við sýndum afraksturinn í München og fórum
þriggja vikna ferð um hinn þýskumælandi heim í
haust, líka Salzburg og Zürich.“
– Hvernig var að kynnast Íslendingasögunum svona
náið?
„Það var gaman að rifja þær upp. Ég lærði auðvitað
um þær í menntaskóla svo fékk ég einkatíma hjá
frænku minni til að rifja þær upp. Og þær eru alls ekk-
ert hátíðlegar, þó að þær séu kynntar á hátíðum sem
mikil sagnahefð – þetta er náttúrlega skemmtiefni!“
Ugla er með uppistand reglulega og er í Uppistöðu-
félaginu, sem er „hliðstæði heimurinn“ við Mið-Ísland,
sem Bergur Ebbi og Dóri DNA eru í. „Það eru bara
stelpur í okkar félagi. Það hefur reyndar ekki verið
virkt upp á síðkastið, en ég hef verið með uppistand.
Svo hef ég aðeins verið að leika í Mið-Íslands þátt-
unum. Annars var ég að klára fræði og framkvæmd í
Listaháskólanum.“
Og hún segist hafa fundið sterkt fyrir Íslands-
áhuganum á ferðalaginu um Þýskaland.
„Aðeins of vel,“ segir hún og hlær. „Maður verður
hálfhræddur við að verða stolið og settur í búr í dýra-
garði. Þeim finnst allt svo hrikalega krúttlegt sem við
gerum, að stundum verður manni nóg um.“
Hún hlær.
„Og þau eru með blæti fyrir því að heyra íslensku
talaða, sem er mjög afbrigðilegt. En þetta er stór þjóð
og þess vegna geta þau hæft blæti fyrir ýmsu. Bók-
menntahúsið í Berlín var til dæmis hóruhús áður og
ekki bara það, heldur var þar albinóafíll. Þegar hann dó
þurfti hóruhúsið að leggja upp laupana, af því að þá
höfðu önnur eflaust upp á eitthvað betra að bjóða,
kannski rauða fíla. Og þá var því breytt í bókmennta-
hús.“
Hún segist njóta þess að fara á bókastefnuna og að
fyrsta stopp hafi verið básinn frá Malasíu. „Ég þurfti
reyndar að ljúga að ég væri frá bókaforlagi til að fá þau
til að tala við mig, en ég bjó einu sinni í Malasíu og var
því mjög spennt að sjá bækurnar.“
Hún lítur í kringum sig í íslenska skálanum.
„Þetta er svona griðastaður á bókamessunni. Maður
hefur aldrei séð svona mikið batterí eða svona mikla
peninga lagða í menningu á Íslandi. En svona ganga
hlutirnir fyrir sig í Þýskalandi. Allir upplestrar fara
fram í bakherbergjum eða skúrum á Íslandi, en bók-
menntahúsin í Þýskalandi eru fjármögnuð af bílaum-
boðum. Það eru greinilega ótakmörkuð fjárráð! segir
hún og hlær.
Þá berst óvænt truflun. Stúlkan á næsta borði hallar
sér að Uglu og segir:
„Þú ert svo sæt. Virkilega!“
„Ég er jafnvel betri þegar ég er komin með hattinn,
ég á dýrasta hattinn í Þýskalandi,“ svarar Ugla og er
rokin að ná í hann.
„Ég er með allan fataskápinn með mér,“ segir Agla.
Morgunblaðið/Kristinn
Allt hrikalega krútt-
legt sem við gerum
en styrktaraðilar höfðu ekki áður setið
þann fund. Öflug bókmenntahús um allt
Þýskaland bera því vitni hversu öflugur
bókaiðnaðurinn er og njóta mörg þeirra
svimandi hárra greiðslna frá styrktarað-
ilum.
Sambræðsla á kvöldin
Á kvöldin eru einnig upplestrar um alla
Frankfurt, þar á meðal margir viðburðir
sem Sögueyjan Ísland stendur fyrir. Svo
mikill er áhuginn, að fólk borgar sig oft-
ast inn til að hlusta og einatt er húsfyllir.
Það á til dæmis við þegar Jón Gnarr
borgarstjóri kemur fram með heimspek-
ingnum og metsöluhöfundinum Richard
David Precht og talsmaður Sjóræn-
ingjaflokksins í Berlín er leynigestur. En
það eru líka tónleikar og ýmis sam-
bræðsla ólíkra listgreina. Á meðal við-
burða er upplestur Guðmundar Ósk-
arssonar úr skáldsögunni Bankster í
Commerzbank í þessari höfuðborg fjár-
málakerfisins á meginlandi Evrópu, en
hann prýddi baksíðu Financial Times í
Þýskalandi á fimmtudag.
Og það er mikil upplifun að skoða
einkasýningu Ragnars Kjartanssonar í
Frankfurter Kunstverein og ljós-
myndasýningu nokkurra íslenskra ljós-
myndara og margmiðlunarlistamanna á
sama stað. Eins hefur Gabríela Friðriks-
dóttir skapað heillandi heim í kringum
handritin og Erró með klippimyndum
sínum á Schirn-listasafninu.
En þó að Ísland sé áberandi á bóka-
stefnunni og íslenski skálinn hafi vakið
mikla athygli, þá heldur Ísland úti aðeins
einum af ótal básum sýningarbásum á
bókastefnunni. Mörg forlög og lönd eru
með stærri bása og þó að Ísland sé fyr-
irferðarmikið í fjölmiðlum, þá horfa
þýskir miðlar meira til þýsku forlaganna
og höfundanna. Og þar er þunginn
mestur í viðskiptunum.
Fram að helgi. Þá skiptir bókastefn-
an um ham og almennir gestir þramma
um sali. Það má greina kvíðablandna
eftirvæntingu meðal starfsfólks Sögu-
eyjunnar sem bíður holskeflunnar.
Eins og því er lýst og eflaust fært í stíl-
inn, streymir inn fólk sem leitar að
gefins varningi og grípur allt lauslegt
sem það finnur, nánast naglhreinsar
salina, og í þýska skálanum er stendur
fólk svo þétt, að það er öxl við öxl. Þar
sem umfjöllunin hefur verið á afar já-
kvæðum nótum um íslenska skálann
má búast við að örtröðin verði mikil
þar.
Íslenski skálinn á stefnunni hefur vakið mikla athygli.