SunnudagsMogginn - 16.10.2011, Blaðsíða 37

SunnudagsMogginn - 16.10.2011, Blaðsíða 37
16. október 2011 37 Þ að er kominn október og enn er hitinn slíkur að tilhugsunin um að gera eitthvað annað en að slappa af er nánast óbærileg fyrir víking af norðurslóðum. Heimamenn virðast aftur á móti standa í þeirri meiningu að Vetur konungur sé á allra næstu grösum og skarta nú flestir síð- buxum og lokuðum skóm. Nú þegar er búið að fjarlægja sjoppur, sólhlífar og bekki af ströndinni, bráðum verður ver- öndum veitingastað- anna lokað og tónlist- armennirnir sem glatt hafa eyrað í allt sum- ar hverfa af götunum. Það er auðvelt að verða ástfanginn af Valenciu. Hér má finna allra þjóða kvikindi sem eiga það flest sameiginlegt að vilja ekki fara. Bretar sem komu til að kenna í eitt ár stukku strax á tilboð um að framlengja í tvö. Ítali sem bjó hér tíma- bundið fyrir 10 árum hefur alla tíð síðan beðið eftir tækifæri til að koma aftur og er núna búinn að opna bar í götunni minni. Íslendingur sem lenti hér fyrir tilviljun er staðráðinn í að finna vinnu og vera áfram þrátt fyrir rúmlega 20% atvinnuleysi. Enda hefur borgin margt til að bera. Hún er nógu stór til að alltaf sé eitthvað um að vera og nógu lítil til að vera vingjarnleg og ekki skemma þröngar götur og fallegar, gamlar byggingar fyrir. Sagan er svo áþreifanleg að stundum finnst mér ég hafa lent í tímavél. Turnar frá 15. öld, Torres de Quart, varða einn innganginn að gamla bænum, þaktir holum eftir fallbyssukúlur sem dundu á þeim í Sjálfstæðisstríði Spán- ar. Steinsnar frá þeim eru aðrir turnar, Torres de Serranos, öllu íburðarmeiri með alls konar gotneskum krúsídúllum. Þar hefur margur óheiðarlegur aðalsmaðurinn fengið að dúsa, því auk þess að vera aðal- inngangurinn að borginni nýttust turn- arnir sem heldrimannafangelsi í rúmar þrjár aldir. Valencia er líka græn borg og aldrei langt í næsta garð. Farvegi Turia-árinnar sem streymdi um borgina þangað til 1957, þegar hún flæddi yfir bakka sína með hörmuleg- um afleiðingum og var beint annað, hefur nú verið breytt í 9 km langt og 200 metra breitt útivistarsvæði með körfuboltavöll- um, hjólabrettapöllum, skógi, gosbrunnum og mandarínutrjám. Herlegheitin enda svo í hinni framúrstefnulegu „Borg lista og vís- inda“ sem býður meðal annars upp á glæsilegt sædýrasafn, vísindasafn, tón- leikahöll og arkitektúr sem er engu líkur. Sunna Viðarsdóttir sunnav@gmail.com Póstkort frá Valencia Sunna Viðarsdóttir ’ Það er auðvelt að verða ást- fanginn af Valenciu. sögur færandi ef ekki hefði verið ofan á grautnum gulur pollur, sem við nánari eftirgrennslan kom í ljós að var bráðið smjör. Pur-Navolok-hótelið fær bestu umsagnirnar, en þar er ódýrasta herbergið líka þrefalt dýrara. Fjöldi íbúa Arkangelsk er svipaður íbúafjölda Íslands, í kringum 350 þúsund, og borgin er á svipaðri breiddargráðu og Reykjavík. Á vorin og haustin virðist veðrið þar vera svipað og í Reykjavík, en sveiflurnar eru mun meiri. Í janúar er að meðaltali 10 stiga frost um miðjan dag, en mesta frost sem mælst hefur er 45 stig. Í júlí er meðalhitinn um miðjan dag hins vegar í kringum 20 stig. Það er fallegt að standa í Arkangelsk að kvöldlagi á gangstígnum við Norður-Dvínu og horfa yfir breitt og lygnt fljótið. Dráttarbátur siglir upp eftir ánni með pramma í eftirdragi og í flæðarmálinu fer fram myndataka. Víða má finna vitnisburð um gamla tíma. Hér eru hamar og sigð á stöpli ljósastaurs. Stytta til heiðurs sagnamanninum og rithöfundinum Stepan Pisakov stendur við göngugötuna í Arkangelsk. Gamalt timburhús við umferðargötu í Arkangelsk virðist ganga í bylgjum. Byggingarstíllinn er dæmigerður fyrir borgina. Stór hluti bílaflotans í Arkangelsk er kominn til ára sinna, þótt vissulega megi sjá nýrri bíla innanum.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.