SunnudagsMogginn - 16.10.2011, Blaðsíða 30

SunnudagsMogginn - 16.10.2011, Blaðsíða 30
30 16. október 2011 F yrir rúmri viku voru ævintýra- legir tónleikar haldnir í Hörpu, hinu mikla tónlistarhúsi okkar Íslendinga. Þar voru saman komin í salnum, sem kenndur er við Norðurljós, 90 börn og unglingar úr þremur tónlistarskólum á höfuðborg- arsvæðinu. Skólarnir, sem hlut áttu að máli voru Tónlistarskóli Hafnarfjarðar, Tónlistarskóli Kópavogs og Tónskóli Sig- ursveins D. Kristinssonar. Þessi 90 börn og unglingar, sem voru valin úr hópi nemenda þessara þriggja skóla, mynduðu strengjasveit, sem raðað var upp hringinn í kringum salinn á eins konar göngubrú eða efri hæð, sem þar er að finna. Verkefni þeirra þessa kvöldstund var að flytja tónverk, sem heitir Velodrome, eftir danska tónskáldið Östen Mikal Ore, sem sjálfur stjórnaði flutningi verksins. Tónverkinu sjálfu er lýst þannig í kynn- ingu að hugmyndin að því sé „innblásin af keppnisgrein í hjólreiðum og sirk- usatriðum, þar sem reiðhjól eða vélhjól þeysast í hringi um hallandi brautir á hringlaga völlum. Það heitir Velodrome.“ Norðurljósasalurinn var fullur af fólki, foreldrum, ömmum og öfum, og syst- kinum og vinum hinna 90 flytjenda. Fyr- irfram var hægt að ímynda sér að það yrði ekki auðvelt fyrir þessi 90 börn og ung- linga að flytja nútímaverk. Þau geta verið svolítið snúin og höfða ekki endilega til allra. Þær hugmyndir reyndust ekki á rök- um reistar. Verkið sjálft var stór- skemmtilegt, stjórnandinn líflegur hluti af flutningi þess enda höfundurinn sjálfur og augljóst að börnin og unglingarnir höfðu gaman af flutningi þess. Stemmningin í salnum var ævintýri út af fyrir sig. Verkið kom áheyrendum alger- lega í opna skjöldu, litbrigði salarins og uppsetning strengjasveitarinnar og stað- setning stjórnandans gerði það að verkum, að öðrum þræði upplifði áheyrandinn sig þátt í einhvers konar gjörningi, svo notað sé orð um fyrirbæri í myndlist, sem ég skil ekki en veit að er til. Satt að segja hafði mér ekki dottið í hug að tónlistarhúsið gæti orðið vettvangur fyrir tónlistarflutning barna og unglinga af þessu tagi en þessir tónleikar sýndu svo ekki verður um villzt þá miklu möguleika, sem í því felast. En jafnframt var þetta Norðurljósa- ævintýri undirstrikun á því hvað tónlist- arnám getur haft mikla þýðingu fyrir börn og unglinga. Þau 90 ungmenni, sem þarna voru saman komin muna þennan atburð alla sína ævi (og þeir sem að þeim standa ekki síður). Tónlistarnám hefur grund- vallarþýðingu þótt það leiði ekki til þess að fólk geri tónsmíðar eða tónlistarflutning að lífsstarfi sínu. Það hefur einfaldlega já- kvæð áhrif á tilfinningalíf fólks og breikkar sjóndeildarhringinn og dýpkar upplifun þess á tilverunni. Tónlist er göfgandi. Við Íslendingar eigum mikið að þakka nokkrum útlendingum, sem komu hingað til lands fyrir og í stríðsbyrjun, flóttamenn frá eigin heimaslóðum. Sumir þeirra voru gyðingar og áreiðanlega rétt, sem við mig var sagt fyrir nokkrum árum, að það hefði orðið okkar litlu þjóð til hagsbóta ef fleiri slíkir hefðu komið hingað. Þessir menn áttu mikinn þátt í að byggja upp tónlistar- líf á Íslandi og ekki síður að byggja upp tónlistarnám fyrir börn og unglinga. Það var ógleymanleg lífsreynsla að læra á blokkflautu undir handarjaðri dr. Heinz Edelstein svo og tónfræði. Þær ströngu kröfur, sem hann gerði voru þroskandi. Nú eru margir tónlistarskólar starfandi í landinu. Lítilleg kynni af tveimur þeirra, tónlistarskólum Kópavogs og Hafn- arfjarðar, um lengri og skemmri tíma, hafa sannfært mig um, að þar eru gerðar kröf- ur, sem að mínu mati höfðu jákvæð áhrif á nemendur dr. Edelstein í þá daga, kröfur, sem skila árangri eins og þeim, sem áheyr- endur urðu vitni að í Norðurljósasal Hörpu fyrir viku. Það skiptir miklu máli að rækta þennan garð og enginn veit fyrirfram til hvers sú ræktun kann að leiða. Það getur ekki verið tilviljun, hversu margir stjórnendur hljómsveita frá Finnlandi hafa náð árangri á alþjóðavettvangi á seinni árum. Þeir hljóta að vera að uppskera af einhverju, sem sáð hefur verið til þar í landi fyrir langalöngu enda sterk tónlistarhefð í Finn- landi. Arfleifð Síbelíusar hefur áreiðanlega skilað sér með margvíslegum hætti fyrir finnsku þjóðina. Nú hafa skapazt aðstæður hér á Íslandi fyrir blómlegt tónlistarlíf. Með starfi tón- listarskóla um land allt hefur verið lagður traustur grunnur að því. Gleymum ekki hvernig einn maður, Ragnar H. Ragnar, skapaði sterka tónlistarhefð á Ísafirði. Og nú er ekki lengur í kot vísað um tónlist- arflutning. Þeir sem muna tónleika á veg- um Tónlistarfélags Reykjavíkur i Trípólí- bíói gera sér skýra grein fyrir því hvers konar bylting hefur orðið á því sviði á rúmri hálfu öld með tilkomu Eldborgar í Hörpunni. Salurinn í Kópavogi, sem varð til ekki sízt fyrir sterkan metnað Jónasar Ingimundarsonar en skilning Gunnars I. Birgissonar á þeim hugmyndum, hefur líka hlutverki að gegna og á þátt í að skapa því bæjarfélagi þá menningarlegu ímynd, sem það hefur lengi sýnt vilja til. Það á líka við um Hof á Akureyri, sem hefur auðvitað gjörbreytt aðstöðu til tónlistarstarfsemi þar. Það er allt fyrir hendi. Skólarnir, tónlist- arsalir, stór hópur af hæfu tónlistarfólk. Nú eigum við að leggja vaxandi áherzlu á tón- listarnám ungs fólks og laða fleiri og fleiri úr þess hópi að því námi og gefa því færi á að takast á við verkefnin í hinum glæstu sölum. Það uppeldisstarf mun skila ís- lenzku þjóðinni arði, þegar líður á öldina. Með fordæmi sínu hefur Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari, stjarna íslenzkrar menningar nú um stundir, vísað veginn. Ný ímynd Íslands mun ekki sízt byggjast á fólki, sem vex upp úr þeim jarðvegi. Ævintýralegir tónleikar Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Á þessum degi árið 1781 féll virki Breta við Yorktown í hendur sameinaðra herja Banda- ríkjanna og Frakka en þessi ósigur Breta var upphafið að ósigri þeirra í frelsisstríði Banda- ríkjanna og þeir sömdu um frið tveimur árum seinna. Frelsisstríð Bandaríkjanna stóð frá árinu 1775 til 1783. Bretarnir höfðu staðið í kostnaðarsömu sjö ára stríði við Frakka frá árinu 1756 til 1763. Þeir höfðu sigrað og voru komnir með mestöll völd í sínar hendur í Norður- Ameríku. En þar sem töluverður kostnaður var af því að halda úti svona miklum her í þessari heimsálfu settu þeir sérstakan skatt á nýlendur sínar í heimsálfunni til að borga fyrir herstöðvarnar. Þessi skattur fór mjög illa í Bandaríkjamenn. Árið 1773 braust óánægja þeirra út með þeim hætti að þeir réðust um borð í bresk skip Vestur-Indíafélagsins sem voru í höfn Boston-borgar og hentu heilum farmi af tei úr þremur skipanna í höfnina. Bretar brugðust við af hörku og sviptu Boston-borg sjálfræði og létu herinn taka við stjórn borgarinnar. Þannig stigmagnaðist ósættið og árið 1775 kom til nokk- urra vopnaðra átaka milli Bandaríkjamanna og Breta. 4. júlí árið 1776 lýstu síðan Bandaríkjamenn yfir sjálfstæði með yfirlýsingu sem Thomas Jefferson hafði skrifað. Margir voru í forystu í sjálfstæðisbaráttunni en sjö þeirra hafa fengið landsföðurtign í sögubókum enda áhrifa- miklir hugsuðir og pólitíkusar í þessari baráttu en það voru auk Thomas Jeffersons, John Adams, Benjamin Franklin, Alexander Hamilton, John Jay, James Madison og George Washington. Benjamin Franklin var vís- indamaður og fræðingur sem gerði áhrifamiklar rann- sóknir á rafmagni og var fyrsti sendiherra Bandaríkj- anna í Frakklandi. Alexander Hamilton varð fyrsti fjármálaráðherra ríkisins, John Jay varð fyrsti hæsta- réttardómari ríkisins, John Adams var lögfræðingur sem var annar til að taka við stöðu forseta Bandaríkjanna, Thomas Jefferson varð þriðji til að þjóna sem slíkur og James Madison sá fjórði. En George Washington varð yf- irherforingi baráttunnar og átti síðar eftir að verða fyrsti forseti ríkisins. Bretar höfðu betur í byrjun enda skipulagðari og stríðsreyndari. En Frakkar, Spánverjar og Hollendingar studdu Bandaríkjamenn með vistum og vopnum. Bretar nýttu flotaveldi sitt til að halda völdum í öllum borgum við strönd Atlantshafsins, en Bandaríkjamenn réðu á landsbyggðinni. Straumhvörf urðu í stríðinu í orrust- unni við Saratoga í New York-ríki árið 1777. Þá hafði stór her Breta komið til aðstoðar frá Kanada en hann var gjörsigraður. Sigur Bandaríkjamanna varð til þess að Frakkakonungurinn Loðvík XVI. ákvað að aðstoða Bandaríkjamenn með hernaðarlegri þátttöku í stríðinu en það átti eftir að breyta gangi þess. Frakkarnir gátu ráðist á Breta víða um heiminn og brátt gat breska heimsveldið ekki sent neina nýja hermenn til Bandaríkj- anna. Árið 1781 sóttu sameinaðir herir Bandaríkjanna undir forystu George Washingtons og Frakka undir for- ystu Comte de Rochambeau að Bretum við Yorktown. Frakkarnir höfðu unnið Breta í sjóorrustu við Chesa- peake skömmu áður þannig að ljóst varð að engin aðstoð kæmi til Breta við Yorktown. Bretar höfðu byggt nokkur varnarvirki rétt fyrir utan borgina og í byrjun október réðust Frakkar á eitt þeirra og Bandaríkjamenn á annað. Þegar þessi tvö virki höfðu verið unnin af Bretum var vígstaða þeirra orðin mjög slæm. Þaðan gátu Frakkar og Bandaríkjamenn skotið úr fallbyssum sínum á vígi Breta. Bretum varð ljóst að staða þeirra var orðin von- laus og hinn 17. október hófu þeir samningaviðræður um uppgjöf og 19. þess mánaðar gáfust þeir endanlega upp. Við fall Yorktown varð Bretum ljóst að stríðið var tapað og þreifingar hófust um að semja um endalok stríðsins. Þeim þreifingum lauk með friðarsamningi árið 1783 sem kallaður var Parísarsamningurinn. borkur@mbl.is Yorktown fellur ’ Þannig stigmagnaðist ósættið og árið 1775 kom til nokkurra vopnaðra átaka milli Banda- ríkjamanna og Breta. 4. júlí árið 1776 lýstu síðan Bandaríkjamenn yfir sjálfstæði. Bretar gefast upp við Yorktown fyrir sameinuðum her Frakka og Bandaríkjanna sem áttu eftir að vinna stríðið. Á þessum degi 16. október 1781 George Washington var pólitískur og hernaðar leiðtogi Bandaríkjanna í frelsisstríði þeirra frá 1775 - 1783.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.