Morgunblaðið - 19.05.2010, Page 6

Morgunblaðið - 19.05.2010, Page 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2010 Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Í myndbandi sem viðskiptavinir ferðafyrirtækisins Blue Mountain tóku í ferð á vegum fyrirtækisins í fyrra, má sjá utanvegaakstur á há- lendi Íslands. Á vef annars slíks fyrirtækis, Enduroiceland.is, sést m.a. þegar torfæruhjólum er ekið eftir kindagötu sem einnig er notuð sem reiðstígur. Í báðum tilvikum hefur Umhverfisstofnun tilkynnt myndirnar til lögreglu. Myndbandið sem um ræðir var tekið í ferð Blue Mountain með danska viðskiptavini í fyrra. Það er um tíu mínútna langt og stærstur hluti þess sýnir akstur á vegum og vegslóðum. Létu ekki að stjórn Undir lok myndbandsins sést hins vegar greinilega þar sem ekið er utan vega, annars vegar upp langa og bratta brekku og hins vegar eftir mel. Sverrir Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Blue Mountain, segir að vðskiptavinirnir hafi ekið þar upp í óþökk fararstjóra frá fyr- irtækinu og hann hafi farið og náð í mennina. Brekkan sem um ræðir sé svokallað Fun Zone (fjörsvæði) við Heklu en þar hafi mótorhjóla- menn mikið ekið í gegnum tíðina. „Þetta eru kraftmiklir ungir menn sem eru að koma í ævintýraferð til Íslands. Þeim hættir til að vera óstýrilátir og vilja fjör og þá getur þetta gerst,“ segir hann. Raunar þurfi starfsmenn fyrirtækisins oft að leiðrétta þann misskilning út- lendinga að hér á landi megi aka út um allt. Þegar slíkt eigi sér stað séu menn látnir laga eftir sig förin. Það hafi þó ekki verið gert í þess- um tilvikum þar sem á þessu svæði hafi hundruð hjólamanna leikið sér, einmitt í þessum brekkum. Förin eftir viðskiptavinina hafi ekki verið hægt að greina frá öðrum. Á öðrum stað sést þar sem ek- ið er vestur með Langasjó. Sverrir segir að þar sé ekið eftir vegi sem sé merktur inn á GPS-kort. Á ein- um stað hafi verið ekið upp brekku sem ekki er merkt sem vegur, þótt för eftir jeppa þar um séu greini- leg. Sverrir ítrekar að í ferðum á vegum fyrirtækis síns sé ekki ekið utan vega og slóða. Þá benti hann á að ýmislegt á myndum gæti orkað tvímælis t.d. akstur eftir slóðum sem sæjust illa. Torfæruhjólamenn á villigötum Ljósmynd/Af Youtube Brot Á myndbandinu sést þegar ekið er á torfæruhjólum upp brekku í grennd við Heklu og á mel skammt frá. Myndbrot verður birt á mbl.is í dag.  Myndband sýnir utanvegaakstur í skipulagðri ferð danskra ferðamanna með ferðaþjónustufyrirtæki  Segir viðskiptavinina hafa ekið þar upp í óþökk fararstjóra  Vegur á sumum kortum en öðrum ekki Á vef ferðaþjónustufyrirtækisins Enduroiceland sést þar sem tor- færuhjólum er ekið eftir slóð eft- ir hesta og kindur í Þjórsárdal. Oddviti sveitarfélagsins segir þetta utanvegaakstur en því neit- ar forsvarsmaður fyrirtækisins. Halldór Sveinsson, hjá Endur- oiceland, segir í svari við fyr- irspurn Morgunblaðsins að um sé að ræða vel þekktan slóða sem sé mikið notaður af göngufólki, hjólafólki og hestamönnum. Hjá fyrirtækinu passi menn sig á því að aka aðeins eftir vel þekktum slóðum og stundi alls ekki ut- anvegaakstur. Þá vísaði hann í málflutning Slóðavina sem hafa haldið á lofti rétti mótorhjóla- fólks til að aka m.a. eftir kinda- götum. Vel geti verið að ekki séu allir á eitt sáttir um akstur á vegslóðum sem séu þekktir og jafnvel verið eknir í áratugi en það sé samt ekki utanvegaakst- ur. För í flestum kindagötum Gunnar Örn Marteinsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, seg- ir að þó að slóðinn hafi verið markaður af kindum og síðan hestum, sé ekki þar með sagt að torfæruhjólamenn megi aka þar einnig. Þetta sé ekkert nema ut- anvegaakstur. Rétt við hliðina sé gamall vegslóði sem þeir ættu frekar að nota. Gunnar fer töluvert um hálendið og hann segir að för eftir mót- orhjól sjáist í flestum kindagöt- um. Misjafnt sé hvort kindagöt- urnar hafi skemmst af völdum akstursins, stundum séu engar skemmdir. Akstur utan allra slóða, upp um fjöll og hlíðar sé mun verri og geti valdið stór- skemmdum á landi. „Það þarf að setjast niður og finna einhverja lausn á þessu. Það þýðir ekki að vera í einhverju stríði,“ segir hann. Víða um há- lendið séu slóðar sem megi skipuleggja sem mótorhjólaslóða. „Þýðir ekki að vera í stríði“ MÓTORHJÓLUM EKIÐ EFTIR KINDAGÖTUM Ljósmynd/Tekin af vef Enduroiceland Eins og kind Mótorhjólum er víða ekið eftir kindagötum.Á EINU EN EKKI ÖÐRUM Vegurinn vestur með Langasjó er á GPS-korti Samsýnar. Hann fannst ekki á kortum Landmæl- inga eða í Kortaatlas Máls og menningar og er ekki á skipu- lagsuppdrætti. Framkvæmda- stjóri Samsýnar segir veginn vissulega vera þarna og því sé hann sýndur. *E in un gi s er gr ei tt up ph af gj al d 6 kr .a fh ve rj u sí m ta li. M án .v er ð 1. 76 5 kr . E N N E M M / S ÍA / N M 4 2 16 2

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.