Morgunblaðið - 19.05.2010, Side 13

Morgunblaðið - 19.05.2010, Side 13
Glíman við skuldir lykilmálið www.mats.is Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta (Tölur í milljónum króna) Ársreikningur Ársreikningur 2009 2008 Í milljónum króna –1.681.157 –5.670.030 Rekstrarniðurstaða A hluta –1.513.323 –3.584.734 Skuldir og skuldbindingar samtals 41.662.996 36.829.744 Eigið fé 6.922.018 1.093.979 Íbúafjöldi (Skv. Hagstofunni) 2009 2008 25.850 25.036 Erlend lán Hlutur lána í erlendri mynt í skuldum bæjarins er ríflega 80% Skuldir á hvern íbúa (milljónir króna) 2009 2008 1,6 1,47 Að meðaltali skuldaði því fjögurra manna fjölskylda árið 2009: 6,4milljónir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Það sem stendur upp úr fyrir sveit- arstjórnarkosningarnar í Hafnarfirði síðar í mánuðinum er hversu lítið ber á kosningaloforðum. Þung skulda- byrði í kjölfar hrunsins yfirskyggir önnur mál en Lúðvík Geirsson, bæj- arstjóri og oddviti Samfylkingar, tel- ur hana vel viðráðanlega. Vinstri grænir hafa gagnrýnt framkvæmdagleði bæjarins, m.a. að ráðist skuli hafa verið í byggingu Ás- vallalaugar og íþróttamannvirkja í Kaplakrika nær samtímis. Lúðvík vísar þessu á bug og segir breiða samstöðu hafa ríkt um þessar framkvæmdir í bæjarstjórn, auk þess sem byggð hafi verið minni laug en fyrri meirihluti ráðgerði. Þá megi rekja vægi erlendra lána í rekstrinum til fyrri meirihluta, lána sem séu til langs tíma og á hag- stæðum kjörum fyrir bæjarfélagið. Skuldasöfnun forgangsmálið Valdimar Svavarsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, telur það for- gangsverkefni að stöðva skuldasöfn- un. Þar beri hæst endurfjármögnun um sex milljarða króna skulda í haust. „Ef endurfjármögnunin verður erfið erum við strax komin í vand- ræði. Vandamálið er að erlendir markaðir eru svo til lokaðir fyrir alla fjármögnun og það er erlent lán sem um ræðir. Vaxtamunur á erlendu og innlendu lánsfé er gríðarlegur sem stendur en það þýðir að rekstrar- vandræði bæjarins munu aukast ef við þurfum að leita í dýrari fjár- mögnun. Ég held að bæjarstjórinn lifi í einhverjum draumaheimi ef hann telur að við munum halda sömu kjörum við endurfjármögnun.“ Guðrún Ágústa gagnrýnir fram- kvæmdagleði Samfylkingarinnar. „Við höfum sem fyrr segir rætt að það þurfi annars konar hugarfar við stjórn. Við erum þá meðal annars að vísa til þess hvernig Hafnarfjörður og höfuðborgarsvæðið hefur verið í keppni um útþenslu. Þessi útþenslu- og græðgisstefna sveitarfélaga er af sama meiði og græðgi útrásarvík- inga. Hafnarfjörður situr uppi með þrjú hverfi tilbúin til uppbyggingar, eitt íbúðarhverfi og tvö iðnaðar- hverfi,“ segir Guðrún Ágústa. Aðspurður hvaða mál framsókn- armenn setji á oddinn í kosningabar- Átakalínur í Hafnarfirði Stækkun álvers í Straumsvík Óska-sam- starfsflokkur Fylgjandi að uppfylltum skilyrðum Opinn fyrir öllumflokkum Tilbúin að skoða kosningu ummálið Vinstri grænir Fylgjandi Opinn fyrir öllumflokkum Andvígir Samfylking Framsóknar- flokkurinn Samfylkingin Sjálfstæðis- flokkurinn Vinstri grænir  Bæjarstjóri Hafnarfjarðar telur fjárhag bæjarins traustan  Oddviti Sjálfstæðisflokksins telur stöðuna mun alvarlegri  Framsókn er opin fyrir öllum flokkum  VG gagnrýnir skuldasöfnun áttunni segir Valdimar Sigurjónsson, oddviti Framsóknarflokksins, að taka þurfi til í fjárlögum bæjarins og halda vel utan um endurfjármögnun lána í rekstri hans. Inntur eftir því hvernig Framsókn hyggist halda uppi sama þjónustu- stigi á sama tíma og niðurskurður blasir við bendir Valdimar á mögu- leika til hagræðingar í rekstrinum. „Það eru ákveðnir þættir sem þarf að skoða. Við viljum verja störfin,“ segir Valdimar og víkur að atvinnu- málum: „Næstu stóru tækifærin sem bjóðast strax eru í ferðaþjónustu. Annað tekur lengri tíma.“ Samfylkingin kom vel út úr sveitarstjórnarkosningunum 2006 og fékk þá 7 menn af 11. Samkvæmt könnun Frétta- blaðsins og Stöðvar 2 í lok apríl fengi flokkurinn nú hins vegar 5 menn en tekið skal fram að tæpur helmingur aðspurðra gaf þá upp afstöðu til flokka. Athygli vekur að oddviti Framsóknar telur hrunið og þverrandi traust á flokka kalla á meiri samvinnu en verið hefur, áhersla sem er samhljóða af- stöðu Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur borg- arstjóra til borgar- málanna. Vinni saman FRAMSÓKN TELUR TÍMA SAMSTÖÐU RUNNINN UPP Lúðvík Geirsson Valdimar Sigurjónsson Valdimar Svavarsson Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2010 Dagskrá • JúlíusVífill Ingvarsson, formaður skipulagsráðs, flytur stutt ávarp. • Stefán Eiríksson, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, flytur stutt ávarp. • Magnús Skúlason, formaður Íbúasamtaka miðborgarinnar, flytur stutt ávarp. • Að loknum ávörpum munu fundarmenn ræða leiðir til að bæta ástandið í miðbænum. Notað verður svokallað „Air Opera“ fundarform. Íbúafundur um málefni miðborgarinnar Fimmtudaginn 20. maí nk. verður haldinn íbúafundur klukkan 17.00 í Tjarnarsal Ráðhúsi Reykjavíkur. Stýri- hópur vegna reglna um staðsetningu og afgreiðslutíma vínveitingastaða boðar til fundarins með íbúum miðborgarinnar. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, oddviti Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, tekur undir að skuldastaðan sé lykilmálið í ár. Fjárhagsstaðan áhyggjuefni „Að sjálfsögðu er fjárhagsstaða bæjarins mikið áhyggjuefni. Það er mikið hitamál og við höfum rætt um að hér þurfi annars konar hugarfar við stjórn. Það er engum hollt að vera einn við völd, hvað þá tvö kjörtímabil í röð. Við höfum líka rætt að það þurfi að auka siðferði í stjórn sveitarfélaga og þar er Hafnarfjörður ekki undan- skilinn,“ segir Guðrún Ágústa og lýk- ur lofsorði á frammistöðu starfsfólks bæjarins, þ.m.t. Gerðar Guðjóns- dóttur fjármálastjóra: „Það hefur verið mikið álag á fjármálastjóra og hún hefur tekið heilmikið til í rekstr- inum með þverpólitískri samstöðu.“ Sveitarstjórnarkosningar 29. maí

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.