Morgunblaðið - 19.05.2010, Side 14

Morgunblaðið - 19.05.2010, Side 14
14 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2010 STUTTAR FRÉTTIR ... ● Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,01 prósent í viðskiptum gær- dagsins. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,04 prósent en sá óverð- tryggði hækkaði um 0,06 prósent. Velta á skuldabréfamarkaði nam 6,59 millj- örðum króna og vísitalan endaði í 186,44 stigum. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækk- aði um 0,38 prósent í gær og var loka- gildi hennar 915,56 stig. Bréf Marels lækkuðu um 2,38 prósent en bréf Öss- urar hækkuðu um 0,56 prósent. Heild- arvelta á hlutabréfamarkaði nam 164 milljónum króna, mest með bréf Mar- els. bjarni@mbl.is Lækkanir á mörkuðum Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Afskriftarfærslur í bókum Lífeyris- sjóðs verzlunarmanna vegna skulda- bréfa banka og fyrirtækja nema alls 25,9 milljörðum króna. Þar af nema endanlegar afskriftir 7,2 milljörðum, en varúðarafskriftir nema 18,7 millj- örðum króna. Kom þetta fram í máli Guðmundar Þ. Þórhallssonar, fram- kvæmdastjóra sjóðsins á aðalfundi hans. Engar endanlegar afskriftir hafa verið færðar vegna skuldabréfa út- gefinna af Glitni og Kaupþingi og skýrist það af því að sjóðurinn ætlar að fá úr því skorið hvort hægt sé að fá þeim skuldajafnað á móti skuldum við þrotabú bankanna sem urðu til við gjaldeyrisskiptasamninga. Þá telur sjóðurinn til eigna 984 milljóna skuldabréf frá Landsbankanum, þar sem á því er ríkisábyrgð. Þegar skoðuð eru skuldabréf fyr- irtækja, sem eru í vanskilum sést að sjóðurinn hefur afskrifað 67,8 pró- sent eigna sinna í slíkum bréfum. Er hér átt við þá banka, fjármálafyrir- tæki og sparisjóði sem hafa lagt upp laupana, sem og þau fyrirtæki sem hafa lokið nauðasamningum. Þegar horft er framhjá áðurnefndum bréf- um Glitnis og Kaupþings hafa um 83,9 prósent skuldabréfa í vanskilum verið afskrifuð, til vara eða endan- lega. Lífeyrissjóðurinn á til viðbótar skuldabréf fyrirtækja sem eru í skil- um og nemur eign sjóðsins í slíkum bréfum 10,6 milljörðum króna. Þeg- ar skuldabréfaeignin öll er talin sam- an hefur sjóðurinn því afskrifað um 53,1 prósent skuldabréfa banka og fyrirtækja. Stór hluti skuldabréfaeignar lífeyrissjóðsins afskrifaður  Lífeyrissjóður verzlunarmanna afskrifar helming bréfanna Endanlegar Varúðar- Afskriftar- Fyrirtæki afskriftir afskriftir Eignir hlutfall Glitnir - 369 4.328 7,9% Kaupþing - 335 3.130 9,7% Landsbankinn 1.365 935 984 70,0% Straumur 1.921 5.330 1.592 82,0% VBS - 258 - 100,0% BYR - 1.156 259 81,7% Sparisjóðabankinn - 297 16 94,9% SPRON 730 1.315 - 100,0% SPM - 120 222 35,1% SpKef - 5 2 71,4% Bakkavör - 3.405 1.135 75,0% Eimskip 1.466 - 88 94,3% Exista - 3.539 437 89,0% Samson - 1.604 - 100,0% Stoðir/FLGroup 1.736 - 87 95,2% Samtals 7.218 18.668 12.280 67,8% Afskriftir Lífeyrissjóðs verzlunarmanna Allar tölur eru í milljónum króna Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt með öllum greiddum at- kvæðum tillögu sem takmarkar svigrúm banda- rískra stjórn- valda til þess að fjármagna efnahagsaðstoð á vett- vangi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Til- lagan felur í sér að fulltrúar stjórn- valda hjá AGS verði að tryggja að lánveitingar sjóðsins verði end- urgreiddar að fullu. Í þeim tilfellum sem slíkar tryggingar fást ekki verð- ur bandarískum stjórnvöldum ekki heimilt að taka þátt í lánveitingum sjóðsins. Bandarísk stjórnvöld eru stærsti hluthafinn í AGS og ráða þar af leiðandi miklu um stefnu sjóðsins. Ljóst er að tillagan er meðal annars sprottin af þátttöku sjóðsins í neyð- araðstoð Evrópusambandsins handa Grikklandi. Haft er eftir John Cor- nyn, þingmanninum sem lagði tillög- una fram, að bandarískir skattgreið- endur ættu ekki að bera kostnað af björgun skuldugra ríkja. Lán AGS verði end- urgreidd Bandaríkjaþing tak- markar neyðaraðstoð                   !  "   " #  " $ % & '  '  $ ()$( $ *! +,-.-/ +/0./1 +23.23 2+.0-1 2-.1++ +3.//2 ++4.2 +.5-+2 +1+.+2 +3+.44 +,-.,1 +//.,4 +23.3, 2+.00, 2-.10, +3.1,+ ++4.42 +.5-4, +1+.31 +32 2+1.+323 +,-.0 +//./+ +20 2+./,0 2+.-,4 +3.1/ ++4./5 +.5-15 +12.23 +32.54 Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Af þeim 32 milljörðum sem kostað hafa Magma Energy að eignast 98,53% hlutafjár í HS Orku koma 14,7 milljarðar króna í formi láns frá opinberum aðilum. Það jafngildir tæpum 46% heildarfjárfestingar Magma Energy. Greint var frá því í Morgunblaðinu í gær að um tveir fimmtu þeirra 16 milljarða sem Magma greiðir fyrir 52,3% hlut í HS Orku eru í formi yfirtöku skulda- bréfs sem Geysir Green Energy gaf út til Reykjanesbæjar, sem seldi Geysi Green hlutinn á sínum tíma og veitti seljendalán. Magma hefur ekki enn hlotið formlegt samþykki bæj- arstjórnar fyrir yfirtöku skulda- bréfsins. Í tilkynningu frá Reykja- nesbæ sem send var út vegna Morgunblaðsins kemur fram að Magma Energy sé sterkari bakhjarl en Geysir Green, og því verði ósk þess um yfirtöku bréfsins tekið til vandlegrar skoðunar. OR lánaði 70% kaupverðs Orkuveita Reykjavíkur (OR) seldi 31,58% hlut í HS Orku síðast- liðið haust. OR seldi eigin hlut, 16,58%, og hlut Hafnarfjarðarbæjar, 15%, sem OR hafði skuldbundið sig til að kaupa. Ástæða sölunnar var ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að OR skyldi losa sinn hlut í HS Orku. OR fékk staðgreidda 3,7 millj- arða króna af söluverði hlutarins í HS Orku. Jafnframt eru allir hlut- irnir sem seldir voru í HS Orku lagð- ir að veði fyrir láninu til Magma. Tryggingar OR fyrir láninu til kan- adíska félagsins eru því yfir 140%, því komi til þess að OR leysi til sín hlutina í HS, munu þeir halda eftir 3,7 milljarða innborgun Magma. Skuldabréfið sem Magma gaf út til OR er í dollurum og ber 1,5% vexti að viðbættri verðtryggingu sem tek- ur mið af þróun álverðs. Skuldabréfið sem GGE gaf út til Reykjanesbæjar, og nú er rætt um að verði framselt til Magma, er hins vegar í íslenskum krónum og ber 3,5% vexti, auk verðtryggingar höf- uðstóls með tilliti til álverðs. Opinberir aðilar fjármagna 46% fjárfestingar Magma Morgunblaðið/G.Rúnar Svartsengi Meðal þeirra eigna sem Magma Energy á nú í gegnum HS. Fjármögnun Magma » Reykjanesbær og Orku- veita Reykjavíkur fjármagna um 14,7 milljarða af 32 millj- arða fjárfestingu Magma Energy í HS Orku. » Innstreymi erlends fjár- magns vegna fjárfestingar Magma í HS Orku nemur því rúmlega 10,2 milljörðum, því hluti kaupverðs Magma er greiddur með hlutabréfum í kanadíska móðurfélaginu. » Reykjanesbær fær greitt í krónum, en OR fær greitt í dollurum. Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Icebank sótti alls 160 milljarða króna til Seðla- banka Íslands með ástarbréfaviðskiptum. Væntar endurheimtur á þessum bréfum verða tæpir 25 milljarðar, eða rúmlega 15%. Þetta kemur fram í kröfuhafaskýrslu Icebank, sem birt er á vefsvæði slitastjórnar bankans. Fram kemur í sundurliðun á skuldabréfum veðsettum Seðlabankanum að Landsbankabréf voru þar algengust. Samtals veðsetti Icebank Landsbankabréf fyrir 65 milljarða króna hjá Seðlabanka Íslands. Næst í röðinni koma skulda- bréf Glitnis, en Icebank notaði bréf frá þeim banka upp á samtals 55 milljarða króna að nafn- virði. Minnst veðsetti Icebank skuldabréf frá Kaupþingi, eða fyrir 40 milljarða króna að nafn- virði. Ástarbréfin stór hluti heildareigna Íslensku bankarnir sóttu sér einna mest fé með ástarbréfum síðustu mánuði ársins 2007. Fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar Al- þingis að Seðlabanka Íslands hafi orðið ljóst í nóv- ember 2007 að „íslensku bankarnir hefðu í æ rík- ari mæli stundað að gefa út óvarin skuldabréf sem síðan voru seld öðrum fjármálafyrirtækjum, eink- um Icebank, sem aftur notuðu skuldabréfin sem veð til að afla sér lána frá Seðlabanka Íslands.“ Í skýrslunni kemur fram að heildarlánveit- ingar Seðlabanka Íslands til íslenskra fjármála- fyrirtækja hafi numið rúmlega 300 milljörðum króna, en þar af voru 200 milljarðar vegna stóru bankanna þriggja og Icebank. Bankastjóri Icebank á þeim tíma er þessir gjörningar áttu sér stað í mestum mæli var Finnur Sveinbjörnsson. Í lok árs 2007 var greint frá því í fréttum að stjórn Icebank hefði náð samkomulagi við Finn Sveinbjörnsson um að láta af störfum. Undir stjórn Finns hafði Icebank tæplega fjór- faldast að stærð, en við árslok 2007 námu heildar- eignir bankans 200 milljörðum króna. Skuldabréf gömlu bankanna voru augljóslega stór hluti þeirra eigna. Finnur Sveinbjörnsson gegnir í dag stöðu bankastjóra Arion banka, en hættir innan skamms þegar Höskuldur Ólafsson tekur við. Vænt endurheimtuhlutfall hækkar Verð á skuldabréfum föllnu bankanna hefur hækkað margfalt á síðustu mánuðum. Mest þarf að greiða fyrir skuldabréf Glitnis, eða ríflega 28% af nafnverði. Kaupþing fylgir í kjölfarið með 26% og Landsbankinn er að mati markaðsaðila með lægst endurheimtuhlutfall, eða 10%. Þar sem hæst hlutfall ástarbréfa Icebank hjá Seðlabanka Íslands voru Landsbankabréf, eru áætlaðar end- urheimtur slitastjórnar Icebank aðeins 15%. Landsbankinn sótti mest  Icebank sótti alls 160 milljarða króna til Seðlabanka Íslands með ástarbréfa- viðskiptum  Slitastjórn Icebank reiknar með 15% heimtum á þeim eignum Morgunblaðið/Ásdís Bankastjórinn Finnur Sveinbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.