Morgunblaðið - 19.05.2010, Síða 15

Morgunblaðið - 19.05.2010, Síða 15
Fréttir 15ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2010 Auðkýfingurinn Míkhaíl Kodorkovskí sagði í gær að hann væri nauðbeygður til að fara í hungurverk- fall og sakaði dómstól í Moskvu um að halda sér í fangelsi að ósekju. Kodorkovskí sagði í opnu bréfi að dómstóllinn, þar sem hann á yfir höfði sér rétt- arhöld vegna nýrra ákærna um fjárglæpi, hefði brotið gegn nýlegum breytingum á rússneskum refsirétti sem Dimítrí Medvedev, forseti landsins, hefði knúið fram. Bréfið er stílað á forseta hæstaréttar Rússlands og birtist í rússneskum fjölmiðlum í gærmorgun. Þar segir Kodorkovskí að hann muni ekki neyta matar fyrr en Medvedev hafi verið látinn vita af þessum brotum. Vjatseslav Lebedev, forseti hæsta- réttar, kvaðst ekki hafa lesið bréfið þegar fjölmiðlar náðu af honum tali, en því yrði svarað. Lögunum var breytt í apríl og tilgangurinn með breytingunni er að koma í veg fyrir að spilltir sak- sóknarar geti beitt kaupsýslumenn þrýstingi með því að varpa þeim í fangelsi. Kodorkovskí hefur setið í fangelsi frá árinu 2003. Hann af- plánar átta ára dóm fyrir skatt- svik. Hann var eitt sinn ríkasti maður Rússlands og stjórnaði olíufélaginu Júkos. Nýjar kærur Nú hafa verið lagðar fram nýjar kærur á hendur Kodor- kovskí. Þar er hann sakaður um að hafa stolið mörgum milljón- um tonna af olíu og um peningaþvætti. Hann á 22 ára fangelsi yfir höfði sér. Kvörtun Kodorkovskís byggist á því að dómstóll- inn í Moskvu þar sem nýja ákæran var lögð fram samþykkti þriggja mánaða gæsluvarðhald yfir hon- um. Það brýtur í bága við lög, sem Medvedev und- irritaði nýlega þess efnis að ekki mætti lengur setja þá, sem sakaðir væru um efnahagsglæpi, í gæslu- varðhald nema í undantekningartilfellum. Á heimasíðu Kodorkovskís kemur fram að hann eigi eftir að afplána 525 daga af dóminum frá 2003. Kvörtun hans er því táknræn vegna þess að þótt hún yrði tekin til greina hefði það ekki í för með sér að hann yrði látinn laus. Kodorkovskí segir að nýja málið á hendur sér sé samsuða úr því gamla og hafi aðeins verið höfðað vegna þess að þeir, sem hrifsuðu til sín völdin í Jú- kós óttist þann dag, sem hann verði frjáls. Kodorkovskí hefur sakað Vladimír Pútín, fyrr- verandi forseta Rússlands, um að ofsækja sig fyrir að gagnrýna stjórnarfar hans. Bandarísk stjórn- völd hafa lýst yfir efasemdum um réttmæti mála- tilbúnaðarins á hendur honum. Rússnesk stjórn- völd halda því fram að Kodorkovskí hafi framið stórkostlega glæpi þegar hin umdeilda einkavæð- ing átti sér stað í Rússlandi á tíunda áratug liðinnar aldar og hann og aðrir kaupsýslumenn auðguðust gríðarlega. Kodorkovskí í hungurverkfall  Fyrrverandi ríkasti maður Rússlands segir dómstóla brjóta á sér lög  Hyggst ekki neyta matar fyrr en forseta landsins hafi verið gerð grein fyrir að lagabætur sem hann knúði fram séu að engu hafðar Míkhaíl Kodorkovskí Ekki fyrsta hungurverkfallið » Míkhaíl Kodorkovskí hefur nokkrum sinnum áður farið í hungurverkfall. » Árið 2008 neitaði hann að neyta matar þar til samfangi hans hefði fengið betri lækn- isþjónustu. » Tveimur vikum eftir að hungurverkfallið hófst var orð- ið við kröfunni. » Khodorkovskí heldur því fram að pólitískar hvatir liggi að baki fangelsun sinni. Íranskur launmorðingi var látinn laus úr fangelsi í Frakklandi í gær og flaug tafarlaust til Írans. Þessi at- burður hefur verið tengdur því að frönsk fræðikona, sem sökuð var um njósnir, var látin laus í Teheran fyrir fjórum dögum. Ali Vakili Rad myrti Shapour Bakhtiar, síðasta forsætisráðherra Íranskeisara, á heimili hans fyrir ut- an París með hrottalegum hætti árið 1991. Hann var dæmdur árið 1994 fyrir verknaðinn og hafði afplánað 16 ár þegar hann var látinn laus. Frelsun fræðikonunnar hefur einnig verið tengd því að Majid Kakavand, verkfræðingur, sem Bandaríkjamenn vildu fá framseldan fyrir að kaupa tæki, sem nota má til hernaðar, og flytja ólöglega til Írans, var látinn laus fyrir helgi eftir að framsalsbeiðninni hafði verið neitað. Kakavand er einnig farinn til Írans. Clotilde Reiss var handtekin 1. júlí í fyrra fyrir njósnir er hún bjó sig til brottfarar eftir sex mánaða dvöl við nám og kennslu í borginni Isfahan. Hún hafði sent heim tölvupósta með frásögnum af mótmælum eftir hið umdeilda endurkjör Mahmouds Ah- madinedjads í júní og einnig verið á götum úti þegar mótmæli fóru fram. Frönsk yfirvöld neita að nokkurt samhengi sé á milli þess að Reiss skuli hafa verið látin laus á sama tíma og Íranarnir tveir. Íranskir mannréttindahópar og franska stjórnarandstaðan segja samhengið hins vegar augljóst. Þá hefur Ab- doulaye Wade, forseti Senegals, sagt að Frakkar hafi komið í veg fyrir að hann beitti sér fyrir frelsun Reiss vegna þess að annar milligöngumað- ur væri kominn í málið. Þetta hefði tafið frelsun hennar um hálft ár. Deilt um frelsun morðingja Reuters Frjáls Var Reiss látin laus í skiptum fyrir morðingja Bakhtiars? Frakkar sakaðir um hrossakaup við Írana Karl Blöndal kbl@mbl.is Átján létu lífið í sjálfsmorðsárás í Kabúl, höfuðborg Afg- anistans, á mesta umferðartíma í gærmorgun. Þar á meðal voru fimm bandarískir hermenn og einn kan- adískur hermaður, en eins og oftast er þegar hryðjuverk eru framin í landinu voru fórnarlömbin flest óbreyttir borgarar. 52 særðust í árásinni og voru lýsingar á að- komunni hrikalegar, líkamspartar á víð og dreif og fólk hrópandi á hjálp. Árásarmaðurinn var á sendibíl hlöðnum sprengiefni og sprengdi hann upp hjá herlest á einni af umferð- aræðum borgarinnar. Eftirlit er með umferð inn í Kabúl, en manninum tókst að komast fram hjá því. Herskáir tal- ibanar lýstu þegar yfir ábyrgð á tilræðinu og sögðu að 750 kg af sprengiefni hefðu verið í bílnum. Hörðustu átökin í Afganistan eru í suðurhluta landsins, héruðunum Helmand og Kandahar. Atlants- hafsbandalagið gerir nú atlögu að uppreisnarmönnum og vill ná af þeim frumkvæðinu. Sóknin í Helmand hófst fyrr á þessu ári og nú er verið að skipuleggja aðgerðir í Kandahar. Hermönnum hefur verið fjölgað í landinu og er gert ráð fyrir að í ágúst verði 150 manns þar undir vopnum á vegum NATO. Bandaríkjastjórn vonast til þess að með þessum aðgerðum verði hægt að róa ástand- ið í landinu þannig að hægt verði að byrja að kalla banda- rískt herlið frá landinu á næsta ári. Talibanar hafa sagt að þeir muni mæta herjum NATO af fullri hörku og lýst yfir að 10. maí myndi hefj- ast herferð um allt land sem beint yrði að stjórnarer- indrekum, afgönskum þingmönnum, erlendum verktök- um og herliði NATO. Árásin í höfuðborginni virðist vera hluti af henni. Þetta er mannskæðasta hryðjverkið í Kabúl síðan í febrúar í fyrra þegar 26 manns féllu í árás uppreisnarmanna. Einn hermaður NATO til viðbótar féll þegar sprengja sprakk í suðurhéruðunum í gær. Alls féllu því sjö hermenn á vegum bandalagsins í gær. Að minnsta kosti 209 hermenn á vegum NATO hafa fallið á þessu ári, þar af 130 bandarískir hermenn. Það er mesta mann- fallið á tímabilinu janúar til maí frá því að bandamenn réðust inn í Afganistan 2001 og steyptu stjórn talibana.  18 féllu og 52 særðust í sjálfsmorðsárás á mesta annatíma  Eins og oftast eru fórnarlömbin flest óbreyttir borgarar Reuters Voðaverk Bandarískir hermenn bera lík brott af vettvangi hryðjuverksins í Kabúl í gær. 18 létust í tilræðinu. Mannskætt hryðju- verk í miðri Kabúl Bandaríski mál- vísindamaðurinn Noam Chomsky, sem var meinað að fara á Vest- urbakkann fyrr í vikunni, ávarpaði í gær stúdenta í Bir Zeit- háskólanum skammt frá Ram- allah á Vesturbakkanum í beinni út- sendingu frá Jórdaníu. Chomsky reyndi að komast til Vesturbakkans frá Jórdaníu á mánudag. Ísraelskir landmæraverð- ir yfirheyrðu hann klukkustundum saman og vísuðu honum síðan burt með stimpilinn „neitað um inn- göngu“ í vegabréfi sínu. Ísraelska innanríkisráðuneytið sagði að um misskilning væri að ræða og haft var eftir háttsettum embættismanni að þetta væri „al- gert klúður“. Chomsky ákvað að reyna ekki aftur að komast því að hann hefði ekki fengið staðfest op- inberlega að það myndi ganga. Chomsky hefur deilt á Ísrael í skrifum sínum og er einn af hörð- ustu gagnrýnendum bandarískrar utanríkisstefnu. Málið hefur vakið háværar deilur um málfrelsi í Ísrael. Ísraelar stöðvuðu Chomsky Noam Chomsky Karlar eru líklegri til að ljúga oftar en konur og ólíklegri til að láta það angra samvisku sína. Í rannsókn, sem gerð var á Bretlandi og náði til 3.000 manns, kemur fram að bresk- ir karlmenn ljúga að jafnaði þrisvar á dag eða 1.092 sinnum á ári. Breskar konur ljúga að jafnaði tvisvar á dag eða 728 sinnum á ári. Algengast er að Bretar ljúgi að mæðrum sínum. Það á við um 25% karla og 20% kvenna. 10% sögðust hafa logið að mökum sínum. Algengasta lygi karla var: „Ég drakk ekki svo mikið.“ Algengasta lygi kvenna var: „Það er ekkert að, mér líður vel.“ Reuters Lygar Bretar telja að konur séu betri lygarar en karlar. Karlar lygn- ari en konur Hamid Karzai, forseti Afganistans, fordæmdi sjálfs- morðsárásina í Kabúl í gær og sagði að hún gengi þvert á öll grundvallaratriði mannúðar og ísl- ams. Karzai hefur kallað saman jirga, þjóðarráð landsins, í Kabúl í lok maí og hyggst þar fá samþykki þjóð- arinnar fyrir ákvörðun sinni um að leita sátta við talibana. Uppreisn- armenn setja brotthvarf erlendra her- manna sem skilyrði fyrir þátt- töku. Karzai hefur hafnað þeirri kröfu. Þvert á gildi íslams KARZAI FORDÆMIR TILRÆÐIÐ Hamid Karzai

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.