Morgunblaðið - 19.05.2010, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 19.05.2010, Qupperneq 21
Minningar 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2010 ✝ Huld Krist-mannsdóttir fæddist í Steinholti, Vestmannaeyjum, 19. febrúar 1917. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- túni 10. maí 2010. Foreldrar hennar voru Jónína Jóns- dóttir húsmóðir, f. 11.8. 1888, d. 3.3. 1957, og Kristmann Þorkelsson útgerð- ar- og versl- unarmaður í Vest- mannaeyjum, f. 23.7. 1884, d. 22.1. 1972. Börn þeirra voru níu og var hún sjötta barn þeirra. Þau eru nú öll látin. Þau voru: Ingi d. 1990, Rósa d. 1906, Júlían, d. 1990, Karl, d. 1958, Magnea, d. 1955, Alexander, d. 1956, Sig- urveig, d. 1997, Ágúst, d. 1928. Einnig ólu þau upp að hluta son- ardóttur sína Ingibjörgu Karls- dóttur. Huld ólst upp í Steinholti í Vestmannaeyjum og lauk þar venjulegri skólagöngu. Hún flutti 16 ára gömul ásamt foreldrum Hlíðar Harðarson, maki 1. María Klemensdóttir, börn þeirra, Sindri og Lára Rut. Maki 2. Rakel Magnúsdóttir, börn þeirra: Brynja og Svanhildur. b) Árni; maki Anna Margrét Jónsdóttir, börn Elma Dís og Orri Steinn. c) Hörður; maki; Guðríður Matthías- dóttir, börn Steinar Kári og Fönn. d) Brynjar Skjöldur; maki Agla Úlfarsdóttir barn þeirra er Aron Egill, áður átti Brynjar, Perlu Kristínu og Agla átti Krist- ínu Maríu. 3) Edda, f. 19.11. 1944, gift Magnúsi Ólafssyni, f. 6.3. 1944. Börn þeirra eru a) Huld; maki Hjalti Már Bjarnason, börn Bjarni Davíð og Árni. b) Ólafur Magnús; maki María Jónasdóttir; börn Edda Marín og Hanna Kar- en. Huld starfaði lengi í Útvegs- bankanum, hjá Flugfélagi Íslands og á Landspítalanum við hin ýmsu störf. Hún var mikill vinnu- þjarkur og féll sjaldan verk úr hendi. Huld var afar félagslynd, naut sín vel við spilaborðið og var mikil handavinnukona. Hún var ein af stofnendum Kvenfélagsins Heimaeyjar, sat í stjórn þess og var formaður um árabil. Útför Huldar fer fram frá Foss- vogskirkju 19. maí 2010 og hefst athöfnin kl. 15. sínum í Vesturbæ Reykjavíkur í hús það er þau höfðu keypt við Seljaveg 25. Þar átti hún heima í 62 ár að undanskildum nokkrum árum í Kaupmannahöfn og á Akureyri. Huld ólst upp í Steinholti í Vestmannaeyjum og lauk þar venjulegri skólagöngu. Hún flutti 16 ára gömul ásamt foreldrum sín- um í Vesturbæ Reykjavíkur í hús það er þau höfðu keypt, Seljaveg 25. Þar átti hún heima í 62 ár að undanskildum nokkrum árum í Kaupmannahöfn og á Akureyri. Huld giftist 18. janúar 1936 Árna Jóhannssyni klæðskera frá Gamla-Hrauni á Eyrarbakka d. 10.11. 1980. Þau eignuðust 3 börn. 1. Hörður, f. 13.7. 1936, d. 17.3. 1937. 2. Kristmann Hörður, f. 28.6. 1940, d. 22.7. 1993. Kvæntur Brynju Hlíðar, f. 16.9. 1943. Börn þeirra eru: a) Jóhann Móðir mín kæra er farin á braut, til mætari ljósheima kynna. Hún þurfti að losna við sjúkdóm og þraut, og föður minn þekka að finna. Vönduð er sálin, velvildin mest, vinkona, móðir og amma. Minningin mæta í hjartanu fest, ég elska þig, ástkæra mamma. Þakka þér kærleikann, hjartalag hlýtt, af gæsku þú gafst yl og hlýju. í heimi guðsenglanna hafðu það blítt, uns hittumst við aftur að nýju. (Höf. ók.) Elsku mamma, takk fyrir öll bros- in, öll mismælin, öll snöggu tilsvörin, öll spilakvöldin, allan hláturinn, allar skammirnar, allt lofið. Ég sakna þín. Guð geymi þig. Edda. Látin er kær tengdamóðir mín, Huld Kristmannsdóttir. Er hún síð- ust níu barna Jónínu Jónsdóttur og Kristmanns Þorkelssonar frá Stein- holti í Vestmannaeyjum sem kveður. Hún var Vestmannaeyingur með stórum staf, þó svo að hún byggi í Vesturbæ Reykjavíkur í sama húsinu í 62 ár og hefði varla verið nótt fyrir austan læk fyrr en hún fór á hjúkr- unarheimilið Sóltún 2007. Á langri leið er margs að minnast, jafn samtvinnað og hennar líf hefur verið lífi okkar hjóna. Við bjuggum í sama húsi í rúman áratug. Aldrei bar skugga á sambýlið. Börnin nutu mjög samverunnar við ömmu sína og afa og voru tíðir gestir á neðri hæðinni. Þeg- ar við fluttum fórum við ekki langt og samgangur var áfram mikil. Huld var sterk kona, kom það fram í erfiðleikum er hún gekk í gegnum í lífinu. Ung kynntist hún sorginni þeg- ar 9 mánaða gamall sonur hennar lést í fanginu á henni, hún aðeins 19 ára gömul. Áfall þetta fylgdi henni alla tíð, Á þessum árum var fólk ekki að bera sorg sína á torg. Árni maður hennar veiktist svo á miðjum aldri og gekk á næstu 15 árum í gegnum mikil veikindi Sjúkrahúslegur og heim- sóknir voru á þessum árum hluti af lífinu. Síðan kom þungbært áfall, þeg- ar sonur hennar Hörður dó af slysför- um á besta aldri 1993. Á svona lífsgöngu þarf sterk bein og mikið sálarþrek. Aldrei heyrðist æðruorð. Hún vissulega bognaði – en brotnaði aldrei. Sjálfsagt lá þetta í hennar skaphöfn, hún var sérlega létt og skemmtileg, fljót til svars. Kyn- slóðabil var eitthvað sem hún aldrei skildi og hún reyndi að sjá spaugileg- ar hliðar á flestu. Hún hafði þennan fína „húmor“, sem sumir þekktu til með „Kristmanns“ mismælum í bland, en margar sögur eru til af Kristmanni, föður hennar. Huld var alla tíð mjög vinnusöm, hún vann utan heimilis sem ekki var algengt á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Hún prjónaði, saumaði, heklaði, bakaði og elskaði að spila bridge. Keyrði hratt, stundum svo að okkur karlpeningnum í fjölskyldunni þótti nóg um. Hún ók bíl fram yfir átt- rætt, ákvað þá að nú væri komið nóg, þakkaði Guði fyrir að hafa ekið slysa- og áfallalaust alla tíð. Huld var dugleg að ferðast. Fór hún ótal ferðir með okkur hjónunum og börnum okkar í gegnum árin. Einnig fóru þær systur, hún og Sig- urveig margar ferðir með okkur hjón- um. Þær voru ótrúlega skemmtilegir ferðafélagar, hlæjandi í aftursætinu og rifjuðu upp gamla daga. Huld missti mikið þegar Veiga lést 1997. Margs að minnast þegar fólk nær háum aldri og samskipti hafa staðið á fimmta áratug. Þær mæðgur voru mjög nánar og töluðust við á hverjum degi. Sagði hún í gamni og alvöru að við hefðum sett hana á teikninguna þegar við byggðum okkur sumarhús. Þar hafði hún að sjálfsögðu sitt her- bergi með sínum hlutum í kringum sig, enda aufúsugestur. Að leiðarlokum ber að þakka fyrir allt sem hún var okkur, gerði og gaf okkur. Tryggð hennar var viðbrugðið og var henni vel launað með tíðum og góðum heimsóknum kærra systkina- dætra. Ég þakka tengdamóður minni ánægjulega samfylgd. Blessuð sé minning hennar. Magnús. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Vald. Briem.) Elskuleg tengdamóðir mín hefur kvatt, sátt við Guð og menn. Þegar svo stórum hluta ævinnar eins og okkar, hefur verið eytt saman fer ekki hjá því að minningarsjóður- inn sé stór. Við Huld kynntumst fyrst 1962 þegar ég og sonur hennar Hörð- ur byrjuðum að vera saman. Ég minnist þess alltaf þegar ég sá hana fyrst en það var að kvöldi 17. júní 1962. Við vorum í bænum að skemmta okkur þegar allt í einu Hörður segir: „Þarna kemur mamma“. Ég hélt fyrst að hann væri að grínast því þarna kom kona, svo ungleg og létt á fæti, gangandi niður Túngötu, til að líta á lífið í bænum. Hún var félagslynd og glaðsinna kona. Rösk til allra verka og athafna- söm. Okkur varð strax vel til vina og hef- ur aldrei fallið skuggi á þá vináttu. Við áttum margar ógleymanlegar stundir saman á árum áður í Hestvík við Þingvallavatn, en þar byggðum við saman sumarbústað. Ferðalög um landið, til Evrópu og Ameríku og alltaf jafn gaman að vera saman. Ekki má gleyma spilagleðinni við bridge-borðið. Það er svo ómet- anlegt að eiga slíkar minningar. Síðustu árin dvaldi Huld í Sóltúni við gott atlæti hjúkrunarfólks, sem á mikið þakklæti skilið. Perla Kristín, sonardóttir mín, þakkar ömmu Huld fyrir allar skemmtilegu stundirnar, það var fastur liður að fara einu sinni í viku og spila við ömmu meðan heilsan leyfði. Margs er að minnast á langri ævi og gott að rifja upp með sjálfri sér þó að ekki sé allt sett á blað. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Brynja Hlíðar. Huld Kristmannsdóttir  Fleiri minningargreinar um Huld Kristmannsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Magnús Þórð-arson fæddist 9. september 1925 á Staðarhóli í Höfnum. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 11. maí 2010. Eiginkona Magn- úsar var Bára Björns- dóttir frá Sjónarholi Hafnarfirði f. 16.5. 1927, d. 9.5. 2006. Heimili Magnúsar og Báru var lengst af að Hraunhvammi 4 í Hafnarfirði. For- eldrar Magnúsar voru Guðrún Magnúsdóttir og Þórður Guð- mundsson. Systkini Magnúsar eru Emil Þórðarson, Auður Þórð- ardóttir og Guðmundur Kristinn Þórðarson. Börn, og tengdabörn Magnúsar eru 1) Björn, giftur Aðal- björgu Reynisdóttur. 2) Guðrún El- ín, gift Jan Junker Nielsen. 3) Þórður Rúnar, giftur Önnu Lárusdóttur. 4) Dagný Emma, gift Hirti Kristinssyni. Barnabörnin eru a) Bjarni Vestmar Björnsson, sambýlis- kona Telma Matthías- dóttir. Birgir Björns- son, giftur Elísabeth Glenda Davis. b) Kim Magnús Nielsen, gift- ur Kristínu Lilju Björnsdóttur. c) Bára Mjöll Þórðardóttir, gift Einari Karli Birgissyni, Jóna Dögg Þórð- ardóttir, Tinna Þórðardóttir. d) Hera Hjartardóttir, Björn Hjart- arson. Barnabarnabörnin eru 8. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 19. maí 2010 og hefst athöfnin kl. 13. Faðir okkar Magnús Þórðarson fæddist að Staðarhóli í Höfnum. Suðurnesjamaður, sem frá blautu barnsbeini stundaði sjómennsku og dró björg í bú. Hann og mamma kynntust er hún var 18 ára, hann tvítugur. Þau byggðu hús á Hraunhvammi 4, í Hafnarfirði. Okkur systkinunum var þar skapað ástríkt heimili og gefið gott veganesti. Þau voru mjög ólík. Hún lifði í ævintýraheimi en hann var með báða fætur á jörðinni. Pabbi var hörkutól til vinnu, hraustur, heiðarlegur, traustur og örlátur. Til marks um hreysti hans lét hann sig ekki muna um að synda með 2 ósynda menn til lands er trilla sem þeir voru á, sökk úti á firði. Minnumst við þess einnig er hann á gamals aldri var að mála og féll úr háum stiga. Ekki kveinkaði hann sér, heldur lauk verkinu. En hann gantaðist með að það hefði nú verið gott að þetta gerðist á hans yngri árum, því pungurinn á honum var kolsvartur af mari. Það var enginn glamúr yfir pabba þó að hafi hann litið út eins og kvikmyndastjarna. Hann hafði virðuleika sem ekki fæst keyptur. Þeir fiska sem róa var hans við- kvæði. Og þú eyðir ekki meira en þú aflar. Litist honum ekki á eitt- hvað var hann ekkert að skafa utan af því. Hann hafði mikla trú á menntun, þó að hans hafi verið af skornum skammti. Hann gekk í barnaskólann í Höfnum og lærði að synda í ísköldu Atlantshafinu. Frá sjómennsku lá leiðin í verkstjórn við fiskverkun af ýmsu tagi. Að síð- ustu vann hann í kerskála Straums- víkur. Hann bar traust til stjórnmála- manna, heiður og heiðarleiki voru gildismat hans og gamla Íslands. Pabbi gekk á fund bæjaryfirvalda í Hafnarfirði með þá bón að leyfa rússneskum sjómönnum að fá frítt í sund. Skip þeirra var kyrrsett vegna hafnarskulda. Höfðu þau mamma þá fært þeim ýmislegt sem þau töldu áhöfnina vanta. Þeim til mikillar gleði var þessi bón veitt. Þau voru góðar manneskjur og með eindæmum ósjálfselsk. Við óskuðum þess oft að þau nytu lífs- ins meira. En skemmtun var bruðl, besti matur sem pabbi fékk var fisksoðning. Hann borðaði gjarna með hnífsoddinum sem barnabörn- unum fannst skondið. Áhugamálin voru stjórnmál og samfélagsmál. Brids spilaði hann reglulega við vini sína en aðaláhugamálið var að hlúa að fjölskyldu og ástvinum. Ávallt var hann í góðu sambandi við systkini sín, sérstaklega Emil bróður sinn en það var einungis ár á milli þeirra. Okkur sem til þekkj- um fannst þeir eins og eineggja tví- burar, slíkt var bræðraþelið. Við kveðjum pabba með virðingu og þakklæti. Við fráfall mömmu minnti pabbi á strandað skipsflak, það marraði í rjáfrum og brakaði í stafni. Pabbi átti í bréfaskriftum um árabil, við mig, Emmu í Nýja-Sjá- landi. Bréfin fjölluðu um fjölskylduna, veðrið eða stjórnmál og ósjaldan minntist hann á bruðlið. Fyrir stuttu barst mér bréf frá honum, þar sem hann sagði loksins hvernig honum sjálfum leið. Hann elskaði mömmu en þó aldrei meir en undir það síðasta. Hann bað mig að brenna bréfið en ég hunsaði það. Við systkinin vitum að það eru fagnaðarfundir hjá þeim núna. Dagný Emma, Guðrún Elín, Björn og Þórður Rúnar. Magnús Þórðarson  Fleiri minningargreinar um Magn- ús Þórðarson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista ✝ JÓNATAN AÐALSTEINSSON frá Hlíð lést á hjúkrunarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum föstudaginn 14. maí. Jarðarför auglýst síðar. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Mundhildur Birna Guðmundsdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁGÚST J. GÍSLASON vélstjóri, Sóltúni 13, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fimmtudaginn 6. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför hans. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Sóltúns fyrir hlýhug og góða umönnun. Inger Birthe Schweitz Winterhalter Gíslason, Jörgen Winterhalter Ágústsson, Else-Marie Christensen, Erik Schweitz Ágústsson, Jónína Guðjónsdóttir, Einar Schweitz Ágústsson, Linda Hrönn Ágústsdóttir, Inger María Schweitz Ágústsdóttir, Bergsveinn Ólafsson, Guðrún Steingrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.