Morgunblaðið - 19.05.2010, Síða 27

Morgunblaðið - 19.05.2010, Síða 27
Menning 27FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2010 Tríó skipað þeim Gerði Bolla- dóttur sópran, Sophie Schoonj- ans hörpuleikara og Victoriu Tarevskaia sellóleikara, flytur trúarsöngva bandarískra blökkumanna í Garðakirkju í dag kl. 20. Á efnisskránni eru negrasálmar og baráttulög blökkumanna allt frá árum þrælahalds og aðskilnaðar- stefnu í Bandaríkjunum á næstsíðustu öld og fram á daga frelsisbaráttu sjöunda áratugar síðustu aldar; mikil alvara og létt lög í bland. Frjáls framlög við innganginn. Tónleikarnir verða endurteknir í Laugarneskirkju daginn eftir kl. 20. Tónlist Suðurríkjasálmar í Garðakirkju Gerður Bolladóttir Vortónleikar Árnesingakórsins í Reykjavík verða haldnir í Guðríðarkirkju, Grafarholti, á morgun, miðvikudag kl. 20. Eingöngu verða flutt söng- lög eftir Sigfús Halldórsson í tilefni 90 ára fæðingarafmælis hans 2010. Á efnisskránni eru lög Sigfúsar við ljóð Tómasar Guðmundssonar, Úlfs Ragn- arssonar, Vilhjálms frá Ská- holti o.fl. og einnig minna þekkt lög Sigfúsar, sum í nýjum útsetningum eftir Þóru Marteinsdóttur, Stefán Þorleifsson og Gunnar Benediktsson. Meðflytjendur eru Val- gerður Guðnadóttir sópran, Gissur Páll Giss- urarson tenór og Bjarni Jónatansson píanóleikari. Tónlist Sönglög eftir Sigfús á vortónleikum Þóra Marteinsdóttir Á föstudag 12.10 gengur Pétur Thomsen ljósmyndari með gestum um sýninguna Thom- sen & Thomsen sem nú stend- ur yfir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Á sýningunni getur að líta portrettmyndir og umhverfismyndir frá Reykja- víkursvæðinu á tveimur mis- munandi tímaskeiðum eftir Pétur Thomsen sjálfan (1973) og afa hans Pétur Thomsen eldri (1910–1988). Sýningin er samtal tveggja tíma; samtal Péturs við afa sinn. Pétur hefur valið úrval umhverfis- og portrettmynda úr safni hans og kallast á við þær í verkum sínum. Sýningin er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Myndlist Thomsen, Thomsen & Thomsen Ein mynda Péturs Thomsen yngri. Þar voru bara eldri karlar og svo ég 28 » Aftursnúið heitir dansverk sem frumsýnt verður í Rýminu, Ak- ureyri, á laugardag. Verkið er unn- ið af Menningarfélaginu en það skipa Ásgeir Helgi Magnússon, Inga Maren Rúnarsdóttir, Júlíanna Lára Steingrímsdóttir og Lydía Grétarsdóttir. Aftursnúið fylgir tveimur ein- staklingum og tilraunum þeirra til að fóta sig við ókunnar aðstæður og takast á við heiminn eftir að honum hefur verið snúið á hvolf. Inntak verksins eru áföll í lífi fólks og eft- irmál þeirra, nánar tiltekið það sem einstaklingur gengur í gegnum eft- ir áfall og þær breytingar sem það hefur í för með sér. Fyrirhugaðar eru þrjár sýningar; 22., 23. og 28. maí. Dans semja Ásgeir Helgi Magn- ússon og Inga Maren Rúnarsdóttir, tónlistina gerði Lydía Grétars- dóttir, búninga og sviðsmynd Júl- íanna Lára Steingrímsdóttir, ljós Egill Ingibergsson og dramatúrg er William Collins. Dans Atriði úr Aftursnúnu sem sýnt verður í Rýminu, Akureyri. Aftursnúið á Akureyri Nýtt dansverk frum- sýnt í Rýminu Árni Matthíasson arnim@mbl.is Það er erfitt að vera listamaður í lík- ama rokkstjörnu er yfirskrift sýn- ingar á verkum Erlings T.V. Klin- genberg sem verður opnuð með gjörningi í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar, næst- komandi fimmtudagskvöld kl. 20. Opnunin verður viðburður sem bergmála mun sýninguna en hún verður að öðru leyti byggð á víd- eóverki, skúlptúr og málverki. Yfirskrift sýningarinnar vísar til umfjöllunarefnis sem Erling hefur talsvert fengist við – hvað það sé að vera listamaður. Hann segist ekki vera með svar við þeirri spurningu sjálfur, enda væri hann þá vænt- anlega ekki að spyrja; „ég er ekki með svarið og veit ekki einu sinni hvernig allt mun líta út fyrr en eftir virkjun sýningarinnar,“ segir hann. „Svo spyr ég annarra spurninga; ég spyr um frummynd, eftirmynd, fyr- irmynd og fylgjendur og rannsaka mörk listgreina.“ Í verkinu mætast tónlist og mynd- list og við virkjunina kemur fram tónlistarhópurinn The Stimulators, sem skipaður er þeim Helga Svavari Helgasyni, Valdimar Kolbeini Sig- urjónssyni, Ómari Guðjónssyni, Ragnheiði Eiríksdóttur, Bóasi Hall- grímssyni og Óttarri Proppé. Auk þeirra taka þátt Kvennakór Öldu- túns, Karl Jóhann Jónsson og Klin- genberg-klúbburinn. „Ég er búinn að leggja ákveðinn grunn að verkinu og skapa umhverfi, en síðan verða listaverk til meðan tónlistin á sér stað, hún er drifkraftur og örvun fyrir listamanninn, og því veit ég ekki hver endanleg niðurstaða verð- ur.“ Sýning Erlings er veigamikil á ferli hans og þó hún sé ekki fyrst eða stærst segir hann að hún sé stærsta virkjun sem hann hafi gert, með það í huga þó að hann veit ekki enn hver niðurstaðan verður. „Þetta er ekki yfirlitssýning, en ég daðra þó lít- illega við það enda eru í henni þættir sem ég hef nýtt áður, en í öðru um- hverfi sem gefur nýja sýn á þá.“ Hvað er að vera listamaður? Ljósmynd/Erling T.V. Klingenberg Örvun Einkennismynd sýningar Erlings T.V. Klingenberg sem verður opn- uð í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar, annað kvöld. Erling virkjar Hafnarborg Klingenberg » Erling T.V. Klingenberg lauk prófi frá Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands 1994. » Hann stundaði síðan fram- haldsnám bæði í Þýskalandi og Kanada og lauk námi frá Nova Scotia College of Art. » Erling hefur um árabil rekið Kling & Bang sýningarýmið ásamt öðrum listamönnum. Það er við Hverfisgötu 42. Sýning þýsku listamannanna Niko- lai von Rosen og Florian Wojnar, CharlieHotelEchoEchoSierraEcho, verður opnuð í Nýlistasafninu, Skúlagötu 28, á morgun kl. 18. Ro- sen/Wojnar var boðið að taka þátt í skoðun Nýlistasafnsins á eigin sögu og listaverka- og skjalasafni og setja upp sýningu sem byggðist á þeirri skoðun. Þeir nálguðust verkefnið á ýmsan hátt; máluðu til að mynda yfir myndir sem listamenn ánöfnuðu og ljósmynduðu verk af handahófi úr listaverkasafninu og settu á stóla úr eigu safnsins með hlut sem minnir á pappírsrúllur á ljósmyndastofu sem bakgrunn og sýna myndbandsverk. Í kynningu á sýningunni birtist þessi yfirlýsing listamannanna: „Við sviðsetjum myndlistarverk Sviðin finnum við alls staðar: á vinnustofu okkar, í sýningarrýmum, í söfnum, í náttúrunni. Stundum er sviðið ljósmyndastofa, stundum er það leikmynd, stundum er það plötu- snúðaborð. Og við finnum listaverk- in úti um allt: við fáum þau að láni frá söfnurum, við störfum með söfn- um, við pöntum þau frá textíl- framleiðendum eða förum í sements- verksmiðjur.“ Nikolai von Rosen og Florian Wojnar sýna í Nýlistasafninu Listaverkasafn í sviðsett- um myndlistarverkum Ljósmynd/Sassa Trülzsch Gallery, Berlín Sviðsett „CharlieHotelEchoEchoSierraEcho“ (myndbandsstilla); verk eftir listamennina Nikolai von Rosen og Florian Wojnar. Alþjóðabarnabókaráðið, IBBY á Ís- landi, veitti í vikunni viðurkenning- arframlag til barnamenningar árið 2010. Viðurkenningu hlutu Halldór Baldursson myndlistarmaður, Iðunn Steinsdóttir rithöfundur, Kristín Arngrímsdóttir myndlistarmaður og Menningarmiðstöðin Gerðuberg. Guðrún Dís Jónatansdóttir, fram- kvæmdastjóri Menningarmiðstöðv- arinnar, segir að á árinu hafi verið boðið upp á 37 viðburði í Gerðubergi og af þeim séu 15 barnamenning- artengdir, sýningar og ýmsar uppá- komur. „Við höfum alltaf lagt meg- ináherslu á að vera með barna- tengda viðburði fyrri hluta ársins, en að þessu sinni verðum við líka með viðamikla sýningu í haust sem bygg- ist á norrænni goðafræði, en sú sýn- ing verður framlag okkar á Nor- rænni menningarhátíð.“ Viðurkenning til Gerðubergs Barnamenningarviðurkenningar Halldór Baldursson, Iðunn Steinsdóttir, Guðrún Dís Jónatansdóttir og Kristín Arngrímsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.