Morgunblaðið - 19.05.2010, Síða 29

Morgunblaðið - 19.05.2010, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2010 Matthías Árni Ingimarsson matthiasarni@mbl.is Um næstu helgi fer fram SPOT- tónlistarhátíðin í Danmörku, nánar tiltekið í Árósum á Jótlandi. Hátíðin hefur verið haldin árlega síðan 1994 og markmið hennar ávallt verið að koma á framfæri ungum og efnileg- um hljómsveitum frá Norðurlönd- unum, koma á samböndum milli hljómsveita og plötuútgefanda og stuðla að þróun á menningarlegum tengslanetum á milli Norður- landanna. Fyrir ári tók íslenska tón- listarveitan og netsamfélagið Gogo- yoko þátt í hátíðinni og í ár verður leikurinn endurtekinn, með tón- leikum og námskeiðahaldi. Auk þess mun Eldar Ástþórsson einn af að- standendum Gogoyoko, taka þátt í pallborðsumræðum um streymi á tónlist í gengum netið og hvort þar sé um góða kynningu, tapaðar tekjur eða brot á höfundarrétti að ræða. Vefurinn kynntur erlendis Eldar segir mikið vera lagt í að kynna fyrirtækið á hátíðinni í ár. „Þetta er mjög flott og skemmtileg hátíð, en það er líka ákveðin viðskiptahlið á henni. Við er- um að fara að hitta mikið af plötuút- gáfum og listamönnum. Kynna vef- inn á fullu fyrir hátíðargestum og ekki síst þá fyrir tónlistarmönnum og fólki í tónlistargeiranum.“ Til stendur að vera með áfram- hald af tónleikadagskránni sem var fyrir ári, á stað í miðbænum sem heitir LYNfabrikken. „Við vorum þar á þakinu í fyrra og fáum vonandi veður til þess aftur. Það var ókeypis inn og það vakti mikla lukku hjá gestum og tónlistarfólkinu og við stefnum að því að endurtaka það.“ – Nú verða tólf hljómsveitir að spila þarna, eru þær allar að nota Gogoyoko? „Já, þær eru allar að nota vef- inn. Allar með tónlist til sölu og hlustunar. Svo koma þær víða að. Til dæmis frá Belgíu, Frakklandi, Dan- mörku, Þýskalandi og að sjálfsögðu Íslandi. Það er mjög gaman að setja sama svona flottan hóp af tónlist- arfólki sem er að nota vefinn.“ Þarf að svara spurningum Það eru margar spurningarnar sem brenna á fólki í tónlistargeir- anum í dag. Hvernig er best að koma tónlistinni í dreifingu og sölu? Er hægt að koma í veg fyrir ólöglegt niðurhal? Á að gera það? Geta lista- menn skapað sér tekjur á internet- inu? „Okkur var svo boðið að taka þátt í umræðu um stafræna dreif- ingu tónlistar á netinu þar sem við erum einn af þeim vettvöngum þar sem fólk getur verslað og hlustað á tónlist á netinu. Það eru margir í þessum bransa sem eru að spá í hver sé framtíð dreifingar á net- inu. Ég verð þarna frá Gogo- yoko að kynna okkur og hvað skilur okkur að frá öðrum verslunum og samfélögum á netinu. Svo verða þarna til dæmis Martin Gormsen frá KODA sem er STEF þeirra Dana, Neel Andersen frá Dansk Artist For- bund, Martin Thörnkvist frá The Swedish Model sem eru sænsk sam- tök sem berjast fyrir því að tónlist sé aðgengileg á netinu, ásamt fleirum. Þetta ætti því að verða lífleg um- ræða og vonandi verða ekki allir sammála um framtíðina. En þetta eru spurningar sem allir eru að reyna finna réttu svörin við.“ „Þarna verður líka opið fræðslunámskeið um Gogoyoko- vefinn og hvernig hægt er að nýta netið til kynningar á tónlist. Farið verður yfir þá möguleika sem vef- urinn býður upp á og hvað sé fram- undan. Það er verið að endurhanna verslunarhlið vefsins núna og hún mun fara í loftið á allra næstu dög- um. Það er búið að bæta hana mikið og fjölga valmöguleikum. Að sjálf- sögðu er ennþá hægt að hlusta á alla tónlistina ókeypis. Það hefur alltaf verið markmið hjá fyrirtækinu að vera sífellt að betrumbæta vefinn og þessi síðasta uppfærsla verður sú stærsta til þessa.“ Viðbrögðin verið frábær Stutt er síðan opnað var fyrir vefinn í allri Skandinavíu og segir Eldar viðbrögðin vonum framar. „Þetta hefur gengið virkilega vel og viðbrögð frá listamönnum og plötuútgáfum verið frábær. Sér- staklega í ljósi þess að við höfum ekki verið að leggja mikla peninga í markaðsátök. Þetta hefur frekar verið að berast mann frá manni og hefur netið verið alveg ómetanlegt í því sambandi. Það sést til dæmis þegar listamenn eru farir að stofna sér Facebook síður í kringum Gogo- yoko-búðina sína. Svo eru alltaf að bætast við notendur og listamenn. Fyrir stuttu bættist hljómsvetin The Knife inn hjá okkur en þau reka litla útgáfu í Svíþjóð sem gefur út alla þeirra tónlist. Við förum því langt á góðu orðspori.“ Kynning Tónlistarveitan og netsamfélagið Gogoyoko kynnir stafsemi sína á SPOT tónlistarhátíðinni í ár. Gogoyoko herjar á Árósa Þakið Dísa spilaði fyrir gesti á LYNfabrikken fyrir ári síðan. Grænt The Green Lives. Eldar Ástþórsson, einn af að- standendum Gogoyoko, segir notkun á vefnum vera að aukast. Í dag séu 15.000 skráðir notendur í Skandinavíu. Um 500 plötuútgáfur og hátt í 6.000 listamenn og hljómsveitir nýta sér vefinn. Fyrirtækið var stofnað árið 2007 og er nýr vettvangur fyrir sölu og streymi á tónlist á netinu. Aukin notkun WWW.GOGOYOKO.COM Bandaríska leikkonan Megan Fox, sem margir kannast við úr kvik- myndinni The Transformers, er í ítarlegu viðtali í nýjasta tölublaði Allure. Þar upplýsir hún lesendur um áráttu- og þráhyggjuröskun, sem hún ku þjást af. Fox segir veikindin sérstaklega há sér á veit- ingastöðum og almenningssal- ernum. „Í hvert skiptið sem ein- hver sturtar niður fara fjölmargar bakteríur á flug, ég get ekki hugs- að mér að vera á svo skítugum stað,“ segir leikkonan pössunar- sama. „Mér finnst líka erfitt að fara á veitingastaði, tilhugsunin hræðir mig. Að leggja varir mínar upp við eitthvað sem aðrir hafa drukkið úr finnst mér ógeðslegt, það eru svo margar bakteríur í munninum.“ Fox á greinilega erfitt upp- dráttar í matarmálum, þar sem hún kýs hvorki veitingahús né eld- húsið heima. „Ég elda ekki sjálf, frekar myndi ég svelta. Ég gæti án gríns lifað af í viku án matar.“ Erfitt að vera Megan Fox Fox Fer að öllu með gát. Í umfjöllun um Bíólistann í blaðinu í gær stóð að kvikmyndin Iron Man 2 hefði færst upp um eitt sæti, úr því þriðja í annað. Hið rétta er að hún fór úr fyrsta sæti í annað. Beðist er velvirðingar á þessu. Leiðrétt Járnkarlinn var í 1. sæti 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Gauragangur (Stóra svið) Fös 21/5 kl. 20:00 Sun 30/5 kl. 20:00 Fös 11/6 kl. 20:00 Lau 22/5 kl. 20:00 Fös 4/6 kl. 20:00 Lau 12/6 kl. 20:00 Fös 28/5 kl. 20:00 Lau 5/6 kl. 20:00 Eftir Ólaf Hauk Símonarson - tónlist Nýdönsk Dúfurnar (Nýja sviðið) Fös 21/5 kl. 20:00 Sun 30/5 kl. 20:00 Lau 5/6 kl. 20:00 Lau 22/5 kl. 20:00 Fim 3/6 kl. 20:00 Fös 11/6 kl. 20:00 Fös 28/5 kl. 20:00 Fös 4/6 kl. 20:00 Lau 12/6 kl. 20:00 Faust (Stóra svið) Fim 20/5 kl. 20:00 Fim 27/5 kl. 20:00 Lau 29/5 kl. 16:00 Síðasta sýn í samvinnu Borgarleikhússins og Vesturports. Sýningum líkur 27. maí Rómeó og Júlía Vesturports (Stóra svið ) Mán 24/5 kl. 20:00 k.3. Sun 6/6 kl. 20:00 k.6. Fös 18/6 kl. 20:00 aukas Mið 26/5 kl. 20:00 k.4. Þri 8/6 kl. 20:00 aukas Lau 19/6 kl. 20:00 Ný aukas Þri 1/6 kl. 20:00 aukas Mið 9/6 kl. 20:00 aukas Sun 20/6 kl. 20:00 Ný aukas Mið 2/6 kl. 20:00 k.5. Sun 13/6 kl. 20:00 aukas Í samvinnu Borgarleikhússins og Vesturports. Rómeó og Júlía – nýjar sýningar í sölu Nánar á Borgarleikhus.is ÞJÓÐLEIKHÚSI SÍMI: 551 1200 • WWW.LEIKHUSID.IS Ð Fíasól (Kúlan) Lau 22/5 kl. 13:00 Lau 12/6 kl. 13:00 Sun 13/6 kl. 13:00 Lau 22/5 kl. 15:00 Lau 12/6 kl. 15:00 Sun 13/6 kl. 15:00 Fíasól kemur afur í haust! Hænuungarnir (Kassinn) Fös 10/9 kl. 20:00 Fös 17/9 kl. 20:00 Fös 24/9 kl. 20:00 Lau 11/9 kl. 20:00 Lau 18/9 kl. 20:00 Lau 25/9 kl. 20:00 Sun 12/9 kl. 20:00 Sun 19/9 kl. 20:00 Sun 26/9 kl. 20:00 Fim 16/9 kl. 20:00 Fim 23/9 kl. 20:00 Haustsýningar komnar í sölu! Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Mið 19/5 kl. 19:00 Aukas. Fim 3/6 kl. 19:00 Aukas. Fös 11/6 kl. 19:00 Aukas. Fös 21/5 kl. 19:00 Fös 4/6 kl. 19:00 Lau 12/6 kl. 19:00 Aukas. Lau 22/5 kl. 19:00 Lau 5/6 kl. 19:00 Sun 30/5 kl. 19:00 Fim 10/6 kl. 19:00 Aukas. Ath. sýningarnar hefjast kl. 19:00 Af ástum manns og hrærivélar (Kassinn) Mið 19/5 kl. 20:00 Fors. Lau 22/5 kl. 20:00 Fim 3/6 kl. 20:00 Fim 20/5 kl. 20:00 Frums. Fim 27/5 kl. 20:00 Fös 4/6 kl. 20:00 Fös 21/5 kl. 20:00 Fös 28/5 kl. 20:00 Lau 5/6 kl. 20:00 Sýningin er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og Listahátíðar í Reykjavík Bræður (Stóra sviðið) Fim 27/5 kl. 20:00 Fös 28/5 kl. 20:00 Sýningin er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Herra Pottur og ungfrú Lok (Kúlan) Lau 29/5 kl. 13:00 Sun 30/5 kl. 15:00 Lau 5/6 kl. 15:00 Lau 29/5 kl. 15:00 Fim 3/6 kl. 17:00 á frönsku Sun 6/6 kl. 13:00 Sun 30/5 kl. 13:00 Lau 5/6 kl. 13:00 Sun 6/6 kl. 15:00 Sýningin er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.