Morgunblaðið - 01.06.2010, Page 12

Morgunblaðið - 01.06.2010, Page 12
STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Veiði hófst um helgina á urr- iðasvæðunum ofan við stíflu í Laxá í Þingeyjarsýslu. Veiðimenn í Mý- vatnssveitinni höfðu veitt afar vel fyrstu fimm vaktirnar en heldur ró- legra var í Laxárdal. Í Mývatns- sveitinni höfðu um 350 fiskar verið færðir til bókar eftir morgunvaktina í gær. „Veðrið er búið að vera dásam- legt. Það byrjaði að hlýna hér fyrir norðan um leið og við komum. Að- stæður til veiða hafa verið full- komnar og veiðin alveg glæsileg,“ sagði Gunnar Örlygsson sem var við veiðar í Mývatnssveitinni ásamt bræðrum sínum Sturlu og Teiti og vöskum hópi Suðurnesjamanna. „Fyrsta daginn veiddust hátt í 200 fiskar og morgunvaktin áðan var líka mjög lífleg en nú er hér tuttugu stiga hiti í forsælu,“ sagði Gunnar eftir hádegið í gær. „Megnið af fiskinum sem við er- um búnir að fá er milli 50 og 60 cm og hann er ágætlega haldinn. Ég var í morgun með Sturlu bróður í Hól- kotsflóa og hann setti þar í 58 cm fisk sem við tókum í reyk. Slægður viktaði hann 2,7 kg. Var rígvænn og fór lengst niður á undirlínu.“ Gunnar sagði alla veiðimenn hafa verið í fiski og flestir veiðistaðir séu inni. „Litlu vikin eru að gefa fisk og líka ómerktir staðir hér og þar. Fyrstu vaktirnar fannst okkur veið- in vera betri ofar í ánni en eftir því sem hefur hlýnað hafa svæðin neðar komið öflug inn, eins og Skriðuflói og Vörðuflói. Veiðimenn sem fóru Hamarsmegin að veiða í Hólkotsflóa í gærkvöldi lentu í mokveiði. Mér skilst að þeir hafi sett í einhverja 30 fiska, flesta 50 til 60 cm langa.“ Hann sagði nokkra fiska yfir 60 cm hafa verið færða til bókar. „Þetta hefur verið frábær opnun, eins góð og við gátum óskað okkur.“ Rólegra í Laxárdal Að sögn Valgarðs Ragnarssonar, sem hefur verið í opnunarhollinu neðar í Laxá, í Laxárdal, undanfarin ár, er heldur rólegra þar. „Þessi opnun er í rólegri kant- inum. Við félagarnir, sem erum með þrjár stanganna, erum komnir með milli þrjátíu og fjörutíu urriða eftir fimm vaktir og búnir að missa slatta,“ sagði Valgarð í hléinu í gær. „Þetta er líklega aðeins rólegra en síðustu ár, ég gæti trúað því að líf- ríkið væri aðeins seinna af stað hér. Það er minna af hnöttóttum fiskum. En flugan kviknaði á síðustu vökt- unum og þá hafa verið að koma inn veiðistaðir þar sem menn urðu ekki varir fyrst.“ Sem dæmi um veiðistaði sem hafa gefið vel nefndi hann Ferju- flóa og Varastaðahólma. „Þetta eru allt hörku fiskar. Sá stærsti 65 cm og enginn und- ir 50,“ sagði Val- garð. Aðstæður fullkomnar og veiðin glæsileg  Um 350 veiddust á fyrstu fimm vöktunum í Mývatnssveit Ljósmynd/Gunnar Örlygsson Góð veiði Gunnar Oddsson var lukkulegur með einn hinna vænu urriða sem hann veiddi í blíðunni í Mývatnssveitinni í gærmorgun. 12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2010 Stangaveiðifélag Reykjavíkur www.svfr.is – Sími 568 6050 Úrval veiðileyfa… laxveiði silungsveiði …fyrir alla 0000                                  !  " ! ###$   $  %     &  '   ###$      ''(   ###$    Enn fjölgar þeim veiðisvæð- um þar sem handhöfum Veiðikortsins stendur til boða að egna fyrir fisk. Í sumar verður korthöfum heimilt að veiða í öllum vötnunum í Svínadal þegar Eyrarvatn norðanvert og Geitabergs- vatn bætast við. Þór- isstaðavatn hefur verið þátt- takandi í Veiðikortinu frá upphafi. Bannað er að veiða í ám og lækjum á svæðinu. Veiði- menn skrá sig til veiða á Þórisstöðum; heimasíðan þar er www.thorisstadir.is. Geitabergs- og Eyrarvötn FJÖLGAR Á VEIÐIKORTINU FRÉTTASKÝRING Egil Ólafsson egol@mbl.is Framboð sem stutt hafa virkjanir í Þjórsá sigruðu með talsverðum yf- irburðum í Flóahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í báðum sveitar- félögunum komu fram framboð sem lögðu áherslu á að áform um virkj- anir yrðu lögð til hliðar, en þau náðu ekki þeim árangri sem þau vonuð- ustu eftir. Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fékk K-listi hreinan meirihluta og þrjá fulltrúa. N-listi, sem er á móti virkjunum, fékk 26,4% og einn mann. Í Flóahreppi vann R-listi mik- inn sigur, fékk 72,4% atkvæða og fjóra menn. T-listi, sem er á móti virkjun, fékk 27,6% og einn mann. Flóahreppur lét á síðasta kjör- tímabili vinna aðalskipulag þar sem gert var ráð fyrir Urriðafossvirkjun. Allgóð samstaða var um málið í sveitarstjórn, en virkjunin er hins vegar umdeild bæði innan og utan sveitarfélagsins. Fyrir kosningarnar sameinuðust þeir listar sem voru í sveitarstjórn um nýtt framboð, R- lista. Jafnframt kom fram nýtt fram- boð, T-listi, sem lagði áherslu á að ekki yrði farið í þessa virkjun. Aðalsteinn Sveinsson, oddviti R- listans, segir að virkjanamál hafi verið ofarlega á baugi í kosningabar- áttunni enda það mál sem helst olli deilum í sveitarfélaginu. Hann segir að vilji íbúa í Flóahreppi sé skýr hvað varðar afstöðu til þessa máls. Umhverfisráðherra neitaði að staðfesta aðalskipulag Flóahrepps vegna formgalla og í framhaldinu var skipulagið auglýst að nýju. All- margar athugasemdir bárust. Oddur Bjarnason, er oddviti N- listans, í Skeiða- og Gnúpverja- hrepp. Hann segir að listinn sé á móti virkjunum í Þjórsá og hafi lagt áherslu á það í kosningunum. Hann segist hafa vonast eftir meiri stuðn- ingi, en segir að ekki megi túlka nið- urstöðuna þannig að úrslitin endur- spegli stöðu andstæðinga virkjunar í sveitarfélaginu því að fleiri mál spili inn í afstöðu manna. Hann segir að staða andstæðinga virkjunar sé sterkari eftir kosningar. Nú eigi þeir fulltrúa í sveitarstjórn og geti komið sínum sjónarmiðum að og fengið að- gang að upplýsingum. Virkjanasinnar með sterka stöðu  Í Flóahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi komu fram framboðslistar sem lögðu áherslu á að hætt yrði við virkjanir í Þjórsá  Þeir náðu ekki þeim árangri sem forystumenn þeirra vonuðust eftir Morgunblaðið/RAX Þjórsá Virkjanamál voru ofarlega á baugi í kosningabaráttunni í sveitarfélögum sem liggja að Þjórsá. Kosningaúrslit » Í Skeiða- og Gnúpverja- hreppi fékk K-listi farsælla framfarasinna hreinan meiri- hluta og þrjá fulltrúa. » Í Flóahreppi vann R-listi um ráðdeild, raunsæi og rétt- sýni mikinn sigur. Fékk 72,4% atkvæða og fjóra menn. T-listi, Tákn um traust, fékk 27,6% fylgi og einn mann. » Í Ásahreppi var óhlut- bundin kosning, en þar hefur alltaf verið nokkuð góð sam- staða um að styðja virkjanir. » Í Rangárþingi ytra urðu sviptingar í kosningunum, en þar voru virkjanamálin ekki ofarlega á blaði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.