Morgunblaðið - 01.06.2010, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Áhrifamenninnanstjórn-
málaflokka hafa
tjáð sig með af-
gerandi hætti í
kjölfar kosning-
anna. Forystu-
menn Sjálfstæðisflokks á Ak-
ureyri hafa brugðist ærlega
við úrslitum þar. Lykilmenn í
Samfylkingu hafa vakið at-
hygli á veikri stöðu varafor-
manns þess flokks eftir úrslit
í Reykjavík. Augljóst er einn-
ig að lengur verður ekki vikist
undan að taka á þeim vanda
sem formaður þess flokks er
augljóslega orðinn.
Þorleifur Gunnlaugsson
borgarfulltrúi talar tæpi-
tungulaust um vandamálin
hjá Vinstri grænum. Hann
verður þó ekki sakaður um að
fara offari í sínum málflutn-
ingi. Hann gerir sér grein fyr-
ir því að forysta Vinstri
grænna hefur misst hið póli-
tíska samband við það venju-
lega fólk í landinu, sem stund-
um fær samheitið alþýðan.
Hann segir einnig aðspurður:
„Kjósendur okkar eru á há-
vinstrikantinum og þeir gera
ákveðnar kröfur. Þeir upplifa
að það sé verið að byggja upp
gamla kerfið, að það sé verið
að endurreisa fyrirtæki og
láta gömlu auðmennina taka
við þeim.“ Þorleif-
ur hefur mikið til
síns máls. Sama
verður ekki sagt
um Guðmund
Steingrímsson,
sem er eins konar
flugumaður Sam-
fylkingar í Framsókn. Hann
var í hópi manna með Birni
Inga, Pálma í Fons og fleirum
sem stóð fyrir hallarbyltingu í
Framsókn í Reykjavík og
felldu Óskar Bergsson borg-
arfulltrúa og settu Einar
Skúlason í staðinn, korteri
fyrir kosningar. Þessi aðgerð
og þær aðferðir sem beitt var
hleyptu mjög illu blóði í
venjulega stuðningsmenn
Framsóknarflokksins. Nýi
frambjóðandinn réð ekki við
sitt hlutverk og útkoman varð
eftir því. Þá fær Guðmundur
Steingrímsson innhlaup í fjöl-
miðla og ræðst á forystu
flokks síns fyrir útkomuna í
Reykjavík. Allt er það eins
ótrúverðugt og verða kann.
Það er alltaf flokkum til
óþæginda að hafa menn inn-
anborðs sem spila á eigið
mark. Því er erfiðara að verj-
ast en hefðbundnum and-
stæðingum. Guðmundur
Steingrímsson var aðstoð-
armaður Dags Eggertssonar.
Gegnir hann aukastarfi með
þingmannsstarfinu?
Umfjöllun fólks í
stjórnmálaflokk-
unum um kosn-
ingaúrslitin er at-
hyglisverð}
Eftirköstin
Umfjöllun ísjónvarpi á
kosninganótt og
daginn eftir kosn-
ingar er ábyrgð-
arhlutverk, sem
Ríkisútvarpið sit-
ur eitt að, eftir að
Stöð 2 hafði ekki lengur styrk
í slíkar útsendingar. Tilburðir
til að stýra túlkun niður-
staðna í tiltekna átt voru
óþarflega áberandi. Útlistun
fræðimanna var því miður
ekki rismeira en hinna sem
minna áttu að vita. Einfeldn-
ingsleg framsetning um „fjór-
flokkinn“ og örorku hans og
jafnvel endalok var fjarri því
að vera boðleg.
Staða þeirra flokka sem
buðu fram í 22 stærstu sveit-
arfélögunum er harla ólík eft-
ir þessar kosningar. Sjálf-
stæðisflokkurinn er með
hreinan meirihluta í 8 þeirra
og stærstur að auki í 5 eða
samtals með yfirburðastöðu í
13 af 22 stærstu sveitarfélög-
unum. Framsóknarflokkur er
með hreinan meirihluta í einu
af þessum sveitarfélögum og
er stærstur í 4 að auki. Sam-
fylkingin er hvergi með
hreinan meiri-
hluta, eftir fylgis-
hrun í Hafnarfirði
en er stærst í 2
sveitarfélögum.
Vinstri grænir eru
hvergi í hreinum
meirihluta og eru
hvergi stærstir. L-flokkurinn
er í hreinum meirihluta í einu
sveitarfélagi og Besti flokk-
urinn er stærstur í Reykja-
vík, lítið eitt stærri en Sjálf-
stæðisflokkurinn.
Þetta stutta yfirlit segir
mikla sögu. Sem sagt þá að
staða stjórnmálaflokkanna er
allt önnur en reynt var að
koma á framfæri í sjónvarpi
ríkisins í kosningadagskrá.
Hitt er svo annað mál, að eftir
kosningar er að koma á dag-
inn að Besti flokkurinn í
Reykjavík og Sá næst besti í
Kópavogi eru ekki sú nýlunda
sem haldið var að kjósendum.
Þeir eru lítið annað en enn ein
útgáfan af vinstriflokkum.
Það tók þann í Kópavogi að-
eins fáeinar mínútur eftir
kosningar að átta sig á þessu
og Besti flokkurinn ætlar fyr-
ir siðasakir að taka eins og
viku til að láta það koma í ljós.
Ríkisútvarpið verður
að vanda sig betur
en það gerði á kosn-
inganótt og í kjölfar
hennar}
Óboðleg kosningaútlistun
Í
kringum síðustu aldamót fengum við
Björgvin Guðmundsson, sem núna
stýrir Viðskiptablaðinu, þá hugmynd
að stofna frjálshyggjufélag. Við vorum
sammála um að flokkurinn okkar,
Sjálfstæðisflokkurinn, hefði villst af leið – langt
til vinstri – með þeim afleiðingum að ríkisút-
gjöld hækkuðu og skattheimta jókst. Lítið var
hlustað á frjálshyggjuraddir innan flokksins.
Björgvin heltist úr lestinni, en árið 2002
stofnaði ég, ásamt fleiri mönnum, Frjáls-
hyggjufélagið. Í stofnstefnuskrá þess er m.a.
sagt að leggja eigi niður Seðlabanka Íslands og
færa stjórn peningamála í hendur einkaaðila.
Betur ef farið hefði verið að þeirri tillögu og
hverjum hefði verið leyft að velja sér mynt við
hæfi, í ljósi fjármálahörmunga síðustu missera.
Fjölmargir gengu í félagið á þessum fyrstu
mánuðum – flestir dauðþreyttir á félagshyggjuflokknum
sem þóttist vera flokkur hugsjóna og einstaklingsfrelsis
þegar ekki var of stutt í kosningar. Á meðal þeirra sem
skráðu sig var Jón Gnarr.
Jón mætti á eitt fyrsta kynningarkvöldið og svo ein-
hverja viðburði, m.a. hið svokallaða „Jólahvað“ Frjáls-
hyggjufélagsins á aðventunni 2002, ef ég man rétt. Þar
fékk ég tækifæri til að ræða við þennan skarpgreinda og
drepfyndna mann um lífið og tilveruna.
Í ljós kom að Jón var alveg með á nótunum. Um leið og
við hann var rætt varð bersýnilegt að hann hafði heil-
steyptari lífsmynd en flestir aðrir. Rauður þráður í lífs-
viðhorfi hans, eins og ég skildi hann, var
ábyrgð einstaklingsins á eigin lífi.
Hann var mótfallinn þjóðfélagi sem byggð-
ist á boðum og bönnum. Hann var sammála
mér um að frelsið til að reka sig á væri afar
mikilvægt – þannig yrðu manneskjur að mann-
eskjum, en ekki einskonar forrituðum svefn-
genglum (Jón notaði það orð, man ég), sem
færu hugsunarlaust eftir forskrift hins alvitra
stóra bróður. Og við vorum líka sammála um
að þetta frelsi takmarkaðist að sjálfsögðu af
sama frelsi annarra, þannig að einn mætti
aldrei skaða annan.
Það var flott grín hjá honum að afneita
frjálshyggjunni í Morgunblaðinu í gær, alveg
eins og þegar hann lofaði „sjálfbæru gegnsæi“
fyrir kosningar. Framboð Besta flokksins er
eitursnjallt útspil manns, sem áttar sig á því að
fólk er orðið örþreytt á forsjárhyggjunni. Það er orðið yfir
sig þreytt á stjórnmálamönnum, sem upphefja sjálfa sig
og þykjast vera þess umkomnir að hafa vit fyrir öðrum.
Það er orðið þreytt á stjórnmálamönnunum sem svipta
borgarana sjálfsaflafé sínu, til þess að sóa í eigin hugð-
arefni. Það áttar sig á því að rekstur hins opinbera, eins og
hann er núna, mun aldrei ganga upp til lengdar – einfald-
lega vegna þess að þjóðfélagið hefur ekki efni á honum.
Jón mun skera upp herör gegn forsjárhyggjunni – hann
mun seint verða „einn af þeim“ og þröngva eigin gild-
ismati upp á aðra, því Jón Gnarr er frjálshyggjumaður.
ivarpall@mbl.is
Ívar Páll
Jónsson
Pistill
Frjálshyggjan sigrar í borginni
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Skúli Á. Sigurðsson
skulias@mbl.is
A
f 479 sveitarstjórn-
arfulltrúum á landinu
eru 187 konur eða sem
nemur 39%. Er hlut-
deild kvenna í sveit-
arstjórnum nú á bilinu 0-60%. Að
loknum sveitarstjórnarkosningum
árið 2006 voru 35,9% sveitarstjórn-
armanna konur og fyrir þær kosn-
ingar voru 32% kjörinna fulltrúa
konur. Fyrir kosningar 2002 voru
konur 28% sveitarstjórnarmanna.
Hefur hlutur kvenna í sveit-
arstjórnum því aukist um ríflega
þriðjung síðan fyrir kosningarnar
2002, sem nemur ellefu prósentu-
stigum. Eru þessar tölur samkvæmt
samantekt Jafnréttisstofu og ljóst er
af þeim að hlutfall kvenna í sveit-
arstjórnum er enn í lægra lagi en
hækkar nokkuð jöfnum skrefum
milli kosninga. Samantektin náði til
sjötíu af 76 sveitarfélögum á landinu.
Í tólf sveitarfélögum eru konur í
meirihluta í sveitarstjórn. Eftir
kosningar 2006 voru konur í meiri-
hluta í ellefu sveitarfélögum og fyrir
þær voru þau tíu talsins.
Í nítján sveitarfélögum eru kon-
ur innan við 30% sveitarstjórn-
armanna og þar af eru þær innan við
fjórðungur þeirra í tólf sveit-
arfélögum. Lægsta hlutfall karla í
sveitarstjórn er 40%. Er því ljóst að
meðaltal á landsvísu segir ekki alla
söguna og nokkrar hæðir og lægðir
eru í hinu pólitíska landslagi að
þessu leyti.
Konur 45% á Vestfjörðum
Hæst er hlutfall kvenna 60% og
er það svo hátt í fimm sveit-
arfélögum. Athygli vekur að þrjú
þeirra eru á Vestfjörðum og eru það
Tálknafjörður, Árneshreppur og
Bæjarhreppur. Er hlutfall kvenna í
sveitarstjórnum að meðaltali hæst í
þeim hluta landsins, 45%. Lægst er
hlutfall kvenna í sveitarstjórnum eft-
ir landshlutum 34% á höfuðborg-
arsvæðinu og Norðurlandi vestra.
Ekkert þeirra sveitarfélaga
sem hefur fleiri konur en karla er á
höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi
eða Norðurlandi eystra. Í Akra-
hreppi er engin kona í sveitarstjórn
en þar fór fram óbundin kosning þar
sem enginn framboðslisti kom fram.
Fimm karlar skipa stjórn sveitarfé-
lagsins
Á Álftanesi er ein kona bæj-
arfulltrúi en það nemur 14% kjör-
inna fulltrúa þar. Sjálfstæðismenn
hafa hreinan meirihluta fjögurra
bæjarfulltrúa þar og er eina konan í
fjórða sæti á þeirra lista. Aðrir listar
náðu aðeins einum manni inn og voru
allir karlar. Samfylking náði ekki inn
manni en oddviti hennar er kona.
Fléttulistar ekki alger lausn
„Það er leiðinlegt að komast
ekki yfir fjörutíu prósentin og miðað
við það sem gerðist í alþingiskosn-
ingunum eru þetta vonbrigði,“ segir
Kristín Ástgeirsdóttir, fram-
kvæmdastýra Jafnréttisstofu, en
kveður þróunina vera í rétta átt.
Kristín segir að þó að hlutur
karla og kvenna á framboðslistum sé
nokkuð jafn skili það sér oft ekki í
hlutfallið innan sveitarstjórna þar
sem karlar séu langoftast efstir á
listunum. „Það er
fyrsta sætið sem
skiptir lang-
mestu máli,“ seg-
ir hún og bendir á
niðurstöðurnar á
Álftanesi. Fléttul-
istar jafni því ekki
endilega hlut
kynjanna í sveit-
arstjórnum þó þeir stuðli að
því upp að vissu marki.
Sveitarstjórnirnar
fallandi karlavígi
Hlutur kvenna í sveitarstjórnum
Vesturland
2006
2010
35,2%
41%
Höfuðborgarsvæðið
2006 2010
41,4% 34%
Suðurnes
2006 2010
37%38,4%
Vestfirðir
2006 2010
36,2% 45%
Norðvesturland
2006 2010
34%33,3%
Norðausturland
2006 2010
38%33%
Austurland
2010
39%
2006
37,7%
Suðurland
2006 2010
40%34%
Landið allt
2010
39%
2006
35,9%
Í nýafstöðnum kosningum
leiddu konur 46 af 185 fram-
boðslistum landsins, en það
nemur rétt tæpum fjórðungi
oddvitasætanna. Gegndu karlar
því langtum oftar oddvitastöðu
á listum. Kemur þetta fram í
samantekt frá Jafnréttisstofu.
Þegar litið er til efstu
tveggja sæta listanna eru hlut-
föllin nokkuð jafnari, en 44%
þeirra sem skipa sæti eitt og
tvö eru konur. Í fjórum efstu
sætum listanna eru konur
45%. Samtals 2.846 manns
eiga sæti
á listum
um land
allt og eru
konur 47%
þeirra, 1.330 á
móti 1.516 körl-
um.
Samantektin náði
til þeirra sveitarfélaga
þar sem tveir eða fleiri
listar buðu fram.
Karlar efstir –
konur í öðru
KARLAR OFTAR Í FORSVARI
Efst Karlar eru
efstir á 75%
framboðslista.