Morgunblaðið - 01.06.2010, Síða 24

Morgunblaðið - 01.06.2010, Síða 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2010 ✝ Guðlaug Sigurð-ardóttir fæddist í Reykjavík 3. maí 1940. Hún lést á krabba- meinsdeild Landspít- alans 24. maí 2010. Foreldrar hennar voru Sigurður Jóns- son, fæddur 18.2. 1910, og Guðbjörg Sigurjónsdóttir, fædd 29.9. 1915. Systkini Guðlaugar eru Jón Sigurðsson, fæddur 12.5. 1938, Marta El- ísabet Sigurðardóttir, fædd 29.3. 1948, Karen Sigurð- ardóttir, fædd 14.12. 1949. Guðlaug giftist Erlingi S. Einarssyni, f. 4.10. 1938, þau skildu 1974. Börn þeirra eru Guðbjörg Erlingsdóttir, fædd 5.9. 1964, gift Bergi Heiðari Birg- issyni, saman eiga þau soninn Dag Leó Bergsson. Þóra Erlingsdóttir, f. 5.12. 1965, giftist Magnúsi Ólafs- syni, þau skildu. Saman eiga þau fjögur börn: Guðlaug Maríu Magn- úsdóttur, f. 30.3. 1986, Ólaf Magnússon f. 27.9. 1991, Margréti Eddu Magnúsdóttur, f. 22.1. 1994, Þóru Kristínu Magn- úsdóttur, f. 25.3. 2000. Einar Leó Erlingsson, f. 4.3. 1969. Sigríður Á. Erlingsdóttir, f. 11.11. 1970, hún á fjórar dætur, þær eru Guðbjörg Elísabet Sigurjónsdóttir, f. 29.7. 1992, Karen Anna Birgisdóttir, fædd 30.5. 1998, Erlín Katla Birg- isdóttir, fædd 22.12. 1999, Ylfa Kar- itas Þráinsdóttir, fædd 8.9. 2006. Guðlaug starfaði lengst af við umönnun. Fyrst um sinn að Reykja- lundi og síðar á Hjúkrunarheimilinu Skjóli, þar sem hún var enn starf- andi þegar hún lést. Útför Guðlaugar fer fram frá Langholtskirkirkju í dag, 1. júní 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Hvar á ég að byrja, upphafinu, miðjunni eða endinum. Að syrgja og kveðja mömmu er mér erfiðara en nokkur orð fá lýst. Sorgin í hjarta mínu umlykur allt. Mamma var miðj- an mín, hún gaf mér lífið og ég trúi því að fyrir henni hafi ég verið lífið. Mig langar ekki til að rifja upp ein- staka viðburði úr lífi okkar hér en mamma var elskuð og hennar verður sárt saknað af öllum sem hana þekktu. Amma Gulla var dætrum mínum mikils virði og fastur punktur í tilver- unni. Hún var það sem batt fjölskyld- una okkar saman. Ég bið algóðan Guð um frið og hvíld handa mömmu, leiðin var löng og ekki alltaf greið. Mamma stóð sig eins og hetja í erf- iðum veikindum og lét aldrei bugast. Þegar ég stóð við rúmið hennar á spítalanum þegar hún var farin, sagði ég við Guðbjörgu systur að mér þætti svo erfitt að fara frá henni. Skilja hana eina eftir í herberginu, mér fannst ég vera að bregðast mömmu. Þá sagði hún systir mín, Sigga mín, þú ert ekki að skilja mömmu eftir, þú tekur hana með þér. Mikið er það rétt, mömmu hef ég alltaf með mér í hjartanu sem er fullt af kærleika og von um að hún viti hvað ég elska hana mikið og hversu mikils virði hún var mér og stelpunum mínum. Hvíl í friði, mamma mín. Þangað til næst. Sigríður Ásdís. Elsku mamma. Ótrúlegur söknuður sækir á mig, engin mamma til að tala við eða sem hringir í mig. Það er skrýtin tilfinning að sjá þig ekki aftur og hef ég síðustu daga verið að fara í gegnum allan tím- ann sem við höfum átt saman. Ég hefði viljað að hann væri miklu lengri. Mikið hefur verið rætt og minntu systur þínar mig á loforð sem ég gaf þér þegar ég var barn um að þegar ég færi að búa og þú yrðir gömul gætir þú bara búið hjá mér. Þá rifjaðist upp fyrir mér hvers vegna. Mér fannst það nefnilega það versta sem gæti komið fyrir mig að búa ekki á sama stað og þú, en lærði það síðar eftir því sem árin liðu að það væri partur af því að eldast að flytjast burt frá móð- ur sinni. Það er akkúrat þessi sama óþægilega tilfinning sem sækir á mig nú í dag og ótrúlegt að raunin sé sú að þú sért farin. Mig langar að þakka fyrir allar þær stundir sem við höfum átt saman og ekki síst síðasta rúntsins með strákunum eins og við kölluðum það, en sú stund er mér afar kær, þar sem við dvöldum svo saman í sjö klukku- tíma. Þrátt fyrir hversu veik þú varst hlógum við mikið þennan dag enda gastu allaf séð spaugilegu hliðarnar á öllu og oft var það rætt okkar á milli að þó að ekki væri allt eins og við vild- um hafa það og tímarnir erfiðir væri alltaf hægt að læra af því. Nú veit ég að þú ert komin á góðan stað og vel verður tekið á móti þér og ég trúi því að þér líði betur. Takk fyr- ir að vera besta mamma í heimi. Þín dóttir, Þóra. Elsku besta tengdamamma. Þegar að hún Guðbjörg dóttir þín hringdi í mig og tilkynnti mér það að þú værir farin var ég staddur við veiðar við Úlf- ljótsvatn. Nákvæmlega á þeirri stundu, á þessu fallega vorkvöldi horfði ég á sólina setjast á bak við fjöll- in í Þingvallasveitinni. Þarna stóð ég úti í vatni og fylltist af sorg og söknuði. Mér leið eins og að ég hefði misst móð- ur mína. Þegar að mamma mín dó fyr- ir 7 árum síðan, sagðir þú við mig „Bergur minn. Ég skal vera mamma þín núna“. Þessum orðum þínum mun ég aldrei gleyma. Ég minnist allra skemmtilegu stundanna í Hvassaleit- inu, og hvað þú varst yndisleg við hann Dag Leó sem ólst upp fyrstu árin hjá þér og Guðbjörgu dóttur þinni. Ég á eftir að sakna þess að koma til þín í hangikjötið og grænubaunauppstúfið á jóladag og að fá himnesku púðursyk- urtertuna í eftirrétt. Þú varst ekki bara frábær tengdamamma heldur varstu góð vinkona mín og alltaf gat ég leitað til þín með ýmis mál sem að brunnu á mínu hjarta. Elsku Gulla mín, ég kveð þig með sorg í hjarta, en ég veit að þú ferð á góðan stað þar sem vel verður hugsað um þig. Kær kveðja. Þinn vinur og tengdasonur, Bergur Heiðar. Elsku amma okkar. Söknuður okkar er mikill en það er gott að vita af þér á himni horfa á okk- ur stækka og dafna, við vitum að þú hefur það gott þar sem þú ert, vænt- anlega með sveskjur og kaffibolla við höndina. Þú jafnvel lumar á smálakkr- ís sem þú endalaust gast borðað. Það sem fer um huga okkar eru all- ar þær góðu ferðir og stundir sem við áttum með þér og hversu oft þú komst okkur til að hlæja. Við horfðum á þig leggja kapal eða leysa krossgátur, já, amma, þetta gastu dundað þér við heilu og hálfu dagana. Svo við bætum nú við dýralífsþáttunum sem þú hafðir svo gaman af. Einnig voru Emil í Katt- holti, Lína langsokkur og Tommi og Jenni í miklu uppáhaldi. Þau voru ófá skiptin sem frasar úr þeim voru not- aðir okkar á milli. Það er sárt að hugsa til þess að geta ekki spjallað við þig um gömlu tímana. það kom alltaf sérstakur svipur á þig, þér þótti það svo skemmtilegt og endalaust gaman að segja frá og okk- ur að hlusta á sögurnar þínar. Elsku amma okkar, í hvert sinn sem við munum smakka á þinni frægu púður- sykurtertu þá munum við hugsa hlýtt til þín og einnig alla daga því betri ömmu er ekki hægt að hugsa sér, þú ert einstök manneskja og munt vera með okkur alla daga. Við vitum að þér er hlýtt og það er hugsað vel um þig þarna uppi og prjónaðu nú nokkra ull- arsokka á okkur hin svo þú hafir þegar þú tekur á móti okkur. Margs er að minnast, amma okkar, hangikjöt og uppstúf með grænum koma upp í hug- ann og einnig fjöldamargar bílferðirn- ar sem við fórum með þér um allar trissur. Þú varst sko til í allt fyrir okk- ur barnabörnin þín. Við vitum að þú elskaðir okkur af öllu hjarta og saknar okkar jafn mikið og við þín. Elsku amma. Við lífsins stiga ætlum að þramma og þar með okkur verður þú okkar elsku besta amma. Okkur þykir lífið svo skrýtið og margt er svo flókið í heiminum nú. Þá er alltaf gott að vita að okkur getur hjálpað þú. Þú alltaf í huga okkar ert. Þú hjörtu okkar hefur snert með góðmennsku og hjartavernd. Hér og nú ertu heimsins besta amma nefnd. Þú ert sem af himnum send. (Katrín Ruth.) Þín barnabörn, Guðlaug María, Ólafur, Margrét Edda, Þóra Kristín, Guðbjörg El- ísabet, Karen Anna, Erlín Katla, Ylfa Karitas og Dagur Leó. Minningarnar leita á hugann. Minn- ingar um Gullu systur okkar sem kvaddi þetta líf annan í hvítasunnu. Hún hafði borið sig vel þann dag og sagt að sér liði betur en undanfarna daga. Hún tók á móti fólkinu sínu á spítalanum og kíkti síðan út í sólina. Þó að við vissum vel að sjúkdómurinn væri ólæknandi fylltumst við von um að kannski væri hún að fá einhvern bata. Áður en dagurinn var liðinn var hún Gulla okkar öll. Gulla systir var falleg kona, fíngerð, lágvaxin með dökkt hár og falleg augu. Á yngri ár- um var henni gjarnan líkt við ákveðna kvikmyndaleikkonu og þótti okkur yngri systrunum mikið í það varið en hún lét sér fátt um finnast. Svo varð hún líka mikil heimskona fannst okk- ur, því aðeins fjórtán ára fór hún í sína fyrstu utanlandsferð alla leið til Bost- on. Þar dvaldi hún um tíma hjá móð- ursystur sinni. Ferðalögin urðu fleiri, nokkra mánuði var hún með fjölskyld- unni í Kaliforniu en þegar Gulla var um tvítugt fór hún til Danmerkur á húsmæðraskóla. Hún vann einnig um tíma á hóteli í Kaupmannahöfn. Síð- astliðin tuttugu og þrjú ár vann hún við umönnun á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Hún hafði gaman af því að ann- ast gamla fólkið, kunni að halda uppi samræðum og var hvers manns hug- ljúfi. Þar kom það sér vel hvað hún var áhugasöm um ættfræði og gamla tím- ann. Að vita um ættir sínar og skyld- menni fannst henni nauðsynlegt. Grúsk í gömlum pappírum og lestur góðra bóka var hluti af hennar lífi. Þegar hún var ung var hún í sveit í Lunansholti. Talaði hún oft um þá tíma og þótti henni alltaf jafn gaman að keyra austur, skoða sig um á göml- um slóðum og grennslast fyrir um fólkið sem þar bjó. Fyrir um hálfum mánuði fórum við systurnar í bíltúr upp á Vatnsenda þar sem nú hefur ris- ið stórt íbúðahverfi. Þar átti föður- bróðir okkar sumarbústað og dvaldi Gulla oft þar með frændfólkinu þegar hún var ung. Átti hún margar góðar minningar þaðan. Hún var í essinu sínu þennan dag og við ókum fram og aftur um hverfið. Fundum við marga bústaði sem Gulla þekkti frá fyrri tíma og hún mundi nákvæmlega hver hafði átt hvern þeirra. Gulla giftist Erlingi Einarssyni flugmanni en þau slitu samvistir. Þau eignuðust fjögur börn og eru barnabörnin orðin níu. Gulla og börnin hennar hafa alltaf haldið vel hópinn. Það var árviss viðburður að öll fjölskyldan fór saman í sumarbústað. Síðastliðið sumar voru þau í Borgar- firðinum en um það leyti var Gulla far- in að finna fyrir því meini sem nú hef- ur lagt hana að velli. Í veikindunum sýndi hún ótrúlegan kraft og dugnað sem aðdáunarvert var að fylgjast með. Hún lét ekki erfiðar lyfjameðferðir koma í veg fyrir heimsóknir á kaffihús eða búðaráp með frænkum sínum. Þessar samverustundir voru henni mjög mikilvægar og naut hún þeirra vel. Ástarfaðir himinhæða, heyr þú barna þinna kvak, enn í dag og alla daga í þinn náðarfaðm mig tak. (Steingr. Thorst.) Við kveðjum elsku systur okkar með söknuði og biðjum henni Guðs blessunar. Elsku Bubbu, Þóru, Einari, Siggu og fjölskyldum þeirra sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Karen og Marta Sigurðardætur. Guðlaug Sigurðardóttir ✝ Jóhanna Sæ-mundsdóttir, fyrrv. handavinnu- kennari og húsmóðir á Ísafirði, fæddist 28. ágúst 1919. Hún lést á hjúkrunarheimilinu á Vífilsstöðum 17. maí 2010. Jóhanna var dóttir Sæmundar Gríms- sonar, þá bónda í Við- vík, og unnustu hans Jóhönnu Guðrúnar Þorsteinsdóttur, en hún lést eftir fæðingu tvíbura. Jóhanna var annar þeirra. Tvíburabróðir hennar, Stein- grímur, fór í fóstur eins og Jó- hanna en dó ungur. Eftir andlát Jóhönnu Guðríðar fluttist faðir Jóhönnu til Krossavík- ur í Vopnafirði. Jóhanna fylgdi föð- ur sínum og var tekin í fóstur af hjónunum sem þar bjuggu, Sigríði, föðursystur sinni, og Sigmari Jörg- enssyni. Þau bjuggu við mikla reisn og höfðingsskap á þessu fornfræga höfuðbóli. Sjálf áttu þau fimm börn og fóstruðu tvö, hvar af annað fóst- urbarnið var Jóhanna. Á þrettánda aldursári fluttist Jó- hanna búferlum til Egilsstaða í Vopnafirði en þar hafði faðir henn- ar stofnað bú ásamt eiginkonu sinni, Helgu Methúsalemsdóttur. Systkini Jóhönnu, samfeðra, eru átta – sex drengir og tvær stúlkur. Þau eru öll á lífi. Haustið 1937 fór Jóhanna til náms á Núpi í Dýrafirði. Þaðan lá leiðin til náms í fatasaumi; fyrst til Akureyrar en síðan til Reykjavík- ur. Þar kynntist hún eiginmanni sínum, Björgvin Sighvatssyni, kennara og síðar skólastjóra. Hon- um bauðst kennarastaða við Barna- skólann á Ísafirði og stofnuðu þau Jóhanna sitt fyrsta heimili þar haustið 1943. Á Ísafirði stóð svo heimili þeirra Jóhönnu og Björg- vins til haustsins 1982 þegar þau létu bæði af störfum og fluttust til heimilis í Reykjavík. Árið 1960 tók Jó- hanna við starfi handavinnukennara stúlkna við barna- skólann; fyrst sem stundakennari, svo sem settur kennari og var loks skipuð í það starf. Hún var listfeng hann- yrðakona og hlaut iðulega lofsamleg ummæli frá náms- stjóra sökum nýjunga í námi, sem hún inn- leiddi. Síðustu æviárin voru Jóhönnu erfið. Þrátt fyrir mikla þörf fyrir umönnun bjuggu þau Björgvin og Jóhanna ávallt að sínu í eigin hús- næði og annaðist Björgvin þá um Jóhönnu í veikindum hennar af ein- stöku ástríki og nær óbilandi þreki. Loks þegar að því kom að þau þáðu í fyrsta sinn hvíldarinnlögn á Hrafnistu í Reykjavík um miðjan septembermánuð 2009 var hann orðinn sjúkur og líkamsþrekið þrotið. Aðeins mánuði síðar var hann dáinn. Jóhanna fékk þá fram- tíðarinnlögn á Hrafnistu í Reykja- vík. Á meðan beðið var eftir lokafrágangi þess húsnæðis fékk Jóhanna skjól á hjúkrunarheim- ilinu á Vífilsstöðum þar sem hún lést. Líkamsþrótti hennar hafði þá hrakað jafnt og þétt uns hún fékk hægt andlát. Einkabarn þeirra Björgvins og Jóhönnu er Sighvatur Björg- vinsson, fyrrv. alþm. og ráðherra og nú sendiherra og forstöðumað- ur Þróunarsamvinnustofnunar Ís- lands. Eiginkona hans er Björk Me- lax. Þau eiga fjögur börn, Elínu tölvunarfræðing, Björgvin hag- fræðing, Rúnar flugvirkja og Bryn- dísi yfirflugfreyju á Kýpur, sem er barn Bjarkar frá fyrra hjónabandi en ólst upp á heimili þeirra Sig- hvats. Útför Jóhönnu fer fram frá Nes- kirkju í dag, 1. júní 2010, og hefst athöfnin kl. 15. Það er dálítið skrýtið að kona sem hefur verið manni nákomin í áratugi skuli vera farin til annars heims en þannig er það. Ég kynntist Hönnu fyrst á Ísafirði þótt ég hafi vitað af henni áður, en sökum þess hvað hún fór ung frá Vopnafirði var það fyrir mitt minni. Það var mikið lán fyrir mig að eiga hana að frá fyrstu tíð á Ísafirði, jafnmikil mannkostakona eins og hún var. Það var líka heppilegt að lengst af bjuggum við í næsta ná- grenni hvor við aðra, þannig að við hittumst nær daglega, skruppum í kaffi hvor til annarrar til að ræða um tilveruna í það og það skiptið. Hanna var handavinnukennari í grunnskólanum, enda mjög flink og listræn í allri handavinnu og allt sem hún gerði hafði einstaklega fal- legt yfirbragð. Ég gat líka spurt hana ráða um flest, því hún kunni svör við hlutunum. Það var líka margt sem var rætt um og ráðið fram úr við eldhúsborðið hennar Hönnu og borðið var þeirrar náttúru að við það fundust venjulega svör. Eftir að við vorum öll flutt til Reykjavíkur hittumst við ekki eins oft en alltaf var samband með sím- tölum og heimsóknum þegar við var komið og alltaf eins og við hefðum hist síðast í gær. Það er mikil gæfa að eiga að vin- um fólk eins og Hönnu og Björgvin og eiga með þeim samleið í áratugi og aldrei bar þar skugga á. Nú þeg- ar þau eru bæði farin er mér í huga innilegt þakklæti fyrir samfylgdina og allar ánægjustundirnar sem við áttum saman og alla umhyggjuna fyrir mér og mínu fólki. Fyrir mína hönd, Rúriks og dætra okkar, Guðlaug Björnsdóttir. Jóhanna Sæmundsdóttir Elsku afi okkar. Mikið erum við sorg- mæddir að vera búnir að missa þig, elsku afi, það verður svo skrítið að fara ekki í heimsókn til þín og sitja saman og spjalla um fótbolt- ann og lífið. Þú sagðir okkur sögur frá þínum æskuárum og það var svo gaman að heyra það frá þér hvernig þetta var þá og þú varst Garðar Óli Arnkelsson ✝ Garðar Óli Arn-kelsson fæddist 17.4. 1931. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eir hinn 14.5. 2010. Garðar var jarð- sunginn frá Fossvogs- kirkju 21. maí 2010. alltaf svo hissa að heyra hvað hlutirnir hafa breyst, þér fannst það svo merki- legt. En núna vitum við að þér líður betur og ert kominn til hennar ömmu Diddu og þá líður okkur vel að vita af þér hjá henni. Með sorg í hjartanu kveðjum við þig, elsku afi, og þökkum þér fyrir þær stundir sem við áttum með þér. Minning þín mun alltaf vera í okkar hjörtum. Þínir afastrákar, Ingi Þór, Darri Már og Ingólfur Andri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.