Fréttablaðið - 04.10.2011, Síða 1
veðrið í dag
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
Sími: 512 5000
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl - júní 2011
ms.is
Nýtt HVÍTA
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
Gráða & feta
ostateningar í olíu
•
•
•
•
•
Þriðjudagur
skoðun 12
2 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Allt
Geðhjálp
4. október 2011
231. tölublað 11. árgangur
ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2011
GEÐHJÁLP
Elín Ósk Reynisdóttir hefur upplifað svo alvarlegt þunglyndi að oftar en einu sinni var hún nærri dauðanumMeð é
verkfræði, á bara einn kúrs eftir þar og fékk því að byrja strax í meistaranáminu. Ég hef alltaf haftáhuga á umh
EINKENNI ÞEGAR ÍÞRÓTTUM LAUKElín segist alltaf hafa verið ff i i
og ég ákvað að e d
Veikindin eru sársaukafull reynsla en ekki glötuð ár
Elín Ósk Reynisdóttir er í meistaranámi í umhverfisverkfræði en hún segist alltaf hafa haft áhuga á umhverfinu sem og stærðfræði.
MYND/ANTON
ALLTAF VERIÐ HALDIN RÍKRI RÉTTLÆTISKENND Björt Ólafsdóttir, formaður Geð-hjálpar, ætlar að taka til hendinni í geðheilbrigðismálum á Íslandi.
Síða 5
LÍKT OG VERIÐ SÉ AÐS
MIKILVÆGT AÐ FÓLK ÞEKKI RÉTTINDI SÍNRéttindagæslumenn fatlaðra voru skipaðir um land allt í maí síðastliðnum.
Síða 4
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512 5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457
FLOTTUR
teg 9066 - þunnur en styður vel í C D
skálum á kr. 4.600,- buxur í stíl á kr. 1.995,-
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366
Opið mán.-fös. 10-18.
Opið á laugardögum 10-14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is
MISTY er nú á ferð um landið, næsti
viðkomustaður er Húsavík hjá Önnu RúnuTÖFF FÖT á Garðarsbraut dagana 4. til 11.okt
Sölustaðir:10 -11, Inspired í Flugstöðinni, Samkaup, Nettó, Kaskó, Fjarðarkaup, Skeljungsbúðirnar, Olís, N1, Kaupfélag V- Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga,Verslunin Vísir, Bláa lónið, Hreyfing, Krambúðin, Fiskbúðin Freyja, Melabúðin.
ÍSLENSK FÆÐUBÓT
BITAFISKUR
-næring fyrir líkama og sál
Hlynur Gunnnarsson er heimsmethafi í greininni „skateboard stationary manual“.
Alþjóðlega íshokkímótið Ice Cup
verður haldið í Egilshöll um næstu helgi
og munu íslensk og kanadísk íshokkílið
etja þar kappi. Mikil eftirvænting ríkir
meðal leikmanna, meðal annars vegna
komu Sami Jo Small sem er þrefaldur
Ólympíumeistari kvenna.
Setti heimsmet í annað sinn
Þ etta er sætur sigur og líka mikill léttir,“ segir Hlynur Gunnarsson, sem gerði sér lítið fyrir og setti heimsmet í „skateboard stationary manual“ í versluninni Brimi í Kringlunni um helgina. Metið fólst í því að standa sem lengst á framdekkjum á hjólabretti án þess að afturdekkin snertu jörðina. Hlynur hélt jafnvægi í 7,59 mínútur.Þetta er í annað sinn sem Hlynur
setur heimsmet í greininni. Í desember á síðasta ári bætti hann met bandaríska hjólabrettamanns-ins Rob Dyrdek. Sá var með 0,49 mínútur en Hlynur náði 3,05 mínútum. Í kjölfarið fékk hann skjal frá Guinness World Records því til stað-festingar. Sú sæla var hins vegar skammvinn því mánuði síðar var metið slegið af öðrum Bandaríkjamanni, Adam Zisa, með tímann 4,55 mínutur. Upp frá því varð Hlynur ákveð-inn í að endurheimta titilinn.
3
Í klóm svindlara
Ásmundur Jónsson
fórnarlamb óprúttinna
svikahrappa á netinu.
fólk 34
Ólöf Rún
Skúladóttir 50 ára
Heldur upp á daginn í París.
tímamót 18
Forvörn gegn einelti
Ásthildur Bj. Snorradóttir
hefur gefið út forvarnabók
fyrir börn í Bandaríkjunum.
allt 2
ÚRKOMA N-TIL Í dag verða víða
norðan 8-13 m/s, hvassast við
N- og SA-ströndina. Rigning eða
slydda N-til en þurrt syðra.
Hiti 1-9 stig.
VEÐUR 4
3 2
6
10
5
Hetjur Framara
Rætt við Bretana sem
björguðu Fram frá falli á
ævintýralegan hátt.
sport 30
FÓTBOLTI Forráðamenn KSÍ hafa
verið þöglir sem gröfin varðandi
málefni nýs landsliðsþjálfara en í
gær staðfesti Geir Þorsteinsson,
formaður KSÍ, að sambandið væri
í viðræðum
við hinn 63 ára
gamla Svía Lars
Lagerbäck.
Svíinn reyndi
gerði frábæra
hluti með lands-
lið heimalands-
ins á sínum tíma
og kom því á
fimm stórmót
í röð. Margir vilja sjá hann sem
arftaka Ólafs Jóhannes sonar en
Ólafur stýrir landsliðinu í síðasta
skipti í Portúgal á föstudag.
Lagerbäck vildi í samtali við
Fréttablaðið í gær ekki tjá sig um
viðræðurnar við KSÍ fyrr en að
þeim loknum. Hann segist vilja
halda trúnað. Lagerbäck hafði
áður lýst yfir áhuga á starfinu í
samtali við Fréttablaðið.
- hbg / sjá síðu 30
Leitin að landsliðsþjálfara:
KSÍ ræðir við
Lagerbäck
LARS LAGERBÄCK
VÍSINDI Eyðing ósonlagsins yfir
norðurheimskautinu í ár var svo
mikil að nú er í fyrsta sinn hægt
að tala um að gat hafi myndast þar.
Eins og alkunna er hefur verið
gat á ósonlaginu yfir suður-
heimskautinu síðustu ár en fyrir
sérstakar veðuraðstæður hefur
það nú þynnst um allt að 80 pró-
sentum yfir norðurheimskautinu.
Þetta kemur fram í frétt breska
ríkisútvarpsins BBC.
Þessa þróun má rekja til
óvenjulangra kuldaskeiða í
háloftunum, sem stóðu frá des-
ember fram í apríl, en við slíkar
aðstæður eru ósoneyðandi efni
virkari en ella.
Í fræðigrein sem birtist í tíma-
ritinu Nature segir að ástæðurnar
bak við þessi veðrabrigði séu þó
ekki ljósar og það sé rannsóknar-
efni út af fyrir sig.
Ósonlagið ver jörðina fyrir
útfjólubláum geislum sólar innar
sem geta valdið húðkrabbameini
og öðrum kvillum. Notkun slíkra
efna var takmörkuð og loks
bönnuð undir lok síðustu aldar
en þau munu enn hafa áhrif um
ókomin ár.
Talið er að ósonlagið verði
ekki búið að ná sér að fullu, upp
að sama marki og var fyrir iðn-
væðingu, fyrr en um miðja þessa
öld. - þj
Rannsóknir á þynningu ósonlagsins leiða í ljós sláandi þróun síðustu mánuði:
Nýtt ósongat yfir norðurskauti
ALÞINGI Jóhanna Sigurðardóttir
forsætisráðherra sagði í stefnu-
ræðu sinni í gær að forseti lýð-
veldisins yrði að virða stefnu rétt-
kjörinna stjórnvalda. Forsetinn
þyrfti að vera hafinn yfir dægur-
þras stjórn málanna, enda væri hann
sameiningar tákn þjóðarinnar.
Ólafur Ragnar Grímsson hefur
gagnrýnt ríkisstjórn Jóhönnu
Sigurðar dóttur fyrir undanláts-
semi í Icesave-málinu. Forsætis-
ráðherra tilkynnti í síðasta mánuði
að hún hygðist ræða þau ummæli
við forsetann. Sá fundur hefur farið
fram, samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins.
Ríkisráð fundaði í gær en gagn-
rýni forsetans á ríkisstjórnina bar
ekki þar á góma.
Jóhanna sagði í stefnuræðu sinni
að stjórnarskráin legði forsetanum
ákveðnar stjórnarathafnir í
hendur, í orði kveðnu, en ráðherrar
bæru jafnframt ábyrgð á þeim.
Óumdeilan legt væri að forsetinn
hefði frelsi til að tjá sig opinberlega.
Hann yrði þó að virða í orði og verki
stefnu réttkjörinna stjórnvalda.
„Það verður ekki ráðið af stjórn-
skipun landsins að gert sé ráð fyrir
því að forseti lýðveldisins tali fyrir
öðrum áherslum í pólitískum álita-
málum en þeim sem stjórnvöld hafa
mótað,“ sagði Jóhanna.
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra sagði í ræðu sinni að
forseti lýðveldisins gæti gert betur
í sínum athöfnum. Það sagði hann
reyndar líka um þingheim allan og
fleiri aðila í samfélaginu, þar með
talda fjölmiðla.
Svandís Svavarsdóttir, um -
hverfis-, mennta- og menningar-
málaráðherra, gagnrýndi for setann
einnig í gær. Hún sagði honum
ætlað að flytja boðskap sam einingar
og samstöðu en það hefði brugðist
við þingsetningu á laugardag.
„Forsetinn tók til máls sem
stjórnmálamaður en ekki forseti,
þingheimur átti þess ekki kost að
svara honum á þessum vettvangi,
heldur sátum við sem þægur skóla-
bekkur undir ræðunni.“
- kóp / sjá síðu 4
Forseti virði stjórnarstefnu
Forsætisráðherra segir forseta Íslands verða að virða stefnu og stjórnarframkvæmd réttkjörinna stjórn-
valda. Ráðherra hefur átt fund með forsetanum vegna ummæla hans um stefnu ríkisstjórnarinnar.
Ólafur Ragnar Grímsson var harðorður í garð ríkisstjórnarinnar vegna Icesave
í septemberbyrjun. Í viðtali við Ríkisútvarpið sagði hann að betra hefði verið
að bíða eftir því hvað kæmi út úr þrotabúi Landsbankans en að beygja sig
fyrir fáránlegum kröfum Breta og Hollendinga um ábyrgð Íslendinga fyrir
skuldinni.
„Það var ekki gert heldur var bara látið undan þessum þrýstingi. Menn
beygðu sig fyrir þessu ofbeldi af hálfu Evrópuþjóðanna og samþykktu fyrst
samning sem var svo óheyrilegur að ekki aðeins hrópaði íslenska þjóðin hann
af heldur hlupu Bretar og Hollendingar frá honum strax nokkrum mánuðum
eftir að ákveðið var að setja þessa þjóðaratkvæðagreiðslu.“
Sagði ríkisstjórnina hafa beygt sig
RAUÐUR LOGINN BRANN Hundruð manna komu saman á Austurvelli í gær til mótmæla á
meðan forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína. Mótmælin fóru friðsamlega fram að sögn lögreglu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON