Fréttablaðið - 04.10.2011, Page 6
4. október 2011 ÞRIÐJUDAGUR6
Frá kr. 124.900
Frábært tilboð!
Heimsferðir bjóða frábært tilboð á allra síðustu sætunum í 10 nátta ferð
til Marmaris í Tyrklandi þann 9. október. Í boði er m.a. frábært sértilboð á
Hotel Romance ***+ með hálfu fæði á ótrúlegum kjörum.
Einnig önnur mjög góð gisting á sérstökum sérkjörum.
Verð kr. 124.900 – 10 nætur með hálfu fæði
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2 – 11 ára, í herbergi á Hotel Romance
***+ í 10 nætur með hálfu fæði. Netverð á mann í tvíbýli kr. 139.900
Tyrkland
9. október í 10 nætur
Helgarnámskeið fyrir skapandi fólk
1. Olíumálunarnámskeið með Þuríði Sigurðardóttur á Sólheimum í
Grímsnesi 7. - 9. október
2. Ljósmyndanámskeið með Grétu Guðjónsdóttur á Búðum á
Snæfellsnesi 21.-23. október
3. Vatnslitanámskeið með Derek Mundell á
Sólheimum í Grímsnesi 29. - 30. október
Nánari upplýsingar
á www.arttravel.is
SAMFÉLAGSMÁL Hátt í helming-
ur sextán og sautján ára fram-
haldsskólanema, sem tekur þátt
í rannsóknum tengdum forvörn-
um, segist aðspurður hafa verið
ölvaður á síðustu þrjátíu dögum.
Hlut fallið meðal nemenda í
tíunda bekk grunnskóla er ein-
ungis níu prósent.
Þetta sýnir að ölvunardrykkja
ungmenna eykst hratt eftir
að grunnskóla lýkur, að því er
segir í tilkynningu um Forvarna-
daginn 2011, sem haldinn verður
á morgun, 5. október.
Þá munu fara fram um ræður
nemenda í grunnskólum um
hugmyndir þeirra og tillögur að
nýbreytni í æskulýðs- og íþrótta-
starfi, fjölskyldulífi og öðrum
þáttum sem eflt geta forvarnir.
Hugmyndirnar eru teknar saman
í skýrslu sem birt verður á vef-
síðu dagsins, forvarnardagur.is.
Þá verður einnig efnt til sam-
keppni um myndband sem hald-
ið getur ungu fólki frá áfengi
sem lengst, eða jafnvel alfar-
ið. Sú samkeppni er opin öllum
nemendum í framhaldsskólum
og jafnframt nemum í 9. og 10.
bekk grunnskóla. Verðlaun verða
veitt fyrir bestu myndböndin og
nema þau samtals hálfri milljón
króna. Frestur til að skila inn
myndbandi rennur út 1. nóvem-
ber. - sh
Efnt til myndbandasamkeppni meðal ungmenna í tilefni Forvarnadagsins 2011:
Drykkja rýkur upp í framhaldsskóla
ALLIR LEGGJA SITT AF MÖRKUM Meðal
þeirra sem kynntu Forvarnadaginn 2011
fyrir fjölmiðlamönnum í gær voru Ólafur
Ragnar Grímsson forseti og Jón Gnarr
borgarstjóri.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FJÁRMÁL Tæplega 26 þúsund ein-
staklingar á Íslandi voru í alvar-
legum vanskilum nú um mán-
aðamótin, samkvæmt tölum
Creditinfo. Af 25.685 einstakling-
um hafa 572 verið úrskurðaðir
gjaldþrota.
Alvarleg vanskil varða í flestum
tilvikum kröfur sem eru komnar
í milli- eða löginnheimtu. Þá hafa
mörg mál farið fyrir dóm og sýslu-
mannsembætti.
Fleiri karlar en konur eru í
alvarlegum vanskilum, tæplega
sautján þúsund á móti tæpum níu
þúsund konum. Ellefu prósent
karla yfir átján ára aldri eru í van-
skilum. 5,9 prósent kvenna eru í
alvarlegum vanskilum og samtals
eru 8,5 prósent allra einstaklinga
yfir 18 ára aldri í vanskilum.
Flestir þeirra sem eru í alvar-
legum vanskilum eru ein hleypir
karlar, rúmlega ellefu þúsund.
Tæplega þrjú þúsund ein hleypar
konur eru í vanskilum auk þess
sem rúmlega 2.400 einstæðar
mæður eru á skrá. Tæplega 400
einstæðir feður eru á vanskila-
skránni, 1.800 barnlaus pör í
hjónabandi eða sambúð og þrjú
þúsund pör með börn.
Hlutfallslega flestir eru í alvar-
legum vanskilum á Reykjanesi. Þá
eru hlutfallslega flestir á aldrin-
um 40 til 49 ára í vanskilum, eða
11,2 prósent. Fólk á aldrinum 30 til
39 ára er 11,1 prósent þeirra sem
eru í vanskilum. - þeb
Tæplega 26 þúsund einstaklingar voru í alvarlegum vanskilum 1. október:
Flestir í vanskilum á Reykjanesi
Fæstir í vanskilum á Norðurlandi vestra
Búseta Fjöldi Fjöldi í alvarl. vanskilum %
Austurland 9.327 606 6,5
Höfuðborgarsvæðið 152.033 14.224 9,4
Norðurland eystra 20.264 1.223 6,0
Norðurland vestra 6.331 375 5,9
Reykjanes 15.159 2.388 15,8
Suðurland 17.209 1.633 9,5
Vestfirðir 5.341 461 8,6
Vesturland 11.291 879 7,8
Erlendis 63.831 3.896 6,1
VIÐSKIPTI Fyrirtækið Pacific
Water & Drinks, sem er í eigu
Jóns Ólafssonar, hefur fest
kaup á kínversku fyrirtækja-
samsteypunni
China Water &
Drinks. Sam-
steypan saman-
stendur af níu
fyrirtækjum
sem starfa í
Kína og Hong
Kong.
„Það er með
gríðarlegri
ánægju sem við tilkynnum um
þessi kaup,“ segir Jón og bætir
við: „Þessi fyrirtæki verða
grunnur Pacific Water & Drinks
og munu, ásamt reynslu okkar
af dreifingu og átöppun, gera
okkur kleift að nýta þau gríðar-
legu tækifæri sem eru til staðar á
kínverska markaðnum.“ - mþl
Jón Ólafsson stórtækur:
Kaupir níu
fyrirtæki í Kína
REYKJAVÍK Á að vera ein helsta við-
burðaborg Norður-Evrópu.
REYKJAVÍKURBORG Hafinn er undir-
búningur að stofnun sérstakrar
ráðstefnuskrifstofu á vegum
Reykjavíkurborgar.
„Ferðaþjónusta tengd ráð-
stefnum, fundum og alþjóðleg-
um viðburðum af ýmsu tagi er
eitt mikilvægasta sóknarfæri
Reykjavíkur á næstu árum,“
segir í greinargerð borgarstjóra
með tillögunni um stofnun ráð-
stefnuskrifstofunnar. Þar segir
einnig að yfirlýst markmið sé að
gera „Reykjavík að einni af eftir-
sóttustu ráðstefnu- og viðburða-
borgum í norðanverðri Evrópu“.
Upphafsframlag borgarinnar
er fimm milljónir króna og ráða á
verkefnisstjóra að undirbúningn-
um. Vonast er til að hagsmuna-
aðilar komi að verkefninu og þre-
faldi framlag borgarinnar. - gar
Borgin ræður verkefnisstjóra:
Ný skrifstofa
fyrir ráðstefnur
Ljósmæður styðja löggur
Ljósmæðrafélag Íslands styður launa-
kröfur lögreglumanna og hvetur ríkið
til að mæta kröfum þeirra. Í tilkynn-
ingu frá félaginu segir að mikilvægi
starfa lögreglumanna sé öllum ljóst
og eðlilegt sé að þeir geti framfleytt
sér á grunnlaunum.
KJARAMÁL
JÓN ÓLAFSSON
LANDSDÓMUR Landsdómur hefur
vísað frá tveimur liðum af sex í
ákæru á hendur Geir H. Haarde,
fyrrverandi forsætisráðherra.
Niðurstaðan er endanleg og málið
verður nú tekið til efnislegrar með-
ferðar.
Liðirnir tveir sem vísað er frá
dómi eru þeir fyrstu í ákærunni,
númer 1.1 og 1.2. Sá fyrri kveður á
um að Geir hafi sýnt af sér alvar-
lega vanrækslu á starfsskyldum
sínum sem forsætisráðherra and-
spænis hættum á fjármálamarkaði.
Í þeim síðari er Geir gefið sök
að hafa ekki átt frumkvæði að því
að gerð yrði „heildstæð og fagleg
greining á fjárhagslegri áhættu
sem ríkið stóð frammi fyrir vegna
hættu á fjármálaáfalli“.
Landsdómur fellst á þau rök
Andra Árnasonar, verjanda Geirs,
að þessir ákæruliðir séu of almennt
og óljóst orðaðir til að hann geti
með góðu móti gripið til varna
gegn þeim. Hins vegar sé ákæran
að öðru leyti skiljanleg, nægilega
rökstudd og ekki gölluð að því leyti.
Eftir standa því fjórir ákæru liðir,
sem snúa að meintri vanrækslu
Geirs við að tryggja markvisst
starf samráðshóps um fjármála-
stöðugleika, að draga ekki úr stærð
bankakerfisins, að stuðla ekki að
flutningi Icesave-reikninganna til
Íslands og halda ekki ríkisstjórnar-
fundi um mikilvæg málefni.
Öðrum frávísunarástæðum
Andra og Geirs er hafnað. Þeir
töldu að rannsókn málsins væri
verulegum annmörkum háð, Sig-
ríður Friðjónsdóttir saksóknari
væri vanhæf vegna afskipta af
undirbúningi ákærunnar á Alþingi,
reglur um málarekstur fyrir lands-
dómi væru svo óljósar að það bryti
á rétti Geirs og að það hefði brotið
gegn jafnræðisreglu stjórnar-
skrárinnar að höfða aðeins mál
á hendur Geir en ekki fleiri ráð-
herrum.
Öllu þessu er landsdómur ósam-
mála. Einn dómaranna fimm-
tán, Ástríður Grímsdóttir héraðs-
dómari, skilar þó sératkvæði og
vill vísa málinu frá í heild sinni
vegna vanhæfis saksóknara.
Sigríður Friðjónsdóttir saksókn-
ari segir niðurstöðuna líklega ekki
breyta öllu fyrir málareksturinn,
enda sé tekið fram í úrskurðin-
um að áfram skuli litið til inni-
halds fyrsta liðarins til fyllingar
öðrum ákæruliðum og auk þess að
liður 1.2 taki að miklu leyti til hins
sama og sá næsti á eftir, sem ekki
er vísað frá. stigur@frettabladid.is
Kvarnast úr ákæru
Alþingis gegn Geir
Landsdómur vísar frá tveimur liðum af sex í ákæru gegn Geir H. Haarde. Þykja
of almennir og óljósir. Breytir ekki öllu, segir saksóknari. Einn dómari af fimm-
tán skilar sératkvæði og vill vísa málinu frá í heild vegna vanhæfis saksóknara.
BLENDNAR TILFINNINGAR Geir er enn á sakamannabekk en gæti þó þurft að bíða
fram á nýtt ár með að bera vitni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Áfangasigur en jafnframt vonbrigði
Geir H. Haarde sendi frá sér yfirlýsingu vegna úrskurðarins í gær og fagnaði
því að tveimur liðum skyldi vísað frá. „Ég lít á það sem áfangasigur því um
er að ræða tvo veigamestu ákæruliðina og jafnframt þyngstu sakargiftirnar,“
segir í yfirlýsingu hans.
„Ég og lögmaður minn höfðum á hinn bóginn talið tilefni til að vísa
málinu frá í heild og að því leyti veldur niðurstaðan vonbrigðum.“ Hins vegar
hafi verið nauðsynlegt að fá mat dómsins á því hvort málsmeðferðin hafi
uppfyllt skilyrði laga, meðal annars með tilliti til þess hvernig skuli haga
svona málum í framtíðinni. Nú hyggist hann sýna fram á sakleysi sitt.
„Ég verð þá loks yfirheyrður fyrir dómi ásamt tugum annarra einstaklinga
sem málinu tengjast. Vonandi gengur þá greiðlega að leiða hið sanna í ljós í
málinu. Ég ber sem fyrr fullt traust til réttarkerfisins í landinu.“
Er réttlætanlegt að kasta
eggjum í þingmenn í mótmæl-
um við þingsetningu?
Já 40,2%
Nei 59,8%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Sóttir þú einhverjar sýningar á
RIFF-kvikmyndahátíðinni?
Segðu þína skoðun á visir.is
KJÖRKASSINN