Fréttablaðið - 04.10.2011, Qupperneq 10
4. október 2011 ÞRIÐJUDAGUR10
FRÉTTASKÝRING: Hvaða áhrif hafa fjárlögin 2012?
Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík
Sími 590 2100 · askja.is
Opið virka daga frá 9 -18.
Laugardaga frá 12-16.
Verð kr. 2.390.000
Audi A3
árg. 2007, ekinn 40 þús. km
1595cc, bensín, beinsk.
Álfelgur
Lítið ekinn gullmoli
Verð kr. 4.590.000
Volkswagen Tiguan 4x4
árg. 2008, ekinn 38 þús. km
1968cc, dísel, sjálfsk.
Álfelgur
Bakkvari
Verð kr. 2.290.000
Volkswagen Golf
árg. 2008, ekinn 55 þús. km
1600cc, bensín, beinsk.
Álfelgur
Skyggðar rúður
Verð kr. 3.890.000
Audi A6
árg. 2008, ekinn 78 þús. km
1984cc, bensín, sjálfsk.
Álfelgur
Skyggðar rúður
Verð kr. 1.590.000
Peugeot 307
árg. 2006, ekinn 57 þús. km
1400cc, bensín, beinsk.
Álfelgur
Sparneytinn og vel með farinn
Verð kr. 1.990.000
Honda Accord
árg. 2006, ekinn 76 þús. km
1998cc, bensín, sjálfsk.
Álfelgur
Skyggðar rúður
Verð kr. 1.190.000
Isuzu Trooper 4x4
árg. 2002, ekinn 221 þús. km
3000cc, dísel, beinsk.
Vel með farinn
Hokinn af reynslu
Verð kr. 3.450.000
Hyundai Santa Fe
árg. 2009, ekinn 152 þús. km
2200cc, dísil, sjálfsk.
Álfelgur
Hlaðinn aukabúnaði
Verð kr. 3.490.000
Volkswagen Passat
árg. 2007, ekinn 36 þús. km
2000cc, dísel, sjálfsk.
Álfelgur
Þakbogar
Verð kr. 2.590.000
Mitsubishi L200 Instyle 4x4
árg. 2006, ekinn 111 þús. km
2477cc, dísel, beinsk.
Pallhús
Dráttarkrókur
Verð kr. 4.690.000
Nissan Pathfinder 4x4
árg. 2007, ekinn 106 þús. km
2488cc, dísel, sjálfsk.
Álfelgur
Skyggðar rúður
Tilbo
ðsve
rð
kr. 89
0.000
!
Verð kr. 3.450.000
Nissan Qashqai SE
árg. 2009, ekinn 41 þús. km
2000cc, bensín, sjálfsk.
Álfelgur
Skyggðar rúður
Nánar á www.askja.is
Mercedes-Benz A150
árg. 2006, ekinn 55 þús. km
1500cc, bensín, beinsk.
Tilbo
ðsve
rð
kr. 1.
790.0
00!
Verð kr. 2.090.000
Álfelgur
Framdrif
Forstjóri Landspítala segir að
draga verði úr þjónustu spítalans
til að mæta kröfum fjárlaga 2012
um niðurskurð. Lögreglustjóri
höfuðborgarsvæðisins segir ekki
endalaust hægt að taka til í rekstr-
inum. Rektor Háskóla Íslands segir
allt koma til greina við niðurskurð,
jafnvel uppsagnir.
Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga verður
skorið niður um þrjú prósent til almennrar
þjónustu og 1,5 prósent í velferðarmálum
árið 2012. Steingrímur J. Sigfússon fjármála-
ráðherra segir að fjárlögin einkennist af
aðhaldi frekar en miklum niðurskurði. Ljóst
er hins vegar að starfsemi fjölda stofnana
mun breytast, enda hefur verið rík krafa um
niðurskurð undanfarin ár og því óvíða hægt
um vik í frekari niðurskurði.
Róttækar breytingar
Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir
fjárlögin þýða róttækar breytingar á rekstri
spítalans. Þegar sé búið að skera óheyrilega
mikið niður í rekstrinum.
„Það er alveg ljóst að þetta er það mikill
peningur að eitthvað verður að láta undan.
Það var það erfitt að ná fram fjárhagsáætlun
fyrir þetta ár og við vissum að það var ekk-
ert meira eftir. Við fórum alveg út á ystu nöf
í alls konar hlutum og höfum verið að fylgja
því eftir mánaðarlega og reyna að finna eitt-
hvað meira sem við getum gert. Það er ekk-
ert meira að hafa.“
Framlög til Landspítalans verða 630
milljón krónum lægri á næsta ári en því yfir-
standandi. Það nemur 1,9 prósentum af ríkis-
framlagi og 1,6 prósentum af heildartekjum
spítalans. Björn segir þetta mikla upphæð,
ekki síst í ljósi þess að frá árinu 2007 hafi
framlög til spítalans verið skorin niður um 23
prósent. Gengisþróun skýri hluta af því, en
í krónum talið nemi niðurskurður frá árinu
2008 17 prósentum.
Björn segir að eftirspurn eftir þjónustu
spítalans hafi aukist árið 2011. Daglega séu
að meðaltali 41 fleiri sjúklingur liggjandi
á spítalanum en í fyrra. Óvíst sé hver sé
skýringin, en einhverjir hafi það á tilfinn-
ingunni að erfiðara sé að fá þjónustu annars
staðar og því leiti fleiri á Landspítalann.
Krafa um minni þjónustu
Ekki er ljóst hvernig brugðist verður við
kröfu um niðurskurð. Ákvörðun um það
verður tekin í þessum mánuði. Þriggja mán-
aða fyrir vara þurfi til að færa fólk til í starfi
og komi til uppsagna sé uppsagnarfrestur
almennt 3 til 6 mánuðir.
„Það verður að hætta með eitthvað, minnka
einhvers staðar og loka. Við erum með starf-
semi á svo svakalega mörgum stöðum að við
verðum að hætta með eitthvað.
Það eru kannski einhverjir hlutir sem við
getum lagað áfram, en það er nokkuð sem
við erum að gera alla daga. Það er hins vegar
ekki verið að skera neina fitu lengur. Það er
krafa í frumvarpinu að við veitum minni
þjónustu. Það er ekkert flóknara en það.“
Ætlum ekki í uppsagnir
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er gert
að skera niður um 1,5 prósent á næsta ári.
Að auki bætist viðbótarkostnaður við rekst-
urinn, svo sem vegna tölvuleyfa og ýmislegs
annars. Stefán Eiríksson lögreglustjóri segir
lögregluna verða að sníða sér stakk eftir
vexti. Ekki eigi að segja upp fólki. Morgun-
ljóst sé hins vegar að þetta þýði breytingar
á rekstrinum.
„Við höfum á undanförnum árum skorið
mjög hraustlega niður með ágætis árangri.
Okkur hefur tekist á undanförnum árum ekki
bara að halda okkur innan ramma fjárlaga,
heldur greitt niður halla sem hefur safnast
upp, meðal annars vegna mótmæla og óeirða
við þinghúsið. Það er ekki endalaust hægt að
taka til og breyta skipulagi eins og við höfum
verið að gera. það hlýtur að koma að því að
það verður að breyta þjónustunni.“ Löngu sé
komið á þann tímapunkt.
Stefán segir að niðurskurður hafi hafist
hjá embættinu strax í árslok 2008. Deildum
hafi verið lokað, laun lækkuð og dregið úr
yfirvinnu, svo eitthvað sé nefnt. „Þú skerð
ekki niður um á þriðja tug prósenta í lög-
gæslu án þess að það komi niður á þjónust-
unni, það segir sig sjálft.“
Allt kemur til greina
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla
Íslands, segir að ekki verði auðvelt að
bregðast við kröfu um niðurskurð. Þetta sé
fjórða árið í röð þar sem niðurskurðar er
krafist, en nú nemur krafan 2 prósentum,
eða 185 milljónum króna.
Hækkun innritunargjalda er lög bundin
og ekki er gert ráð fyrir henni í frum-
varpinu. „Það sem gerir okkur sérstaklega
mjög erfitt fyrir er að á sama tíma og raun-
fjárveitingar til skólans hafa lækkað um 18
prósent hefur nemendum fjölgað um 20 pró-
sent. Við erum því með mörg hundruð nem-
endur sem ekki er greitt með.“
Kristín segir lítið annað í boði en að
minnka starfsemina. Það sé hins vegar
erfitt, því lítið sé um fámenn námskeið eftir
þessa miklu fjölgun nemenda. Endanlegar
ákvarðanir verði teknar í byrjun desember,
en allt komi til greina, jafnvel uppsagnir.
Niðurskurður þýðir minni þjónustu
LANDSPÍTALI Fjárlagafrumvarpið er krafa um minni þjónustu í heilbrigðiskerfinu að mati Björns Zoëga,
forstjóra Landspítalans. Hann segir ljóst að einhverri starfsemi verði að hætta. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
STEFÁN
EIRÍKSSON
KRISTÍN ING-
ÓLFSDÓTTIR
Kolbeinn Óttarsson
Proppé
kolbeinn@frettabladid.is
BJÖRN ZOËGA