Fréttablaðið - 04.10.2011, Qupperneq 12
12 4. október 2011 ÞRIÐJUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
B
ankarnir njóta lítilla vinsælda þessa dagana. Það mátti sjá
á kröfuspjöldum á Austurvelli í gærkvöldi og ekki síður
heyra í ræðum þingmanna í umræðum um stefnuræðu for-
sætisráðherra. Þeir stukku hver af öðrum upp á vagninn og
dembdu sér yfir bankana í sameiginlegu lýðskrumskasti.
Fremstur í flokki fór forsætisráðherrann, sem talaði í öðru orðinu
um mikilvægi þess að endurreisa fjármálakerfi landsins en í hinu
að hún skildi vel þá reiði sem beindist að bönkunum og gagnrýndi
„ótrúlegar tölur“ um „ofurhagnað“
þeirra. Forsætisráðherrann hvatti
bankana til að lækka vexti og skila
einhverju af hagnaðinum aftur til
samfélagsins.
Bjarni Benediktsson, for-
maður Sjálfstæðisflokksins, var
á sömu slóðum og sagði fréttir af
hagnaði bankanna valda „ólgu og
von brigðum“, af því að búið hefði verið að segja fólki að svigrúmi
bankanna til að lækka skuldir heimila og einstaklinga hefði verið ráð-
stafað og rúmlega það.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins,
var síðan við sitt sama heygarðshorn og heimtaði almenna skulda-
leiðréttingu á kostnað bankanna eina ferðina enn.
Það hlýtur að minnsta kosti að mega gera þá kröfu til forsætis-
ráðherrans að hún viti hvernig hagnaður bankanna er til kominn og
hvaða mælikvarða stjórnsýslan, sem hún stýrir sjálf, leggur á hann.
Í fyrra mat Bankasýsla ríkisins það svo að afkoma af reglulegum
rekstri Arion banka og Landsbankans væri langt frá því að vera
viðunandi út frá því sem kalla mætti eðlilega ávöxtunarkröfu. Í ár
telur sama stofnun að hagnaður af reglulegum rekstri bankanna sé
að komast í viðunandi horf.
Arðsemiskrafan segir til um hvaða afkomu bankarnir þurfa að skila
til að vera vænleg fjárfesting sem fólk vill leggja peninga í. Þá er ekki
aðeins átt við útlenda kröfuhafa heldur líka íslenzka skattgreiðendur
sem eiga Landsbankann nær allan og drjúgan hlut í Arion banka.
Hagnaður bankanna af óreglulegum liðum er tilkominn vegna
tímabundinna þátta og tæplega varanlegur. Hjá Arion banka og Lands-
bankanum kemur til endurmat á lánum til fyrirtækja. Það ættu að
vera góðar fréttir að fyrirtæki geti borgað meira en menn töldu áður
að þau gætu, en þýðir ekki að afsláttur sem gefinn var af lánum til
heimila við færslu þeirra yfir í nýjan banka hafi ekki verið nýttur. Hjá
Landsbankanum er stór hluti hagnaðarins til kominn vegna gengis-
ójöfnuðar í eignasafninu, sem getur líka virkað í hina áttina og valdið
bankanum stórfelldu tjóni.
Af þessum ástæðum er varasamt fyrir ríkisstjórnina að vilja setja
á nýjan bankaskatt til að ná hagnaðinum af bönkunum. Til lengri tíma
litið getur slíkur skattur skaðað bankana og verður alveg örugglega
ekki til að hjálpa þeim að lækka vexti.
Það er ábyrgðarhluti þegar stjórnmálamenn halda áfram að tala á
þann veg að hægt sé að gefa enn meira eftir af skuldum bankanna.
Forsætisráðherrann talaði til dæmis af sér í síðustu viku, þegar
hún sagðist telja sjálfsagt að skoða slíkt. Ef fólk heldur að enn meiri
skuldaniðurfelling geti verið á leiðinni munu margir áfram draga að
gera nokkuð í sínum málum.
Gjörðir bankanna eftir hrun eru að sjálfsögðu ekki yfir gagnrýni
hafnar. En stjórnmálamenn mættu gjarnan ræða þær af meiri virð-
ingu fyrir staðreyndum og gæta þess að búa ekki til falsvonir hjá fólki.
Miðvikudaginn 5. október kl. 15-17
Háskólatorg, HT-104
Í boði Hagfræðideildar
Fátt mannlegt er hagfræði óviðkomandi. Um eina af undirgreinum
hagfræðinnar, sem kalla má „hagfræði fjölskyldunnar“ verður fjallað
á málstofu.
Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, lektor við Hagfræðideild flytur erindið:
Fjölskylda framtíðarinnar.
Helgi Tómasson, dósent við Hagfræðideild flytur erindið:
Áhrif hreyfmynsturs og tengsla á birtingarmyndir mældra hagstærða.
Allir velkomnir, aðgangur ókeypis
Hagfræði fjölskyldunnar
FÉLAGSVÍSINDASVIÐ
1911-2011
FÉLAGSVÍSINDASVIÐ
HÁSKÓLI ÍSLANDS
HALLDÓRÓlafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Á hjartadeild Landspítala meðhöndla ég á hverjum degi fólk sem hefur fengið
hjartaáfall af völdum tóbaksreykinga.
Meirihluti þess reykir daglega eða hefur
reykt stóran hluta ævinnar. Afleiðingarnar
eru skemmd á hjartavöðva með óafturkræfu
drepi. Meðferðin beinist að því að takmarka
það tjón sem orðið er og reyna að koma í veg
fyrir endurtekin áföll. En skaðinn er skeður
og viðkomandi verður hjartasjúklingur það
sem hann á eftir ólifað.
Þegar ég ræði við þetta fólk kemur í
ljós að flestir byrjuðu að reykja um eða
upp úr fermingu. Það var ekki yfirveguð
ákvörðun fulltíða einstaklings sem réði því
að hann varð háður nikotíni tóbaksins, held-
ur urðu þessir einstaklingar á barnsaldri
fyrir barðinu á einhverri harðsvíruðustu
markaðs setningu sem þekkist. Tóbaksiðnað-
urinn hefur það eina markmið að selja tóbak
og græða á því. Þetta er iðnaður sem leggur
ekkert af gróða sínum til velferðarmála eða
uppbyggingar samfélagsins. Annar hver við-
skiptavinur tóbakssölufyrirtækjanna deyr
fyrir aldur fram af völdum reykinga vegna
hjartaáfalls, heilablóðfalls, krabbameins eða
lungnabilunar. Þeir sem lifa fram á eftir-
launaaldur mega búast við að eyða ævi-
kvöldinu með skert lífsgæði vegna krón-
ískra sjúkdóma eins og lungnaþembu, mæði,
hjartabilunar eða lamana. Margir þurfa
að gangast undir krabbameinsmeðferð eða
hjartaaðgerðir til að reyna að endurheimta
heilsu sem þeir hafa glatað. Þessir einstak-
lingar óska þess að þeir hefðu aldrei byrjað
að reykja á fermingaraldri.
Kostnaður samfélagsins er þó aðallega
fjárhagslegur. Þrátt fyrir skatta og álögur
ríkisins tapar samfélagið um 2.000 krónum
á hverjum seldum sígarettupakka. Skatt-
greiðendur borga um 20 þúsund krónur
með hverju seldu sígarettukartoni vegna
þess kostnaðar sem reykingar valda, í
heilbrigðis kerfinu, töpuðu vinnuframlagi,
örorku og endurhæfingu reykingamanna.
Á hverjum degi byrja tvö ungmenni að
reykja á Íslandi. Annað þeirra mun deyja
fyrir aldur fram vegna reykinga. Eftir
þrjátíu ár verða þessi ungmenni komin með
kransæðastíflu eða krónískan sjúkdóm
sem heilbrigðiskerfið þarf að takast á við.
Milljarðatugir tapast árlega. Nánast allir
reykingamenn byrjuðu að reykja fyrir tví-
tugt og verða sjúklingar fyrir sextugt. Er
ekki tími til að við stöldrum við og áttum
okkur á orsök og afleiðingu? Það er ekkert
náttúru lögmál að börn byrji að reykja. Það
er ekkert sjálfsagt og eðlilegt við það að
unglingur verði háður tóbaki. Með því að
koma í veg fyrir reykingar barna og ung-
linga verður Ísland reyklaust innan fárra
ára. Öllum til hagsbóta.
Ísland án tóbaks
Reykingar
Karl Andersen
Prófessor í
hjartalækningum
Orðtakasmíðin
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Fram-
sóknarflokksins, er ræðuskörungur.
Svo er hún orðhög að henni duga
ekki hefðbundin íslensk orðtök til að
fanga hugsun sína. Hér hefur áður
verið sagt frá því þegar Vigdís sagði
ótækt að stinga höfðinu í steininn
og þykir bragð af þeirri myndlíkingu.
Vigdís hjó í sama knérunn í
gær og hélt áfram að prjóna
við fátækt myndmál þjóðar-
innar tengt steinum. „Það
mega sumir kasta grjóti
úr steinhúsi,” sagði hún
og var hneyksluð á
því að þeim gæðum
væri misskipt. Óvíst
er hvort Bibba á Brávalla götunni
lifir enn, en afkomendur hennar lifa
allavega góðu lífi.
Orðasmíðin
Jóhann Hauksson hefur gefið út
bókina Þræðir valdsins, þar sem
hann skoðar tengsl viðskipta og
stjórnmála. Óhætt er að segja að
Jóhanni liggi mikið á hjarta og mikið
virðist hafa verið að í þessum hulda
heimi sem hann segist bregða ljósi
á. Jóhann segir: „Valdatengslin
verða að eins konar mjúku
valdaneti stjórnlyndrar
forsjárhyggju sem sprettur
upp af langvinnum
blóðskammartengslum
í viðskiptum og stjórnmálum hér á
landi.“
Brigslað um sifjaspell
Ljóst er að víða hefur verið pottur brot-
inn, ef marka má þetta sérkennilega
nýyrði Jóhanns; blóðskammartengsl.
Blóðskömm er gamalt hugtak og ekki
mörgum tamt á tungu í dag, en það
þýðir sifjaspell. Orðabókaskilgreiningin
er: „Samfarir milli ættingja í beinan
ættlegg eða milli systkina.“ Jóhann
virðist því hafa kafað óvenju
djúpt í rannsókn sinni og
hafa afhúpað ólöglegt
athæfi þar sem ekki
var vitað um það áður.
kolbeinn@frettabladid.is
Stjórnmálamenn nýta sér óvinsældir bankanna:
Lýðskrumskast