Fréttablaðið - 04.10.2011, Side 15

Fréttablaðið - 04.10.2011, Side 15
ÞRIÐJUDAGUR 4. október 2011 15 Mánaðamót án verðtryggingar Arion banki á hrós skilið fyrir að auglýsa „mánaðamót án verðtryggingar“ og bjóða óverð- tryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Hins vegar mætti vaxta- prósentan vissulega vera lægri, en 6,45% ársvextir þýða að bank- inn fær lánsfjárhæðina til baka á innan við 12 árum! Íslandsbanki býður mun lægri vexti á sam- svarandi lánum, eða 5,4%, sem gerir 20,3% lægri vaxtagreiðslur. Á móti kemur að vextir Íslands- banka breytast í takt við vexti Seðlabankans og þar er ekki á vísan að róa. Arion banki býður hins vegar fasta vexti til fimm ára í senn, sem er lykilatriði. Vonandi fá húsnæðiskaupendur enn betra tilboð frá Landsbank- anum, banka allra landsmanna, á næstunni. Bankarnir bregðast með þess- um lánum við óskum almennings um húsnæðislán án verðtrygg- ingar líkt og tíðkast í öðrum löndum. Þeir brugðust hins vegar ekki svona vel við þessum óskum fyrir bankahrunið, heldur veittu fólki og fyrirtækjum nær óheft- an aðgang að erlendum lágvaxta- lánum þrátt fyrir að þurfa að inn- heimta þau í íslenskum krónum. Þetta var auðvitað galin blanda og þess vegna fór sem fór. Ef verðbólgan fer aftur á skrið geta óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum orðið launa- fólki ofviða, eins og sýndi sig í kjölfar skattlausa ársins 1987 þegar verðbólgan fór í 21,8%. Höfuðmeinsemdin og aðal- ástæðan fyrir hinni almennu verð tryggingu er verðbólgan og veikur gjaldmiðill. Hefði verð- tryggingin hins vegar ekki komið til á sínum tíma væru Íslend- ingar nú verr staddir en raun- in er og ættu lítinn sem engan lífeyris sparnað. Því er spurning hvort við getum ekki áfram verð- tryggt lífeyrinn en eigi að síður aflagt almenna verðtryggingu á fjárskuldbindingar almennings. Snjallir bankamenn eru hvattir til að svara þessu. Færa má rök fyrir því að hin almenna notkun lán veitenda, stofnana og sumra fyrirtækja á vísitölum neysluverðs og byggingarkostnaðar ýti undir verðbólgu. Þannig er verðlag hækkað sjálfkrafa hjá sumum fyrir tækjum og stofnunum eftir því sem vísitölurnar hækka, án tillits til þess hvort um raunveru- lega hækkunarþörf sé að ræða í hverju tilviki. Þetta fyrirkomu- lag mætti kalla sjálfnærandi eða heimatilbúna verðbólgu. Í kjöl- far bankahrunsins 2008, og verð- bólgunnar sem fylgdi í kjölfar falls krónunnar, sáu mörg fyrir- tæki og stofnanir sig knúin til að aftengja vísitölu uppreikninginn (a.m.k. tímabundið) eða þurfa að öðrum kosti að horfa á eftir við- skiptamönnum sínum í gjaldþrot. Við þessar aðstæður sýndi sig að hin almenna verðtrygging gekk ekki upp. Sú sjálfnærandi verð- bólga sem almenn verðtrygging fjárskuldbindinga og eininga- verða myndar verður líklega aðeins stöðvuð með meiri sam- keppni á fjármálamarkaði, sbr. tilboð bankanna hér að ofan, og/ eða lagasetningu sem þrengir notkun verðtryggingarinnar við tilgreindar tegundir samninga, líkt og gert var þegar til raunin með verðtryggingu launa var afnumin. Svo virðist sem mörg fyrir- tæki (þ.m.t. bankar og ýmsar stofnanir) hafi á einhverjum tímapunkti gefist upp á sam- keppninni og sameinast um að nota verð vísitölur, sem eru frítt í boði hins opinbera, til að hækka sjálfkrafa verð á vörum og þjón- ustu án tillits til annarra þátta, svo sem áhrifa verðhækkana á eftirspurnina. Í þessu felst víta- hringur sjálfnærandi verðbólgu en einnig tækifæri til aukinnar markaðshlutdeildar fyrir þau fyrirtæki sem segja skilið við vísitölubindinguna og sækjast fremur eftir aukinni markaðs- hlutdeild sér til handa á grund- velli lægra verðs eða lægri vaxta. Fyrirtæki, einstaklingar og stofnanir eru hvött til að beina viðskiptum sínum til þeirra banka og fyrirtækja sem sagt hafa skilið við verðtrygginguna. Vonandi verða „mánaðamót án verðtryggingar“ hversdagslegur veruleiki hjá sem flestum. Verðtrygging Jens Pétur Jensen hagfræðingur Því er spurning hvort við getum ekki áfram verðtryggt lífeyrinn en eigi að síður aflagt almenna verðtryggingu á fjárskuldbindingar almennings. Snjallir bankamenn eru hvattir til að svara þessu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.