Fréttablaðið - 04.10.2011, Page 16
16 4. október 2011 ÞRIÐJUDAGUR
SANNLEIKURINN ER LYGILEGRI
EN NOKKUR SKÁLDSKAPUR
3.199*
TILBOÐ KRÓNUR
Fullt verð 3.999 kr.
*Gildir til 19. október nk.
Jóhann Hauksson hefur um árabil verið í
fararbroddi í íslenskri rannsóknarblaða-
mennsku. Hann hlaut meðal annars
Blaðamannaverðlaun ársins 2010.
Hér nýtir Jóhann sér yfirburðaþekkingu sína,
reynslu og yfirsýn til að greiða úr þráðunum
sem liggja ósýnilegir allt í kringum okkur.
„Spennandi eins og góð glæpasaga. Afhjúpar
spillt valdakerfi. Trúverðug rannsóknarvinna
fyrsta flokks blaðamanns.“
Svanur Kristjánsson,
stjórnmálafræðingur
Er flokkakerfið komið að fótum fram? Það held ég. Flokkar geta
vissulega unnið kosningar, myndað
stjórn, og komið „málum í gegn“ en
að öðru leyti virðast þeir afdönkuð
fyrirbæri. Líkt og með trúna á jóla-
sveininn þurfa menn að vaxa upp úr
trúnni á flokkakerfið.
Við vitum öll hvernig flokka-
pólitíkin virkar. Mikill tími, orka og
fjármunir vel meinandi fólks fara í
lands- og flokksfundi árið um kring
og í dæmigerða smölun atkvæða
rétt fyrir kosningar. Auglýsinga-
stofur aðstoða við hönnun stefnu-
mála. Forystumenn mæta í sjón-
varpssal öðru hverju og rífast eins
og hundar og kettir, skipta um lit og
skammtíma lausnir eins og hendi sé
veifað. Flókin og alvarleg málefni
eru rædd með yfirborðskenndum
slagorðum sem „selja“. Með loforða-
flaumnum er komið fram við kjós-
endur eins og jórtrandi sauðahjörð.
Umræður á Alþingi, með stofnana-
væddri stjórn og stjórnarandstöðu,
eru einstaklega tímafrekar og sjálf-
hverfar, þar sem málefni eru reifuð
í anda karpsins og flokks línunnar
fremur en samstarfsvilja og til-
hlýðilegrar auðmýktar. Samt ligg-
ur í augum uppi að ákvarðanir eru
ekki teknar í sýndar veruleika sjón-
varpssals eða á leiksviði Alþingis.
Þær eru teknar á bak við tjöldin,
með tilheyrandi hrossakaupum.
Og um langa hríð hafa flokkar gert
sér far um að vingast við þá þjóð-
félagshópa sem hafa efni á að styðja
flokkana fjárhagslega og í kosn-
ingabarráttu þeirra. Flokks afbrigði
nepótismans eru aldrei langt undan.
Kjósendur þreytast á þessu, sjá oft
lítinn mun á þessum flokksfyrir-
bærum og segja sama rassinn undir
þeim öllum. Og flokkspólitíkusarnir
þreytast sjálfir – nú síðast kvaðst
einn vera „þreyttur á að verja eitt-
hvað sem ég hafði ekki sannfær-
ingu fyrir“. Og sagði sig úr flokkn-
um sínum.
Afleiðingarnar af þessari mein-
gölluðu pólitísku menningu flokka-
kerfisins hafa lengi verið þekktar.
Árið 1796 reit George Washing-
ton um stjórnmálaflokka: „Hlut-
verk þeirra er að skipuleggja og
standa vörð um hagsmuni flokks-
ins, færa þá í búning og miðla þeim
gríðarlegu afli; í staðinn fyrir vilja
þjóðar innar kemur vilji flokks-
ins, sem oft er lítill en kænn og
framtaks samur minnihluti í sam-
félaginu.“
Hvað hefur flokkakerfið með
lýðræði að gera? Er flokkakerfið
ekki í raun skrumskæling á lýð-
ræðinu? Stuðlar það ekki einfald-
lega að gervilýðræði, sem byggir
á þeim sömu markaðslögmálum
frjálshyggjunnar sem settu Ísland á
hausinn hér um árið? Starfa flokkar
ekki í raun á frjálsum samkeppnis-
markaði þar sem hver þeirra hugs-
ar fyrst og fremst um sjálfan sig
og setur sína eigin pólitísku hags-
muni ofar öllu öðru? Eru ákvarð-
anir ekki teknar með „ósýnilegri
hönd“ kapítal ismans sem beitir
sér á dular fullan hátt í hrærigraut
flokka, fjölmiðla, hagsmunagæslu-
hópa og auðugra einstaklinga?
Nýtt Ísland þarf að losa sig við
þetta gervilýðræði. Persónu kjörið
til stjórnlagaráðs var merkilegt
einmitt fyrir þær sakir að þar fékk
hæfileikaríkt fólk að vinna saman
utan flokkagrautsins og fylgikvilla
hans. Algjörlega óháð því hvort
drög þeirra að nýrri stjórnarskrá
hafi verið gallalaus eða ekki, er sú
samheldni og samvinna sem ein-
kenndi vinnubrögð stjórnlagaráðs
forsmekkur að pólitískri menningu
sem gæti stuðlað að mun öflugra
lýðræði í landinu en hægt er með
gjaldþrota flokkakerfi.
Þjóðfundurinn lagði áherslu á
að þingmenn vinni að þjóðarhag,
hætti að karpa, starfi betur saman,
og hafi hagsmuni þjóðarinnar ætíð
í huga við afgreiðslu mála. Flokka-
kerfið er ekki svarið við þessari
málaleitan. Þessum mikilvægu
markmiðum yrði betur náð án
stjórnmálaflokka.
Ísland er lítið land þar sem boð-
leiðir eru stuttar og tilraunir til að
skapa nýja og betri pólitíska menn-
ingu eru raunhæfari en annars
staðar. Göngum lengra en aðrar
þjóðir og kjósum fólk, ekki flokka.
Kjósum fólk,
ekki flokka
Lán og ólán
Flestir þurfa að taka lán til að koma sér upp þaki
yfir höfuðið. Það á ekki bara
við um Íslendinga heldur líka
íbúa annars staðar í Evrópu og
öllum heiminum ef því er að
skipta. En þar sem við erum
Evrópubúar getur verið hollt
og skynsamlegt að skoða og
bera saman hvaða kjör bjóð-
ast okkur í samanburði við
nágranna okkar þegar kemur
að því finna fé til húsnæðis-
kaupa.
Allur samanburður í þessum
efnum hefur verið snúinn hing-
að til því langflest lán til hús-
næðiskaup hér á landi hafa um
áratuga skeið verið verðtryggð,
en slíkt þekkist ekki í öðrum
Evrópulöndum. Nú eru sumir
íslensku bankanna farnir að
að bjóða óverðtryggð lán með
föstum vöxtum til a.m.k. fimm
ára og vænkar þá hagur þeirra
sem vilja bera saman aðstöðu
okkar og annarra Evrópubúa.
Kjör okkar batna hins vegar
ekkert – því miður.
Dæmin hér að neðan eru
tekin af heimasíðu Arion banka
og ING bankans í Belgíu hinn
27. september 2011. Forsendur
eru þær sömu, þ.e. beðið er um
16 milljón króna lán annars
vegar og 100.000 evra lán hins
vegar með veði í fasteign.
100.000 evrur samsvara tæp-
lega 16 milljónum íslenskra
króna miðað við gengi Seðla-
banka Íslands sama dag. Lánin
eru bæði til 25 ára og í báðum
tilvikum er um að ræða fastar
mánaðarlegar afborganir á
lánstímanum eða 300 afborg-
anir alls.
Niðurstaðan er þessi:
Báðir bankarnir hafa þann
varnagla á að endurskoða vext-
ina að fimm árum liðnum. Sam-
kvæmt skilmálum ING bankans
geta þeir þó hvorki hækkað né
lækkað um meira en 5% þegar
þar að kemur. Ekkert slíkt þak
er að finna hjá Arion banka.
Íbúum víðast hvar í Evrópu
bjóðast svipuð lánakjör og ING
bankinn í Belgíu býður. En þau
bjóðast ekki okkur Íslendingum
– við verðum að sætta okkur
við að borga nokkur hundruð
þúsund krónum meira en þeir,
á ári hverju, fyrir nákvæmlega
sams konar lán. Svo lengi sem
við stöndum fyrir utan Evrópu-
sambandið.
Nú er spurt: Hvaða kjör vilj-
um við láta bjóða okkur, börn-
um okkar og barnabörnum í
framtíðinni? Lán eða ólán?
Húsnæðislán
Anna Margrét
Guðjónsdóttir
stjórnarmaður í Já
Ísland
Samanburður á húsnæðislánum
ING banki Arion (óverðtryggt)
Lánsfjárhæð 15.932.000 ISK 16.000.000 ISK
Vextir 4,20% 6,45%
Afborgun á mánuði 85.165 ISK 107.634 ISK
Heildargreiðsla 25.549.000 ISK 32.293.000 ISK
Þar af vextir 9.617.000 ISK 16.263.000 ISK
Stjórnmál
Óðinn
Spencer
nemi
Nýtt Ísland þarf að
losa sig við þetta
gervilýðræði. Persónu-
kjörið til Stjórnlagaráðs
var merkilegt einmitt
fyrir þær sakir að þar fékk
hæfileikaríkt fólk að vinna
saman utan flokkagrauts-
ins og fylgikvilla hans.