Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.10.2011, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 04.10.2011, Qupperneq 22
4. OKTÓBER 2011 ÞRIÐJUDAGUR2 ● geðhjálp Útgefandi: Geðhjálp | Heimilisfang: Túngata 7, 101 Reykjavík Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Auður Styrkársdóttir Vefsíða: www.gedhjalp.is | Sími: 570 1700 Landssamtökin Geðhjálp eru hagsmunasamtök sem er ætlað að gæta hagsmuna þeirra sem þurfa eða hafa þurft aðstoð vegna geðrænna vandamála, aðstandenda þeirra og annarra sem láta sig geðheilbrigðismál varða. Tilgangur samtakanna er að bæta hag þeirra sem eiga við geðræn vandamál að stríða svo og aðstandenda þeirra. Að því er unnið m.a. með því að: • Sjá til þess að jafnræðisregla stjórnarskrárinnar sé virt og þeim mannréttindasáttmálum sem Ísland á aðild að sé fram- fylgt. • Að efla alla forvarnar- vinnu og umbætur á sviði geðhei lbrigðis mála með fræðslu og vitundarvakningu og stuðla m.a. þannig að því að draga úr fordómum. • Að stuðla að endurbótum í þjónustu við geðsjúka og þá sem eru með geðræn vanda- mál, innan og utan stofnana. • Að gera tillögur í þessum efnum og skapa umræðu um þau í samfélaginu. • Að efla gagnrýna og málefna- lega umræðu um geð - heilbrigðis þjónustu og þann grundvöll sem hún hvílir á. • Að stuðla að því að þeim sem eru með geðræn vandamál verði búin skilyrði til að njóta hæfileika sinna, menntunar og starfsorku. • Að hafa samvinnu við önnur félagasamtök og hópa er vinna að sömu eða svipuðum mark- miðum, eða gerast aðili að þeim. • Að berjast fyrir aukinni þjón- ustu við geðfatlaða utan stofn- ana í formi persónulegrar lið- veislu og nútímalegra búsetu- úrræða. Geðhjálp er að Túngötu 7 í Reykjavík. Um samtökin Geðhjálp A lþjóða geðheilbrigðisdagurinn ber yfirskriftina: „Átakið mikla – fjárfestum í geðheilbrigði“. Fjölmörg samtök halda merkjum dagsins á lofti og af því tilefni er hér rætt við Bergþór Grétar Böðvarsson, fulltrúa notenda á geðdeildum Landspítalans. Í Reykjavík verður gengið frá Hallgrímskirkju í Ráðhús Reykjavíkur klukkan 16 þar sem stutt en skemmtileg dagskrá bíður fundargesta. Aðstandendur göngunnar hljóta að bera þá von í brjósti að einhvern daginn ranki landsmenn við sér og fjölmenni í geðgönguna til stuðnings geðsjúkum og bættu geðheilbrigði, rétt eins og í gleðigönguna til stuðnings sjálfsögðum mannréttindum homma og lesbía. Margt hefur áunnist í geðheilbrigðismálum á liðnum árum. Búsetumál geðfatlaðra hafa batnað mjög fyrir öfluga baráttu Geðhjálpar. Málefni fatlaðra hafa verið flutt frá ríki til sveitarfélaga og réttindagæslumenn verið skipaðir um allt land, en hvort tveggja var lengi baráttumál félagins. Geðteymi hafa litið dagsins ljós í Reykjavík en þau eru vísir að því sem koma skal: öflug geðheilbrigðisþjónusta í nærumhverfi í stað stofnana og stórra geðdeilda. Um leið og við þökkum öllu því góða fólki sem lagt hefur sitt af mörkum til að bæta hag geðsjúkra minnum við á að enn er verk að vinna. Nærri fjórir af hverjum tíu Evr- ópubúum þjást af einhverjum geð- rænum kvillum, ef marka má niður- stöður stórrar rannsóknar sem al- þjóðaheilbrigðissamtökin WHO hafa látið gera. En spurningin er: Hvað eru geðrænir kvillar? Einn þeirra sem stóð fyrir rann- sókninni var Christer Allgulander, lektor í klínískri taugafræði. Hann segir að rannsóknin hafi náð til allra Evrópusambandslandanna og auk þess Íslands, Noregs og Sviss. Í ljós hafi komið að um 160 milljónir Evrópubúa, eða hartnær 38% íbú- anna, þjáðust af einhvers konar geð- röskunum eða geðrænum kvillum. Kvíði hrjáði áberandi marga, eða um 14% íbúanna. En þarna er líka að finna greiningar eins og svefn- truflanir og alkóhólisma, svefnsýki og kæfisvefn. Allgulander bendir á að greiningum hafi farið fjölgandi og því séu tölur við fyrri rannsókn- ir vart sambærilegar. Allan Horowitz, prófess- or í félags fræði við Rutgers-há- skóla, er afar ósáttur við niður- stöðurnar og þær ályktanir sem af þeim eru dregnar. Hann bendir á að eðli legar geðsveiflur, eins og til að mynda þær sem verða þegar einstaklingur inn upplifir sorg, séu gerðar að kvillum. „Þetta er helber vitleysa,“ segir Horowitz. „Þótt fólk sé óhamingju samt eða niðurdregið er ekki þar sem sagt að það sé eitt- hvað að því.“ Geðsjúkdómar ofmetnir? mér ég læra eitthvað á tilfinning- ar mínar í hópmeðferð með öðru ungu fólki. Listmeðferð gagnað- ist mér líka vel þar sem ég átti svo erfitt með að tjá mig í orðum en fékk útrás fyrir tilfinningarnar í listinni. Þegar hlé varð á þeirri meðferð vegna sumarleyfa réði ég hins vegar ekki lengur við barátt- una.“ ÞORÐI EKKI ÚT Elín einangraði sig og upplifði alvarlega félagsfælni. Hún var hrædd við að fara út á meðal fólks en vegna mikilla ranghugmynda missti hún hálfpartinn tökum á raunveruleikanum. Hún gat því hvorki verið heima hjá sér vegna hræðslu né farið út. „Þetta var eins og að vera fastur í martröð og ég var viss um að einhver vildi drepa mig. Ég var lögð inn á geðdeild, þar sem ég var í heila sjö mánuði. Það var sama þrautaganga með lyfin og áður því þau einfaldlega virk- uðu ekki nema nokkra mánuði í senn. Starfsmenn spítalans voru mjög styðjandi og duglegir að ýta við mér að mæta í einhverja tíma í skólanum sem ég og gerði. Það hefur hjálpað mér mikið að ég hef alltaf haft það svart á hvítu að mér gengur vel í skóla.“ KYNNTIST HUGARAFLI Eftir þessa sjö mánuði lá leiðin á Reykjalund í tveggja mánaða endurhæfingar prógramm. Elín út- skrifast um sumar, í júlí mánuði. Það hefur komið á daginn að það er Elínu hættulegt ef hlé verður á samtalsmeðferðum þótt hún taki lyf og hún hefur hrunið niður á slíkum tímabilum eins og gerðist þarna eftir Reykjalund þar sem hún fór ekki að vinna að neinu sér- stöku þegar hún kom út. Í þetta skiptið varði það þó stutt og hún var fljótlega komin í samband við Hugarafl þar sem fólk sem glímt hefur við geðraskanir hitt- ist, vinnur saman að verkefnum og nýtur reynslu og félagsskap hvers annars. Auk þess var hún í dagmeðferð hjá Hvíta bandinu sem byggðist á hugrænni atferlis- meðferð og árvekni. NJÓTUM ÞESS AÐ VERA UNGT FÓLK Árvekni snýst um að vera í núinu og leyfa sér að finna tilfinningarn- ar. „Þannig magnar maður ekki upp kvíðann heldur leyfir honum að vera og man að hann líður hjá. Í dag bý ég að góðri tækni til að takast á við tilfinningar mínar. Ég sem læddist í upphafi með veggjum í Hugarafli tala þar í dag á fundum og fer út í grunn- skóla með fræðsluefni um geð- raskanir. Markmið Hugarafls er að hafa góð áhrif á geðheilbrigðis- þjónustuna og minnka fordóma. Ég er virk með Ung hugum, sem eru ungliðasamtök innan Hugar- afls fyrir fólk 18 ára og eldra. Við njótum þess að hittast oft í viku og vera fyrst og fremst ungt fólk en ekki endilega fólk með geðraskan- ir þótt við höfum öll reynt slíkt. En félagsskapurinn er dýrmætur þar sem margir hafa einangrast í veikindunum.“ SAGÐI MIG VONLAUST VERKEFNI Síðustu tvö árin hefur Elín fund- ið fyrir mun minni sveiflum og sérstaklega síðasta árið sem hún upplifir sem nýtt líf og finnur til dæmis ekki fyrir neinni félags- fælni. „Ég geri mér grein fyrir að það getur allt gerst og á þessu tímabili hef ég einu sinni lagst stutt inn. Í það skiptið hitti ég ein- mitt lækni, sem ég hafði aldrei hitt áður, en sagði við mig að ég væri vonlaust verkefni. Það væri búið að prófa svo mörg lyf og meðferðir en samt hefði ég dott- ið niður. Ég fékk mikið sjokk að heyra svona dóm, sérstaklega þar sem batinn hafði verið viðvarandi lengi. En ég var sem betur fljót að átta mig á að þetta var alls ekki rétt,“ segir Elín og segist hafa verið vonsvikin yfir viðmótinu enda hafi meðferðar aðilar hjá Hvítabandinu og Hugarafli, sem og fjölskylda hennar, öll verið jafn hissa. Þetta viðmót hafi þó verið einstakt. VENDIPUNKTUR AÐ VILJA LIFA „Minn mesti vendipunktur í bar- áttunni var þegar ég náði að ákveða að ég vildi lifa. Ekki fyrir aðra heldur mig sjálfa. Ég hafði alltaf séð fyrir mér að ég myndi deyja ung og ég var í raun í skól- anum og á spítalanum fyrir aðra. Ég áttaði mig á því í meðferðun- um að ég þurfti að taka ákvörðun um hvort ég vildi vera með í lífinu eða ekki,“ segir Elín og bætir við að það hafi verið ótrúlegt átak að segja það upphátt. Elín gerir allt sem hún getur til að viðhalda bata og nýtir sér allt sem hún hefur lært. „Ég passa minn svefn, að einangrast ekki og fleira til. Ef ég finn einkenni þarf ég að passa að tala strax um þau og það er það sem ég ráðlegg fólki. Ranghugmyndir verða manni ekki ljósar nema maður hafi annan til að spegla þær og oft bara að segja þær upphátt. Aðstandendur þeirra sem eru veikir þurfa fyrst og fremst að vera reiðubúnir að hlusta og stíga inn í veikindin. Þunglyndi er ótrúlega alvarlegt og á ekkert skylt við venjulega depurð. Allir geta orðið daprir en sumir verða veikir af þunglyndi þannig að það leiðir þá til dauða. Það má ekki gleymast.“ - jma „Aðstandendur þeirra sem eru veikir þurfa fyrst og fremst að vera reiðubúnir að hlusta og stíga inn í veikindin,” segir Elín Ósk Reynisdóttir. Framhald af forsíðu Auður Styrkársdóttir Geðganga = gleðiganga ● Í TILEFNI ALÞJÓÐLEGS GEÐHEILBRIGÐIS DAGS 10. október verður boðið upp á dagskrá sem hefst við Hallgrímskirkju kl. 16.00. Þaðan verður gengið fylktu liði með lúðrablæstri og söng niður að Ráðhúsi Reykja- víkur þar sem skemmtidagskrá hefst kl. 16.45. Ræða, lif- andi tónlist, ljóðalestur, veitingar, kynningar fjölda úrræða í geðheilbrigðiskerfinu og fleira í boði. Þeir sem fram koma eru: Haraldur Vignir Sveinbjörnsson og Sváfnir Sigurðarson úr hljómsveitinni Menn ársins, Guðbjartur Hannesson vel- ferðarráðherra, Ólöf Þorsteinsdóttir ljóðskáld, Gunnar Kvaran sellóleikari, Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Haukur Guðlaugsson píanóleikari og Valgeir Guðjónsson, sem flytur nýtt lag tileinkað deginum sem heitir Ég reyni. Afhending styrkja og hvatningarverðlauna úr forvarna- og fræðslusjóðnum ÞÚ GETUR. Kiwanis afhendir styrki að upphæð 22.500.000 til þriggja styrkþega. Markmið dagsins er að vera sýnileg, kveða niður fordóma og skemmta sér saman sem jafningjar. Ekki láta þitt eftir liggja, mættu með okkur í gönguna eða í Ráðhúsið og sýndu þannig fram á eigið fordómaleysi. Vertu með í að bæta geð. Átakið mikla – fjárfestum í geðheilsu

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.