Fréttablaðið - 04.10.2011, Qupperneq 27
ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2011 7geðhjálp ●
1. Monika Danielewicz og Ingibjörg
Gunnlaugsdóttir taka vel á móti fólki hjá
Geðhjálp.
2. Garðar Sölvi Helgason og Eva Hrönn
Árelíusdóttir á starfsdegi.
3. Sólrún Lárusdóttir, ráðgjafi Geðhjálpar.
Formaður félagsins, Björt Ólafsdóttir, í
bakgrunni.
4. Veðurblíðan á Menningarnótt varð til þess að vöfflukaffið flæddi út á sólbaðaða
stéttina í garði Túngötu 7.
5. Mynd eftir Guðmund B. Hersi.
6. Sjálfboðaliðarnir frá SEEDS á tröppum Túngötu 7 í veðurblíðu, sælir með dvölina á
Íslandi og kynnin af notendum og starfsfólki Geðhjálpar.
7. Félagsmenn á félagsfundi í septem-
ber.
Félagsstarf Geðhjálpar er
fjölbreytt eins og sjá má af
þessum myndum sem teknar
hafa verið á þessu ári.
Geðhjálp hefur tekið að sér sjálf-
boðaliða í vetur frá samtökunum
Alþjóðleg ungmennaskipti. Monika
Danielewicz frá Póllandi mun starfa
með Geðhjálp fram í ágúst á næsta
ári. Hún hefur unnið með Ingi-
björgu í eldhúsinu og tekið á móti
gestum, enda vill hún læra íslensku
sem fyrst.
2. Stjórn félagsins hittist á starfs-
degi í september til þess að ræða
starfið og marka félaginu stefnu
fyrir veturinn.
3. Starfsmenn félagsins leggja
sitt af mörkum til stefnu mótunar og
sækja starfsdag með stjórn. Fram-
lag þeirra er skilgreint þannig:
„Ráðgjafar skulu safna saman upp-
lýsingum, ópersónugreinanlegum,
sem nýtast framkvæmdastjóra og
stjórn við hagsmunabaráttu og
stefnumótun félagsins. Samhliða því
skulu ráðgjafar safna upplýsingum
um þjónustu opinberra aðila og setja
fram hugmyndir að úrbótum.“
4. Geðhjálp hélt upp á Menningar-
nótt Reykjavíkurborgar 20. ágúst
2011 með Klúbbnum Geysi. Ákveðið
var að hafa opið hús að Túngötu
7 undir yfirskriftinni Gakktu í
bæinn“. Vöfflur og kaffi biðu gesta.
5. Guðmundur B. Hersir opnaði
myndlistarsýningu í húsi Geð hjálpar
á Menningarnótt. Guðmundur, sem
hefur verið virkur félagi í Geðhjálp
um árabil, stundaði nám við Hand-
íða- og myndlistaskólann 1978-1979
en varð frá að hverfa. Hann hefur
síðustu ár ræktað hæfileika sína
með því sem lagt var upp með.
6. Hópur frá sjálfboðaliðasamtök-
unum SEEDS hafði aðsetur á Tún-
götu 7 í sumar eins og í fyrrasumar
og glöddu gesti með ýmsum ferðum
og uppákomum. Samtökin taka við
um 800 sjálfboðaliðum á ári í verk-
efni sem tengjast umhverfismálum,
menningu eða félagsmálum. Hópur-
inn setti alþjóðlegan blæ á Túngötu
meðan á dvöl hans stóð enda frá
ýmsum löndum, þar á meðal frá
Finnlandi, Spáni og Englandi.
7. Geðhjálp er eina lýðræðislega
kjörna félagið á landinu sem sinnir
geðheilbrigðismálum og berst fyrir
réttindum geðsjúkra. Félagsfundur
var haldinn 23. september undir
yfir skriftinni Geðhjálp á vetur setj-
andi. Rætt var um stefnu núverandi
stjórnar og starfið fram undan í húsi
félagsins að Túngötu. Félagið hefur
fengið tvö kauptilboð í húsið en
meirihluti stjórnar hafnað báðum.
Úr félagsstarfi Geðhjálpar
Geðhjálp fagnar 32 ára afmæli
sunnudaginn 9. október og verður
mikið um að vera þá sem endranær
á afmælisdaginn. Geðhlaupið hefst
klukkan 13 í Nauthólsvík og verð-
ur boðið upp á skemmtiskokk og tíu
kílómetra hlaup. Klukkan fjögur
hefst svo kaffisamsæti í húsakynn-
um Geðhjálpar að Túngötu 7.
„Þar mun formaðurinn halda
tölu, kynna stefnuna og segja frá
því sem fram undan er hjá sam-
tökunum. Þá verða veitt svoköll-
uð frumkvæðisverðlaun en þau
eru veitt þeim sem hafa á einhvern
hátt skarað fram úr í þjónustu við
geðfatlaða eða baráttu fyrir hags-
munum þeirra,“ segir Höskuldur
Sæmundsson, framkvæmdastjóri
Geðhjálpar. Í fyrra voru það að-
standandinn Anna Valgarðsdóttir
og Páll Matthíasson, framkvæmda-
stjóri geðsviðs Landspítalans, sem
hlutu verðlaunin. „Anna er aðstand-
andi og hefur barist fyrir málefn-
um geðsjúkra um áratugaskeið og
Páll hefur verið með mjög jákvæð-
ar hugmyndir hvað varðar þjónustu
við geðfatlaða frá því hann tók við,“
segir Höskuldur.
Alþjóða geðheilbrigðisdagur-
inn verður svo haldinn hátíðlegur
10. október en Höskuldur segir það
einungis skemmtilega tilviljun að
afmælisdagurinn og alþjóðadagur-
inn haldist svona þétt í hendur. „Al-
þjóða geðheilbrigðisdagurinn kom
til miklu seinna, árið 1992.“
Frumkvæðisverðlaunin
veitt í þriðja sinn
Hægt er að hefja afmælisdaginn á hressandi geðhlaupi. Boðið er upp á skemmti-
skokk og tíu kílómetra hlaup. NORDICPHOTOS/GETTY
Þeim sem þjónusta geðfatlaða í búsetukjörnum
borgarinnar virðist vera að að takast það
ætlunarverk sitt að auka færni íbúanna til að takast
á við daglegt líf og fóta sig í samfélaginu.
Hjúkrunarfræðingarnir Herdís Hólmsteinsdóttir og Mar-
grét Grímsdóttir og iðjuþjálfinn Auður Hafsteinsdóttir eru
meðal þeirra sem aðstoða eftir þörfum íbúa og starfsfólk í
þjónustukjörnum borgarinnar fyrir geðfatlaða. Þær eru í
vettvangsgeðteymi Reykjavíkur sem var stofnað fyrir ári.
Í því eru annars vegar starfsmenn geðsviðs Landspítal-
ans og hins vegar starfsmenn velferðarsviðs Reykjavíkur-
borgar. Í hópnum er fólk úr félagsráðgjöf, hjúkrun, geð-
læknisfræði, iðjuþjálfun og sálfræði.
Teymið sinnir einstaklings, hóp- og fjölskylduvinnu,
einnig stuðningi og ráðgjöf við starfsmenn í þjónustu-
kjörnunum og aðstoðar við bráðainnlagnir á sjúkrahús.
Margir einstaklingar sem nú búa í fyrrgreindum
þjónustu kjörnum áttu heima á Kleppi, Arnarholti og fleiri
stofnunum áður. Herdís segir stutt síðan að ekki var talið
mögulegt að þeir byggju úti í samfélaginu en þýðingar-
mikið sé að auka sjálfstæði þeirra og hjálpa þeim að ná
tökum á lífinu í eigin umhverfi.
Starfsfólk búsetukjarnanna eru lykilpersónur í að
styðja íbúana. Vettvangsgeðteymið kemur svo að málum
ef þörf er á enn frekari aðstoð. Herdís Margrét og Auður
segja mjög misjafnt hversu mikinn stuðning íbúarnir
þurfi. „Sumir þurfa félagslegan stuðning, aðrir þurfa að-
stoð við húshald og persónulegar þarfir. Allir þurfa stuðn-
ing þegar þeir veikjast og þá kemur teymið í góðar þarfir,“
segir Herdís. Margrét tekur undir það og segir árangur
þessa starfs meðal annars mælast í því að spítaladögum
hafi fækkað og stefnt sé að því að innlögnum fækki líka.
„Aðstoðin fer fram á heimilum fólks en hún fer líka fram í
formi iðjuþjálfunar, stuðnings- og sálfræðiviðtala.“
Þær taka fram að íbúarnir hafi að sjálfsögðu notið þjón-
ustu áður, hún hafi bara verið á öðrum grunni. „Nú er búið
að samþætta þjónustuna betur og hún er orðin markvissari
fyrir íbúann, spítalann og borgina,“ segir Auður.
Markmiðið er aukin lífsgæði geðfatlaðra
Iðjuþjálfinn Auður og hjúkrunarfræðingarnir Margrét og Herdís eru í vett-
vangsgeðteymi Landspítalans og Reykjavíkurborgar. MYND/ANTON
● AUGLÝST EFTIR FÉLÖGUM Geðhjálp eru félagasamtök sem
eru algjörlega háð velvilja almennings, bæði fjárhagslega og félags-
lega. Rödd hvers einasta félagsmanns skiptir máli því sjónarmið okkar
og reynsla geta verið mismunandi. Við hvetjum þá sem áhuga hafa á að
styrkja og styðja félagið að gerast félagsmenn. Það kostar aðeins 2.000
krónur á ári og má til dæmis gera með því að hringja í síma 570 1700
eða á heimasíðu félagsins: www.gedhjalp.is .