Fréttablaðið - 04.10.2011, Síða 29
ÞRIÐJUDAGUR 4. október 2011 3
Velkomin í okkar hóp!
Þú getur strax byrjað að æfa!
Um leið og þú skráir þig á námskeið og greiðir fyrir það geturðu strax byrjað að sækja tíma í opna kerfinu okkar og tækjasal þar til námskeiðið hefst.
E
F
L
IR
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
f í
s
k
h
ö
n
n
u
n
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is
Stundatafla á jsb.is
telpurS onuK rStaðurinn - Ræktin
Innritun hafin á ný námskeið í síma 581 3730
Líkamsrækt á rólegri
nótunum fyrir konur 60
ára og eldri.
Heildrænt hug- og
heilsuræktarkerfi.
Opnir tímar með
fjölbreytilegri
líkamsrækt.
Krefjandi æfingakerfi sem
miðar að betri líkamsstöðu.
Rétta leiðin til að breyta
um lífsstíl, komast í
kjörþyngd og gott form.
S&S
stutt og strangt
Markvissar æfingar í
tækjasal.
THO
GYO A
Farið í gegnum röð af
yogastöðum í heitum sal.
Æfingakerfi Báru Magnúsdóttur
- aðaláherslan lögð á styrk,
liðleika og góðan líkamsburð.
Öllum
námskeiðum fylgir
frjáls aðgangur
að opna kerfinu
og tækjasal!
Síðustu innritunardagar!
Framhald af forsíðu
Vísindamenn hjá ÍE hafa í samstarfi
við aðra vísindamenn hérlendis og
vísindamenn í Hollandi, Finnlandi
og á Spáni fundið erfðabreytileika
í BRIP1 geninu sem tengist aukinni
hættu á krabbameini í eggjastokk-
um. Þeir hafa einnig fundið erfða-
breytileika í öðru geni, TP53, sem
tengist hættu á húðkrabbameini,
krabbameini í blöðruhálskirtli og
krabbameini í heila. Greinar þess
efnis birtust á vef tímaritsins Nat-
ure Genetics í vikunni sem leið.
„Það má segja að breytileikar
í erfðamengi mannsins geti haft
tvenns konar áhrif á áhættu á sjúk-
dómum,“ segir Kári Stefánsson for-
stjóri ÍE. „Við eins og aðrir sem
starfa við erfðafræðirannsóknir í
heiminum í dag, höfum að mestu
leyti verið að elta uppi þær breyt-
ur í erfðamengi mannsins sem eru
tiltölulega algengar og hafa frem-
ur væg áhrif. Þessar breytur hafa
margar með eiginleika eins og
hæð, þyngd, hjartsláttartíðni og
fleira í þeim dúr að gera og fylgja
normaldreifingu. Fólk á öðrum
enda þeirra dreifingar er í aukinni
hættu á ákveðnum sjúkdómi en á
hinum endanum er það varið fyrir
sama sjúkdómi. Upp á síðkastið
höfum við hins vegar verið að rað-
greina allt erfðamengi stórs hóps
Íslendinga og leitað uppi fágætar
breytur sem geta valdið mjög auk-
inni áhættu á tilteknum sjúkdómum.
Þessar fágætu breytur rjúfa áhrif
almennu breytanna og geta haft
alvarleg áhrif.
Breytingarnar í BRIP1-geninu
sem sagt var frá í Nature Genetics
síðastliðinn sunnudag auka að sögn
Kára líkur á krabbameini í eggja-
stokkum til muna. Eggjastokka-
krabbamein er erfitt viðureignar
og það hefur gengið illa að bæta
horfur þeirra kvenna sem greinast
með það. „Ástæðan er sú að eggja-
stokkakrabbamein greinist yfirleitt
mjög seint. Ein leið til að bæta horf-
urnar er að greina sjúkdóminn fyrr
með því að finna þær konur sem eru
í mikilli áhættu og skima þær reglu-
lega. Þessi uppgötvun okkar eykur
líkur á að það verði hægt,“ segir
Kári. Hann segir eina stökkbreyt-
ingu hafa fundist í þessu geni á
Íslandi og aðra í sama geni á Spáni.
„Stökkbreytingin á Spáni veldur enn
meiri áhættu á eggjastokkakrabba-
meininu en sú íslenska. Íslenska
stökkbreytingin eykur eingöngu
líkur á eggjastokkakrabbameini en
sú spænska eykur auk þess líkur á
brjóstakrabbameini.”
Niðurstöður er varða hættu á
húðkrabbameini, krabbameini í
blöðruhálskirtli og krabbameini
í heila birtust í Nature Genetics
fyrir rúmri viku. Í þeirri rannsókn
var einnig notast við gögn sem
byggja á raðgreiningu Íslendinga.
Þar var einangraður erfðabreyti-
leiki í TP53-geninu en það gen hefur
áður verið tengt við þróun krabba-
meinsæxla. Þessi breytileiki finnst
í einum af hverjum 25 Íslendingum.
Kári segir að vísindamenn um
allan heim vinni við að raðgreina
erfðamengi mannsins í þeirri von
að finna breytileika sem varpar ljósi
á sjúkdóma en slíkar rannsóknir
er auðveldara að framkvæma hér-
lendis. „Ástæðan er sú að fágætar
stökkbreytingar hafa minni fjöl-
breytileika á Íslandi og því auð-
veldara að finna þær en víðast hvar
erlendis. Skýringin á því er sú að
erfðamengi þeirra einstaklinga sem
byggja landið í dag koma frá tiltölu-
lega fáum forfeðrum.“
vera@frettabladid.is
Íslensk erfðagreining
uppgötvar krabbameinsgen
Vísindamenn hjá ÍE hafa fundið erfðabreytileika í genamengi mannsins sem tengist aukinni hættu á eggja-
stokkakrabbameini. Þeir hafa líka fundið breytileika sem tengist húð-, blöðruháls- og heilakrabbameini.
Uppgötvanirnar leggja til þekkingu um hvernig maðurinn er saman settur en það er
okkar trú að þannig sé auðveldara að takast á við vandamál, þróa greiningartæki og
meðferð.
„Ég ákvað núna að slá metið í fyrstu tilraun og binda þannig um hnútana í þetta
sinn að enginn gæti snert það næstu árin,” segir Hlynur, sem sýnir hvernig hann fór
að. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Ég ákvað núna að slá metið
í fyrstu tilraun og binda þannig
um hnútana í þetta sinn að eng-
inn gæti snert það næstu árin,“
upplýsir Hlynur, sem hefur verið
við botnlausar æfingar síðustu
mánuði. Samhliða því hefur hann
verið önnum kafinn við að fá
viðurkennda aðila, þar á meðal
vitni, ljósmyndara, kvikmynda-
tökumann, tímaverði og smið sem
gekk úr skugga um að undirlagið
væri fullkomlega lárétt, til að
vera viðstadda viðburðinn eins og
Guinness gerir kröfu um.
Hlynur er þegar búinn að
senda öll gögn út til höfuðstöðva
Guinness World Records í Banda-
ríkjunum og á ekki von á öðru en
að hlutirnir gangi hratt fyrir sig.
„Síðast liðu um átta vikur þar
til ég fékk viðurkenningarskjal
sent,“ bendir hann á og kveðst
hlakka til að bæta öðru skjali upp
á vegg heima hjá sér.
Inntur út í þann „fjarlæga“
möguleika að einhverjum takist
að slá metið segist Hlynur við-
búinn því. „Þá set ég bara allt á
fullt aftur, enda fer maður ekk-
ert að gefast upp. Ekki úr þessu,“
segir hann og þakkar fata- og
brettaversluninni Brimi og
vinum og vandamönnum veittan
stuðning.
Á Youtube er hægt að fylgjast
með Hlyni bregða á leik.
roald@frettabladid.is