Fréttablaðið - 04.10.2011, Side 37
ÞRIÐJUDAGUR 4. október 2011 25
Hverfisgata 56, 101 Reykjavík
Sími: 552 1630
Opið:
sun.-fim. 18:00 - 22:00
fös. og lau. 18:00 - 23:00 www.austurindia.is
Indverjum duga ekki færri en fimm dagar til að
halda upp á hátíð ljóssins, Diwali, sem nú á hug
þeirra og hjörtu.
Við hjá Austur-Indíafjelaginu viljum færa örlitla
birtu inn í byrjun vetrar og bjóðum því upp á
sérstakan fimm rétta Diwali-hátíðarmatseðil í
október á afar góðu verði: 4.990 kr. alla daga.
Borðapantanir í síma 552 1630.
Hátíð ljóssins hjá
Austur-Indíafjelaginu
DIWALI
hátíðarmatseðill
4.990 kr.
Fimm rétta
FORRÉTTUR
Pather Ka Murgh
Hlóðagrillaður kjúklingur í
kraftmikilli maríneringu, borinn fram
með kóríander-chutney.
Lostæti úr hringiðu Hyderabad!
AÐALRÉTTIR
Murgh Rogan Josh
Hægeldaðar kjúklingalundir í himneskri
sósu með kanil, kardimommum og
negul. Eftirlætisréttur frá Norður-Indlandi.
og
Gosht Mussalam
Grillað lambafillet og ríkulega marínerað
með engiferi, hvítlauk, kókos, chillí,
kóríander og svörtum pipar. Gömul
uppskrift frá konungsdæminu
Avadh í Norður-Indlandi
og
Rajma
Nýrnabaunir eldaðar í ljúfri sósu með
túrmerik, kóríander, garam masla og chillí.
Réttur sem þorri manna í Norður-Indlandi
gæti ekki lifað án!
MEÐLÆTI
Raitha
Heimalöguð jógúrtsósa með
gúrkum og kryddblöndu
og
Basmati hrísgrjón
og
Naan brauð
Gómsæti úr Tandoori-ofninum
EFTIRRÉTTUR
Crème Brulée
Indversk útgáfa af þessum klassíska rétti
með ferskjum og engiferi Austur-Indíafélaginu býður gesti
velkomna á Diwali, hátíð ljóssins.
PL
Á
N
E
TA
N
2
01
1
Gamanleikur með þó nokkuð
alvarlegum undirtóni er nú kom-
inn upp á stóra svið Þjóðleik-
hússins með þremur kanónum
í íslensku leikhúsi og kannast
margir við þá úr sama verki fyrir
fjórtán árum. Spurningin er ekki
ný af nálinni, það er, hvenær er
listaverk listaverk? Sé það frægur
maður sem brýtur saman serví-
ettu er hún strax (eða kannski eftir
dauða hans) orðin að listaverki en
sé það algerlega ófrægur maður
sem sýnir ofursnilld í meðförum
vatnslita er það snoturt af áhuga-
málara, en ekki list.
Samskipti karlmanna og vin-
átta þeirra á greinilega upp á pall-
borðið í leikhúsunum nú á þessu
hausti. Þeir Ingvar E. Sigurðsson,
Hilmir Snær Guðnason og Baltas-
ar Kormákur fara á kostum í hlut-
verki þriggja vina sem greinilega
hittast oft og eru nokkuð frekir
hver á annan. Samskipti þeirra
og hvernig þeir tjá sig hver við
annan er inntak verksins fyrir svo
utan að gamla góða ævintýrið um
nýju föt keisarans er einnig sett
á oddinn. Mennirnir þrír, Sergei
sem kaupir snjóhvítt listaverk
fyrir tvær milljónir og félagar
hans, Mark og Ivan, eru mjög vel
afmarkaðir karakterar. Flestir
áhorfendur hafa líklega hugsað
sem svo, já, hann var alveg eins
og þessi eða þessi menntaskóla-
kennari, já þennan flautaþyril
þekki ég vel. Sergei, sem Ingvar
ljær líf, er stuttur í spuna, segist
ekki þurfa á hinum að halda en er
samt á einhvern máta algerlega
upp á þá kominn. Ingvar smíðar
hér af snilld sinni slíka persónu að
það er hrein unun að fylgjast með
hans dansandi rússnesku og á köfl-
um einstrengingslegu framgöngu.
Hvort maður vilji hafa slíka pers-
ónu í návist sinni er svo annað mál.
Baltasar Kormákur náði fanta-
góðum tökum á gömlum besser-
visser sem þóttist vera fullur
umhyggju en var í raun og veru sá
sem alltaf þurfti að hafa síðasta
orðið. Hilmir Snær heillaði áhorf-
endur með svo örum brúðguma
að slíkur orðaflaumur sem upp
úr honum vall hefur líklega varla
heyrst á leiksviði, eins og þegar
hann lýsir hremmingum sínum
varðandi boðskortaútsendingar
fyrir hið verðandi brúðkaup. Þetta
eru vinir sem meta vináttuna mik-
ils og eru í raun í sambandi sem
um hjónaband væri að ræða. Leik-
myndin er uppröðun pappakassa
sem hrynur þá er vinátta þeirra er
við það að hrynja og allur leikur-
inn fer fram á heimili Sergei.
Fyrir utan þetta verk þekkja
áhorfendur hér einnig leikritið
Vígaguðinn eftir sama höfund sem
sett var upp á Smíðaverkstæðinu
fyrir fáeinum árum. Reza stefnir
persónum meistaralega saman.
Vandamál karlmannanna hér botn-
ar í tilvistarkreppu hins fullorðna
vel stæða karlmanns. Hvað á að
gera til þess að vera eins og maður
á að vera? Sergei, sem nýtur þess
að tyggja nafn listamannsins,
laumar því út úr sér á einum tíma-
punkti að hann sé í raun og veru
gjaldþrota. Þannig að leikritið
fjallar í raun og veru um að sýn-
ast til þess að sjást sjálfur. Ekki
víðs fjarri íslenskri dótadýrkun.
Hugmyndin að verkinu er góð og
hvernig þeir skylmast í orðum
er snilldarlega vel gert en það
er ekki laust við að leikritið hafi
verið einum of langt. Vilji menn
sjá verulega góðan leik þriggja
karlmanna er óhætt að mæla með
þessari sýningu.
Elísabet Brekkan
Niðurstaða: Frábær samleikur þriggja
leikara í skemmtilegu en helst til
löngu verki.
Hvenær er list list?
Leiklist ★★★
Listaverkið
Höfundur: Yasmina Reza.
Leikmynd: Guðjón Ketilsson.
Búningar: Guðjón Ketilsson og
Leila Arge. Þýðing: Pétur Gunnars-
son. Leikarar: Baltasar Kormákur,
Ingvar E. Sigurðsson, Hilmir Snær
Guðnason. Leikstjóri: Guðjón
Pedersen.
Stóra svið Þjóðleikhússins