Fréttablaðið - 07.10.2011, Page 22

Fréttablaðið - 07.10.2011, Page 22
7. október 2011 FÖSTUDAGUR22 timamot@frettabladid.is RAGNHILDUR GÍSLADÓTTIR tónlistarmaður er 55 ára. „Ég lít á mig sem efnilegan tónlistarmann.“ 55 Árið 1942 skoruðu íbúar Reykja- víkur á bæjarstjórnina að stofnað yrði minjasafn. Því var vel tekið og hófst þá söfnun á gögnum um sögu bæjarins. Árið 1947 samþykkti bæjar- stjórn Reykjavíkur að stofna Bæjarsafn Reykjavíkur og hélt Reykjavíkursýningu í húsi Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu árið 1949. Þá hófst söfnun á reykvískum forngripum. Skjala- og minjasafn Reykjavíkur var svo stofnað 1954 og var til húsa að Skúlatúni 2. Lárus Sigurbjörnsson varð fyrsti forstöðumaður þess. Þá var býlið Árbær komið í eyði og samþykkt í bæjarstjórn árið 1957 að endurgera gamla bæinn og koma upp safni gamalla húsa á svæðinu. Árið 1968 voru Minjasafn Reykjavíkur og Árbæjarsafn sameinuð undir nafni Árbæjarsafns. Heimild: www.minjasafnreykjavikur.is ÞETTA GERÐIST 7. OKTÓBER 1954 Minjasafn Reykjavíkur stofnað Merkisatburðir: 1828 Konungur úrskurðar að kirkjuhurðum skuli „þannig hagað að þeim verði lokið upp að innan og gangi út“. 1893 Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan stofnað í Reykjavík. 1989 Sýning opnuð í Bogasal Þjóðminjasafnsins í tilefni þess að 150 ár eru liðin síðan uppfinning Daguerres, föður ljósmyndarinnar, var kynnt í París. 1992 Flóðljós tekin í notkun á Laugardalsvelli í Reykjavík, á landsleik Íslands og Grikklands. Bókin Fuglar Íslands eftir Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson (1826–1907) kom út í gær, 6. október á 185 ára afmæli höfundarins. Bókin er eitt af helstu verkum Benedikts en í henni er birt heildaryfirlit yfir alla fugla sem sést höfðu á Íslandi svo vitað væri fram til ársins 1900. Bókin er nú gefin út í fyrsta sinn en handrit hennar hefur verið í vörslu Náttúrufræðistofnunar Íslands í yfir hálfa öld. Náttúrufræðistofnun stend- ur að útgáfunni í samvinnu við bóka- útgáfuna Crymogeu. Kristinn Haukur Skarphéðinsson fuglafræðingur vann við útgáfu bókarinnar og ritaði meðal annars eftirmála um Benedikt sem náttúrufræðing og skýringatexta. „Nöfn og hugtök í svo gömlum texta eru framandi fólki í dag. Við Ævar Petersen og Mörður Árnason skrifuð- um skýringar við texta Benedikts en að öðru leyti stendur bókin eins og hann skilaði henni af sér,“ segir Kristinn Hauk- ur. Benedikt lauk bókinni nokkrum árum áður en hann lést. Hann safnaði efni í hana sjálfur, teiknaði myndir og skrifaði texta og segir Kristinn fal- lega rithönd Bene- dikts eitt að því sem geri bókina einstaka. „Benedikt vann fyrir sér sem skrif- ari og var einstak- lega listrænn. Það kemur glögglega fram í handritinu, þó hann hafi hafi verið kominn á átt- ræðisaldur þegar hann vinnur það. Bókinn er vitnisburður um þá þekk- ingu sem var í landinu á þessum tíma og þó við sækjum ekki beinan fróðleik í hana í dag er hún gríðarlega fallegt handverk.“ Ástæðu þess að bókin kom ekki út á sínum tíma segir Kristinn að hluta til vera stærð handrits- ins en að er 38 cm á hæð og 27,8 cm á breiddina. Þá hafi þrjóska höfundarins jafnvel haft eitthvað um það að segja en Benedikt gramdist áhugaleysi Alþingis á að styrkja verkefnið. „Það fauk í hann og á forsíðu segir að verkið sé eign hans sjálfs og Alþingi óviðkomandi,“ segir Kristinn. „Tækn- in var þó ekki til staðar hér á landi til að gefa út svo stórt brot og myndirnar þess eðlis að erfitt var að prenta þær. Það er líka eitt af því sem gerir Bene- dikt einstakan, að hann gerir heila bók sjálfur, semur hana og skrifar og teikn- ar í hana myndirnar. Það gerðu ekki margir á þessum tíma.“ Benedikt Gröndal er eitt af höfuð- skáldum þjóðarinnar. Hann lauk meistaraprófi í norrænum fræðum við Kaupmannahafnarháskóla fyrst- ur Íslendinga og var frumkvöðull í söfnun náttúrugripa og helsti hvata- maður að stofnun Hins íslenska nátt- úrufræðifélags árið 1889. Eitt helsta verkefni hans sem formanns Nátt- úrufræðifélagsins var að koma á fót náttúrugripasafni í Reykjavík. Eftir hann liggja einnig nokkur hand- rit, tvö helstu handritin eru Dýra- ríki Íslands sem kom út árið 1976 og Íslenskir fuglar sem hefur nú verið gefið út á bók. Í henni eru allar myndir handrits- ins auk texta Benedikts með skýr- ingum. Bókaútgáfan Crymogea mun einnig í samstarfi við Náttúrufræði- stofnun Íslands gefa handritið út í sinni upprunalegu stærð og umfangi í sérstakri hátíðarútgáfu í desember 2011. heida@frettabladid.is FUGLAR ÍSLANDS EFTIR BENEDIKT GRÖNDAL: GEFIÐ ÚT Í FYRSTA SINN Gríðarlega fallegt handverk FYRSTA EINTAKIÐ Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, og Kristinn Haukur Skarphéðinsson fuglafræðingur afhentu Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, fyrsta eintak bókarinnar í gær á afmælisdegi Benedikts Gröndal. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Elskulegi bróðir okkar, mágur, frændi og vinur, Haukur Þorsteinsson Bláskógum, Sólheimum í Grímsnesi, (áður til heimilis á Faxabraut 33b, Keflavík), lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands mánudaginn 3. október. Útför fer fram í kyrrþey að ósk aðstandenda. Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarsjóð Sólheima. Svanhvít Þorsteinsdóttir Karl Einarsson Elínborg Þorsteinsdóttir Sigurjón Skúlason Valgerður Þorsteinsdóttir Sæmundur Pétursson Bára Þorsteinsdóttir Þorsteinn Þorsteinsson Guðlaug Þorsteinsdóttir Lúðvík Finnsson Jónína Þorsteinsdóttir Peter W. Giedras Erla Þorsteinsdóttir Þorgeir Óskarsson Jónas Þorsteinsson Ásdís Júlíusdóttir Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Sverrir Sigurðsson Svavarsson Suðurgötu 18b, Sauðárkróki, lést á heimili sínu þriðjudaginn 27. september 2011. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 8. október n.k. kl. 11.00. Sigrún G. Halldórsdóttir Magnús Sverrisson Ásta P. Ragnarsdóttir Jóhann M. Sverrisson Leidy Karen Steinsdóttir Halldóra Ragna Einarsdóttir Gunnlaugur Eiðsson Gísli Arnar Elínarson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð og hlýju vegna fráfalls elskulegrar móður okkar, tengdamóður, stjúpu, ömmu og langömmu, Oddnýjar Ólafsdóttur. Sérstakar þakkir til starfsfólks Droplaugarstaða. Ásrún Kristjánsdóttir Guðrún Kristjánsdóttir Ævar Kjartansson Heiðrún Kristjánsdóttir Sigrún Kristjánsdóttir Völundur Óskarsson Sigurveig Kristjánsdóttir Ólafur Ágúst Ólafsson Friðrik Steinn Kristjánsson Ingibjörg Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn og besti vinur, faðir okkar, sonur, bróðir, mágur og tengdasonur, Þorbergur Auðunn Viðarsson Kristnibraut 35, Reykjavík, lést aðfaranótt þriðjudagsins 4. október í faðmi ástvina sinna á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Jarðarförin verður auglýst síðar. Auður Magnúsdóttir Óttar Ingi Þorbergsson Elísabet Huld Þorbergsdóttir Laufey Eva Stefánsdóttir Viðar Einarsson Ólöf Gunnarsdóttir Gunnar Viðarsson Þorbjörg Ragnarsdóttir Elín Viðarsdóttir Einar Viðarsson Kristín Sveinsdóttir Erlingur Viðarsson Elfa Sif Ingimarsdóttir Magnús Ingvar Ágústsson Hjördís Hafsteinsdóttir Berglind Magnúsdóttir Heimir Jónasson Ágúst Magnússon Áslaug María Sigurbjargardóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Sigurðar Halldórssonar Höfða, Akranesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki dvalarheimilisins Höfða fyrir góða umönnun. Halldór S. Sigurðsson Jóna Þorkelsdóttir Guðmunda Björg Sigurðardóttir Haraldur Haraldsson Ásta G. Sigurðardóttir Kristján Gunnarsson Ómar Sigurðsson Sigríður Þorgilsdóttir Svanur Ingi Sigurðsson Matthildur Níelsdóttir Hrafnhildur Sigurðardóttir Jóhann Ágústsson Ingþór Sigurðsson Svala Benediktsdóttir Sigurbjörg Jenný Sigurðardóttir Búi Grétar Vífilsson og afabörn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.