Fréttablaðið - 07.10.2011, Síða 57

Fréttablaðið - 07.10.2011, Síða 57
FÖSTUDAGUR 7. október 2011 41 Hreyfill / Bæjarleiðir er styrktaraðili árveknisverkefnis Krabbameinsfélagsins. Með hverri pantaðri ferð styrkir þú verkefni Krabbameins- félagsins til að berjast gegn krabbameini hjá konum. Af því tilefni höfum við sérmerkt bílana okkar með bleikum taxaljósum og munu bílstjórarnir taka fagnandi á móti þér. Taktu bleikan bíl næst flegar flú pantar leigubíl! „Bleika slaufan” er til sölu í bílunum okkar frá 1. – 15. október. Tökum bleikan bíl! Jónas Björgvinson hefur gefið út lagið Laufin lifa. Það verður á nýrri plötu hans sem kemur út á næsta ári. Jónas ákvað að gefa út Laufin lifa í tilefni fertugs- afmælis síns á föstudaginn og vegna sérstakra aðstæðna. Lagið er tileinkað minningu Laufeyjar Ingibjargardóttur frá Akranesi og er til styrktar baráttunni gegn krabbameini. Allur ágóði af netsölu á Tonlist.is og Gogoyoko rennur til Krabbameinsfélags Íslands og í styrktarsjóð sona Laufeyjar. Styrktartónleikar fyrir drengina verða haldnir 19. október í Gamla bíói. Lag gegn krabbameini Trausti Laufdal og hljómsveit hans hafa sent frá sér annað lag af væntanlegri sólóplötu. Lagið nefnist Stórt er spurt og samdi Trausti það við ljóð Davíðs Stefánssonar frá Fagra- skógi. Kærasta Trausta, Hildur Þórlindsdóttir, syngur með honum í laginu. Fyrr í sumar sendi hann frá sér lagið Einn koss sem var í tíu vikur á vin- sældalista Rásar 2. Með sólóverk- efni sínu leitar Trausti í rætur blúsins í bland við íslenska dæg- urtónlist á borð við Hljómsveit Ingimars Eydal og Hljóma. Annað lag frá Trausta Við frumsýningu myndarinnar Johnny English Reborn biðu flestir ljósmyndarar eftirvænt- ingarfullir eftir aðalleikara myndarinnar, Rowan Atkinson. Það var hins vegar sextán ára dóttir hans, Lily Atkinson, sem stal senunni frá föður sínum á rauða dreglinum, en hún mætti á frumsýninguna í fylgd foreldra sinna. Klædd í stuttan svartan kjól og hlébarðamunstraða hælaskó heillaði Lily ljósmyndara, sem létu flössin dynja. Breskir fjöl- miðlar veltu síðan fyrir sér hvort stúlkan væri lík föður sínum eða móður, en komust að þeirri niðurstöðu að líklega ætti móðir Lily heiðurinn af glæsilegu útliti hennar. Dóttirin stal senunni FEÐGIN Rowan Atkinson mætti með sextán ára dóttur sína, Lily, á frum- sýningu en hún stal senunni af föður sínum. NORDICPHOTOS/GETTY Tónlist ★★★ Stop That Noise Hellvar Hell-víti kröftugt Á fyrstu plötu sinni döðruðu Heiða Eiríks- dóttir og Elvar Geir Sævarsson við elektróníska tónlist og notuðust við forritaðan trommu- heila. Núna er Hellvar orðið fimm manna band og fyrir vikið hafa áherslunar breyst og rokkið orðið meira áberandi þó svo að rafpælingarnar séu aldrei langt undan. Stop That Noise var tekin upp „live“ á einni helgi og það skilar sér í fínni, nokkuð hrárri rokkplötu, þar sem falleg söngrödd Heiðu nýtur sín vel, hvort sem tungu- málið er franska eða enska. Lögin eru flest góð en fyrri helmingurinn er ívið betri, með pönktryllinum svala I Should Be Cool og hinu hljómfagra Morceau de gaieté, sem ég get vel ímyndað mér að svínvirki á tónleikum, rétt eins og Too late, liar þar sem kröftugur gítarleikurinn og trommurnar ná þrusuvel saman. Freyr Bjarnason Niðurstaða: Fínt rokk með elektróník í bland sem ætti að njóta sín til fullnustu á tónleikum. Ekki hrifin af lýtaaðgerðum Leikkonan Michelle Pfeiffer er ekki sérlega hrifin af lýta- aðgerðum en segir mikilvægt að fólk sé sátt við útlit sitt. Pfeiffer segist ekki geta fundið að því að fólk lagfæri hitt og þetta en viðurkennir að sér finnist sorglegt þegar fólk gengur of langt í þeim málum. „Þegar fólk hættir að líta út eins og það sjálft þá finnst mér það sorglegt. Mér finnst óþægilegt að sjá þann- ig fólk, en ef það er sjálft sátt við útlit sitt þá ætti álit mitt ekki að skipta máli,“ sagði leikkonan í viðtali við Elle. Í sama viðtali minnist hún þess tíma er hún lék í kvik- myndinni Scarface ásamt Al Pacino. „Ég var logandi hrædd allan tímann. Ég átti ekkert í þessa stórleikara, ég var bara lítil, grannvax- in stúlka sem hafði leikið í Grease 2.“ LÝTAAÐGERÐIR SORGLEGAR Michelle Pfeiffer segir sorglegt að sjá fólk sem hefur farið of oft í lýtaaðgerðir. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.