Fréttablaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 2
29. október 2011 LAUGARDAGUR2 FERÐAÞJÓNUSTA Ísland og Reykjavík eru mest spennandi ferðamanna- staðir heims árið 2012. Þetta er mat lesenda efnis frá fyrirtæk- inu Lonely Planet, sem er stærsti útgefandi ferða- tengds efnis í heiminum. Stutt er síðan banda- ríska tímaritið National Geo- graphic valdi Ísland einnig mest spennandi áfangastaðinn 2012. „Þetta er tvímælalaust stað- festing á því að við höfum verið að gera rétt í kynningum okkar undanfarið. Bæði með Inspired by Iceland-átakinu og svo nýja átak- inu, sem er reyndar kannski ekki byrjað að hafa áhrif,“ segir Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, sem hefur meðal annars það hlutverk að markaðs- setja Ísland sem ferðamannastað. „Ég held að við höfum slegið réttan tón í Inspired by Iceland með því að fá erlenda gesti til að segja frá sinni upplifun af land- inu og koma þeim skilaboðum víðar en áður, til dæmis inn á samfélagsmiðlana,“ segir Jón og bætir því við að hann sé þess full- viss að útnefningar sem þessar hafi talsverð áhrif. Lonely Planet er ástralskt fyrir- tæki í eigu breska ríkisútvarpsins BBC sem gefur út bækur, tímarit, sjónvarpsþætti og fleira efni um ferðalög og ferðamannastaði. Fyrirtækið gefur árlega út bók þar sem fjallað er um mest spenn- andi ferðamannastaði samtímans. Umfjöllun þess um Ísland og Reykjavík og listarnir yfir mest spennandi ferðamannastaði ársins birtast í nýútkominni 2012 útgáfu bókarinnar. Sú nýbreytni var hins vegar á gerð bókarinnar að þessu sinni að lesendum gafst færi á að kjósa sína uppáhaldsáfangastaði. Bæði Ísland og Reykjavík höfðu nokkra yfirburði í kjörinu með alls 32 prósent og 27 prósent atkvæða hvort. Ítalía og Lissabon komu næst í kjörunum með 13 prósent og 15 prósent atkvæða. Meðal annarra landa sem komust á blað má nefna Indland, Filippseyjar, Tyrkland og Kólumbíu. Istanbúl, Barselóna, London og Bangkok voru síðan í hópi þeirra borga sem þóttu mest spennandi. Hvorki Ísland né Reykjavík komust á topp 10 lista yfir mest spennandi lönd og borgir í fyrra, en þá þóttu Albanía og New York mest spennandi. Meðal þess sem lesendur hrifust af við Ísland og Reykjavík voru náttúrufegurð og næturlífið í Reykjavík. magnusl@frettabladid.is Þetta er tvímælalaust staðfesting á því að við höfum verið að gera rétt í kynningum okkar undanfarið. JÓN ÁSBERGSSON FORSTJÓRI ÍSLANDSSTOFU Stefán, ertu búinn að gera hreint fyrir þínum dyrum? „Ég kem bara til dyranna eins og ég er klæddur.“ Rithöfundurinn Stefán Máni þurfti að breyta bók sinni, Skipinu, áður en hún kom út á Ástralíumarkaði, af því að í henni var vitnað í texta sveitarinnar The Doors. Samkvæmt áströlskum lögum þarf að greiða fyrir það. KÍNA Klaus Regling, framkvæmda- stjóri björgunarsjóðs Evrópu- sambandsins, hélt til Kína í gær til að ræða möguleika þess að Kínverjar leggi til fjármagn í sjóðinn, sem notaður er til að veita nauðstöddum evruríkjum fjárhagsaðstoð. Fréttaskýrendur, bæði á Vestur löndum og í Kína, hafa haldið því fram að kínversk stjórnvöld muni krefjast þess að Vesturlönd fallist í staðinn á að Kína fái formlega stöðu mark- aðsríkis, sem myndi um leið auðvelda Kínverjum að stunda markaðsmisnotkun, eða að Vestur lönd hætti jafnvel að gagn- rýna mannréttindabrot í Kína. - gb Evruríkin leita til Kína: Kínastjórn sögð setja skilyrði KLAUS REGLING Framkvæmdastjóri neyðarsjóðsins kominn til Kína. NORDICPHOTOS/AFP Á FUNDI MEÐ SAMVELDISLEIÐTOGUM Elísabet Bretadrottning á leiðtogafund- inum í Ástralíu í gær. NORDICPHOTOS/AFP BRETLAND Leiðtogar þeirra sextán bresku samveldisríkja sem enn eru með Elísabetu Bretadrottn- ingu fyrir þjóðhöfðingja sam- þykktu einróma að gera þær breytingar á konungserfðum bresku krúnunnar að hún erfðist jafnt til dætra sem sona. Þetta þýðir að elsta barn þeirra Vilhjálms prins og Katrínar Middleton eiginkonu hans verður þegar fram líða stundir þjóðhöfð- ingi Bretlands, hvort sem það verður drengur eða stúlka. Breytingarnar eru þær róttæk- ustu sem gerðar hafa verið öldum saman á fyrirkomulagi bresku krúnunnar og taka gildi þegar þjóðþing landanna hafa samþykkt lög þessi efni. - gb Samveldisríkin breyta lögum: Dætur fá sama rétt og synir Ísland staðurinn til að heimsækja 2012 Lesendur Lonely Planet, stærsta útgefanda ferðatengds efnis í heiminum, telja Ísland og Reykjavík vera mest spennandi áfangastaði heims á næsta ári. Fram- kvæmdastjóri Íslandsstofu segist þess fullviss að útnefning sem þessi hafi áhrif. JÓN ÁSBERGSSON STROKKUR Meðal þess sem erlendir ferðamenn hafa hrifist af á Íslandi eru náttúru- fegurð landsins og næturlífið í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu vinnur nú að rannsókn umfangsmikils þjófn- aðarmáls sem upp kom þegar mæðgur voru nýverið staðnar að hnupli í verslun í Smáralind. Þær sitja í gæsluvarðhaldi fram á miðvikudaginn næstkomandi, en kærasti yngri konunnar, sem einnig var handtekinn og yfir- heyrður, hefur verið látinn laus. Lögregla vinnur meðal annars að því að flokka þýfið, sem mestmegnis var fatnaður, fylgihlutir og snyrtivörur, meta verðmæti þess og koma því til þeirra verslana sem mæðgurnar stálu úr. - jss Þjófnaðarmálið í rannsókn: Kærastinn laus Dæmdur fyrir ræktun Kannabisræktandi, karlmaður á þrítugsaldri, hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Maðurinn ræktaði í leiguíbúð í Hafnarfirði 49 kannabisplöntur. Hann játaði brot sitt. Plönturnar og búnaður til ræktunarinnar voru gerð upptæk. DÓMSMÁL STJÓRNMÁL Sjöundi landsfundur Vinstri grænna hófst á Akureyri í gær. Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, flutti setn- ingarræðu þar sem hann leit yfir hið pólitíska svið. „Þá blasir við að það hefur unnist vel úr erfiðri, sumir sögðu vonlausri, stöðu Íslands. Hagvöxtur er genginn í garð. Skerðing l í fskjara hefur verið stöðvuð og kaupmátt- ur er farinn að aukast,“ sagði Steingrímur sem ræddi um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Hann bætti síðar við að nú þyrfti meira að fara að ger- ast í fjárfest- ingu, uppbygg- ingu og fjölgun starfa. Steingrímur rifjaði upp erf- iða stöðu lands- ins í kjölfar bankahrunsins og viðvörunar- orð Vinstri grænna árin á undan. Hann sagði baráttu ríkisstjórnar- innar hafa snúist um endurheimt efnahagslegs sjálfstæðis og framtíð velferðar samfélagsins. Sú barátta ynnist ekki án fórna og þótt aðgerðir ríkisstjórnar- innar á sviði ríkisfjármála hefðu verið sársaukafullur hefðu þær verið óumflýjanlegar. Steingrímur sagði breytingar ríkisstjórnarinnar á skattkerf- inu hafa verið í samræmi við pólitíska stefnumótun flokks- ins. Þær hefðu miðast við meiri tekjujöfnun og græna skatta, svo eitthvað sé nefnt. Þá benti hann á að helmingur hjóna greiddi nú lægra hlutfall af tekjum sínum í tekjuskatt og útsvar, þar með tal- inn fjármagnstekjuskatt, en árið 2008. Loks fjallaði Steingrímur um valkosti Íslendinga í peningamál- um. Hann sagði íslensku krónuna hafa reynst okkur vel á erfiðum tímum og sagðist sannfærður um að atvinnuleysi hefði farið í háa tveggja stafa prósentutölu ef Íslendingar hefðu ekki haft eigin gjaldmiðil síðustu ár. Þá hefði reynsla annarra þjóða sýnt að alveg eins væri hægt að setja sig á hausinn í evrum og krónum. - mþl Sjöundi landsfundur Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs var settur á Akureyri í gær: Ótvíræður árangur hjá ríkisstjórninni STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Suðurstrandarvegur opnar Framkvæmdum við nýjan Suður- strandarveg lýkur á dag. Með opnun vegarins er komið bundið slitlag frá Grindavík til Þorlákshafnar. SAMGÖNGUR VIÐSKIPTI Icelandic Group hefur hafið einkaviðræður við kanadíska fisksölufyrirtækið High Liner Foods um sölu á starfsemi sinni í Bandaríkjunum og tengdri starfsemi í Kína. Þetta fékkst staðfest frá Icelandic Group í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa viðræð- endur sett sér 30 daga tímaramma til að komast að samkomulagi. Icelandic Group er að stærstum hluta í eigu Fram- takssjóðs Íslands en söluferli bandarísku starfsem- innar hófst í júlí. Frestur til að skila inn tilboðum rann út 28. september síðastliðinn. Fréttablaðið greindi frá því í lok september að sex erlend fyrirtæki hefðu haft hug á að leggja fram til- boð í starfsemina. Þeirra á meðal var kínverska fisk- vinnslufyrirtækið Pacific Andes sem keypti starf- semi Icelandic Group í Frakklandi og Þýskalandi í júní. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru þrjú til- boð tekin til alvarlegrar skoðunar: tilboð High Liner Foods og tilboð frá bandaríska fiskvinnslufyrirtæk- inu Trident Seafoods Corporation og frá suður-kór- eska fiskvinnslufyrirtækinu Dongwon Industries. Fréttavefurinn Intrafish hafði eftir heimildum í gær að söluverð í kringum 28 milljarða króna væri til viðræðu en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sú tala heldur í hærri kantinum. Þá leggur Ice- landic Group talsverða áherslu á það í viðræðunum að halda eftir vörumerki félagsins. - mþl Icelandic Group í viðræður við High Liner Foods um sölu á hluta af starfsemi: Hreyfing á söluferli Icelandic ICELANDIC GROUP Framtakssjóður Íslands á 81 prósents hlut í fyrirtækinu. 9 AF HVERJUM 10 KONUM FINNA FYRIR ÓÞÆGINDUM Á KYNFÆRASVÆÐI? RAKAAUKANDI GEL, EYKUR OG VERNDAR RAKASTIG, VIRKAR EINNIG SEM SLEIPIEFNI FÆST Í APÓTEKUM SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.