Fréttablaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 8
29. október 2011 LAUGARDAGUR8 Borgardekk STJÓRNSÝSLA Ákvörðun Reykjavíkurborg- ar um að afturkalla að hluta byggingar- leyfi vegna breytinga við íbúðarhús á Laufásvegi hefur verið ógilt af úrskurð- arnefnd skipulags- og byggingarmála. Á árinu 2007 var veitt leyfi til þess að byggja við Laufásveg 68 anddyri, stækka nýsamþykktar svalir með geymslurými undir og koma fyrir heitum potti á stækkuðum svölum. Eftir kæru frá nágranna var bygg- ingarleyfið á endanum afturkallað að hluta og húseigandanum tilkynnt í mars 2010 að lagðar yrðu á hann 25 þúsund króna dagsektir þar til hann hefði fjar- lægt sumar framkvæmdirnar og komið öðrum í það horf sem samræmdist aðal- uppdráttum. Þessa ákvörðun kærði hann. Úrkurðarnefndin segir fyrirmæli borgarinnar hafa verið óljós og ófram- kvæmanleg og ákvörðun hennar haldna verulegum annmörkum, bæði hvað varðar form og efni. „Verður að gera þá kröfu að íþyngj- andi ákvarðanir um beitingu þvingunar- úrræða séu skýrar og framkvæman- legar og studdar málefnalegum rökum. Þykir mikið á skorta að hin kærða ákvörðun fullnægi þessum skilyrðum og verður hún því felld úr gildi,“ segir úrskurðarnefndin. - gar Reykjavíkurborg gerð afturreka með afturköllun byggingarleyfis og dagsektir vegna verulegra annmarka: Fyrirmæli voru ekki framkvæmanleg LAUFÁSVEGUR 68 Leyfi var veitt fyrir ýmsum breytingum við húsið árið 2007 en leyfið síðan afturkallað eftir kæru frá nágranna. Sú ákvörðun hefur verið úrskurðuð ógild. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 1. Hvar var Þór, nýjasta varðskip Landhelgisgæslunnar, smíðað? 2. Hver leikstýrir Kirsuberjagarðin- um sem sýnt er í Borgarleikhúsinu? 3. Hvaða lið er á toppi N1-deilar karla í handknattleik? SVÖR: MAKRÍLL Samningafundir vegna skiptingar makrílafla fóru fram í vikunni og halda áfram í desember. SJÁVARÚTVEGUR Tveggja daga samningsfundi vegna stjórnar á makrílveiðum lauk í London í gær og segir Tómas H. Heiðar, aðalsamningamaður Íslands, að fundurinn hafi verið mjög upp- byggilegur. Deilur hafa staðið síðustu miss- eri um skiptingu heildarafla úr makrílstofninum. Viðræður hafa staðið yfir í haust og verður hald- ið áfram í byrjun desembermán- aðar. Vonast er til þess að sam- komulag takist fyrir næsta ár um skiptingu aflaheimilda milli Íslands, ESB-ríkjanna, Noregs, Færeyja og Rússlands. - þj Uppbyggilegar viðræður: Makrílfundir verða í desember TÚNIS Sigurvegarar þingkosning- anna í Túnis um síðustu helgi voru félagar í Endurreisnarflokknum, Ennahda, sem er sagður vera hóf- samur flokkur íslamista. Þegar talningu atkvæða var lokið á fimmtudaginn reyndist flokkurinn hafa fengið 41,47 pró- sent atkvæða og 90 sæti á 217 manna stjórnlagaþingi, sem fær það tvískipta hlutverk að semja nýja stjórnarskrá og skipa bráða- birgðastjórn sem fer með völd í landinu þangað til hin nýja stjórn- skipan tekur gildi. Endurreisnarflokkurinn var stofnaður í núverandi mynd árið 1989, sama ár og Berlínarmúr- inn hrundi, en starfsemi hans var bönnuð strax þetta sama ár. Leiðtogi hans, Rashid Ghanno- uchi, sem hafði áður setið árum saman í fangelsi fyrir stjórnar- andstöðu sína, flúði land og sneri ekki aftur fyrr en í janúar síðast- liðnum, þegar stjórnarbylting var orðin að veruleika. Hann vill leggja íslömsk gildi til grundvallar samfélaginu en er þó enginn bókstafstrúarmaður heldur umbótasinni. Hann hefur samkvæmt því meðal annars bar- ist fyrir réttindum verkafólks og kvenréttindum. Nærri þrjátíu aðrir flokkar og óháð framboð náðu kjöri, en þrír þeir stærstu, fyrir utan Endur- reisnarflokkinn, eru samkvæmt stefnuskrá sinni allir veraldlegir flokkar. Flokkur stuðningsmanna og fyrrverandi samstarfsmanna Zine el Abidine Ben Ali forseta, sem hrökklaðist frá völdum í bylt- ingunni í janúar, náði 19 mönn- um á þing en þeir hafa ekki þegið þingsæti til að mótmæla úrskurði kjörnefndar, sem á fimmtudag lýsti því yfir að kosning nokk- urra frambjóðenda flokksins væri ógild. Í gær brutust svo út óeirðir víða í landinu þar sem stuðnings- menn flokksins mótmæltu þessum úrskurði. Eftir stendur að Endurreisnar- flokkurinn þarf að fá til liðs við sig að minnsta kosti 19 þingmenn til að mynda starfhæfa meiri- hlutastjórn og hefur þá úr þremur veraldlegum flokkum að velja. Innlendir jafnt sem erlendir eftirlitsmenn segja framkvæmd þessara fyrstu frjálsu kosninga í landinu hafa verið til fyrirmynd- ar. Óðum styttist í næstu kosning- ar arabíska vorsins svonefnda, því í næsta mánuði ganga Egyptar að kjörborði og velja sér nýtt þing. gudsteinn@frettabladid.is Sigur íslamskra umbótasinna í höfn Framkvæmd fyrstu frjálsu kosninganna í Túnis um síðustu helgi er sögð til fyrirmyndar. Félagar Ben Ali forseta, sem hrökklaðist frá völdum í janúar, hafna þingsætum. Þingkosningar verða haldnar í Egyptalandi í næsta mánuði. RACHED GHANNOUCHI OG INTISSAR KHERIGI Leiðtogi og einn stofnenda Endurreisnarflokksins ásamt dóttur sinni, sem er mann- réttindalögfræðingur og hefur starfað bæði hjá Sameinuðu þjóðunum og Evrópuþinginu. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Starfshópur um Guð- mundar- og Geirfinnsmálin hefur nú tekið til starfa. Hópurinn var skipaður í byrjun október til að fara yfir málin í heild sinni en sérstaklega þá þætti sem snúa að rannsókn þeirra og framkvæmd hennar. Þeir sem búa yfir upplýsingum um málin, vilja koma á framfæri ábendingum eða hafa gögn undir höndum sem varða málin eru hvattir til þess að hafa samband við starfshópinn. Hægt er að senda hópnum bréf í gegnum innanríkis- ráðuneytið eða í gegnum netfangið gg@irr.is. Hópurinn hyggst skila áfanga- skýrslu þar sem koma mun fram hvort og til hvaða ráðstafana eigi að grípa. - þeb Guðmundar- og Geirfinnsmál: Hópur vill gögn og upplýsingar FRÁ FUNDI RÁÐHERRA Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra tilkynnti stofnun starfshópsins hinn 7. október síðastliðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LÖGGÆSLA Nú þegar svartasta skammdegið fer að skella á minnir lögregla á mikilvægi endurskinsmerkja. Foreldrar eru hvattir til að setja endurskins- merki á fatnað barna sinna. Þá er ekki síður mikilvægt að fullorðnir noti þennan sjálfsagða og einfalda öryggisbúnað sér einnig til verndar. Hlauparar og reiðhjólamenn eru líka minntir sérstaklega á mikilvægi endur- skinsmerkja. - jss Minnt á öryggisbúnað: Endurskins- merki mikilvæg 1. Í Síle. 2. Hilmir Snær Guðnason. 3. Haukar. VEIÐI Rjúpnaveiðitímabilið hófst í gær og eru leyfðar veiðar í alls níu daga fram til 27. nóvember. Rjúpna- skyttur fjölmenna í veiðiverslan- ir og birgja sig upp af skotum og öðrum nauðsynjum. Slysavarnafélagið Landsbjörg bendir á að vegna þess hversu fáa daga veiði sé leyfð sé von til þess að ásókn veiðimanna í veiðilendur verði mikil, sem feli í sér hættur. Veiðimenn fari jafnvel til veiða í tvísýnu veðri frekar en að missa af veiðidegi. Minnir Landsbjörg á að björgunarsveitir séu ítrekað kall- aðar út til að leita að rjúpnaveiði- mönnum þó svo að slíkum leitum fari fækkandi. Tilfinning Landsbjargar, um mik- inn áhuga veiðimanna á að nýta fáa daga vel, virðist á rökum reist því starfsmenn sportveiðiverslana sem Fréttablaðið ræddi við sögðust ekki hafa áður séð eins mikið keypt af skotum og fyrir þetta veiðitímabil. Slysavarnafélagið Landsbjörg vill minna veiðimenn á að fylgjast vel með veðurspám, gera ferðaáætlun og fara eftir henni. Eins að kynna sér veiðisvæði og huga að fjarskipt- um, réttum klæðnaði og sjúkragögn- um. Einnig er rétt að hafa hugfast að betra er að snúa við í tíma held- ur en að koma sér í ógöngur, segir í tilkynningu frá Landsbjörgu. - shá Minnt á að undirbúa veiðiferð af kostgæfni: Mikill hugur í rjúpnaskyttum DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðs- bundið fangelsi fyrir að brjótast inn í hús, ráðast á fyrrverandi tengdaföður sinn og stór- skemma síðan bíl. Maðurinn braut rúðu í úti- dyrahurð með tréskafti af exi og réðst síðan á fyrrverandi tengdaföðurinn og hrinti honum á hurðarkarm, þannig að hann hlaut þrjá skurði í andlitið. Þá henti maðurinn tveimur stórum járnbitum inn í bíl með þeim afleiðingum að rúður bifreiðar- innar brotnuðu. - jss Skemmdi bíl með járnbitum: Braust inn og réðst á fyrrum tengdaföður VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.