Fréttablaðið - 02.11.2011, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 02.11.2011, Blaðsíða 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl - júní 2011 VIÐSKIPTI Smásölurisinn Hagar verður skráður í Kauphöll Íslands í almennu útboði dagana 5. til 8. desember. Þetta verður fyrsta nýskráningin í Kauphöllinni frá bankahruni. Eignabjarg, dóttur- félag Arion banka, ætlar þá að selja 20 til 30% hlut í félaginu. Eignabjarg á nú alls 61,7% hlut. Halldór Bjarkar Lúðvíksson, framkvæmdastjóri fjárfestinga- bankasviðs Arion banka, segir bankann halda eftir að minnsta kosti 19% hlut í félaginu. Það hafi verið hluti af samkomulagi sem gert var við Búvelli slhf. þegar það félag keypti 34% kjölfestu- hlut í Högum í febrúar. „Við vitum ekki hver eftirspurnin verður og því er ekkert óvanalegt að gera þetta svona, en líka til að stuðla að ákveðinni dreifingu í eigendahópi félagsins og auka þannig líkurnar á því að eftirmarkaður með bréfin verði virkur. Þegar Búvellir keyptu var það sett sem skilyrði að við frumskráningu á félaginu myndum við halda eftir að minnsta kosti 19% hlut í tólf mánuði, einmitt til að tryggja að einstakur fjárfestir næði ekki yfirráðum í félaginu. Það er þó sá fyrirvari á þessu að Samkeppnis- eða Fjármálaeftirlitið setji því eignarhaldi ekki skorður.“ Halldór segist reikna með að strax og tólf mánaða læsingin verði liðin muni Eignabjarg selja það sem eftir er af hlutnum í Högum í gegnum Kauphöllina. Búist er við því að fimm stór fyrirtæki verði í kjölfarið skráð á markað. Heimildir Fréttablaðsins herma að þar sé um að ræða Fjárfestingafélagið Horn, Trygg- ingamiðstöðina, Fasteignafélagið Regin, Fast eignafélagið Reiti og Skýrr í þessari röð. Auk þeirra er talið að á annað tug fyrirtækja hafi áhuga á skráningu á næstu misserum. Stefnt er að því að á bilinu 40 til 50 félög verði skráð í Kauphöll Íslands árið 2015. Páll Harðarson, forstjóri Kaup- hallarinnar, segir þessa fyrstu nýskráningu frá hruni hafa mikla þýðingu. „Þetta hefur ekki síður mikla þýðingu fyrir viðskiptaumhverfið þar sem aðalfarvegir fjármagns- eigenda til atvinnulífsins hafa verið stíflaðir. Þar á ég við bæði bankana og Kauphöllina. Það er því geysilega mikilvægt að koma þeim af stað aftur. Án þeirra verður lítill hagvöxtur.“ - þsj / sjá Markaðinn í miðju blaðsins BRENNIR YFIR 200 KALORÍUR Hagkaup, 10-11, Fjarðarkaup og Kostur www.aspire.er.is af öllum sokkum og sokkabuxum%50- Nýr tilboðsbæklingur í dag Miðvikudagur skoðun 14 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Markaðurinn 2. nóvember 2011 256. tölublað 11. árgangur Þetta hefur ekki síður mikla þýðingu fyrir viðskiptaumhverfið þar sem aðalfarvegir fjár magnseigenda til atvinnulífsins hafa verið stíflaðir. PÁLL HARÐARSON FORSTJÓRI KAUPHALLARINNAR Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512 5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457 DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · HljóðlátStórt op > auðvelt að hlaðaSparneytin amerísk tæki.<Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerískgæðavara Amerískgæðavara Dagur félagsmiðstöðva er haldinn hátíðlegur í dag. Félagsmiðstöðvar borgarinnar og víðar um land opna dyrnar fyrir gestum og gangandi frá klukkan 17 og fram á kvöld. Markmið dagsins er að gefa ungum og öldnum tækifæri til að heim- sækja félagsmiðstöðina í sínu hverfi, kynnast starfinu, unglingunum og viðfangsefnum þeirra. Tískuhönnuðurinn Mundi vondi og félagar semja dulkóðaða sögu sem vísar á falinn fjársjóð. Grafa fjársjóð niður í jörð F atahönnuðurinn Guðmundur Hallgrímsson, betur þekktur sem Mundi vondi, vinnur nú ásamt fleir-um að dulkóðuðu þrautablaði sem vísar á falinn fjársjóð. Verðmætið er talið hlaupa á milljónum.„Þetta er alvöru fjársjóður sem er fyrir tilstuðlan nokk-urra fjársterkra aðila orðinn milljóna króna virði,“ segir Mundi án þess þó að tilgreina hvers eðlis fjársjóðurinn sé. Upplýsir þó að ekki sé loku fyrir það skotið að upphæðin muni hækka þar sem enn sé opið fyrir styrki.Leitin að umræddum fjársjóði verður enginn barna-leikur ef marka má Munda. Vísbendingar um staðsetn-ingu hans verður að finna í dulkóðaðri sögu í fyrrnefndu þrautablaði sem Mundi og félagar hafa varið meira en ári í að gera sem erfiðast aflestrar. „Við erum búnir að lesa okkur rækilega til um helstu dulkóða og þrautir sem gerð-ar hafa verið og þetta verður, vil ég meina, ein torveldasta þraut mannkynssögunnar,“ segir hann og gefur höfundi sögunnar, Magnúsi Birni Ólafssyni, orðið. „Sagan er með goðfræðilegu ívafi og myndar umgjörð utan um stóra þraut. Hún samanstendur af köflum sem eru hver og einn smærri þrautir sem þarf að leysa til aðkomast áfram svo endanleg lausn fáist Þ ðfrekt verk “ www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 2. nóvember 2011 | 17. tölublað | 7. árgangur Vistvænn kostur! FME gæti beitt viðurlögum Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), segir það vera tilbúið til að beita viður-lögum gegn bönkum sem draga það að selja fyrir-tæki í óskyldum rekstri. Samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki mega bankar einungis eiga slík fyrirtæki í eitt ár. Dæmi eru um að fyrirtæki hafi verið í eigu banka, eða dótturfélaga þeirra, í meira en 30 mánuði. Hægt er að biðja um undanþágur frá tímarammanum en þær verður þá að rökstyðja með sérstökum greinargerðum. SÍÐA 4 Nýmarkaðsríki vænta meiri áhrifa fyrir hjálpina Ráðstefna G20 ríkjanna hefst í Cannes á morgun. Evruríkin biðla til nýmarkaðsríkjanna svoköll-uðu, þar á meðal BRIC-ríkjanna Brasilíu, Rúss-lands, Indlands og Kína, um að styrkja varasjóð evrusvæðisins með fjárfestingum og auknum inn-flutningi. Nýmarkaðsríkin geta því krafist meiri ítaka í alþjóðlegu efnaha slífi, meðal annars aukins atkvæðavægis hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.BRIC-ríkin komust nær ósködduð út úr kreppunni og státa af miklum hagvexti á meðan gömlu efnahagsveldin glíma við gríðarlegar opinberar skuldir, stöðnun og mikið atvinnuleysi. Kína gæti orðið stærra hagk rfi en Bandaríkini í á Mikill áhugi Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir og Sigrún Jóhannsdóttir eru á bak við vefinn Innihald.is. fólk 32 HVASST VÍÐA UM LAND Í dag má búast við 10-18 m/s, hvassast verður á Vestfjörðum og Snæfellsnesi og SA- til síðdegis. Snjókoma eða él N-til en fer að rigna SA-til er líður á daginn. VEÐUR 4 3 -2 0 1 4 VIÐSKIPTI Markaðshlutdeild íslensks æðardúns er um 80 til 90 prósent á heimsmarkaði og ljóst að um sjaldgæfa og verð- mæta íslenska afurð er að ræða. Heima- markaður- inn hefur hins vegar að mestu horfið. „Áður fyrr áttu flestir Íslendingar æðardúnsæng- ur en síðustu ár og áratugi hefur nær allur íslenskur æðar- dúnn farið í útflutning enda eftirspurnin mikil og útflutn- ingsverðið gott. Við ættum hins vegar að vera leiðandi og stolt af þessari vöru en æðardúnsæng- urnar eru vel metnar erlendis og seljast sumar á yfir tvær millj- ónir stykkið,“ segir Guðbjörg Helga Jóhannsdóttir, atvinnu- og hlunnindaráðgjafi Bændasam- takanna. - ve /sjá síðu 22 Heimamarkaður hruninn: Æðardúnninn allur til útlanda FÓLK Sigfinnur Böðvarsson var valinn besti hjólabrettakappinn í flokki fjórtán ára og yngri á BMX- og hjólabrettakeppni DC Global Trips í Laugardalshöll um nýliðna helgi. Böðvar Þórisson, faðir hans, stendur að baki honum og skilur ástríðuna fyrir brettaiðkuninni vel, enda smitaðist hann sjálfur af bakteríunni fyrir nærri fjörutíu árum. „Það voru sáralitl- ar eða engar aðstæður til hjólabrettaiðkunar, maður var helst að elta einhvern stað þar sem var nýbúið að malbika,“ segir Böðvar. Sigfinnur segist stefna að því að ná lengra en faðir hans í íþróttinni, en Böðvar skipti hjóla- brettinu út fyrir snjóbretti fyrir alllöngu. Sig- finnur segist ekki útiloka að stefnan verði tekin á atvinnumennsku „en ég get ekki valið á milli hjólabretta og snjóbretta, helst vil ég bara æfa bæði“. - bb / sjá síðu 42 Feðgarnir Böðvar Þórisson og Sigfinnur Böðvarsson eiga sama áhugamál: Tvær kynslóðir á hjólabretti HJÓLABRETTAFEÐGAR Hinn þrettán ára gamli Sigfinnur Böðvarsson nýtur leiðsagnar pabba síns, Böðvars Þórissonar, sem var með þeim fyrstu sem renndu sér á hjólabretti hérlendis. FRÉTTABLAÐIÐ’/VALLI Berjast fyrir rétti sínum Tólf heimildarmyndir um fólk sem berst fyrir rétti sínum sýndar á kvikmyndadögunum (Ó)sýnileg. menning 28 Hagar á markað í desember Dótturfélag Arion banka mun selja 20 til 30% hlut í Högum. Fyrsta nýskráningin í Kauphöll frá hruni. Fagfjár - festum og almenningi býðst að kaupa hlut. Stefnt er að því að 40 til 50 félög verði skráð í Kauphöll árið 2015. GUÐBJÖRG H. JÓHANNESDÓTTIR Messi-deildin Lionel Messi skoraði þrennu og Barca er komið áfram í 16 liða úrslitin. sport 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.