Fréttablaðið - 02.11.2011, Blaðsíða 20
20 2. nóvember 2011 MIÐVIKUDAGUR
STÆRRI
Meira af Maryland
fyrir sama verð
ENN
Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, Háskólafélag Suðurlands og Katla Geopark auglýsa:
Katla European and Global UNESCO Geopark
Jarðvangsráðstefna
Fimmtudaginn 3. nóvember 2011 kl. 13:10 á Hótel Hvolsvelli
13.10 Setning ráðstefnu. Ráðstefnustjóri: Friðrik Pálsson, formaður Íslandsstofu
13.20 Jarðvangurinn Katla - European and Global UNESCO Geopark - Sigurður Sigursveinsson,
framkvæmdastjóri HfSu
13.40 Hvað gerir svæðið áhugavert ? – Haukur Jóhannesson jarðfræðingur
14.00 Geotúrismi– fræðandi ferðaþjónusta - Hrafnkell Guðnason verkefnastjóri HfSu
14.20 Kaffihlé
14.30 Byggðaþróun svæðisins - Steingerður Hreinsdóttir verkefnastjóri AÞS
14.50 Vöruþróun innan jarðvanga – Þóra Valsdóttir verkefnastjóri hjá Matís
15.10 Viðurkenningar og verðlaun fyrir áfangastaði? Tækifæri í framleiðslu og ferðaþjónustu.
Gústaf Gústafsson forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða
15.30 Umræðustjóri - Þuríður Aradóttir
16.00 Samantekt og ráðstefnulok
Í lok ráðstefnunnar verður ráðstefnugestum boðið á opnun Safnahelgarinnar á Suðurlandi í
Sögusetrinu
Geðsjúkdómar eins og geðklofi, geðhvörf og langvinnt þung-
lyndi eru algengari en flestir gera
sér grein fyrir og hafa oft mikla
fötlun í för með sér. Ýmsir þætt-
ir eins og fíkniefnaneysla, líkam-
legir sjúkdómar og þroskaraskan-
ir geta haft áhrif á gang og horfur
þessara sjúkdóma. Alvarlegir geð-
sjúkdómar hafa áhrif á alla þætti
lífsins og geta dregið verulega
úr færni til athafna daglegs lífs,
félagslegra samskipta og getu til
náms eða vinnu. Aðstandendur
standa oft ráðþrota gagnvart van-
líðan ástvinar síns og sjúkdómur-
inn verður þung byrði fyrir fjöl-
skylduna að bera. Til að bæta gráu
ofan á svart mæta einstaklingar
með þessi alvarlegu veikindi því
miður oft fordómum og einangrast
frá vinum, kunningjum og jafnvel
fjölskyldu.
Þeir sem þjást af alvarleg-
um geðsjúkdómum eiga að hafa
aðgang að bestu mögulegu með-
ferð hverju sinni, rétt eins og þeir
sem kljást við líkamlega sjúk-
dóma. Endurhæfing er mikilvæg
mörgum sem stríða við erfiða geð-
sjúkdóma og gerir þeim kleift að
bæta líðan, auka færni og þar með
bæta lífsgæði sín.
Saga geðlækninga á Íslandi
tengist Kleppsspítala sem á sér
langa sögu og varð nýlega 100
ára. Við sameiningu stóru spít-
alanna (Landspítala og Borgar-
spítala) um síðustu aldamót voru
gerðar meiriháttar breytingar á
geðsviði Landspítala og Kleppur
varð miðstöð endurhæfingar geð-
sjúkra innan spítalans. Á síðustu
misserum hefur mikil hugmynda-
og þróunarvinna verið unnin á
Kleppi, með það að markmiði að
endurbæta endurhæfinguna og
aðlaga hana að nútímakröfum.
Það hefur hins vegar lengi staðið
endurhæfingarstarfinu fyrir þrif-
um að í hugum margra er Kleppur
enn gamaldags geðveikrahæli og
það viðhorf ríkir að sjúklingar eigi
að vistast þar til langtíma. Í mörg
ár gekk erfiðlega að útskrifa full
meðhöndlaða og endurhæfða ein-
staklinga af spítalanum. En sem
betur fer hefur margt breyst til
batnaðar.
Síðustu árin hefur búsetuúr-
ræðum fyrir geðfatlaða fjölgað
víða, t.d. í Reykjavík og í Hafnar-
firði. Opnaðir hafa verið svokall-
aðir þjónustuíbúðarkjarnar, þar
sem langveikir einstaklingar búa
í eigin íbúðum og fá þjónustu og
stuðning við hæfi, jafnvel allan
sólarhringinn. Það að einstakling-
ar með alvarlega geðsjúkdóma
„búi“ á Kleppi í áraraðir heyrir nú
sögunni til.
Í allri okkar vinnu er lögð
áhersla á teymisvinnu, þar sem
allar starfsstéttir taka þátt, hvort
sem um er að ræða geðlækna,
hjúkrunarfræðinga, félagsráð-
gjafa, sálfræðinga, iðjuþjálfa,
sjúkraþjálfa eða annað fagfólk.
Leguplássum hefur verið fækkað
og lögð er áhersla á aukna end-
urhæfingu utan sjúkrahússins.
Á Kleppslóðinni eru nú tvær öfl-
ugar endurhæfingardeildir þar
sem áherslan er á markvissa end-
urhæfingu á sem stystum tíma á
legudeild. Þá hefur Kleppur stóra
göngudeild þar sem meðferð lang-
veikra einstaklinga er fylgt eftir.
Stór þáttur í þeirri vinnu er eftir-
fylgni í heimahúsi og í sérhæfðum
íbúðarkjörnum.
Í stóru húsi í Laugaráshverf-
inu er endurhæfingardeild fyrir
unga einstaklinga með byrjandi
geðrofssjúkdóma (E-LR). Þar er
áherslan á að vinna með styrkleika
hvers og eins og efla innsæið sem
miðar allt að því að einstaklingur-
inn öðlist færni til sjálfsbjargar.
Heilsurækt og félagsfærnisþjálf-
un ásamt rólegu og uppbyggjandi
umhverfi eru hluti þeirra verk-
færa sem notuð eru þar. Starf-
semin þar er í mikilli þróun með
það fyrir augum að efla snemm-
inngrip í einhverja þá alvarlegustu
og erfiðustu sjúkdóma sem leggj-
ast á ungt fólk.
Það er okkar skoðun að endur-
hæfing geti ekki alfarið farið fram
inni á stofnun. Mikilvægur þáttur
endurhæfingar er að auka færni
einstaklings til að taka þátt í dag-
legu lífi og leysa þau vandamál
sem upp koma. Ef sú þjálfun sem á
að auka færnina fer einungis fram
innan stofnunar er ólíklegra að
framfarirnar yfirfærist á daglegt
líf í venjulegu umhverfi einstak-
lingsins. Endurhæfing gefst best
þegar hún fer fram í því umhverfi
sem hver og einn lifir og hrærist í
dags daglega.
Þetta er starfsfólk endurhæf-
ingarsviðs meðvitað um og unnið
er að því að færa þungamiðju
endurhæfingarinnar út fyrir leg-
udeildirnar og inn í nærumhverfi
skjólstæðinga okkar. Þeir fá í
auknum mæli aðstoð við að tengj-
ast úrræðum utan stofnunarinnar
eins og Fjölmennt, Geysi, Hugar-
afli, Geðhjálp, Hlutverkasetrinu,
Atvinnu með stuðningi og athvörf-
um Rauða krossins svo eitthvað
sé nefnt. Stuðningur við einstak-
linga í heimahúsi hefur einnig auk-
ist á síðustu misserum. Á E-LR er
stefnt að því að koma á fót sam-
félagsgeðteymi fyrir ungt fólk
með byrjandi geðrofssjúkdóma.
Það er hins vegar ljóst að alltaf
verður ákveðinn hópur einstak-
linga sem er svo fatlaður af sínum
veikindum að meðferð og endur-
hæfing í heimahúsi gengur ekki
upp tímabundið. Þá er nauðsyn-
legt að hafa til umráða legudeildir
þar sem hægt er að tryggja öryggi
sjúklinga, hefja meðferð og endur-
hæfingu þangað til það er tíma-
bært að flytja meðferðina aftur út
fyrir veggi spítalans.
Það er okkar niðurstaða að
Kleppur sem gamaldags geð-
veikraheili sé barn síns tíma.
Nútímavæddur Kleppur sem
býður upp á og styður við bestu
mögulega endurhæfingu og legg-
ur áherslu á öflug tengsl út í sam-
félagið, er hins vegar stór þáttur í
þeirri geðheilbrigðisþjónustu sem
við teljum nauðsynlega og viljum
taka þátt í að bjóða upp á.
Er Kleppur
barn síns tíma?
Heldur voru það kaldar kveðj-ur, sem starfsfólk líknardeild-
ar Landakotsspítala fékk frá yfir-
völdum daginn eftir að það sat stolt
að undirbúningi tíu ára afmælis
deildarinnar. Mikill hugur var í
fólki að gera kynningu á deildinni
sem best úr garði og segja frá hinu
góða starfi sem þar hefur verið
unnið með fagmennsku, metnað og
hlýju að leiðarljósi. Nú er hins vegar
komið að því! Ráðist er að þjónustu
við aldraða á líknandi meðferð.
Það hefur verið stórkostlegt að fá
að vinna við að hjúkra þessum ald-
urshópi á síðustu ævidögum fólks.
Maður taldi víst að þessi þjónusta
fengi að vera í friði, en enn og aftur
er ráðist að varnarlausum öldung-
um, ekki einungis fjölveikum með
illvíga sjúkdóma, þrotnum að líkam-
legum kröftum, heldur jafnframt
með misdjúp sár á sál eftir ýmiss
konar missi á langri ævi.
Síðan þetta fallega og virðulega
hús, Landakotsspítali, var alfar-
ið tekið í þjónustu aldraðra, hefur
manni virst mikil sátt hafa verið í
þjóðfélaginu með þá þjónustu sem
þar hefur verið veitt, og hafa margir
hrósað yfirvöldum fyrir þá ákvörð-
un á sínum tíma.
Á undanförnum árum hefur hins
vegar sífellt verið gengið á þá þjón-
ustu, sem fyrr var veitt í húsinu.
Rætt er um að sameina eigi þær
líknardeildir, sem starfræktar eru
innan LSH. Hvað þýðir sú samein-
ing í raun? Ákveðið hefur verið að
flytja líknardeild Landakotsspítala
í Kópavog, þ.e.a.s. loka líknardeild
aldraðra á Landakoti. Þar með er
óhjákvæmilega verið að rýra þjón-
ustuna við aldraða.
Undanfarin tvö sumur hafa þess-
ar tvær líknardeildir verið sam-
reknar í Kópavogi. Reynsla er nú
fengin á hvað því viðvíkur að reka
saman þessi tvö hjúkrunarsvið,
annars vegar almenna líknardeild
og hins vegar líknardeild fyrir aldr-
aða. Allir hafi verið af vilja gerðir
að láta þessa tilraun ganga sem best
upp og viljað taka þátt í þeim niður-
skurði sem öll þjóðin hefur þurft að
ganga í gegnum.
Fullyrða má að báðar þessar líkn-
ardeildir veita ómetanlega þjónustu,
en um er að ræða tvo mismunandi
aldurshópa með mismunandi þarfir.
Húsið í Kópavogi er að mínu mati
mjög þröngt, og erfitt er að koma
þar við ýmsum stórum hjálpar-
tækjum sem beita þarf við þunga
sjúklinga sem lítið eða ekkert geta
hreyft sig í rúmum sínum. Stað-
setning og skipulag deildarinnar á
Landakoti hefur hentað vel þessari
hjúkrun og umönnun, og hún býður
upp á góða nánd við sjúklinga og
aðstandendur þeirra, enda var deild-
in í upphafi hönnuð með þessa þjón-
ustu í huga.
Á Landakoti er opin röntgendeild
tvisvar í viku. Þangað þurfa sjúk-
lingar líknardeildar gjarnan að
leita. Blóðrannsóknir og sjúkraþjálf-
un eru einnig í byggingunni og þarf
því ekki að leita með þessa þjónustu
út fyrir bæjarmörk.
Undanfarin ár hefur verið áber-
andi hve aldraðir sem innritast á
líknardeild Landakotsspítala hafa
verið sjúkari en áður. Sömuleiðis
hafa fjölskyldur margra þeirra verið
orðnar mjög útkeyrðar og margir
yfir sig þreyttir. Þetta hefur í för
með sér ærið verk fyrir starfsfólk
að hjálpa þessum hópi við að láta sér
líða vel svo að allir geti gengið sem
sáttastir frá kveðjustund. Á síðasta
ári nutu liðlega hundrað aldraðir
sjúklingar þjónustu líknardeildar
aldraðra á Landakoti, ýmist til ævi-
loka eða að meðferð leiddi til þess
að þeir gátu farið á hjúkrunarheimili
og jafnvel heim til sín.
Gjarnan má minnast á fagurt
útsýni af efstu hæð Landakotsspít-
ala þar sem líknardeildin er. Þaðan
blasa við listaverk náttúrunnar
eins og þau gerast best, og hafa
þau oft glatt gömul augu og rifjað
upp margar góðar minningar. Sagt
hefur verið í gríni að heppni hafi
verið að útrásarvíkingarnir þurftu
ekki að leita til deildarinnar, þar
sem telja má víst að þeir hefðu séð
tækifæri í staðsetningunni og viljað
greiða hátt gjald fyrir útsýnið. Nú
eru það hins vegar ráðamenn heil-
brigðisþjónustunnar, sem ætla að
loka fyrir þá þjónustu, er veitt hefur
verið í húsinu við góðan orðstír.
Margar spurningar hvíla eðlilega
á starfsfólki líknardeildar. Rætt er
um að heildarsparnaður sé áætlað-
ur um 50 milljónir króna, og þá er
mannlegi þátturinn ekki tekinn inn í
dæmið. Er þessi ráðstöfun virkilega
ómaksins virði?
Ágætu ráðamenn. Hlífum þeim
sem aldraðir eru og sjúkir. Leyfum
þeim að vera saman á einum stað
undir handleiðslu sérfræðinga.
Enginn veit hver verður næstur að
þurfa að þiggja spítalaþjónustu. Þá
er gott til þess að vita að breiður
faðmur er opinn á Landakotsspítala
til að taka við öldruðum og um leið
opnast væntanlega pláss á öðrum
deildum fyrir sjúklinga, sem hentar
betur sú þjónusta sem þar er veitt.
Megum við bera gæfu til þess að
veita öldruðum áfram þá þjónustu
sem sómi er að!
Er þetta það sem við viljum?
Heilbrigðismál
Karen Eiríksdóttir
hjúkrunarfræðingur á
líknardeild aldraðra á
Landakoti Heilbrigðismál
Halldóra
Jónsdóttir
geðlæknir á geðsviði
Landspítala
Nanna Briem
geðlæknir á geðsviði
Landspítala