Fréttablaðið - 02.11.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 02.11.2011, Blaðsíða 22
2. nóvember 2011 MIÐVIKUDAGUR Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Hauks Svavars Ástvaldssonar Skeiðarvogi 20, Reykjavík, síðast til heimilis á Hjúkrunarheimilinu Mörk. Sérstakar þakkir til allra á Hjúkrunarheimilinu Mörk, 3. hæð norður, fyrir ómetanlegan stuðning og vinarhug og einstaklega góða umönnun. Hulda Guðmundsdóttir Kristbjörg Sóley Hauksdóttir Guðrún G. Hauksdóttir Albert Svanur Heimisson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, Kristín Steinþórsdóttir Austurbrún 6, Reykjavík, lést þann 20. október. Útför hennar fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn 2. nóvember kl. 13.00. Laugheiður Bjarnadóttir Ketill R. Tryggvason Steinþór Nicolai Sigurður Nicolai Kristinn Nicolai Elskulegur eiginmaður, faðir, tengda- faðir, afi og bróðir, Karl Sigurður Njálsson Melbraut 5, Garði, lést á líknardeild Landakots 20. október. Útför hans var gerð frá Útskálakirkju 28. október. Innilegar þakk- ir til lækna og hjúkrunarfólks á deild 11 C og 11 B Landspítala við Hringbraut og á líknardeild Landakots. Guðrún Ágústa Sigurðardóttir Anna Sigrún Karlsdóttir Njáll Karlsson Lilja Víglundsdóttir Arnar Karlsson Bergþóra Ólafsdóttir Þóra Bryndís Karlsdóttir Hlöðver Sigurðsson Sigrún Karlsdóttir Jón Ingi Bjarnfinnsson Þóra Sigríður Njálsdóttir afabörn og langafabörn. Elsku móðir okkar, eiginkona og amma, Vanda Lunkevic lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 28. október. Útför hennar fer fram frá Landakotskirkju fimmtudaginn 4. nóvember kl. 14.30. Erfisdrykkja fer fram á Hótel Borg eftir messu. Innilegar þakkir sendum við starfsfólki á deild 11E. Irena Lunkevic Angelika Lunkevic Stanislav Lunkevic Ivan Lunkevic Daniel Lunkevic Любимая мама, жена и бабушка Ванда Лункевич Скончалась в больнице,в пятницу 28-го октября. Похоронная церемония пройдёт в католиче- ском костёле Ландакот в четверг 4-го ноября,в 14:30. Поминки состоятся после службы в ресторане Hotel Borg. Выражаем искреннюю благодарность работникам отделения 11Е Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, María Guðbjörg Snorradóttir Fjallalind 18, Kópavogi, lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 30. október síðastliðinn. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 7. nóvember kl. 13.00. Þorsteinn Theodórsson Kristín Hlín Þorsteinsdóttir Morten Praem Sigurður Þorsteinsson Guðrún Guðbjörnsdóttir Kolbrún G. Þorsteinsdóttir Sigurður Andrésson Theodóra S. Þorsteinsdóttir Ólafur Viggósson og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur stuðning, samhug og hlýju við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður og ömmu, Guðrúnar Rebekku Kristinsdóttur Rekagranda 8, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki krabbameins- deildar 11 E LSH, starfsfólki líknardeildar LSH í Kópavogi og Heimahjúkrun Karitas. Brimrún Höskuldsdóttir Ragnar Arnarson Heiðrún Höskuldsdóttir Guðjón P. Hjaltalín Kristín Höskuldsdóttir Sverrir Örn Björnsson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Hallgrímur Vilhjálmsson áður til heimilis að Víðimýri 9, Akureyri, lést á Dvalarheimilinu Kjarnalundi laugardaginn 29. október. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 4. nóvember klukkan 13.30. Herdís Jónasdóttir Jónas Hallgrímsson Anna Ólafía Þorgilsdóttir Vilhjálmur Hallgrímsson Arnfríður Jónasdóttir Elinór Hallgrímsson Katrín Hallgrímsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Hjartkær eiginmaður minn, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur, Ólafur H. Óskarsson landfræðingur og fv. skólastjóri, Logalandi 16, Reykjavík, lést í Gautaborg mánudaginn 24. október. Jarðsungið verður frá Dómkirkjunni föstudaginn 4. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hans láti Rauða kross Íslands njóta þess. Ingibjörg Björnsdóttir Vilhjálmur Þorsteinsson Anna Ragna Magnúsardóttir Þorsteinn og Hlín Björn Þorsteinsson Sigrún Sigurðardóttir Snædís, Matthildur og Lena Charlotta Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir Ásgeir Thoroddsen Tómas Jökull, Ingibjörg og Svanbjörn Orri Signý Þ. Óskarsdóttir Anna H. Óskarsdóttir Þorgrímur Ólafsson Þráinn Sigurbjörnsson Skarphéðinn P. Óskarsson Valgerður G. Björnsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, Kristín Guðbjörg Magnúsdóttir áður til heimilis að Kambsvegi 22, lést 21. október sl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. nóvember kl. 13.00. Magni Guðmundsson Halldóra Þorvaldsdóttir Halla Soffía Guðmundsdóttir Halldór K. Karlsson Viðar Guðmundsson Stella Berglind Hálfdánardóttir Margrét Heiðdís Guðmundsdóttir Jóhann G. Guðbjartsson Oddný Guðfinna Guðmundsdóttir Hörður Hallgrímsson Sigurgeir Guðmundsson Svava Þorsteinsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. timamot@frettabladid.is Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir, atvinnu- og hlunninda- ráðgjafi Bændasamtakanna, ræðir um íslenskan æðar- dún á fræðslukvöldi í fyrirlestraröðinni Spegill fortíðar í Sjóminjasafninu Víkinni klukkan átta í kvöld. Þar bendir hún á mikilvægi íslensks æðardúns en markaðshlutdeild hans er um 80-90 prósent á heimsmarkaði og því ljóst að um mjög sjaldgæfa og verðmæta afurð er að ræða. Guðbjörg Helga mun fara yfir sögu æðarræktar á Íslandi og segja frá einstöku vinasambandi sem hefur þróast milli æðarbænda og æðarfuglsins. Hún fjallar um eiginleika æðardúns, verkun hans og framreiðsluferli og mikilvægi þess að efla innlendan markað. „Hlutverk mitt hjá Bænda- samtökunum er meðal annars að byggja upp heimamarkað- inn sem hefur að mestu horfið. Áður fyrr áttu flestir Íslend- ingar æðardúnsængur en síðustu ár og áratugi hefur nær allur íslenskur æðardúnn farið í útflutning enda eftirspurn- in mikil og útflutningsverðið gott. Við ættum hins vegar að vera leiðandi og stolt af þessari vöru en æðardúnsængurnar eru vel metnar erlendis og seljast sumar á yfir tvær millj- ónir stykkið svo dæmi séu nefnd,“ segir Guðbjörg Helga. Ýmis jákvæð teikn eru þó á lofti og er til að mynda búið að endurgera Hlunnindasýninguna á Reykhólum auk þess sem búið er að opna Æðarsetur Íslands á Stykkishólmi. „Þá er unnið að ýmiskonar markaðstengdu efni. Í því felast ekki eingöngu tækifæri fyrir æðardúnbændur heldur einnig aðrar atvinnugreinar. Það mætti til dæmis hefja æðarfugl- inn sjálfan til vegs og virðingar og framleiða minjagripi og annað í þeim dúr. Eins væri hægt að efla ferðaþjónustuna með því að bjóða ferðamönnum og fuglaáhugafólki í auknum mæli að skoða íslensk æðarvörp sem eru einstök.“ Á Íslandi eru 400 æðardúnbændur og eru um það bil þrjú tonn af æðardúni flutt út á ári hverju. Mest er flutt til Þýskalands, Austurríkis og Japans en þar er eftirspurnin jafnframt mest. Æðardúnninn er alloft fluttur til Evrópu og settur í sængur þó sífellt fleiri íslenskir bændur full- vinni afurðina heima. „Stefnan er að fullvinnslan verði með tímanum alfarið innlend,” segir Guðbjörg Helga. Hún segir samband æðardúnbænda og fuglsins einstakt. „Dæmi eru um að bændur girði varpið af til að verja það fyrir rándýrum og beiti aðferðum eins og að láta útvarp ganga á varpsvæðinu á viðkvæmum tímum, en það fælir einnig frá. Aðferðir við dúntekju eru misjafnar en oft er dúnninn ekki tekinn fyrr en fuglinn er farinn úr hreiðr- inu. Fyrirkomulagið verður til þess að ungarnir koma síðar og verpa á heimaslóðum sem er auðvitað hagur bóndans. Á Grænlandi og víðar eru fuglarnir drepnir og læra af reynsl- unni að verpa langt frá mannabyggðum. Hér vilja þeir jafn- vel vera inni í hlöðu,“ lýsir Guðbjörg Helga. vera@frettabladid.is GUÐBJÖRG HELGA JÓHANNESDÓTTIR: FJALLAR UM ÆÐARDÚN Í VÍKINNI Þarf að efla heimamarkað EFTIRSÓTT VARA Guðbjörg ásamt Friðriki Jónssyni, æðarbónda á Æðarsetri Íslands sem var opnað í Stykkishólmi í sumar. Mynd/Tjörvi Bjarnason HRAFN JÖKULSSON rithöfundur er 46 ára í dag „Veraldir þeysa hjá og þú hlustar eftir haldbærustu þögninni.“ 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.