Fréttablaðið - 02.11.2011, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 02.11.2011, Blaðsíða 23
Þjónusta Veitingahús Ferðaþjónusta HeildsölurÍþrótta- og félagasamtök Ríki- og sveitarfélögVerslun Greiðslulausnir sniðnar að þinni atvinnugrein. Ég er alltaf að þróa mínar vörur. Það eigum við sameiginlegt. Kolbrún Björnsdóttir, grasalæknir í Jurtaapótekinu Hver einasti viðskiptavinur okkar er einstakur og þarfirnar geta verið ólíkar. Með þetta að leiðarljósi höfum við þróað lausnir – sniðnar að þinni atvinnugrein. Hafðu samband og í sameiningu finnum við greiðslulausn sem hentar þínum rekstri. Fyrirtækjalausnir Valitor sími 525 2080 www.valitor.is fyrirt@valitor.is www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 2. nóvember 2011 | 17. tölublað | 7. árgangur Vistvænn kostur! Hagar á markað ➜ Almennt útboð á hluta- bréfum í Högum dagana 5.-8. desember ➜ Fyrsta nýskráning félags í Kauphöll frá bankahruni ➜ Eignabjarg, dóttur- félag Arion banka, mun selja 20-30% hlut FME gæti beitt viðurlögum Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), segir það vera tilbúið til að beita viður- lögum gegn bönkum sem draga það að selja fyrir- tæki í óskyldum rekstri. Samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki mega bankar einungis eiga slík fyrirtæki í eitt ár. Dæmi eru um að fyrirtæki hafi verið í eigu banka, eða dótturfélaga þeirra, í meira en 30 mánuði. Hægt er að biðja um undanþágur frá tímarammanum en þær verður þá að rökstyðja með sérstökum greinargerðum. SÍÐA 4 Nýmarkaðsríki vænta meiri áhrifa fyrir hjálpina Ráðstefna G20 ríkjanna hefst í Cannes á morgun. Evruríkin biðla til nýmarkaðsríkjanna svoköll- uðu, þar á meðal BRIC-ríkjanna Brasilíu, Rúss- lands, Indlands og Kína, um að styrkja varasjóð evrusvæðisins með fjárfestingum og auknum inn- flutningi. Nýmarkaðsríkin geta því krafist meiri ítaka í alþjóðlegu efnahagslífi, meðal annars aukins atkvæðavægis hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. BRIC-ríkin komust nær ósködduð út úr kreppunni og státa af miklum hagvexti á meðan gömlu efnahagsveldin glíma við gríðarlegar opinberar skuldir, stöðnun og mikið atvinnuleysi. Kína gæti orðið stærra hagkerfi en Bandaríkin innan tíu ára ef fram fer sem horfir. SÍÐA 6 Kaupfélag Skagfirðinga hagnaðist um 2,4 milljarða Rúmlega 2,4 milljarða króna hagnaður var af rekstri Kaupfélags Skagfirðinga (KS) og dóttur- félaga á síðasta ári. Það er nánast sama upphæð og samstæðan hagnaðist um árið 2009. Eigið fé henn- ar var 15,5 milljarðar króna um síðustu áramót og veltan 25,8 milljarðar króna í fyrra. Langtíma- skuldir félagsins nema um 4,1 milljarði króna. Þetta kemur fram í ársreikningi KS fyrir árið 2010. Dótturfélög KS reka útgerð og fiskvinnslu á Sauðár- króki, Skagaströnd og í Grundarfirði. Auk þess reka þau eignarhalds- og vöruflutningastarfsemi og fóður- og áburðarsölu. Kaupfélagsstjóri er Þórólfur Gíslason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.