Fréttablaðið - 02.11.2011, Page 23
Þjónusta Veitingahús Ferðaþjónusta HeildsölurÍþrótta- og félagasamtök Ríki- og sveitarfélögVerslun
Greiðslulausnir sniðnar að þinni atvinnugrein.
Ég er alltaf að þróa mínar vörur.
Það eigum við sameiginlegt.
Kolbrún Björnsdóttir, grasalæknir í Jurtaapótekinu
Hver einasti viðskiptavinur okkar er einstakur og þarfirnar geta verið
ólíkar. Með þetta að leiðarljósi höfum við þróað lausnir – sniðnar að
þinni atvinnugrein. Hafðu samband og í sameiningu finnum við
greiðslulausn sem hentar þínum rekstri.
Fyrirtækjalausnir Valitor sími 525 2080 www.valitor.is fyrirt@valitor.is
www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 2. nóvember 2011 | 17. tölublað | 7. árgangur
Vistvænn
kostur!
Hagar á markað
➜ Almennt útboð á hluta-
bréfum í Högum dagana
5.-8. desember
➜ Fyrsta nýskráning
félags í Kauphöll
frá bankahruni
➜ Eignabjarg, dóttur-
félag Arion banka,
mun selja 20-30% hlut
FME gæti beitt viðurlögum
Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins
(FME), segir það vera tilbúið til að beita viður-
lögum gegn bönkum sem draga það að selja fyrir-
tæki í óskyldum rekstri. Samkvæmt lögum um
fjármálafyrirtæki mega bankar einungis eiga slík
fyrirtæki í eitt ár. Dæmi eru um að fyrirtæki hafi
verið í eigu banka, eða dótturfélaga þeirra, í meira
en 30 mánuði. Hægt er að biðja um undanþágur
frá tímarammanum en þær verður þá að rökstyðja
með sérstökum greinargerðum.
SÍÐA 4
Nýmarkaðsríki vænta meiri
áhrifa fyrir hjálpina
Ráðstefna G20 ríkjanna hefst í Cannes á morgun.
Evruríkin biðla til nýmarkaðsríkjanna svoköll-
uðu, þar á meðal BRIC-ríkjanna Brasilíu, Rúss-
lands, Indlands og Kína, um að styrkja varasjóð
evrusvæðisins með fjárfestingum og auknum inn-
flutningi.
Nýmarkaðsríkin geta því krafist meiri ítaka
í alþjóðlegu efnahagslífi, meðal annars aukins
atkvæðavægis hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
BRIC-ríkin komust nær ósködduð út úr
kreppunni og státa af miklum hagvexti á meðan
gömlu efnahagsveldin glíma við gríðarlegar
opinberar skuldir, stöðnun og mikið atvinnuleysi.
Kína gæti orðið stærra hagkerfi en Bandaríkin
innan tíu ára ef fram fer sem horfir.
SÍÐA 6
Kaupfélag Skagfirðinga
hagnaðist um 2,4 milljarða
Rúmlega 2,4 milljarða króna hagnaður var af
rekstri Kaupfélags Skagfirðinga (KS) og dóttur-
félaga á síðasta ári. Það er nánast sama upphæð og
samstæðan hagnaðist um árið 2009. Eigið fé henn-
ar var 15,5 milljarðar króna um síðustu áramót
og veltan 25,8 milljarðar króna í fyrra. Langtíma-
skuldir félagsins nema um 4,1 milljarði króna. Þetta
kemur fram í ársreikningi KS fyrir árið 2010.
Dótturfélög KS reka útgerð og fiskvinnslu á Sauðár-
króki, Skagaströnd og í Grundarfirði. Auk þess reka
þau eignarhalds- og vöruflutningastarfsemi og fóður-
og áburðarsölu. Kaupfélagsstjóri er Þórólfur Gíslason.