Fréttablaðið - 02.11.2011, Blaðsíða 54
2. nóvember 2011 MIÐVIKUDAGUR42
Þessum hjólum var stolið
úr geymslu í Hafnarfirði
Þeir sem geta gefið upplýsingar um
hvar þessi hjól er að finna, hringið í
Steingrím 840 0072
Honda CRF 250 árg. 2010
GasGas 50cc
barnahjól
Suzuki RM 65
barnahjól
BESTI BITINN Í BÆNUM
„Eiki er aðal-töffarinn með stóru T-i
og við Hera þekkjumst vel þannig
að þetta verður mikið stuð,“ segir
Valgerður Guðnadóttir söngkona.
Valgerður mun ásamt Eiríki
Haukssyni og Heru Björk skipa
dómnefndina frægu í sjónvarps-
þættinum Alla leið. Reynir Þór
Reynisson verður reynslubolti þátt-
arins en mun ekki hafa atkvæðis-
rétt. Það hafa hins vegar áhorf-
endur í sal sem verða meðlimir
í íslenska Eurovision-klúbbnum,
FÁSES, en hann var stofnaður
fyrir skömmu eins og Fréttablaðið
greindi frá.
Það olli töluverðum taugatitringi
hjá Eurovision-njörðum þegar Páll
Óskar Hjálmtýsson lýsti því yfir við
Fréttablaðið að hann væri hættur
með sjónvarpsþáttinn Alla leið sem
var einn vinsælasti sjónvarpsþáttur
landsins þegar hann var á skjánum.
RÚV hyggst nú sefa þær áhyggjur
með nýju fólki og eilítið breyttum
áherslum. Til að mynda er verið að
skoða þann möguleika að fá full-
trúa úr heimi sígildrar tónlistar til
að gefa sitt álit á lögunum.
Valgerður segist alltaf hafa haft
gaman af Eurovision en hún hafi
ekki sökkt sér ofan í sögu keppn-
innar né muni öll sigurlögin. „Ég
mun því nálgast keppina svolítið
utan frá og kom eilítið fersk inn í
hana,“ segir Valgerður og bætir
því við að það verði ákaflega
gott að hafa Heru og Eirík sér
við hlið. Bæði tvö hafa auð-
vitað keppt fyrir Íslands
hönd auk þess sem Eirík-
ur var fulltrúi Íslands í
norrænu útgáfunni af
þáttunum. - fgg
Valgerður Guðnadóttir í Eurovision-þætti
STÓRSKOTALIÐ Valgerður
Guðnadóttir, Hera Björk og
Eiríkur Hauksson skipa nýja
dómnefnd Eurovision-þáttar-
ins Alla leið. Fulltrúar FÁSES
verða áhorfendur í sal.
„Ég held ég hafi verið svona sjö
ára þegar ég byrjaði að skeita.
Pabbi kenndi mér fyrst en svo fór
ég að æfa mig bara sjálfur,“ segir
Sigfinnur Böðvarsson, þrettán
ára Kópavogsbúi, sem bar sigur
úr býtum í flokki 14 ára og yngri
í BMX- og hjólabrettakeppni DC
Global Trips sem haldin var í
Laugardalshöll um helgina.
Sigfinnur fékk verðlaun fyrir
besta „trick-ið“ í yngri flokki en
segist ekki hafa æft það lengi. „Ég
var búinn að prófa að gera þetta
einu sinni en svo ákvað ég bara
að prófa þetta í úrslitunum – það
tókst.“ Maður nær þó ekki að skara
fram úr án mikilla æfinga og Sig-
finnur segist eyða miklum tíma
á brettinu og renna sér hvar sem
hann getur með vinum sínum.
Í verðlaun fá sigurvegarar móts-
ins ferð til Barcelona þar sem
nýlega var byggður einn stærsti
innanhúss hjólabrettagarður
Evrópu. Sigfinnur hlakkar mikið
til að prófa garðinn, enda lítið
um aðstöðu fyrir hjólabrettafólk
á Íslandi. Pallarnir sem notaðir
voru á mótinu um helgina voru til
að mynda sérsmíðaðir.
Sigfinnur ólst upp við hjóla-
brettaiðkunina en Böðvar Þórisson
faðir hans var meðal þeirra fyrstu
sem stunduðu íþróttina hér á landi
fyrir nærri fjörutíu árum. „Þá
voru sáralitlar eða engar aðstæð-
ur til hjólabrettaiðkunar, maður
var helst að elta einhvern stað þar
sem var nýbúið að malbika. Þetta
hefur þróast ævintýralega mikið
en þetta var auðvitað bara að byrja
á þessum árum.“ Böðvari finnst þó
vanta upp á jákvæða umræðu um
hjólabrettin á Íslandi. „Það er ekki
horft á þetta sem íþrótt, þetta er
bara eitthvað svona dund hjá gutt-
um en á bak við svona efnilega
stráka eru nær undantekningar-
laust þrotlausar æfingar bæði í
þessu og fimleikum og alls konar
hlutum sem styðja við það að geta
orðið góður í þessu.“
Sigfinnur játar því að stefna
lengra en faðir hans í íþróttinni,
en Böðvar skipti hjólabrettinu út
fyrir snjóbretti fyrir alllöngu. Sig-
finnur segist ekki útiloka að stefn-
an verði tekin á atvinnumennsku,
„en ég get ekki valið á milli hjóla-
bretta og snjóbretta, helst vil ég
bara æfa bæði“.
bergthora@frettabladid.is
SIGFINNUR BÖÐVARSSON: SIGRAÐI Í HJÓLABRETTAKEPPNI UM HELGINA
Ætlar að verða betri en
pabbi hans á hjólabrettinu
Á LOFTI Hinn þrettán ára gamli Sigfinnur Böðvarsson bar sigur úr býtum á DC Global Trips-hjólabrettamótinu sem haldið var um
helgina. Hann er á leið til Spánar þar sem hann fær að prófa einn flottasta hjólabrettagarð heims. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Það er yfirleitt bara ristað
brauð með smjöri og osti og svo
kaffibollinn. Ég fæ mér stundum
líka jógúrt eða skyr-boost.“
Anna Margrét Ólafsdóttir leikskólastjóri.
„Viðtökurnar eru búnar að vera vægast sagt frá-
bærar og fólk er í skýjunum yfir hamborgaranum
okkar,“ segir Arnar Már Guðmundsson, yfirkokkur
hamborgarastaðarins Burgerjoint Copenhagen sem
opnaði á Skindergade í Kaupmannahöfn á föstudag.
Fyrirmynd staðarins er Burgerjoint á hótelinu Le
Parker Meridien í New York og Hamborgarabúlla
Tómasar. Arnar, sem hefur 15 ára reynslu úr veit-
ingahúsageiranum á Íslandi, Danmörku og
Þýskalandi, segir staðinn bæði töff og öðru-
vísi. „Við teljum að við séum að afgreiða besta
hamborgara Kaupmannahafnar,“ segir hann
stoltur. „Við erum í samstarfi við einn færasta
slátrara borgarinnar. Hann er fjórði ættlið-
ur slátrara í þessari kjötbúð. Hann útvegar
okkur besta mögulega hakk sem við getum
notað í hamborgarann okkar. Við fáum
það ferskt alla daga.“ Arnar bætir
við að uppskrift hamborgara-
brauðsins komi frá Íslandi og sé
unnin í samstarfi við nokkra af
færustu bökurum landsins.
Arnar segir mikið lagt upp úr einfald-
leika hamborgarans og sem stendur
er aðeins hefðbundinn borgari og
ostborgari á matseðlinum. „En
við erum í rannsóknarvinnu
að þróa bestu grænmetis- og
kjúklingaborgarana.“ - afb
Opna hamborgarastað við Strikið
HAMBORGARAÚTRÁS Íslendingar opnuðu
hamborgarastað í Kaupmannahöfn á föstudag.
Alla virka daga kl. 18.00
Disovery Channel er fáanleg í ALLT FRÆÐSLA TOPPUR LANDSBYGGÐ