Fréttablaðið - 02.11.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 02.11.2011, Blaðsíða 24
2. NÓVEMBER 2011 MIÐVIKUDAGUR2 Dagatal viðskiptalífsins MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER ➜ Útgáfudagur Peningamála SÍ ➜ Vaxtaákvörðun SÍ ➜ Atlantic Petroleum 9 mán. uppgjör ➜ Fasteignamarkaðurinn í mánuðum eftir landshlutum ➜ Ráðstefna um breytingar í smásölu og heildsölu ➜ Ný fjarskiptaáætlun stjórnvalda FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER ➜ Gistinætur og gestakoma (Hagstofan) ➜ Gjaldeyrismarkaður SÍ ➜ Íslensku markaðsverðlaunin FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER ➜ Útboð ríkisbréfa ➜ Vöruskipti við útlönd í janúar-september 2011 (Hagstofan) ➜ Hagvísar í nóvember 2011 ➜ Raungengi SÍ ➜ Krónumarkaður SÍ ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER ➜ Vöruskipti við útlönd (Hagstofan) ➜ Erlend staða SÍ ➜ Fjöldi þinglýstra leigusamninga Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á dagatal viðskiptalífsins 150 120 90 ÞRÓUN HÚSNÆÐISVERÐS miðað við verðbólgu Höfuðborgarsvæði - Fjölbýli Höfuðborgarsvæði - Einbýli Utan höfuðborgarsvæðis Landið allt 120 100 80 60 2006 2007 2008 2009 2010 2011 ÞRÓUN HÚSNÆÐISVERÐS Höfuðborgarsvæði - Fjölbýli Höfuðborgarsvæði - Einbýli Utan höfuðborgarsvæðis Landið allt 2006 2007 2008 2009 2010 2011 miðað við kaupmátt ÞRÓUN HÚSNÆÐISVERÐS 200 150 100 50 2006 2007 2008 2009 2010 2011 Höfuðborgarsvæði - Fjölbýli Höfuðborgarsvæði - Einbýli Utan höfuðborgarsvæðis Landið allt Vísitala neysluverðs Vísitala kaupmáttar KAUP- OG LEIGUSAMNINGAR 45.000 40.000 35.000 30.000 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 0 1.800 1.600 1.400 1.200 1.000 800 600 400 200 0 2006 2007 2008 2009 2010 2011 FRÉTTASKÝRING Magnús Þorlákur Lúðvíksson magnusl@frettabladid.is Þinglýstum kaupsamningum hefur fjölgað hægt og þétt síðustu 18 mánuði eftir hrun. Raunar hefur velta á markaði næstum því þre- faldast frá því sem var í upphafi árs 2009. Á sama tímabili hefur raunverð húsnæðis í raun staðið í stað. Þó hefur húsnæðisverð hækk- að hraðar en kaupmáttur síðastliðið ár, mest á landsbyggðinni. Greiningaraðilar telja flestir að umsvif aukist áfram á næstunni þó markaðurinn verði áfram lítill í samanburði við það sem var fyrir hrun. Ekki er búist við því að hús- næðisverð lækki frekar og þá verð- ur sennilegast áfram frost í bygg- ingu nýrra húsa. Í skýrslu sem greiningardeild Arion banka sendi nýverið frá sér kom fram að byggingarkostnaður væri um 26 prósentum yfir mark- aðsverði fasteigna og því spáð að nýbygging taki varla við sér fyrr en það breytist. Þá var það mat deild- arinnar að húsnæðisverð myndi hækka nokkuð á næstu árum þótt lítill kaupmáttur muni vinna á móti. Greiningardeild Íslandsbanka hefur einnig spáð verðhækkun- um á markaðnum en benti í júní á að skuldavandi heimilanna setji því skorður hve mikil hækkun- in verði. Þó taldi hún hugsanlegt að bóla myndaðist á markaðn- um, ekki síst ef gjaldeyrishöftin verða lengi við lýði. Fáir fjárfest- ingakostir innanlands geti valdið því að fjárfestar leiti í hrönnum á markaðinn. Arnar Ingi Jónsson hjá hag- fræðideild Landsbankans telur einnig að umsvif muni aukast. „Í fyrsta lagi hefur þessi aukn- ing verið úr mjög litlum gildum. Aukning úr tveimur í fjóra er 100 prósent aukning en það er ekki þar með sagt að mikið sé að ger- ast. Við teljum því vera líkur á að þetta aukist áfram á næstunni þó það verði alls engin sprenging. Við eigum ennþá langt í land til að ná einhverju eðlilegu meðaltali sé horft svolítið aftur í tímann” segir Arnar. Spurður hvort raun- verð húsnæðis muni lækka frekar segist Arnar síður eiga von á því, það hafi þegar lækkað um þriðj- ung frá hápunkti og virðist hafa náð ákveðnum lágpunkti. Hjá Íbúðalánasjóði eru menn sama sinnis. „Þetta er ennþá ekki mjög stór hópur sem er í húsnæð- iskaupum, menn eru svolítið að sitja á sér. Þar spilar bæði inn í efnahagsástandið en einnig það að það eru breytingar í farvatninu með hvers konar húsnæðislán eru í boði þannig að menn eru kannski ekki að flýta sér,“ segir Sigurður Erlings son, framkvæmdastjóri, og bætir við að hann eigi von á því að umsvifin aukist áfram en ekki mjög hratt. Ásókn í leiguhúsnæði jókst tals- vert eftir hrun. Sú þróun er ekki talin líkleg til að ganga til baka á næstunni. „Við höfum séð að í grunninn hefur afstaða fólks til séreignar ekki breyst. Hins vegar virðist vera stærri hópur að leita út á leigumarkaðinn,“ segir Sig- urður og bætir við: „Þetta eru helst tveir hópar; ungt fólk í námi eða að koma sér fyrir á vinnumarkaði og svo eldri hópur sem fór kannski illa út úr hruninu og er ekki lánshæf- ur. Meðan þessi seinni hópur er að reisa sig við má búast við áfram- haldandi mikilli eftirspurn á leigu- markaði þótt margt annað spili auð- vitað inn í.“ Hækkanir framundan Umsvif hafa aukist nokkuð á húsnæðismarkaði undanfarið eftir lágdeyðu fyrst eftir hrun. Greiningaraðilar telja flestir að þessi þróun haldi áfram á næstu misserum. Heimild: Þjóðskrá* Höfuðborgarsvæðið, Akureyri, Árborgarsvæðið og Suðurnes Fjöldi kaupsamninga* Fjöldi leigusamninga Velta kaupsamninga í milljónum króna Heimild: Hagstofa Íslands Heimild: Hagstofa Íslands Heimild: Hagstofa Íslands HÚSNÆÐISMARKAÐUR Þótt lítill kaupmáttur og erfið skuldastaða dragi úr þrótti er búist við auknum umsvifum á húsnæðismarkaði næstu misseri. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Erna Gísladóttir, fyrrum forstjóri B&L, átti hæsta tilboðið í hlut BLIH, móðurfélag B&L og Ingvars Helga- sonar, og hefur því verið tekið. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær, en þar var haft eftir Ólafi Þór Jóhannessyni, framkvæmdastjóra Miðengis sem á 63% hlut í BLIH, að hann væri vongóður um að gengið verði frá sölunni á næstu dögum. Salan er enn háð samþykki birgja, þar á meðal Subaru, Hyundai, Niss- an/Renault og BMW og Landrover. Erna ætti að vera mörgum þeirra vel kunnug því að hún starfaði hjá B&L frá árinu 1987 fram til 2008. Guðmundur Gíslason, afi Ernu, var meðal stofnenda Bifreiða og landbúnaðarvéla, fyrir 57 árum, og Gísli, faðir Ernu var stjórnar- formaður um árabil. Fjölskyldan seldi dótturfélagi Sunds allt hlutafé í fyrirtækinu árið 2007. Tvö fornfræg bílaumboð líklega seld á næstu dögum: Fyrrum eigandi B&L að kaupa fyrirtækið MEÐ HÆSTA TILBOÐ Erna Gísladóttir, fyrrum forstjóri B&L, mun líklega kaupa fyrirtækið án næstu dögum. Danske Bank, stærsti banki Dan- merkur ætlar að segja upp um 2.000 starfsmönnum á tímabilinu 2012 til 2014. Með þessu er ætlunin að spara um 2 milljarða danskra króna eða rúm 42 milljarða króna í rekstrar- kostnaði. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar birtingar á uppgjöri bankans fyrir þriðja ársfjórðung í morgun en það var afleitt fyrir bankann. Í frétt- um danskra fjölmiðla kemur fram að Danske Bank tapaði tæpum 400 milljónum danskra kr. eftir skatta eða um 8 milljörðum króna. Sér- fræðingar höfðu búist við hagnaði upp á tæpar 700 milljónir danskra kr. Það eru írsku dótturbankar Danske Bank sem eru áfram þung- ir í skauti og eru að stórum hluta ástæðan fyrir tapinu. Peter Straa- rup, forstjóri bankans, hefur í kjöl- farið ákveðið að setjast í helgan stein. Hagræða vegna tapreksturs og forstjórinn hættur: 2.000 verður sagt upp hjá Danske Bank
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.