Fréttablaðið - 02.11.2011, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 02.11.2011, Blaðsíða 28
Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is Afmælistilboð 15-40% afsláttur tilboðin gilda líka í vefverslun sendum frítt á næsta pósthús VETRARDAGAR 15% AFSLÁTTUR Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Hugsaðu vel um fæturna Sími 551 2070 Opið mán.-fös. 10-18. Opið á laugard. 10-14. Í meira en hálfa öld hafa milljónir manna um allan heim notað BIRKENSTOCK® sér til heilsubótar. Hvað um þig? Teg: Arisona. Verð: 12.885,- Stærðir: 36-48 INNRÉTTINGAR GLÆSILEGAR DANSKAR Í ÖLL HERBERGI HEIMILISINS KOMDU MEÐ EÐA SENDU OKKUR MÁLIN OG VIÐ HÖNNUM, TEIKNUM OG GERUM ÞÉR HAGSTÆTT TILBOÐ. ARKITEKTÞJÓNUSTA Hvatningaverðlaun verða veitt í heilsuferða- þjónustu í desember. Verðlaunin eru ein milljón króna en umsóknum skal skilað til Ferðamála- stofu fyrir 20. nóvember. www.ferdamalastofa.is „Það er alveg ljóst að aðgengi fatl- aða er mjög ábótavant í Viðey, en þar standa hafnaraðstæður helst í vegi fyrir að fatlaðir njóti eyjunn- ar til jafns við aðra,“ segir Berg- lind Ólafsdóttir, skrifstofustjóri á menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar. Rannveig Grétarsdóttir er fram- kvæmdastjóri Eldingar sem á og rekur Viðeyjarferjuna. Hún segir aðgengi fatlaðra beggja vegna sundsins stórt vandamál. „Í raun er ógjörningur að koma stórum, rafknúnum hjólastólum um borð og frá borði, og næsta vonlaust að koma hjólastól upp á bryggjuna í Viðey vegna mikils hæðarmunar á flóði og fjöru. Þá liggur að flotbryggjunni í Skarfa- vör snarbrattur rampur, alsettur torfærum þrepum, sem hjólastól- ar aka ekki niður,“ segir Rann- veig sem er með tilbúna áætlun til breytinga á bátum Eldingar miðað við þarfir fólks í hjólastólum, en bíður með framkvæmdir þar til lausn finnst í hafnarmálum. Aðgengi fatlaðra til og frá Viðey strandar alfarið á kostnaði, segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri hjá Faxaflóahöfnum. „Allt er hægt fyrir peninga, en framkvæmdin er afar kostnaðar- söm. Aðstæður í Viðey eru með einkar sérstökum hætti og mann- virkið sem þar var byggt á sínum tíma afar hátt. Því er snúið að breyta aðstæðum á dugandi hátt og mannvirkin flókin viðureign- ar,“ segir Gísli. Hann segir fimm metra mun á flóði og fjöru við flotbryggjurnar sem nú þjóna Viðeyjarferjunni. „Í lægstu stöðu er mjög bratt upp á sjálfa bryggjuna og líklegt að krani eða lyfta yrði fyrir val- inu. Á svæðinu eru bryggjukranar en öryggiskröfur kveða á um ann- ars konar búnað og miklum mun dýrari,“ segir Gísli. En á hverjum myndi sá kostnað- ur lenda? „Svarið er óljóst. Í samn- ingi milli Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna var samið um að við byggðum mannvirki í Skarfa- vör og Bæjarvör hinum megin. Við sjáum því aðeins um hafnarmann- virki en ekki þau sem eru uppi á landi,“ útskýrir Gísli. Hann segir núverandi mann- virki illa til þess fallin að leysa vandann og staðsetning bryggj- unnar í Viðey ekki endilega þá bestu þótt hún sé í skemmstri fjar- lægð á milli lands og eyjar. „Í Viðeyjarhöfn er mikill sjó- gangur og við náttúruöflin að glíma. Því þarf að gera miklar öryggiskröfur og vanda til verka, en auðvelt að leysa vandann ef nógur aur er til þess. Þetta er ekki fjárfesting sem menn horfa í hvort svari kostnaði, enda ekki hægt að meta lífsgæði fatlaðra til fjár.“ Berglind Ólafsdóttir segir að kostnaðaráætlun og lausnir frá Faxaflóahöfnum yrðu strax skoð- aðar jákvætt hjá borginni. „Þá verður undir eins athugað hvort við fáum fjármuni og heimild til að verja þeim í slíka framkvæmd, og í framhaldi hefja úrbætur á aðgengi fatlaðra í eynni, eins og léttari leið upp brekkuna að Við- eyjarstofu og lyftuhúsi aftan á Við- eyjarstofu sem opnar loks aðgang fatlaðra að salernum í kjallara hússins. Draumurinn er að fatl- aðir komist í Viðey á eigin vegum sem fyrst, en þangað til tökum við vel á móti þeim og aðstoðum eftir þörfum.“ hjordis@frettabladid.is Viðey ófær hjólastólum Náttúruparadísin og sögueyjan Viðey er í miklu dálæti Íslendinga sem sigla yfir sundið til að njóta þar lífsins. Á bryggjunni sitja eftir landar þeirra í hjólastólum og komast hvergi nema með mikilli fyrirhöfn. Snarbrattur rampur við flotbryggjuna hjá Viðeyjarferjunni er torveldur yfirferðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þetta er ekki fjárfesting sem menn horfa í hvort svari kostnaði; enda ekki hægt að meta lífsgæði fatlaðra til fjár. Magnús og Mundi segjast báðir hafa þrælgaman af þrautum og gátum en áhugi hins síðarnefnda varð einmitt kveikjan að blaðinu. „Ég stóð að gerð sams konar en smærra blaðs ásamt útskriftar- árganginum mínum í LHÍ um árið og mig hefur alltaf langað til að útfæra hugmyndina betur. Svo gafst bara rétta tækifærið og ég hóaði saman góðum mann- skap með mér í verkefnið,“ segir Mundi en auk þeirra Bjarna þurfti hvorki meira né minna en arki- tekt, leikjahönnuð og myndlistar- mann til að berja blaðið saman sem til stendur að gefa út á ensku í nokkrum löndum á næsta ári. „Ég mæli með að fólki taki sig saman um að reyna að leysa þessa þraut því það verður líklegast ekki á færi einnar manneskju,“ segir Mundi og bætir við að sá möguleiki sé fyrir hendi að fjár- sjóðurinn finnist ekki á næstunni og kannski bara alls ekki. „Við höfum gert ráðstafanir svo hann falli hvorki í verði né skemmist með því að setja hann í rakaþétta kistu sem þolir að vera grafin í jörðu næstu árin,“ segir hann og bætir við þegar hann sér undrun- arsvipinn á blaðamanni: „Já, það þarf að grafa hann upp, bókstaf- lega!“ roald@frettabladid.is Framhald af forsíðu Mundi og Magnús segja fjársjóðsleitina engan barnaleik. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.