Fréttablaðið - 02.11.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.11.2011, Blaðsíða 16
2. nóvember 2011 MIÐVIKUDAGUR Magnaður miðvikudagur 20% auka- áfylling í dag á siminn.is Þú færð meira hjá Símanum Í dag er magnaður miðvikudagur og þú færð 20% ábót þegar þú fyllir á Frelsi og Ring á siminn.is. Gildir einungis ef fyllt er á í gegnum siminn.is Elvar Árni Lund, formaður Skotvís, birtir grein í Morg- unblaðinu 31. október sl., þar sem hann gagnrýnir ákvörðun umhverfisráðherra um rjúpna- veiðar þetta árið. Ég harma þann misskilning sem mér finnst örla á hjá Elvari og vil því fara yfir aðdraganda ákvörðunar um rjúpnaveiðar þetta árið. Það skiptir miklu máli að traust ríki á milli stjórnvalda og veiðimanna í þessum efnum. Stjórnvöldum ber skylda út frá náttúruverndarsjónarmiðum að tryggja að athafnir mannsins höggvi ekki of stór skörð í dýra- stofna og nýting þeirra sé með sjálfbærum hætti. Sú nýbreytni varð við ákvörðun á fyrirkomu- lagi rjúpnaveiða haustið 2009, að gert var ráð fyrir að ákvörð- unin gilti til þriggja ára, nema að óvænt þróun yrði í rjúpnastofnin- um á þeim tíma. Þegar umhverf- isráðuneytinu bárust ráðlegging- ar Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) 7. september kom fram að stærð veiðistofnsins virtist hafa dregist saman um ríflega helm- ing á milli ára. Lagði NÍ til þrjár leiðir í stöðunni; í fyrsta lagi óbreytt 18 daga veiðitímabil, í öðru lagi fækkun veiðidaga, t.d. um helming, og í þriðja lagi að rjúpnaveiðum yrði hætt. Sérfræðingar NÍ og Umhverf- isstofnunar (UST) mættu á fund í umhverfisráðuneytinu 20. sept- ember, þar sem UST lagði fram útfærslu á tillögu um 18 veiði- daga. Taldi ég sveiflu í rjúpn- astofninum vera meiri en svo að hægt væri að láta athugunarlaust, en jafnframt fulllangt gengið að banna veiðar með öllu. Því ósk- aði ég eftir útfærslu sérfræðinga NÍ og UST á níu daga veiðitíma á rjúpu þetta árið. Tillaga stofnan- anna tveggja lá fyrir 29. septem- ber og voru lögboðnir hagsmuna- aðilar þá þegar boðaðir á fund um málið. Þann 30. september fundaði ráðuneytið með hagsmunaað- ilum, þ.e. fulltrúum frá Skotvís, Bændasamtökunum og Fugla- vernd. Þar tilkynnti ég ákvörðun um níu daga veiðitímabil og bað hagsmunaaðila um útfærslu á fyrirkomulaginu, svo hægt væri að taka endanlega ákvörðun fyrir 5. október. Þær athugasemdir sem bárust sneru allar að breyt- ingum á fjölda daga, en ekki með slíkum rökum að sérfræðingar ráðuneytisins legðu til að horf- ið yrði frá níu daga útfærslunni – enda ljóst að rjúpnastofninn þyrfti strangari veiðistjórnun en áður. Því var farið að tillögu Nátt- úrufræðistofnunar og Umhverfis- stofnunar við endanlega ákvörð- un, sem kynnt var 5. október. Almennt er mikill skilningur í samfélaginu á mikilvægi þess að ganga vel um rjúpnastofninn og fara veiðimenn og samtök þeirra þar framarlega í flokki. Samstarf stjórnvalda við Skotvís hefur verið gott og ber að þakka fyrir það. Eins og fram kom þegar ákvörðun um veiðar var kynnt, hyggst ég boða til frekara sam- starfs, þar sem skoðað verður hvernig rjúpnaveiðum verði best hagað á komandi árum. Ég tek undir með formanni Skotvís, að slæmt sé að það þurfi að hand- stýra ákvörðun um rjúpnaveið- ar svo skömmu fyrir veiðitíma- bilið ár hvert. Bind ég vonir við að samstarf sérfræðinga og hags- munaaðila geti á næstu vikum og mánuðum fundið nýjar lausn- ir við skipulag rjúpnaveiða, svo hægt sé að stunda þær á sjálf- bæran hátt um ókomna tíð. Brugðist við óvæntum sveiflum í rjúpnastofninum Rjúpnaveiðar Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra Taldi ég sveiflu í rjúpnastofninum vera meiri en svo að hægt væri að láta athug- unarlaust, en jafnframt fulllangt gengið að banna veiðar með öllu. Umrót í Evrópu Í málefnum Evrópusambands-ins hefur flest annað horfið í skuggann af pólitískum ágrein- ingi um hvernig leysa skuli skuldavanda evruríkja sem hafa sýnt slakastan árangur um að fylgja settum reglum. Fréttir fjölmiðla okkar um evrukrís- una eru oftast hinar válegustu þrátt fyrir að á ráðherrafundum evruríkjanna í ESB hafi þokað í rétta átt í aðgerðum fyrir Grikkland og aðþrengda banka. Reynslan sýnir að það er ekki létt um vik að stýra mynt- bandalagi 17 Evrópuríkja en evrukrísan er vissulega fyrst og fremst að kenna slakri hag- stjórn fárra ríkja. Þar hefur keyrt fram úr öllu hófi í hinu skuldsetta Grikklandi. Hvernig átti það að geta gengið hjá þeim að halda inn í myntsamstarfið með falsaða þjóðhagsreikninga og eftirlaunagreiðslur til þús- unda látinna lífeyrisþega? Við verðum að líta á þessi Evrópumál frá eigin sjónarhóli þrátt fyrir allt umrótið og orð- skvaldur dagsins. Gylfi Arn- björnsson, forseti ASÍ, mælti fyrir því 26. október að leitað yrði stuðnings við beintengingu krónunnar við evru hjá ESB og AGS í þeim tilgangi að losna við gjaldeyrishöftin og fá erlent fjármagn inn í landið til að efla hagvöxt. Vonandi verður hægt að fá viðræður um slíkan stuðning með tilliti til þess að samningaviðræðurnar um aðild skila góðum árangri. En ein- mitt þennan októberdag hófust fréttir af því sem Guðmundur Andri segir hafa verið heims- leikana í hagfræði í Hörpu. Og það má vissulega segja að þeir hinir frægu hafi haft sitt hvað að segja um Ísland í hruni og viðreisn. Nokkrum hápunkti í yfirlýsingum hafði Martin Wolf frá Financial Times náð en hann kom fram í Kastljósi með því fororði að hann hefði ekki kunnáttu á Íslandi. En hvað skiptir þá máli varð- andi okkur og Evrópusamband- ið? ■ Samningar okkar um aðildina að Evrópusambandinu ganga greiðlega og verður að verulegu leyti lokið 2012. Þátttaka í Evr- ópska efnahagssvæðinu jafn- gildir verulegum hluta af fullri aðild en út af standa einkum sjávarútvegs- og landbúnaðar- mál. Þegar heildarsamningur liggur fyrir munu Íslendingar sjálfir meta málið, vissulega án aðstoðar Financial Times, og leiða endanlega til lykta í þjóð- aratkvæði. ■ Ef sú aðild hefur verið sam- þykkt af þjóð og þingi liggur beint við að hefja samninga í gjaldmiðilsmálinu hafi það ekki verið byrjað fyrr. Gera verð- ur ráð fyrir aðstoð Seðlabanka Evrópu – ECB – og að Ísland hefji sk. ERM II aðlögunarferli ■ Sú staðreynd er lítið rædd, að nú er um er um að ræða tví- skipt, sk. tveggja hraða Evrópu- samband. Innri kjarninn eru þau 17 lönd sem hafa tekið upp evruna og gætu vel tekið frek- ara skref um að gera virkar skuldbindingar á peninga- og fjármálasviðinu sem ekki hefur verið beitt sem skyldi. Það sem um ræðir eru ákvæði Maast- richt-sáttmálans frá 1991 eink- um um hámark á greiðsluhalla fjárlaga, opinberra skulda og verðbólgustigs. Á þeim tíma var hins vegar ekki fyrir hendi póli- tískur vilji til að stofna til þess virka eftirlits sem þessi viðmið í efnahagsstjórn krefjast. Því má segja að hleypt hafi verið af stað upp á nokkra von og óvon. Nú eru þess öll merki að Bretar láti sér það lynda að þeir sem það geta og vilja standi að sterkri evru. Bæði Bretar og Danir eru með undanþágur um að standa utan evrusamstarfs- ins og sú er einnig staða Svía. ■ Það ber síður en svo að úti- loka að úr þessu skeiði umróts og kreppu komi sterkara Evr- ópusamband og þá tvískipt. Evrulöndin 17 hafa þegar hafið leiðtogafundi sem hin 10 sækja ekki. Það hefur löngum legið fyrir að það eru mismunandi viðhorf til hversu náið sam- starfið skuli vera og stofnan- ir sterkar. Ekkert við það að athuga. Og hafa t.d. Danir ekki búið við velsæld og án pólitískra átaka með eigin mynt í fastri tengingu við evruna í 20 ár? Er nú ekki tími til kominn að víðtækari pólitísk samstaða verði í Evrópumálum á Íslandi? Vonandi hefur það ekki gleymst öllum þeim sem voru í farar- broddi um aðild að bæði EFTA og EES, að með því fékkst undir staða velferðar íslensks þjóðfélags undanfarna áratugi. Þá dylst það væntanlega fáum að þátttaka í frjálsum innri markaði Evrópusambandsins verður ekki tryggð nema með traustum gjaldmiðli. Því er ekki andmælt með rökum að okkar örlitla, opna hagkerfi geti ekki búið við eigin mynt með fljót- andi gengi fremur en við gjald- eyrishöft. Kjarni málsins er að þátttakan í innri markaðinum sé tryggð að því gefnu að aðildar- samningurinn taki að þjóðar- dómi tillit til íslenskra hags- muna. ESB-aðild Einar Benediktsson fv. sendiherra Þá dylst það væntanlega fáum að þátttaka í frjálsum innri markaði Evrópu- sambandsins verður ekki tryggð nema með traustum gjaldmiðli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.