Fréttablaðið - 02.11.2011, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 02.11.2011, Blaðsíða 42
2. nóvember 2011 MIÐVIKUDAGUR30 Sir Roger Moore segir að síðasta myndin um James Bond, Quant- um of Solace, hafi verið eins og sundurlaus auglýsing. Moore, sem fór með hlutverk njósnara hennar hátignar í sjö myndum á árunum 1973-1985, segir að sagan sé ekki nóg sterk og mynd- in sé of löng. Þá gagnrýnir hann vöruinnsetningar í myndinni. „Ég var ekki hrifinn af síðustu Bond-mynd. Hún er var eins og löng, sundurlaus auglýsing,“ sagði hann. Hinn 84 ára Moore skaut einn- ig föstum skotum á forvera sinn í hlutverki Bond, Sir Sean Con- nery, þegar hann sagðist eiga í erfiðleikum með að skilja skosk- an hreim hans. „Sean er góður leikari, mér þykir leitt að ég skil ekki hvað hann segir,“ sagði Moore á fundi með námsmönnum í Cambridge í síðustu viku. Moore ósátt- ur við Bond Hljómsveit gítarleikarans Ómars Guðjónssonar heldur tónleika á Jazzklúbbnum Múl- anum í Norræna húsinu í kvöld. Tilefnið er að hita upp fyrir tónleika sveitarinnar á London Jazzfestival í næstu viku. Þar mun hljómsveitin koma fram ásamt þremur öðrum íslensk- um böndum. „Við komum fram laugar- daginn 12. nóvember á sviði sem verður tileinkað íslensk- um tónum. Ásamt okkur leika Samúel Jón Samúelsson Big Band, Tríó Sunnu Gunnlaugs- dóttur og Frelsissveit Hauks Gröndal,“ segir Ómar spenntur yfir komandi Bretlandsferð. Hann lofar jafnframt að raf- magnaður djass verði leikinn á Múlanum í kvöld. „Við erum með tvo trommuleikara og raf- magnsbassa, sem er ekki mjög algengt í djassi. Við hugsum svolítið út fyrir djassrammann.“ - hþt Spila í London RAFMAGNAÐUR DJASS Gítarleikarinn Ómar spilar ásamt hljómsveit á Jazz- klúbbnum Múlanum í kvöld. „Tónleikarnir verða góðir, plat- an verður flutt eins og hún kemur fyrir. Og svo verður auðvitað Sig- ríður Thorlacius með okkur, en það er einn dúett á plötunni með okkur. Ég er mjög ánægður með útkom- una og viðtökurnar,“ segir tenórinn Sveinn Dúa Hjörleifsson sem fagnar útkomu fyrstu einsöngsplötu sinn- ar með útgáfutónleikum í Salnum í Kópavogi á sunnudagskvöld klukk- an 20. Platan kallast Værð og inniheldur íslensk sönglög í útsetningu Hjart- ar Ingva Jóhannssonar píanóleik- ara. „Þegar við Hjörtur byrjuðum að ræða efni plötunnar var ljóst að nokkur lög voru okkur sérlega hug- leikin og pössuðu vel á plötu sem þessa, nokkur þeirra eru í Fjárlög- unum en ekki öll. Við ákváðum því að hafa þau sem eins konar þráð á plötunni. Lögin í gömlu Fjárlög- unum eiga fullt erindi til fólks og Hjörtur gerði þau sem við notumst við fersk með sínum útsetningum.“ Sveinn lauk nýverið námi frá Tón- listarháskóla Vínarborgar og hefur haft í nógu að snúast síðan. Hann hlaut á dögunum viðurkenningu úr Styrktarsjóði Önnu K. Nordal sem ætlað er að styðja við unga og efni- lega söngvara og fiðluleikara. Hann segir viðurkenninguna mikla. „Ég er nýbúinn með námið og er núna byrjaður að vinna við þetta.“ Sveinn hefur þegar komið víða fram þrátt fyrir ungan aldur og söng meðal annars með Sinfóníuhljómsveit Íslands á opnunarhátíð Hörpu, en segir þó stóru tækifærin liggja utan landsteinanna. „Í sumar var ég í Vín og tók þátt í frumflutningi á nútíma- óperum, þetta var svona kammer- óperuveisla – þar söng ég þrjú hlut- verk. Á síðasta ári söng ég í Bergen og var á tónleikaferðalagi í Kóreu. Síðan er ég að fara til Linz í Aust- urríki þar sem ég syng Fernando í Cosi fan tutte fram á næsta sumar. Þetta gengur glimrandi vel.“ - bb Sveinn Dúa fagnar sönglagaplötu NÓG AÐ GERA Sveinn Dúa Hjörleifsson söng með Sinfóníuhljómsveit Íslands á opnunarhátíð Hörpu. Hann sendi nýverið frá sér fyrstu einsöngsplötu sína og fagnar útgáfunni í Salnum á sunnudagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.